Morgunblaðið - 12.07.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.07.2003, Blaðsíða 41
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2003 41 SKOSKA úrvalsdeildarliðið Hearts hefur hætt við að fá Árna Gaut Ara- son til liðs við sig þar sem félagið hefur ekki ráð á að greiða Rosen- borg 200.000 pund eða sem sam- svarar 25 milljónum ísl. króna sem norska liðið vill fá fyrir að losa Árna undan samningi. Árni er samningsbundinn Rosenborg til áramóta en eins og Morgunblaðið greindi frá í vikunni hafa Hearts og Sturm Graz í Austurríki spurst fyr- ir um Árna. „Árni Gautur hefur verið einn þeirra sem við höfum horft til en fengum þau skilaboð frá umboðsmanni hans að við þyrftum að greiða fyrir hann 200.000 pund,“ segir Craig Levein, þjálfari Hearts, sem segist þurfa markvörð strax. Árni Gaut- ur of dýr GRINDVÍKINGAR fá í sínar raðir nýjan liðsmann á morgun en félagið hefur gert samning við Þjóðverjann Mathias Jack um að leika með lið- inu það sem eftir er leiktíðar. Mathias Jack er 34 ára gamall miðjumaður og kemur til Grindvík- inga frá skoska úrvalsdeildarliðinu Hibernian en það var fyrir til- stuðlan Ólafs Gottskálkssonar markvarðar Grindvíkinga að leik- maðurinn ákvað að koma til Íslands en Ólafur lék sem kunnugt er með skoska liðinu. Jack gekk til liðs við Hibernian árið 1999 og á síðustu leiktíð lék hann 18 leiki með liðinu og skoraði 3 mörk. Hann hefur leik- ið með nokkrum þýskum liðum þar á meðal Bochum en tímabilið 1996– 97 lék hann með Þórði Guðjónssyni hjá liðinu. „Við höfum fyrst og fremst verið að leita að sóknarmanni en fyrst Eyþór Atli Einarsson er á leið í nám til Bandaríkjanna í ágúst kemur sér vel að fá Jack. Við þurfum að stækka hópinn enda mörg verkefni framundan,“ sagði Bjarni Jóhanns- son við Morgunblaðið í gær. Bjarni segir að ekki sé útséð með hvort færeyski sóknarmaðurinn Hjalgrim Eltör komi til Grindvík- inga en undanfarnar vikur hafa Grindvíkingar reynt að fá hann til sín. Eltör ku vera á leið að skoða aðstæður hjá dönsku liði en ef það gengur ekki upp þá verður rætt við hann að nýju að sögn Bjarna. Mathias Jack í raðir Grindvíkinga KRISTINN Jakobsson, dómari úr KR, mun dæma í forkeppni meist- aradeildar Evrópu. Um er að ræða leik í 2. umferð sem fram fer í Austuríki á milli heimamanna í Gräz og sigurvegaranna úr leik Tirana frá Albaníu og Dinamo Tbilisi frá Georgíu. „Að fá þennan leik í Meistaradeildinni gefur mér vísbendingu um að dómaranefnd Evrópu fylgist með mér. Ég dæmdi leik Tékklands og Moldav- íu í júní sem gekk vonum framar og þá var eftirlitsmaður frá dóm- aranefndinni að fylgjast með,“ sagði Kristinn Jakobsson í samtali við Morgunblaðið, og sagðist vera vongóður um að fá fleiri alþjóða verkefni þegar líða færi að hausti. Kristinn dæmir í Meistaradeildinni Kristinn Jakobsson  CHANDRA Sturrup og Maria Mutola héldu sigurgöngu sinni áfram á gullmóti Alþjóða frjáls- íþróttasambandsins í Róm í gær- kvöld og halda þar með enn í vonina um að krækja í gullpottinn. Sturrup var hlutskörpust í 100 metra hlaup- inu og Mutola varð fyrst í mark í 800 metra hlaupinu. Þær hafa unnið sín- ar greinar á öllum fimm mótunum og eru einu íþróttamennirnir sem geta unnið pottinn eftirsótta sem er 1 milljón dollara. Þrjú mót eru eftir í Þýskalandi, Sviss og Belgíu.  BANDARÍSKI körfuknattleiks- maðurinn Jason Kidd skrifaði í gær undir nýjan sex ára samning við New Jersey Nets og er samningur- inn metinn á 99 milljónir dollara eða sem svarar 7,6 milljörðum íslenskra króna. NBA-meistararnir í San Ant- onio Spurs gerðu Kidd tilboð en hann ákvað að vera um kyrrt hjá New Jersey sem tapaði fyrir SA Spurs í úrslitaslagnum um NBA meistaratitilinn.  CHILEBÚINN, Ivan Zamorano, eða „Ivan grimmi“, leikmaður Colo Colo hlaut á miðvikudag ellefu leikja bann fyrir að slá til dómara í leik Colo Colo og Cobreloa. Zamorano er 36 ára og gerði garðinn frægan með Real Madrid og Inter Milan. Búist er við að Zamorano leggi skóna á hill- una í kjölfar bannsins.  WBA, lið Lárusar Orra Sigurðs- sonar, festi í gær kaup á James O’Connor miðjumanni Stoke og greiddi fyrir hann 500.000 pund eða um 63 milljónir ísl.króna.  LUKE Chadwick mun leika með Burnley í ensku 1. deildinni næstu leiktíð. Leikmaðurinn er enn samn- ingsbundinn Manchester United og verður því að láni hjá Burnley.  PARIS ST GERMAIN hefur keypt Pauleta frá Bordeaux. Pauleta er þrítugur portúgalskur sóknarmaður og hann hefur leikið 45 landsleiki.  HINN 24 ára gamli miðjumaður Geremi sem lék með Middlesbrough á síðustu leiktíð spilar líklega með Chelsea á næsta tímabili. Geremi er samningsbundinn Real Madrid en liðið er tilbúið að selja hann á um 750 til 800 milljónir íslenskra króna.  DAVID Seaman, markvörður Manchester City og David Beckham leikmaður Real Madrid hafa komist að samkomulagi um að Seaman fái hús Beckhams í Manchester að láni í að minnsta kosti eitt ár.  HOLLENSKI knattspyrnumaður- inn, Frank de Boer, hefur gengið til liðs við Galatasary í Tyrklandi. De Boer er 33 ára gamall varnarmaður og hefur leikið með Barcelona á und- anförnum árum.  LES Ferdinand er genginn til liðs við nýliða Leicester City í ensku úr- valsdeildinni frá West Ham United. FÓLK Á þriðju mínútu leiksins slæmdiKeflvíkingurinn Kristján Jó- hannsson hendi í boltann svo dæmd var vítaspyrna, sem Daníel Hjaltason skoraði úr og kom Víkingum í 1:0. Kefl- víkingar ætluðu ekki að sætta sig við tap og komu meira inn í leikinn og á 14. mínútu fór auka- spyrna Stefáns Gíslasonar í þverslá Víkinga. Eftir nokkur sæmileg færi á báða bóga gekk loks upp sókn gest- anna á 37. mínútu þegar Ólafur Ívar Jónsson skoraði eftir góða sendingu í gegnum vörn Víkinga. Síðari hálf- leikur var öllu daprari, Keflvíkingar biðu aftarlega og leyfðu Víkingum að sprikla á miðjunni en hleyptu þeim ekki í færi. Að vísu átti Sölvi Ottesen ágætan skalla á 73. mínútu en Ómar Jóhannsson varði vel. „Við fengum víti og svo dauðafæri en vorum klaufar að komast ekki í 2:0,“ sagði Sigurður Jónsson, þjálfari Víkinga, eftir leikinn. „Að mínu mati hafa liðin í deildinni borið alltof mikla virðingu fyrir Keflvíkingum og jafnvel breytt um taktík þegar kem- ur að leik við þá og umfjöllun hefur verið mest um það. Við vorum því staðráðnir í að sýna að það eru fleiri lið í deildinni. Það er mjög gaman að sjá hvað þessir strákar leggja mikið á sig og berjast hver fyrir annan og standa saman. Ég hef reyndar sakn- að áhorfenda í fyrri umferðinni þótt þeir hafi verið margir í dag. Nú þurf- um við fólkið í hverfinu til að koma og standa við bakið á okkur, þannig næst árangur. Það var jafnvel ekki búist við miklu af þessu liði.“ Keflvíkingar voru sáttir við eitt stig. „Ég er sáttur við eitt stig,“ sagði Keflvíkingurinn Haraldur Guðmundsson eftir leikinn. „Við komum hingað til að tapa ekki og fengum eitt stig svo að nú munar sex stigum – það er betra en að tapa. Við biðum aftarlega og ætluðum að leyfa þeim að koma á okkur en það var slysalegt að fá á sig mark í byrjun. Okkur finnst Víkingar besta liðið í deildinni ásamt okkur svo að þetta var toppslagur. Öll liðin vilja vinna okkur því við erum efstir, þetta er svona svipað og allir vilja vinna KR.“ Maður leiksins: Sölvi Ottesen, Víkingi. Keflvíkingar sáttir Morgunblaðið/Árni Torfason Víkingurinn Bjarni Hall sækir að Keflvíkingnum Stefáni Gíslasyni í leik liðanna í Víkinni í gær. VARFÆRNI og eitt stig var skipulag Keflvíkinga er þeir sóttu Víkinga heim í gærkvöldi og það gekk eftir. Víkingar voru meira með boltann og áttu fleiri sóknir en Keflvíkingar náðu að halda út 1:1 jafntefli, sem trygg- ir enn betur efsta sæti deild- arinnar en Víkingar urðu að láta eitt stig nægja en það nægir samt til að koma þeim í annað sæti deildarinnar, nú þegar hún er hálfnuð. Stefán Stefánsson skrifar STJARNAN sigraði Breiðablik1:0 í 1. deild karla á Stjörnuvell- inum í Garðabæ í gærkvöldi. Valdi- mar Kristófersson, spilandi þjálfari Stjörnunnar, gerði sigurmark heima- manna strax á 7 mín- útu af stuttu færi eftir klaufagang í vörn Blika. Við sigurinn höfðu Garðbæingar sætaskipti við ná- granna sína úr Breiðabliki sem nú eru í fallsæti. Eftir að Stjarnan komst yfir tóku Blikar öll völd á vellinum og var með ólíkindum að þeim skyldi ekki takast að jafna metin í fyrri hálfleik. Blikar áttu skot í stöng og þá björguðu Stjörnumenn í tvígang af línu. Eftir því sem á leið fyrri hálfleik jafnaðist leikurinn út og fengu Stjörnumenn tvö upplögð tækifæri til að auka for- ystuna. Valdimar Kristófersson og Vilhjálmur Vilhjálmsson fóru illa að ráði sínu í upplögðum marktækifær- um en þó verður að hrósa Páli Gísla Jónssyni, markverði Blika, fyrir góð tilþrif er hann varði frá Vilhjálmi. Síðari hálfleikur hófst með látum og strax á 47. mínútu fékk Ólafur Gunnarsson, leikmaður Stjörnunnar og besti maður vallarins, sannkallað dauðafæri en skaut yfir af markteig. Það sem eftir lifði leiks fengu liðin fá færi. Þorsteinn Sveinsson, varnar- maður Blika, átti skalla yfir mark Stjörnunnar eftir að Magnús Péturs- son, markvörður Stjörnunnar, hafði brugðið sér í lautarferð. Undir lok leiksins lögðu Blikar allt kapp á að jafna leikinn en allt kom fyrir ekki og Stjörnumenn fögnuðu sigri. Í liði Stjörnunnar léku miðverð- irnir Benedikt E. Árnason og Ólafur Gunnarsson mjög vel og sér í lagi sá síðarnefndi en þær voru óteljandi sóknir Blika sem Ólafur stöðvaði í leiknum. Vilhjálmur Vilhjálmssson var góður á miðjunni og hinn 17 ára gamli Guðjón Baldvinsson var síógn- andi í framlínunni ásamt Valdimar Kristóferssyni. Blikar eru nú komnir í í fallsæti og það bíður Jóns Þóris Jónssonar, þjálfara Blika, ærið verkefni að lyfta liðinu upp töfluna. Þorsteinn Sveins- son og Kristófer Sigurgeirsson voru bestir í liði gestanna auk þess sem Hörður Bjarnason var sprækur á meðan hans naut við inni á vellinum. Valdimar Kristófersson, spilandi þjálfari Stjörnunnar, var hæst- ánægður í leikslok með sína menn: „Við höfum sýnt batamerki í undan- förnum leikjum og teljum okkur með lið sem á að geta verið ofar í deild- inni. Hins vegar eru engin háleit markmið hjá okkur Stjörnumönnum, við ætlum okkur aðeins að koma okk- ur í burtu frá helsta hættusvæðinu.“ Maður leiksins: Ólafur Gunnars- son, Stjörnunni. Stjarnan á uppleið Hjörvar Hafliðason skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.