Morgunblaðið - 12.07.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.07.2003, Blaðsíða 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2003 31 ✝ Bjarný Guðjóns-dóttir fæddist að Raufarfelli undir Eyjafjöllum 17. mars 1921. Hún dó á Heil- brigðisstofnun Vest- mannaeyja 8. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Guðjón Vigfússon frá Raufar- felli og Þorbjörg Jónsdóttir frá Rauðs- bakka. Bjarný var ein af ellefu systrum: Guðbjörg, Kristín María, Sigríður, Marta, stúlka fædd andvana, Guðný, Kristín, Sigur- björg Guðleif, Kristbjörg, Ásta Jóna, og er nú aðeins ein eftirlif- andi af þeim hópi Sigurbjörg Guð- leif sem býr að Hrafnistu í Reykja- vík. Bjarný giftist Kristni Sigurðssyni, f. 2. sept. 1917, d. 26. júní 1984. Börn þeirra eru: Ásta, f. 1942, gift Ragnari Guðnasyni, Sigfríð, f. 1945, gift Jóni Krist- óferssyni, drengur, f. 1951, d. 1951, Jóna Björg, f. 1953, gift Erling Þór Pálssyni og Eygló, f. 1959, gift Grími Guðnasyni, einnig ólu þau upp elsta barnabarn sitt, Guðrúnu Bjarnýju Ragnarsdóttur, 1959, gift Þorvarði V. Þorvaldssyni. Barnabörnin eru níu og barnabarnabörnin eru 13. Útför Bjarnýjar fer fram frá Landakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Ég syng af gleði, syng af hjarta sönginn dýrsta, er ég kann, því ekkert hljómar yndislegra’ en hann, óðurinn um kærleikann. Ég syngja mun þann söng um eilífð samræmt stef með englum hans. Í sölum himins hljómar óður skær, helgur söngur kærleikans. (Þýð. Björk.) Þessi vers lýsa mömmu vel því ég minnist hennar syngjandi við leik og störf. Hún var mjög góð móðir og hún vildi öllum vel, hún var dugleg og ósérhlífin þessi litla kona en eins og hún sagði oft „margur er knár þótt hann sé smár, linur þótt hann sé langur“. Þegar ég var ung stelpa fyrir gos og við bjuggum á Urðaveginum vann mamma heima og hafði alltaf nógan tíma fyrir okkur en við ólumst upp saman, ég og systurdóttir mín, en það stoppaði hana ekkert í sínum dugnaði, hún bakaði bæði kökur og brauð, heitur matur var bæði í hádegi og á kvöldin og grautur á eftir, frá mömmu fór enginn svangur eða blautur. Í gosinu var hún ein með okkur stelpurnar í Reykjavík, pabbi setti okkur um borð í bát og sagði bless og við sáum hann 6 vikum seinna. Við vorum alltaf staðráðin í að fara aftur til Eyja eftir gos. Þegar bjarga þurfti dótinu okkar frá eyjum fór mamma út á Reykjavíkurflugvöll og sníkti far með einni herflugvél- inni, það stoppaði þessa litlu konu ekkert. Hún pakkaði saman dótinu og kom því í bát. Til Eyja fluttumst við í júlí 1973. Þá var ekki víst hvort það yrði skóli í Eyjum, loks var ákveðið að vera með skóla og það var mikill léttir að vera loksins alkomin heim. Mamma tók virkan þátt í Slysa- varnadeildinni Eykindli og í öllum fé- lagsstörfum sem pabbi starfaði í og var hans hægri hönd en við fráfall hans 1984 fannst mér kraftur hennar minnka en hann hafði verið driffjöðr- in og þar af leiðandi dróst hún hægt og sígandi út úr hinu daglegu lífi. Hún hafði unnið úti nokkurn tíma hjá Fiskiðjunni en hætti þar þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn 1982 því hún ætlaði að passa fyrir okkur hjón- in. Þegar ég eignaðist mitt annað barn 1986 var það engin spurning, hún passaði frá fyrstu tíð og gaf börnunum alla þá hlýju sem hægt er að gefa. Þar sem foreldrar mínir höfðu misst sitt hús undir hraun tók við að finna framtíðarhúsnæði og byggðu þau þá sitt annað heimili að Bröttugötu 2 og var það heimili mömmu alla tíð eftir það. Árið 1997 fór heilsu mömmu að hraka og þurfti hún að fara í hjartaaðgerð og einnig hafði hún vefjagigt og fór hún versn- andi, síðustu æviárin dvaldi hún á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja og líkaði það mjög vel enda allt starfsfólk og aðstaða til fyrirmyndar. Við getum seint fullþakkað starfs- fólkinu fyrir þá hlýju sem það sýndi mömmu. Ég minnist mömmu með söknuði og tárum, hún var mér svo góð fyr- irmynd en ég veit að núna líður henni vel og er sátt. Guð geymi þig elsku mamma mín. Að lokum langar mig að lýsa krafti þessarar yndislegu konu með ljóði. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna. Þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum – eins og þú. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Saknaðarkveðja. Þín dóttir, Eygló. Elsku Bjarný. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Síðustu dagar þínir voru erfiðir en ég veit að það var hlúð vel að þér af starfsfólki Heilbrigðisstofnunarinn- ar og fjölskyldu þinni. Er sárasta sorg okkurmætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Þinn tengdasonur, Grímur. Elsku Bjarný. Núna ertu farin frá okkur og við söknum þín sárt, en við huggum okk- ur við allar góðu minningarnar um stundirnar sem við áttum með þér. Það var alltaf svo gott að koma til þín og vera hjá þér því þú varst alltaf svo góð við okkur. Og við gátum dundað okkur endalaust við að horfa á spól- ur, sem þú tókst upp fyrir okkur, og gramsað í skápunum þínum og klætt okkur upp í gömul föt. Við munum að þú bjóst til besta ostabrauð í heimi og gerðir bestu brúntertuna og kleinurnar. Og á sumrin gafstu okkur líka rabarbara úr garðinum þínum. Þú kenndir okkur bænir og baðst okkur að fara með þær á kvöldin áður en við færum að sofa. til dæmis kenndir þú okkur þessa bæn: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Og nú biðjum við til Guðs um að hann varðveiti þig. Við vitum að núna líður þér betur og ert komin til afa og Lilla. Og við vitum að þú verður alltaf hjá okkur, passar okkur og fylgist með okkur. Elsku amma, þú lifir alltaf í hjarta okkar og við elskum þig Bjarný, Gauti og Víðir. Elsku Bjarný amma. Það er sárt að þurfa að kveðja jafn- yndislega manneskju og þú varst, en jafnframt vitum við að þú ert komin á betri stað og til hans afa. Við minn- umst þess hve gott það var að koma í heimsókn til þín á Bröttó, um leið og við gengum inn um útidyrnar heyrð- ist söngurinn úr þér innan úr eldhúsi. Svo fengum við auðvitað grjónagraut og sódastream inn í sjónvarpsher- bergi, kannski heimatilbúna kara- mellu ef við vorum heppin, eftir það var mjög oft kíkt út í garð og farið í boltaleikinn okkar upp og niður sem aðeins var spilaður hjá ömmu. Þú varst okkur öllum svo góð og kenndir okkur m.a. Faðir vorið. Oft- ar en ekki sast þú inni í stofu að prjóna sokka eða vettlinga handa okkur svo okkur yrði nú ekki kalt, og þá kíktum við oft inn í skápa og rót- uðum og mátuðum föt og héldum fyr- ir þig tískusýningu. Svo gleymi ég seint þeim mörgu skiptum þegar við fengum hjá þér aur til að kaupa smá- nammi niðri í Eyjakjöri. Ég er mjög þakklát fyrir það að hafa unnið uppi á spítala sumarið 2002 því þá gat ég verið mun meira með þér en áður. Þetta voru góðir tímar sem við munum aldrei gleyma. Þú varst yndislegasta amma sem nokkur gæti hugsað sér og við vorum mjög heppin að hafa átt þig að. Æviskeið mitt, ungi vinur, ætla má að styttist senn. Harla fátt af fornum dómum fullu gildi heldur enn. Endurmeti sínar sakir sá er dæmir aðra menn. Gleðstu yfir góðum degi, gleymdu því sem miður fer. Sýndu þrek og þolinmæði þegar nokkuð út af ber. Hafi slys að höndum borið hefði getað farið ver. (Heiðrekur Guðmundsson.) Þín ömmubörn, Guðni og Kristín. BJARNÝ GUÐJÓNSDÓTTIR Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is Þökkum sýnda samúð við andlát og jarðarför ILSE W. ÁRNASON, Oddgeirshólum. Guðmundur Árnason, Angelika, Árni, Magnús, Steinþór og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir og bróðir okkar, PÉTUR EINARSSON byggingameistari, Þrastarási 4, Hafnarfirði, lést þriðjudaginn 8. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Hildur Jónsdóttir, Jón Ragnar, Kristín Erla, Einar Pétur, Guðbjörg Hildur Pétursbörn, Einína, Ólöf, Guðrún og Gyða Einarsdætur. Hjartans þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EINARS LÁRUSSONAR frá Heiði á Langanesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Nausti fyrir frábæra umönnun. Sæmundur Einarsson, Ragnheiður Valtýsdóttir, Lára Einarsdóttir, Einar Nikulásson, Anna Jenný Einarsdóttir, Jón Stefánsson, Ásta Einarsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Egill Einarsson, Sigurbjörg Einarsdóttir, Anleyg Petersen, Einar Valur Einarsson, Elísa Einarsdóttir, Ölver Guðnason, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, stjúp- faðir, tengdafaðir, afi og langafi, LEIFUR KRISTLEIFSSON, Bröttukinn 30, Hafnarfirði, sem lést laugardaginn 5. júlí, verður jarðsung- inn frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 14. júlí kl. 15.00. Sigríður Guðmundsdóttir, Birna Leifsdóttir, Sigurður Valgeirsson, Guðmundur Leifsson, Kristrún Runólfsdóttir, Sævar Leifsson, Sigrún Jóna Leifsdóttir, Elsa Óskarsdóttir, Hafsteinn Eggertsson, Ingvar Sigurðsson, Pálína Þráinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN JÓNSSON frá Vorsabæ, Austur-Landeyjum, Túni, Borgarbyggð, sem andaðist á Sjúkrahúsi Akraness sunnu- daginn 6. júlí, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 15. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Andrea Guðmundsdóttir, Sjöfn Inga Kristinsdóttir, Helgi Guðmundsson, Erling Svanberg Kristinsson, Anna Björg Þormóðsdóttir, Svava Valgerður Kristinsdóttir, Sigurður Ingimarsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Hulda Margrét Baldursdóttir, Kristinn Andrés Kristinsson, Þórunn Jóna Kristinsdóttir, Einar Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.