Morgunblaðið - 12.07.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.07.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU SKRIFAÐ hefur verið undir yfirlýsingu um sölu SÍF hf. á 19,7% hlut félagsins í nami- bíska útgerðarfélaginu Seaflower til namibíska þróunarfélagsins Fis- cor. Þróunarfélagið Fiscor, sem er í eigu namibíska rík- isins og Nýsis hf., stofnuðu Sea- flower árið 1993. Árið eftir gengu Íslenskar sjávarafurðir inn í félagið en ÍS sameinaðist SÍF árið 1999. Seaflower gerir út fjögur togskip og rekur frystihús en hjá félaginu vinna á sjötta hundrað manns. Rekstur Seaflower gekk erfiðlega fyrstu árin en árið 1998 var ákveðið að endurskipuleggja og endurfjár- magna starfsemina. Þá var ákveðið að auka fjölbreytni í framleiðslunni, leggja áherslu á að framleiða þær vörur sem skiluðu viðunandi hagn- aði og efla landvinnsluna. Þar léku Nýsir, ÍS og síðar SÍF lykilhlutverk við framþróun félagsins með stuðn- ingi frá Nýsköpunarsjóði og Nor- ræna þróunarbankan- um NDF. Salan í samræmi við stefnu SÍF Salan á Seaflower er í samræmi við stefnu SÍF samstæðunnar um að draga sig alfarið út úr veiðum og frumvinnslu en leggja áherslu á full- vinnslu sjávarafurða. Hagnaður SÍF af sölunni nemur rúmum 200 millj- ónum króna á öðrum ársfjórðungi. Örn Viðar Skúlason, aðstoðarfor- stjóri SÍF, sgir SÍF hafi haft gott samstarf við þessa aðila og stjórn- endur félagsins séu ánægðir með hve vel hafi gengið með þetta verk- efni í það heila. SÍF hefur selt tölu- vert af afurðum frá Seaflower, eink- um lýsingi. Mest af honum hefur farið til Spánar en einnig hefur nokkuð serið selt til Þýzkalands. Örn Viðar segir ekkert benda til annars eins og er, en að SÍF muni halda áfram að selja afurðir fyir Seaflower. SÍF selur hlut sinn í Seaflower FYRIR stuttu keypti KG fiskverkun á Rifi línubátinn Skarf GK 666 af Þorbirni-Fiskanesi í Grindavík. Fyrir átti KG fiskverkun Faxaborg SH 217 sem verður lagt „nema að einhver vilji kaupa hana“ eins og Hjálmar Kristjánsson fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins komst að orði í samtali við Morgunblaðið á dögunum. Hjálmar sagði engar breytingar verða á rekstrinum við komu hins nýja skips. Skarfurinn, sem er 335 brúttó- tonn, verður Faxaborg SH 207 Skarfur GK verður Faxa- borg SH Faxaborg SH 207 í Hafnarfjarðar- höfn tilbúin fyrir nýja eigendur. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson HAMPIÐJAN hf. og eigandi N.P.Utzon A/S hafa gengið frá samningi um kaup Hampiðjunnar á öllu hlutaféi í N.P. Utzon A/S. Hampiðjan yfirtók reksturinn frá og með deginum í gær. N.P.Utzon A/S hefur höfuðstöðv- ar í Fredericia í Danmörku en þar eru skrifstofur félagsins, söludeild og lager. Dótturfélag þess rekur verksmiðju í bænum Siaulia í Lithá- en. Verksmiðjan er u.þ.b. 10 þúsund fermetrar að stærð á einum fleti. Uppistaða framleiðslunnar eru næl- onnet fyrir flottroll, felunet og sport- net o.fl. en í litlu mæli net fyrir botn- troll. Á s.l. ári var framleiðslu- verðmæti félagsins um kr. 300 milljónir. Starfsmenn félagsins eru um 100 talsins. Fasteignir í Fredericia og fram- leiðsla á köðlum og flotkúlum í Dan- mörku fylgja ekki með í kaupunum. Eftir þessi kaup er framleiðsla grunneininga veiðarfæra Hampiðj- unnar í þremur löndum, þ.e. í Portú- gal, í Litháen og á Íslandi. Hampiðjan kaupir Utzon GENGIÐ hefur verið frá sölu Garð- eyjar SF til Vísis hf. í Grindavík sem hefur haft skipið á leigu sl. fjögur ár. Með í kaupunum fylgir annar bátur, Gissur hvíti. Að sögn Péturs H. Pálssonar, framkvæmdastjóra Vísis hf., hefur útgerðin verið með Garðey á leigu í fjögur, fimm ár og hann útskýrir kaupin: „Það er tvennt í þessu, við erum að umbreyta kvótanum okk- ar, við kaupum kvóta sem þeir hafa og seljum annan frá okkur, sem við höfum ekki notað sem skyldi.“ Samt sé um kvótaaukningu að ræða, útgerðin auki t.d. þorskkvót- ann um 500 tonn. „Í þriðja lagi fylgja kaupunum tvö skip, Garðey og Gissur hvíti sem er kvótalaus,“ segir Pétur og bætir við að útgerð- in hafi haft að markmiði að stækka línuskipin sem sem hún geri út. Í kjölfar kaupanna munu einhver minni skipa Vísis verða seld og öðr- um verður lagt þar sem komið er að miklu viðhaldi. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Garðey SF er 400 brúttótonna neta- og línuveiðiskip. Vísir eykur kvótann með skipakaupum TÍMARITIÐ Euromoney verð- launaði Íslandsbanka og Kaupþing Búnaðarbanka við hátíðlega athöfn í Lundúnum í fyrradag. Íslandsbanki var útnefndur besti bankinn á Ís- landi og er það í annað sinn sem bankinn hlýtur þau verðlaun. Fern önnur verðlaun voru veitt og féllu þau öll Kaupþingi Búnaðarbanka í skaut. Verðlaunin tóku til starfsemi bankanna frá apríl 2002 til apríl 2003. Hið breska Euromoney er meðal kunnustu fjármálarita í heimi og verðlaunar árlega bestu fjármála- stofnanir víða um heim í ýmsum flokkum. Þetta var í annað sinn sem íslenskar fjármálastofnanir voru verðlaunaðar. Í umsögn tímaritsins segir að Íslandsbanki sé besti bank- inn þar sem hann sé framsækinn, hafi lægst kostnaðarhlutfall og hafi sýnt framúrskarandi afkomu á þessu tólf mánaða tímabili sem lagt er til grundvallar. Að sögn Bjarna Ármannssonar, forstjóra Íslandsbanka, er það vissulega heiður fyrir bankann að hljóta þessi verðlaun þó það sé ekki markmið í sjálfu sér. „Þetta er góð viðurkenning á störfum starfsfólks Íslandsbanka og hvatning til að halda áfram á sömu braut. Euro- money sendi til okkar spurninga- lista þar sem farið er yfir fjölmörg atriði sem máli skipta í rekstri fjár- málafyrirtækja. Eins og kemur fram í þeirra umsögn erum við til að mynda með lægsta kostnaðar- hlutfall banka hér á landi og njótum besta lánstrausts á alþjóðlegum mörkuðum,“ segir Bjarni. Mikil hvatning fyrir Kaupþing Búnaðarbanka Verðlunin sem Kaupþing Búnað- arbanki hlaut voru raunar ætluð Búnaðarbanka annars vegar og Kaupþingi hins vegar, tvenn á hvorn banka, þar sem bankarnir voru reknir sitt í hvoru lagi á tíma- bilinu. Búnaðarbanki Íslands hlaut annars vegar verðlaun sem besta skuldabréfamiðlunin og hins vegar sem besti samstarfsaðilinn en þau voru veitt þeim banka sem þótti hafa bætt sig mest á milli ára. Kaupþing banki var hins vegar verðlaunaður sem besta hlutabréfa- miðlunin og besti ráðgjafinn í sam- runum og yfirtökum. Í grein Euro- money kemur fram að Búnaðarbankinn hafi komið næstur á eftir Kaupþingi á sviði ráðgjafar í samruna og yfirtökum og að „sam- einaður banki ætti að hafa yfir- burðastöðu á þeim markaði,“ eins og bent er á í tilkynningu frá Kaup- þingi Búnaðarbanka. Að sögn Hreiðars Más Sigurðs- sonar forstjóra Kaupþings Búnað- arbanka eru verðlaunin góð auglýs- ing fyrir bankann á alþjóðavísu. „Þessi verðlaun eru okkur mikil hvatning og við sem störfum hjá Kaupþingi Búnaðarbanka erum stolt af þessum árangri. Það að vinna fern af fimm verðlaunum í ár er sérlega ánægjulegt. Þetta er við- urkenning fyrir starfsfólk bankans og jafnframt góð auglýsing fyrir bankann á alþjóðlegum fjármála- mörkuðum,“ er haft eftir Hreiðari Má í tilkynningunni. Íslandsbanki útnefndur besti bankinn á Íslandi Kaupþing Bún- aðarbanki hlýtur fern af fimm verðlaunum Euromoney.                                 Á ÍSLANDI eru mestar hömlur allra ríkja Efnahags- og framfara- stofnunarinnar, OECD, á beina er- lenda fjárfestingu. Þetta kemur fram í skýrslu OECD fyrir júní og byggir samanburðurinn á upplýs- ingum frá árunum 1998 til 2000. Þau lönd þar sem hömlurnar eru mestar eru auk Íslands, Kanada, Tyrkland, Mexíkó, Ástralía, Aust- urríki, Kórea og Japan. Hömlur á beina erlenda fjárfest- ingu hafa minnkað mikið frá árinu 1980 til ársins 2000, en bæði þessi ár voru þær mestar á Íslandi sam- kvæmt samanburði OECD á 23 að- ildarríkjum stofnunarinnar. Takmörkun á eignarhaldi útlend- inga í fyrirtækjum eru samkvæmt skýrslunni augljósustu hindranir beinnar erlendrar fjárfestingar. Sem dæmi er nefnt að á Íslandi sé erlent eignahald bannað í sjávar- útvegs- og orkugeiranum. Stefán Jónsson verkefnisstjóri hjá Fjárfestingarstofunni segir að reglurnar um fjárfestingu í sjávar- útvegi verki hamlandi á fjárfest- ingu þar. Dæmi séu um að erlendir aðilar hafi hætt við fjárfestingar af þeim sökum. Hann nefnir að fyrir nokkrum árum hafi til dæmis komið hingað til lands aðili frá Bandaríkj- unum sem hafi haft mikinn áhuga á framleiðslu perlugljáa sem sé unn- inn úr síldarhreistri og sé meðal annars notaður í naglalökk. Lögin hafi staðið í vegi fyrir þessu vegna þess að framleiðslan hafi falið í sér úrvinnslu fersks sjávarfangs. Sé sjávarfangið unnið, til dæmis frosið eða niðursoðið, sé fjárfesting út- lendinga hins vegar leyfileg. „Þetta er eitt af þessum skrýtnu tilfellum sem við höfum lent í,“ segir Stefán Jónsson, en aðrar takmarkanir séu litlar og hafi óveruleg áhrif. Stendur í vegi fyrir útrás Þór Sigfússon framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands segir að Ís- lendingar hafi horft mjög til útrás- ar og strandhöggs íslenskra fyrir- tækja erlendis. Takmarkanir á fjárfestingar útlendinga hér á landi muni hins vegar koma í veg fyrir að Íslendingar geti haldið áfram að njóta að fullu afraksturs alþjóða- væðingar atvinnulífsins. Hann seg- ir að á mjög mörgum sviðum verði næsta skref erlendrar útrásar ekki tekið nema opnað verði fyrir mögu- leikum útlendinga til að fjárfesta hér á landi. Útrásin gangi ekki út á það eitt að Íslendingar kaupi erlend fyrirtæki, heldur þurfi útlendingar að geta orðið hluthafar í íslenskum fyrirtækjunum í gegnum samruna. Þór segir að þessi tíðindi komi í kjölfar frétta um að Íslendingar hafi alls staðar náð tiltölulega góð- um árangri í erlendum samanburði, svo sem á lífsgæðalista Sameinuðu þjóðanna. Landið lækki hins vegar á frelsislista Fraser-stofnunarinnar og það sé fyrst og fremst vegna takmarkana á erlendum fjárfest- ingum. OECD fjallar um beina erlenda fjárfestingu Mestar hömlur á Íslandi ÚTFLUTNINGUR hugbúnaðar nam 3.625 milljónum króna árið 2002 og jókst um rúman milljarð króna á föstu gengi frá fyrra ári, eða um 39%. Þetta kemur fram í frétt frá Seðla- bankanum, en hann hefur frá árinu 1990 aflað upplýsinga frá fyrirtækj- um vegna útflutnings þeirra á hug- búnaði og tölvuþjónustu. Fram kemur í frétt Seðlabankans að vegna leiðréttinga veigamikils að- ila í hugbúnaðargerð á útflutnings- tekjum sínum hafi reynst nauðsyn- legt að leiðrétta heildarútflutnings- tölur ársins 2001. Þær hafi lækkað úr 3.250 milljónum í 2.687 milljónir, á meðalgengi ársins 2001, eða um 563 milljónir króna. Sá aðili sem hér um ræðir og leið- rétti útflutningstekjur sínar vegna ársins 2001 er deCODE Genetics, móðurfélag Íslenskrar erfðagrein- ingar. Eins og Morgublaðið greindi frá í mars síðastliðnum tilkynnti de- CODE að uppgjör félagsins fyrir árið 2001 hefði verið leiðrétt. Tekjur fé- lagsins fyrir það ár höfðu þá verið lækkaðar um 5,4 milljónir Banda- ríkjadala. Greint var frá því að þetta hefði verið gert vegna tekjufærslna samnings deCODE við bandaríska fyrirtækið Applied Biosystems frá því í júlí 2001 um þróun greiningar- tóla fyrir erfðavísa. Undir lok ársins 2002 komust deCODE og Applied Biosystems að samkomulagi um að ljúka samningnum, en gildistími hans átti að renna út á þessu ári. Útflutningur á hugbúnaði í fyrra Jókst um rúman milljarð milli ára HLUTABRÉF Baugur Group hf. voru afskráð af aðallista Kauphallar Íslands í gær. Félagið uppfyllti ekki skráningar- skilyrði þar sem einn hluthafi, Mundur ehf., hefur eignast yfir 90% hlutafjár í félaginu. Að Mundi ehf. standa Fjárfesting- arfélagið Gaumur ehf. og tengdir að- ilar, Kaupþing banki hf., Eignar- haldsfélagið Vor ehf., Eignarhaldsfélagið ISP ehf. og Ingi- björg Pálmadóttir. Fjárfestingar- félagið Gaumur ehf. er í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs og fjölskyldu hans. Síðustu viðskipti með Baug í Kauphöll Íslands voru á genginu 10,80 en yfirtökutilboð Mundar hljóðaði upp á 10,85 fyrir hverja krónu nafnverðs. Baugur af- skráður úr Kauphöllinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.