Morgunblaðið - 12.07.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.07.2003, Blaðsíða 7
Reykjavík - Reykjanes Árbæjarsafn - Minjasafn Reykjavíkur Söguganga um gömlu Reykjavík kl. 14. Dagskrá tileinkuð sögu Reykjavíkur í safninu: Guðjón Friðriksson með leiðsögn um sýninguna Saga Reykjavíkur - frá býli til borgar kl. 13 og 15. Kynning á nýlegum bókum kl. 14-16. Messa í safnkirkjunni kl. 14. Opið kl. 10-18. Byggðasafnið á Garðskaga Vélasafn, byggða- og sjóminjasafn. Munir til vitnis um búskaparhætti til lands og sjávar. Á Garðskaga eru tveir vitar og geta gestir farið upp í þá á á meðan safnið er opið, kl. 13-17. Byggðasafn Hafnarfjarðar Í Sívertsenshúsinu Vesturgötu 6, elsta húsi Hafnarfjarðar, er ný sýning um Bjarna riddara Sívertsen. Þar er nýtt skipslíkan af fyrsta þilskipi Bjarna, Havnefjords Pröven. Í Smiðjunni á Strandgötu 50 er sýningin Þannig var og í Ásbjarnarsal þemasýningin Hvalveiðar á Íslandi á 20. öld. Í Siggubæ er heimili alþýðufjölskyldu við Kirkjuveginn, einnig ljósmyndasýningin Siggubær í skjóli Hellisgerðis. Opið kl. 13-17. Listasafn Reykjanesbæjar og Byggðasafn Reykjanesbæjar, Duushús, Grófinni við smábátahöfnina Merk sýning frá Listasafni Íslands sem ber heitið Maður og haf þar sem má sjá ólíka nálgun listamanna við hafið og sjósóknina. Á sýningunni Bátafloti Gríms Karlssonar eru 59 skipalíkön. Þá er einnig áhugavert safn sjóminja og ljósmynda. Söfnin eru opin alla daga í sumar kl. 12:30-19. Fjarskiptasafn Símans, Loftskeytastöðin v. Suðurgötu Gömul síma- og ritsímatæki frá upphafi símans á Íslandi. Opið kl. 13-17. Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, Strandgötu 34 Aðalsalur: Afmælissýning í tilefni af 20 ára afmæli Hafnarborgar. Þar eru verk úr eigu safnsins. Sverrissalur: Teikningar bandarísku listakonunnar Barböru Cooper. Í Apóteki er sýning á þjóðlegum munum frá Kína, úr einkasafni hr. Wang Shucum. Opið kl. 11-17 alla daga nema þriðjudaga. Listasafn ASÍ, Freyjugötu 41 Á sumarsýningu safnsins eru sýnd málverk úr eigu safnsins eftir Kristján Davíðsson, Nínu Tryggvadóttur og Svavar Guðnason. Opið kl. 13-17. Aðgangur ókeypis. Listasafn Einars Jónssonar við Njarðargötu Safnið varðveitir á þriðja hundrað verka Einars Jónssonar í hinu stórmerka húsi hans Hnitbjörgum og í höggmyndagarðinum. Opið kl. 14-18. Ókeypis aðgangur. Listasafn Íslands, Fríkirkjuvegi 7 Sumarsýning Listasafns Íslands - fyrir alla fjölskylduna. Verk úr eigu safnsins sem gefa innsýn í íslenska myndlist fram til ársins 2000. Leiðsögn um sumarsýninguna kl. 14 og 15:30. Opið kl. 11-17. Kaffistofa safnsins, safnbúð og vinnustofa barna opnar á sama tíma. Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn Kjarval í einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur. Opið kl. 11-17. Listasafn Reykjavíkur - Kjarvalsstaðir við Flókagötu Nýir tímar í íslenskri ljósmyndun og Myndir úr Kjarvalssafni. Leiðsögn kl. 15. Opið kl. 10-17. - Hafnarhús, Tryggvagötu 17 Humar eða frægð - Smekkleysa í 16 ár, Innsýn í alþjóðlega samtímalist á Íslandi og Erró - Stríð. Smekkleysubíó kl. 14 og 16. Leiðsögn kl. 15. Opið kl. 10-17. - Ásmundarsafn við Sigtún Ásmundur Sveinsson - Nútímamaðurinn. Opið kl. 10-16. Aðgangseyrir í Listasafn Reykjavíkur er 500 kr. og gildir samdægurs í öll húsin. Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15 Sýningin Frumefnin fimm - Ferðadagbækur Claire Xuan er byggð á ferðadagbókum fransk- víetnömsku listakonunnar Claire Xuan. Jafnframt ljósmyndir unnar með litógrafíu og á pappír úr náttúrulegum efnum. Opið kl. 13-17. Ókeypis aðgangur. Minjasafn Orkuveitu Reykjavíkur, Rafstöðvarvegi við Elliðaár Safnið verður að venju opið kl. 13-17 á safnadaginn. Ókeypis aðgangur. Náttúrufræðistofa Kópavogs, Hamraborg 6A Nýtt og glæsilegt safnahús hjá Salnum og Gerðar- safni. Fjölbreytt safn náttúrumuna - fuglar, fiskar og kristallar og margt fleira. Leiðsögn um safnið og kynning á hinum sjaldgæfa kúluskít í Mývatni. Opið kl. 13-17 lau.-sun. Ókeypis aðgangur. Náttúrugripasafn Íslands, Hlemmi 5, gengið inn frá Hverfisgötu Fegurð og fjölbreytni íslenskrar náttúru: myndunarsaga landsins og lífríki þess. Dýr, plöntur, steingervingar, helstu bergtegundir, steindir og holufyllingar. Geirfuglinn, sem keyptur var fyrir söfnunarfé árið 1971, er til sýnis ásamt eggi og beinagrind, en geirfuglinn varð útdauður árið 1844 þegar síðasta parið var drepið í Eldey. Opið kl. 13-17. Aðgangur ókeypis á safnadaginn. Norræna húsið Stóra norræna fílasýningin í Norræna húsinu. Börn og fullorðnir gleðjast saman yfir litríkum málverkum, teikningum og texta eftir dönsku listamennina Thomas Winding, Peter Hentze, Pernelle Maegaard og Victoria Winding. Opið kl. 12-17. Nýlistasafnið við Vatnsstíg Cremaster Plate, sýning Matthews Barney, stendur yfir. Hún er hluti af CREMASTER-seríunni sem Matthew byrjaði að vinna að 1994. Halldór Björn Runólfsson listfræðingur verður með leiðsögn um sýninguna á safnadaginn kl 15. Safn á Laugavegi 37 Samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og einkaaðila sem safnað hafa íslenskri og alþjóðlegri sam- tímalist síðustu fjóra áratugi. Safn er á þremur hæðum og fullt af myndlist. Opið kl. 14-18. Þjóðmenningarhúsið Sýningar: Handritin, Landnám og Vínlandsferðir. Bókastofa - bókminjasafn: Íslendingasögur í þýðingum. Íslandsmynd í mótun - áfangar í kortagerð. Fundargerð Þjóðfundarins 1851, einnig sýningar í fundarstofum. Opið kl. 11-17 og ókeypis aðgangur á safnadaginn. Þjóðminjasafn Íslands Í skuggsjá fortíðar, sýning á völdum gripum frá Þjóðminjasafni Íslands á Skriðuklaustri, m.a. kinga frá Skriðuklaustri, bollasteinn frá Gaut- löndum og hurðarhringur frá Stafafelli. Hæst ber þó altarisklæði frá Hofi í Vopnafirði, betur þekkt sem álfkonudúkurinn frá Bustarfelli. Sýningin er samstarfsverkefni Þjóðminjasafns Íslands, Landsvirkjunar og Gunnarsstofnunar. Leiðsögn er um húsið. Athygli er vakin á húsasafni Þjóðminjasafns Íslands. Sér í lagi á Hraunskirkju í Keldudal, Nýjabæ á Hólum, Reykholtskirkju, Litlabæ í Skötufirði og Selinu í Skaftafelli. Sjá nánar á www.natmus.is Söfnin á Seltjarnarnesi, Lyfjafræðisafnið og Lækningaminjasafnið við Neströð. Leiðsögn um sýningar safnanna. Opið kl. 13-17. Sjóminjasafn Íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði Sýning á völdum munum úr Þjóðfræðasafni Þjóðminjasafns. Þar eru m.a. til stríðsaxir og fleiri áhöld frá yngri steinöld í Danmörku (4000- 1700 f. Kr.), norður-amerískir indíánamunir frá síðari hluta 19. aldar, samískur skófatnaður frá sama tíma, eftirlíkingar af grænlenskum skinnbátum, grænlenskur kvenbúningur og fleira. Opið kl. 13-17. Vesturland og Vestfirðir Búvélasafnið á Hvanneyri Tæknisafn landbúnaðarins. Opið kl. 12-17 eins og alla aðra daga í júní-ágúst. Leiðsögn veitt. Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla - Norska húsið í Stykkishólmi Nýlokið er endurbótum á jarðhæð Norska hússins. Á 2. hæð er heldra heimili í Stykkishólmi frá 19. öld og opin safngeymsla í risinu. Í bláa salnum er sýning Ebbu Júlíönu Lárusdóttur og 14 lista- menn sýna í gyllta salnum. Opið kl. 11-17. Byggðasafn Vestfjarða í Turnhúsinu, Ísafirði Sýningin Fyrsta olíuhreyfivjelin í tilefni af 100 ára vélvæðingu báta á Íslandi 1902-2002 stendur yfir. Ljúffengar súpur í hádeginu, kaffi og þjóðlegt meðlæti í Tjöruhúsinu. Opið alla daga kl. 11-17. Minjasafn Egils Ólafssonar á Hnjóti, Örlygshöfn Minjasafnið fagnar 20 ára afmæli sínu á safnadaginn. Dagskráin þann dag er fléttuð saman við messu í Sauðlauksdal. Þaðan verður leiðsögn um dalinn, farið upp að Akurgerði, að Ranglát og á aðra sögustaði í dalnum. Eftir leiðsögnina verður dagskrá á safninu á Hnjóti þar sem nánar verður fjallað um sögu Sauðlauks- dals. Opið kl. 13-18 alla daga. Safnasvæðið á Akranesi Byggðasafn Akraness og nærsveita, Steinaríki Íslands, Íþróttasafn Íslands, Forsýning Landmælinga Íslands og Hvalfjarðargangasafn. Á svæðinu er einnig Maríukaffi, upplýsinga- miðstöð ferðamanna á Akranesi og safnabúð. Opið alla daga kl. 10-18. Safnahús Borgarfjarðar Sýningin Milli fjalls og fjöru um skóga og skóganytjar á Íslandi. Sýningar byggðasafns og náttúrugripasafns. Opið kl. 13-18. Norðurland Byggða- og bókasafn Norður-Þingeyjarsýslu, Snartarstöðum Leikfangasýning. Opið kl. 13-17. Byggðasafnið Hvoll á Dalvík Sýningar opnar á safnadaginn kl. 11-18. Þórey Sigríður Jónsdóttir, spónasmiður með meiru, sýnir gamlar og nýjar aðferðir við spónasmíði. Boðið upp á kaffi og kleinur. Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna - Reykjum í Hrútafirði Sýnd verða gömul vinnubrögð. Sláttur með orfi og ljá og hey hirt af velli. Tóvinna innandyra. Leiðsögn um sýninguna Hákarlaveiðar við Húnaflóa í Ófeigsskála og boðið upp á kasaðan hákarl. Kaffisala á svæðinu og fleira gert til skemmtunar. Opið kl. 10-18. Byggðasafn Skagfirðinga, Glaumbæ Dagskrá safnadagsins hefst með messu kl. 13 í Glaumbæjarkirkju. Handverk og heyskapur í og við safnið kl. 14-16. Byggðasafn Suður-Þingeyinga Safnahúsið á Húsavík og gamli bærinn á Grenjaðarstað verða opin kl. 10-18. Heimilisiðnaðarsafnið, Blönduósi Ný sýning í nýjum húsakynnum. Sérstök dagskrá verður í safninu kl. 14-17. Á þeim tíma verður sýnt hvernig ull er kembd og spunnin. Ofið í vefstól og konur sýna útsaum, m.a. skatteringu. Opið kl. 10-17. Listasafnið á Akureyri Meistarar formsins: Úr höggmyndasögu 20. aldar. Sýning gerð í samvinnu við Ríkislistasafnið í Berlín. Verk eftir 43 listamenn, þar af 11 Íslendinga. Opið kl. 12-17. Minjasafnið á Akureyri, Aðalstræti 58 og Gamli bærinn í Laufási Á vegum safnsins verður genginn Þingmannavegur yfir Vaðlaheiði að Hróarsstöðum í Fnjóskadal. Lagt af stað frá Minjasafninu kl. 10, ekið um Vaðlaþing. Leiðsögumaður er Sigurður Bergsteins- son. Í Gamla bænum í Laufási verður sýning á munum sem hafa borist safninu á þessu ári. Minjasafnið er opið kl. 11-17 og Laufásbærinn kl. 10-18. Nonnahús, Aðalstræti 54 Nonnahús er opið alla daga á sumrin kl. 10-17. Heitt verður á könnunni í tilefni safnadagsins. Síldarminjasafnið á Siglufirði Þar gerast ævintýrin enn, síldarsöltun, tónlist og dans kl. 15 alla laugardaga í júlí. Opið kl. 10-18. Austurland Byggðasafn Austur-Skaftafellssýslu, Höfn í Hornafirði Pakkhúsið við höfnina. Sjóminjasafn, sýning Önnu S. Hróðmarsdóttur og Höddu. Opið kl. 13-22. Gamlabúð, minjasafn, Bíla- og búvélasafn. Náttúrugripasafn, safnbúð. Opið kl. 13-21. Menningarmiðstöð Hornafjarðar í Nýheimum. Sýning á sögu leiklistar á Hornafirði. Miðbær - verslunarmiðstöð. Örnefnamyndir úr Lóni og Nesjum. Jöklasýning í Vöruhúsi, Hafnarbraut 30. Opið kl. 13-18 og 20-22 daglega. Ókeypis aðgangur inn á öll söfn og sýningar á Höfn nema jöklasýningu. Minjasafnið á Bustarfelli Fjölbreytt dagskrá á íslenska safnadaginn kl. 14-17. Ýmis tóvinna, heyannir, eldsmíði o.m.fl. Steiktar lummur á hlóðum og boðið upp á kaffi í baðstofu. Minjasafn Austurlands, Laufskógum 1, Egilsstöðum Á safninu kennir ýmissa grasa; kuml, baðstofan á Brekku, skrautsverð frá 17. öld, íslenskur útsaumur, veiðivopn og margt fleira. Opið kl. 11- 17. Ókeypis á safnadaginn. Athygli er vakin á fornleifarannsókn að Skriðuklaustri í Fljótsdal, undir stjórn Steinunnar Kristjánsdóttur. Leiðsögn um rannsóknarsvæðið kl. 15-17. Skriðuklaustur - Hús Gunnars Gunnarssonar skálds Leiðsögn um húsið. Austfirskt landslag í íslenskri myndlist og valdir munir frá Þjóðminjasafninu, m.a. álfkonudúkurinn frá Bustarfelli. Opið kl. 10-18. Söfnin í Fjarðabyggð Íslenska stríðsárasafnið í Spítalakampi á Reyðar- firði opið kl. 13-18, Sjóminjasafn Austurlands á Eskifirði opið kl. 14-17, Sjóminja- og smiðjusafn Jósafats Hinrikssonar í Neskaupstað opið kl. 14- 17, Náttúrugripasafnið í Neskaupstað opið kl. 14-17 og Málverkasafn Tryggva Ólafssonar í Neskaupstað kl. 14-17. Suðurland Söfnin á Eyrarbakka og Stokkseyri Húsið á Eyrarbakka - Byggðasafn Árnesinga, opið kl. 10-18. Kl. 14-16 verður tónlistardagskrá í stofu Hússins undir stjórn Inga Heiðmars Jónssonar. Leikið á píanó Hússins og sagt frá tónmenningu á Suðurströndinni fyrrum. Einnig verður spunnið, kveðið og jafnvel dansað. Sjóminjasafnið á Eyrarbakka, opið kl.10-18. Gamall slökkvibíll fyrir utan Sjóminjasafnið. Gönguferð um þorpið kl. 13:30. Leiðsögumaður er Magnús Karel Hannesson. Rjómabúið á Baugsstöðum: Leiðsögn, vélar búsins gangsettar fyrir gesti. Opið kl. 13-18. Sjóminjar í Þuríðarbúð á Stokkseyri. Opið allan daginn. Listasafn Árnesinga, Austurmörk 21, Hveragerði. Í safninu stendur yfir sýning á verkum Kristjáns Davíðssonar og Þórs Vigfússonar. Á safnadaginn er boðið upp á djass kl. 15. Alfreð Alfreðsson á trommur, Árni Scheving á bassa, Jón Páll Bjarnason á gítar og Þórir Baldursson á hljóm- borð. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Byggðasafnið að Skógum undir Eyjafjöllum Opnaðar verða sýningarnar Orka sótt í bæjar- lækinn um upphaf rafvæðingar í sveitum á Suðurlandi og RARIK - Samveitan um tilkomu stærri vatnsaflsvirkjana. Opið kl. 9-18:30. Byggðasafn Vestmannaeyja Munir og minjar úr sögu eyjanna frá sjó og landi. Einnig elsta íbúðarhús staðarins, Landlyst, og sýning tengd læknum og ljósmæðrum í Vestmannaeyjum. Opið kl. 11-17. Íslandsdeild ICOM annast framkvæmd safnadagsins. Sjá nánari upplýsingar á www.icom.is Safnaráð Söfnin okkar varðveita brunn þekkingar á menningu, sögu og náttúru. Safnaráð hvetur alla landsmenn til að heimsækja söfn á íslenska safnadaginn og njóta þess sérstæða möguleika á lifandi og ánægjulegri þekkingaröflun sem söfnin ástunda. S U N N U D A G U R 1 3 . J Ú L Í 2 0 0 3 SAFNADAGURINN Í S L E N S K I F í t o n / S Í A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.