Morgunblaðið - 12.07.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.07.2003, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2003 37 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake KRABBI Afmælisbörn dagsins: Þú átt auðvelt með sam- skipti við aðra og hæfileiki þinn til þess að vinna aðra á þitt band er einstakur. Tímaskyn þitt er einnig frá- bært. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Sýndu umburðarlyndi í dag. Spenna er að byggjast upp innra með þér. Þú verður að hafa hemil á henni. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú skalt forðast að lenda í rökræðum í dag. Fólk held- ur fast við skoðanir sínar og í raun eru margar leiðir að sannleikanum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Nú er ekki hentugt að lána peninga eða fá lánað. Ekki flýta þér um of. Láttu hlut- ina ganga hægt og rólega fyrir sig. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú þarft að sýna mikið um- burðarlyndi í samskiptum þínum við nákomna í dag. Þú finnur fyrir nokkurri spennu og skalt slaka á. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Í dag hefur þú meiri áhyggjur en aðra daga. All- ir hafa einhverjar áhyggjur. Þú skalt ekki örvænta því þetta líður hjá. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú skalt ekki gagnrýna vini þína í dag. Það er auðvelt að gagnrýna. Reyndu held- ur að leiðbeina þeim á upp- byggilegan hátt. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Mikil spenna er í kringum þig í dag. Þetta hefur áhrif á samskipti þín við ná- komna. Taktu þig taki og sýndu skilning og þol- inmæði. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú stendur fast við skoð- anir þínar í dag. Hvernig veistu að þú hefur rétt fyrir þér? Ekki taka of stórt upp í þig. Þú gætir þurft að kyngja því seinna. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Nú er ekki rétti tíminn til þess að skipta einhverri eign til helminga. Bíddu með það í nokkra daga. Það mun borga sig. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Að sjálfsögðu finnurðu fyrir spennu í dag. Taktu því ró- lega og veittu þér einhvern munað. Þú átt það skilið. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Ekki beita aðra þrýstingi í vinnunni í dag. Þú munt fá önnur tækifæri til þess að ná markmiðum þínum. Sýndu tillögum annarra skilning. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Sýndu börnum þolinmæði. Þau eru jafn óstyrk og þú ert. Allir þurfa að gefa meira af sér í dag. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. KOSSAR Örvast elsku blossar æ þá mjúkir kossar manns og konu mætast fyrst á vörum, snertir sálu sál, sést því elsku bál brjótast upp í blossanum snörum. En það þó illa fer, út þegar brunnið er ástar það hið eldfima tundur; ekkert sést eptir þá nema askan föl og grá, en bogi Amors brostinn er í sundur. Bjarni Thorarensen LJÓÐABROT 40ÁRA afmæli. Mánu-daginn 14. júlí nk. verður fertug Guðrún E. Vil- hjálmsdóttir, verslunar- maður, búsett í Bandaríkj- unum. Hún dvelst nú í Fannafelli 12, Reykjavík. Hún tekur á móti ættingjum og vinum, ásamt tveimur systrum sínum sem einnig eiga afmæli, í kvöld kl. 17 í Slysavarnasalnum, Sóltúni 20. 60 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 12. júlí, er sextug Hafdís B. Hannesdóttir, Laufrima 4, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum í sal Sjálfstæð- isfélags Grafarvogs, Hvera- fold 1–3, 2. hæð, í dag á milli kl. 14 og 17. FORRITIN Bridge Baron og Wbridge5 mættust í und- anúrslitum HM í tölvubrids og vann fyrrnefnda forrtið naum- an sigur. Ekki blés þó byrlega fyrir baróninn lengi framan af. Spilaðar voru fjórar 16 spila lotur og eftir þrjár fyrstu var staðan 120-73 Wbridge5 í vil. En BB átti stórleik í síðustu lotunni og vann leikinn með fjögurra IMPa mun, 143-139. Hér er spil úr þriðju lotu þar sem Wbridge5 stóð sig betur: Vestur gefur; AV á hættu. Norður ♠ 107 ♥Á10843 ♦ 9742 ♣63 Vestur Austur ♠ 6 ♠ 9532 ♥96 ♥DG72 ♦ ÁKD83 ♦ G65 ♣DG752 ♣K8 Suður ♠ ÁKDG84 ♥K5 ♦ 10 ♣Á1094 Vestur Norður Austur Suður BB WB BB WB 1 tígull Pass 1 hjarta Dobl 2 lauf Pass 2 tíglar 3 spaðar Pass 4 spaðar Dobl Allir pass Vestur Norður Austur Suður WB BB WB BB 1 tígull Pass 1 hjarta 1 spaði 2 lauf Pass 2 tíglar 3 spaðar Pass Pass Pass Geimið er ekki sérlega gott, en vinnst þó eins og landið liggur ef vel er spilað. Og það var sannarlega vel spilað og vel varist á báðum borðum: Vestur spilaði út tígulás og skipti yfir í tromp í öðrum slag. Báðir sagnhafar tóku slaginn heima, fóru inn í borð á hjartaás og spiluðu þaðan laufi á tíuna. Vestur gat ekki trompað út og sóknin fékk því tíunda slaginn með því að stinga lauf með tromptíu blinds. Þess verður augljóslega ekki langt að bíða að tölvurnar taki þátt í HM í opnum flokki. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 80 ÁRA afmæli. Ámorgun, sunnudag- inn 13. júlí, verður átt- ræður Jón Árni Haralds- son húsgagnabólstrari, Hringbraut 2b, Hafn- arfirði. Eiginkona hans er Sigurlaug Karlsdóttir. Þau taka á móti gestum á afmælisdaginn kl. 16 í Miðgarði, Innri-Akranes- hreppi. 1. c4 c5 2. Rf3 Rc6 3. e3 e6 4. d4 d5 5. Rc3 Rf6 6. a3 Be7 7. dxc5 Bxc5 8. b4 Bb6 9. Bb2 d4 10. exd4 Rxd4 11. c5 Rxf3+ 12. Dxf3 Bc7 13. Bb5+ Kf8 14. 0-0 Hb8 15. Had1 De7 16. Re4 Rxe4 17. Dxe4 a6 18. Bc4 f6 19. f4 a5 20. Bd4 g6 21. b5 b6 22. De3 Kg7 23. cxb6 Bd6 Staðan kom upp á Grænlands- mótinu sem lauk fyrir skömmu. Friðrik Ólafsson (2.452) hafði hvítt gegn Páli Gunnarssyni (1.760). 24. Bxf6+! Dxf6 24. …Kxf6 25. Dd4+ Kf7 26. Dxd6 og hvítur hefur yfirburðatafl. 25. Hxd6 He8 26. Dc5 Hb7 27. Hc6 Hb8 28. De5 Bb7 29. Hc7+ og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. ÁRNAÐ HEILLA HLUTAVELTA Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu kr. 334. Þær heita Arna Rín Ólafsdóttir og Júlía Rut Ágústsdóttir. Þú ferð út með stelp- unum á miðviku- dögum og ég fer út með stelpunum á föstudögum. Hvað er athugavert við það? 4 stk. í pakka verð kr. 2.300. Kanna í stíl kr. 2.995. 5 mismunandi gerðir. PIPAR OG SALT Klapparstíg 44  Sími 562 3614 DARTINGTON GLÖS 1.995. 4 Stórglæsilegur nýlegur 55 fm sumarbústaður/heilsárshús Stórglæsilegur nýlegur 55 fm sumarbústaður/heilsárshús. Þrjú svefnherbergi. Heitt vatn, heitur pottur, rafmagn, stór verönd og góð grillaðstaða. Frábær sumarparadís!! Stór 6.200 fm eignarlóð fylgir. Já, hér fá grænir fingur aldeilis notið sín við spennandi trjá- rækt. Opið hús laugardaginn 12. júlí og sunnudaginn 13. júlí frá kl. 10-18. Bústaðurinn er staðsettur á hinu frábæra sumarhúsasvæði Bjark- arborgum sem er skammt frá Minni-Borg. Til þess að fá nákvæma leiðarlýsingu hringdu þá í Hörð í s. 694-4846 sem verður á staðn- um alla helgina. Verðið er sanngjarnt 8,7 milljónir. Hlíðarsmára 15 Sími 595 9080 Sími 595 9000 holl@holl.is Opið virka daga kl. 9-18 www.holl.is jöreign ehf Skrifstofan er opin mán.-fim. frá kl. 9-18 og föstud. 9-17 Sími 533 4040 www.kjoreign.is Ármúla 21, Reykjavík Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali, Eigandi á staðnum í FITJAHLÍÐ 81, Skorradal Bústaðurinn er í landi Fitja. Fallegur og vandaður sumarbú- staður á glæsilegum útsýnisstað við vatnið. Til afhendingar strax. Um helgina tekur Valgerður á móti fólki sem vill skoða bústaðinn. Vel merkt frá vegi með skilti. Nr. 2161. Verð 9,9 millj. Sími hjá Valgerði er 822 6639 OPIÐ SUMARHÚS um helgina, laugardag og sunnudag, frá kl. 12-18 báða dagana www.hofdi.is Runólfur Gunnlaugsson, viðskiptafræðingur, löggiltur fasteigna- og skipasali. Suðurlandsbraut 20 Sími 533 6050 Bæjarhrauni 22 Sími 565 8000 Smáralind - 1. hæð Sími 565 8000 Opið í Smáralind í dag á milli kl. 14 og 18 SKORRADALUR - SUMARHÚS Til sölu 60 fm sumarhús í skógivöxnu landi, fyrir miðjum dalnum. Skiptist m.a. í 3 svefnherb., rúmgóða stofu og eldhús. Verönd og sólpallar á þrjá vegu kringum húsið. Geysifagurt útsýni yfir skorradalsvatn og til fjalla. Hér er um að ræða eitt vinsælasta sumarhúsasvæði landsins, innan við klst. akstur frá Reykjavík. Bústaðurinn verður til sýnis alla helgina. Upplýsingar í síma 892 7798 (Runólfur).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.