Morgunblaðið - 12.07.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.07.2003, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MINNISVARÐI um horfna, eftir listakonuna Rúrí, rís í Gufu- neskirkjugarði um þessar mundir. Heimir Janusarson, aðstoðargarð- yrkjustjóri Kirkjugarða Reykjavík- urprófastsdæma, segir að verkið sé staðsett á hægri hönd þegar komið sé inn í garðinn og það sé nánast í miðjum garðinum. „Verkið er ekki tilbúið. Það er búið að reisa smáhýsi utan um það og síðan kemur mikil hellulögn þarna í kring. Hellulögnin er mikil og flókin, en munstrið er völund- arhús sem sýnir þroskaleið manns- ins. Það verður ekki unnið í hellu- lögninni fyrr en það fer að hægjast um í sumarverkunum í september,“ bendir hann á. Hann segir að minnisvarðinn sjálfur sé úr graníti og unninn í Kína. Granítið var sagað þar niður eftir hönnun og undir eftirliti Rúrí- ar. Alls voru um 40 tonn af grjóti söguð til í Kína og flutt með gámi hingað til lands. „Síðan kemur í þetta mikil lýsing. Þetta er allt mjög spennandi. Ég er að láta mig dreyma um að verkið verði tilbúið í lok september. Við ætluðum að reyna að klára þetta fyrir vorið en þá brast á með vorverkum áður en maður vissi af og við náðum ekki að klára þetta.“ Fyrsta listaverkið í Gufunesgarði Að sögn Heimis voru nokkrir listamenn valdir til að koma með tillögur og dómnefnd valdi síðan til- lögu Rúríar úr þeim. Nokkur lista- verk prýða Fossvogskirkjugarð og garðinn í Suðurgötu, en engin Gufunesgarðinn. Í Fossvogs- kirkjugarði eru til dæmis minn- isvarði um óþekkta sjómanninn og minningaröldur um þá sem hafa drukknað og ekki fundist, en í Suð- urgötu er minnisvarði um franska sjómenn. „Það er ekkert enn hér í Gufunesgarði og kominn tími til. Nú er Gufunesgarðurinn að verða stóri garðurinn. Hér bætast um 500 grafir á ári og það pláss sem eftir er á að duga okkur í 12–15 ár í við- bót,“ segir hann. Athvarf þeirra sem vilja minnast horfinna aðstandenda Verk Rúríar verður um 170 m² að flatarmáli, rúmir 13 metrar á hlið og hæðin um 3 metrar, unnið úr graníti. Innan ferhyrndrar stétt- arinnar verður hringlaga völund- arhús. Eftir því má feta veginn að miðju hringsins þar sem rís hátt hlið, eða skáli, en þak þess verður um 2,20 metra frá jörðu að inn- anverðu. Gat verður í þakinu, þar sem ljós leikur um, og í þakrönd- inni verður glersteinn sem varpar birtu um svæðið. Þegar rökkvar lýsist verkið upp og birta streymir um opið. Umhverfis völundarhúsið verður einnig lýsing sem lifnar við er rökkva tekur. Undir hliðinu verður ferhyrndur steinn og utan þess sætisbekkir, þar sem gestir geta tyllt sér. Utan völundarhúss- ins verða svo steinar og á þá verða grafin nöfn þeirra sem hafa horfið. Þannig verður staðurinn athvarf þeirra sem vilja minnast aðstand- enda og vina sem hafa horfið, en eiga sér engan legstað. Minnis- varði um horfna rís í Gufunes- kirkjugarði Morgunblaðið/Arnaldur Minnisvarðinn verður athvarf þeirra sem vilja minnast aðstand- enda og vina sem hafa horfið, en eiga sér engan legstað. Gufunes BÆJARRÁÐ Kópavogs samþykkti á fundi sínum á mið- vikudaginn að fela bæjarstjóra að undirrita viljayfirlýs- ingu um byggingar 480 íbúða og gatnagerð í landi Lund- ar í Fossvogsdal. Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks sam- þykktu viljayfirlýsinguna en fulltrúi Samfylkingarinnar greiddi atkvæði gegn henni. Lundarsvæðinu var úthlutað til ábúðar árið 1945 og gerður var erfðafestusamningur við ábúendur. Nokkrar deilur voru innan bæjarráðs um túlkun samningsins og hvort að hann jafngilti eignarrétti á jörðinni. Fulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarráði, Flosi Eiríksson, lét bóka á fundinum að hann væri ósammála þeim skilningi að erfðafestusamningnum fylgdi eignarréttur, réttindi ábú- enda væru til að reka landbúnað og skylda starfsemi en annað ekki. Kópavogsbær keypti svæðið af ríkinu 1968 og þannig er Kópavogsbær nú að greiða fyrir land sem hann hefur þegar greitt fyrir með réttinum til að byggja íbúðir á svæðinu, að mati Flosa. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri ekki rétt að erfingjarnir ættu landið. „Þeir eiga aftur á móti réttinn á að búa á landinu og hann er eign og þeir eiga að fá eðlilegt gjald fyrir það. Bærinn hefur hins veg- ar ákveðið að segja að þau eigi landið. Við erum í raun og veru að afhenda erfingjunum verðmæti og mér finnst þetta skrýtin meðferð á almannafé,“ sagði Flosi. Bærinn ekki að kaupa landið Meirihlutinn lét bóka á fundinum að bærinn greiddi ekki neitt fyrir landið og að erfðafesta væri nytjaréttur sem túlkast samkvæmt lögum sem ígildi landeignar. Gunnar Birgisson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í bæjar- ráði, sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri ekki rétt að bærinn væri að kaupa landið af erfingjunum. „Erfðafestusamningur jafngildir eignarrétti og því til staðfestingar eru fjölmörg lögfræðiálit og hæstaréttar- dómar,“ sagði Gunnar og bætti við að það væri ekkert nýtt að minnihlutinn væri á móti slíkum tillögum. „Allt síðan ég byrjaði í bæjarstjórn fyrir 13 árum hefur vinstriminnihluti Kópavogs nær ævinlega verið á móti öllum hugsanlegum breytingum á deiliskipulagi eða að- alskipulagi bæjarins. Ég tel þessar aðferðir minnihlut- anum ekki til mikils framdráttar.“ Viljayfirlýsing um byggingu á Lundarsvæðinu samþykkt Kópavogur Morgunblaðið/Arnaldur Á Lundarsvæðinu í Kópavogi munu rísa átta háhýsi með um 480 íbúðum. Framkvæmdir hefjast um áramót. REYKJAVÍKURBORG hefur í hví- vetna farið að lögum og ákvæðum kjarasamninga varðandi kjör starfs- manna leikskóla sem lokað er vegna sumarleyfa, að sögn Birgis Björns Sigurjónssonar, forstöðumanns hjá Reykjavíkurborg. Eins og fram hef- ur komið hefur ríkt óánægja meðal þeirra starfsmanna leikskóla sem missa laun vegna sumarlokana leik- skóla, þar sem viðkomandi hafa ekki unnið nægilega lengi til að ávinna sér fullan orlofsrétt og hefur þeim einnig verið neitað um atvinnuleysisbætur. ,,Það er okkur mikilvægt að fara vel með okkar starfsfólk og það hall- ar ekkert á það í þessu máli,“ segir Birgir Björn. „Sumarlokanir leik- skóla hafa verið tíðkaðar bæði hér í Reykjavík og í mörgum öðrum sveit- arfélögum í langan tíma. Þegar starfsmenn eru ráðnir er þeim gerð grein fyrir þessu með löngum fyr- irvara,“ segir hann. Hann bendir á að í mörgum til- fellum hafi starfsmenn leikskóla sem hér um ræðir áður fengið uppgert orlof við starfslok hjá fyrri vinnu- veitanda áður en þeir komu til starfa á leikskóla. „Þessi framkvæmd er að öllu leyti í samræmi við 9. grein orlofslaganna [lög nr. 30/1987] og hefur þetta verið gert með þessum hætti um áratuga- skeið. Það er enginn ágreiningur á milli okkar og Félags leikskólakenn- ara og annarra stéttarfélaga sem málið varðar um að þetta styðst við lög og venjur. Það sama gildir um sumarlokanir fyrirtækja,“ segir hann. Sjaldgæft að skólafólk sé ráðið í fáeinar vikur fyrir lokanir Birgir Björn bendir einnig á vegna umræðunnar að undanförnu að mörgum finnist ósanngjarnt að starfsmenn sem nýkomnir eru úr skóla og eiga þess vegna engan or- lofsrétt skuli missa laun við sumar- lokanirnar. Hann segir hins vegar afar sjaldgæft ef þess væru þá nokk- ur dæmi að fólk, sem er nýkomið úr skóla, sé ráðið til starfa í eina til tvær vikur fyrir sumarlokanir leikskól- anna. „Ég get hins vegar vel skilið að fólk sem er orðið launalaust í hluta af júlímánuði banki upp á hjá Vinnu- miðlun og vilji fá atvinnu og hjá At- vinnuleysistryggingasjóði og óski eftir að fá atvinnuleysisbætur. Eins og landslögin eru þá á þetta fólk ekki rétt á bótum,“ segir hann. Birgir Björn Sigurjónsson um sumarlokanir leikskóla Farið að lögum og kjarasamn- ingum í hvívetna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.