Morgunblaðið - 12.07.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.07.2003, Blaðsíða 17
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2003 17 Fæst í Kirkjuhúsinu Laugavegi 31, Reykjavík, Shellstöðinni v/Hörgárbraut, Akureyri, Litla húsinu, Strandgötu 13B, Akureyri og í Radíovinnustofunni Kaupangi Akureyri. Verð kr. 200 Einnig fylgja með afnot af veiðihúsinu Flúðaseli í Fnjóskadal. Tilboðum skal skila fyrir 15. ágúst 2003. Stjórn Veiðifélags Fnjóskár áskilur sér allan rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Lax- og silungsá til leigu Auglýst er eftir tilboðum í lax- og silungsveiði Fnjóskár í Suður-Þingeyjarsýslu, frá árósum fram að ármótum Bakkaár. Nánari upplýsingar gefur formaður Veiðifélags Fnjóskár, Jón Þ. Óskarsson, Illugastöðum, Fnjóskadal, 601 Akureyri, sími 462 6199. Leigan skal miðast við næstu fjögur ár, 2004-2007 ALFREÐ Steinþórsson hljóp við fót niður stigann á dvalarheimilinu Kjarnalundi við Akureyri í gær. Niðri í borðstofu, kaffi og með því. Hann var á leið í 100 ára afmælið sitt. Léttur á fæti, hárið á sínum stað, en heyrnin eitthvað farin að gefa sig sem og sjónin. „Ég fer út að ganga á hverjum degi,“ segir hann og í ljós kemur að gönguferðirnar um Kjarnaskóginn og næsta nágrenni Kjarnalundar eru þetta tvær til þrjár á dag. Enda telur Alfreð ekki ólíklegt að rekja megi langlífið til þess hve hann hefur alla tíð verið duglegur að hreyfa sig. „Ég hef allt- af verið heilsugóður, var reyndar svolítið magaveikur sem barn, en annars hef ég alltaf verið hraustur. Og duglegur að hreyfa mig, ætli það skipti ekki máli,“ segir Alfreð. Hann fæddist að Hömrum við Ak- ureyri 11. júlí 1903, en foreldrar hans komu úr Hörgárdalnum, móðir hans Helga Stefánsdóttir var frá Myrká og Steinþór Þorsteinsson faðir hans frá Öxnhóli. Þau stunduðu búskap á Hömrum en þar bjó Alfreð til 24 ára aldurs. Þá flutti hann í Lækjargötu 6 á Akureyri og ein- hverjum árum síðar færði hann sig ofurlítið um set, kom sér upp heimili að Spítalavegi 21 ásamt konu sinni, Fjólu Stefánsdóttur en þau eign- uðust þrjár dætur. Alferð er ekki maður mikilla breytinga, hann átti heima á Spítalaveginum allt þar til hann flutti inn á Kjarnalund þar sem hann hefur dvalið í á þriðja ár. „Ég vann við allt mögulegt, ef einhverja vinnu var að hafa, þetta var nú ansi stopult,“ segir hann „en svo kom blessað stríðið og þá var nóg að gera, mikil vinna út um allt og maður var bara í öllu.“ Hestar hafa átt hug Alfreðs um langa hríð „og þeir voru helsta skemmtunin sem maður hafði.“ Al- freð reið með hópi hestamanna suð- ur á Þingvöll sumarið 1950, en þar var haldið landsmót. Þaðan var svo farið til Reykjavíkur og er það í eina skiptið sem Alfreð hefur heimsótt höfuðborgina, „ætli maður fari nú aftur úr þessu. Nei, ég hef ekki farið langt um ævina,“ segir hann en er sáttur við veruna norðan heiða, hef- ur ekki þurft að sækja neitt lengra. Alfreð segir óskaplega miklar breyt- ingar hafa orðið í þjóðfélaginu frá því hann var ungur drengur heima á Hömrum fyrir heilli öld og flest orð- ið til batnaðar. Nefnir þó ekkert sér- stakt og enginn viðburður er honum minnisstæðari en annar, þó margt hafi vissulega gerst á löngum tíma. „Annars finnst mér nú dagurinn í dag vera svipaður og dagurinn í gær,“ segir Alfreð. Alfreð Steinþórsson í Kjarnalundi 100 ára í gær Morgunblaðið/Margrét Þóra Alfreð Steinþórsson fagnaði 100 ára afmæli sínu í gær í faðmi fjölskyld- unnar, en hér er Helga, dóttir hans, að lesa fyrir hann afmæliskveðju. Ekki far- ið langt um ævina ÞORSTEINN Pétursson, lögreglu- maður á Akureyri, ljáði máls á því fyrir skömmu að þörf væri á því að komið yrði á fót skipaminjasafni á Akureyri. Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Útgerðafélags Akur- eyringa, sagði að hugmyndin væri góð og eðlilegast væri að hér yrði togarasafn. „Við höfum reynt að halda til haga ýmsum hlutum og látið iðn- aðarsafnið fá það merkilegasta sem hægt er að halda utan um. Vanda- málið við skipaminjasafn sem þetta, væri að þetta yrði svo rosalega dýrt í rekstri. Það er enginn staður á Ís- landi betur til þess fallinn að gera eitthvað á þennan hátt. En ég get ekki fyrir hönd fyrirtækisins lofað einhverjum fjármunum í slíkt verk- efni. Við myndum samt vera mjög áhugasöm um að koma einhverjum hlutum í safnið. Það yrði meirihátt- ar mál að vera með stórt skip í safn- inu, sérstaklega ef það væri á floti. Það er samt alveg sorglegt að sjá þegar skemmtiferðaskipin koma hingað og fylgjast með þegar ferða- mennirnir fara beint upp í rútu sem keyrir þau á Mývatn. Hér er alltof lítið aðdráttarafl fyrir ferðamenn, það er ekkert til að stoppa þetta gegnumstreymi sem er hérna í gegn en þetta gæti verið einn þátt- ur í því,“ sagði Guðbrandur. Má ekki alltaf henda öllu sem gamalt er Jakob Björnsson, formaður bæj- arráðs, sagði að hugmyndin væri áhugaverð en kostnaður væri senni- lega mjög mikill. „Menn verða að passa sig á því að henda ekki alltaf öllu sem gamalt er. Það er löng útgerðar- og sjó- sóknarsaga á Akureyri og í Eyja- firði, svo hugmyndin sem slík er áhugaverð. Við erum með Minja- safn sem nýtur vinsælda og ein- hverjir eru að gæla við hugmynd um búvélasafn og fleira. Það þarf mjög mikið pláss undir slíkt safn og allt viðhald yrði mikið, sérstaklega ef það yrði utandyra. Það er samt ljóst að allt svona nýtist heimaaðil- um til dæmis við kennslu í skól- unum við að uppfræða nýjar kyn- slóðir um það sem á undan er gengið og einnig þá sem heimsækja okkur. Ég veit ekki til þess að það hafi verið fjallað um þessa hugmynd með einhverjum formlegum hætti, en hugmyndin er mjög áhugaverð. Hún er þess eðlis að hún tengist menningartengdri ferðamennsku, sem bæjarstjórn hefur haft áhuga á að geta stutt við bakið á. Við mynd- um skoða þetta með jákvæðum huga og sjá í hverju þetta fælist ef fram kæmi,“ sagði Jakob. Hugmynd um skipaminjasafn Áhuga- verð en kostnað- arsöm STJÓRN Eyþings, sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum hefur sam- þykkt ályktun þar sem skorað er á heilbrigðisráðherra að aug- lýsa á ný starf forstjóra Lýð- heilsustöðvar og taka í þeirri auglýsingu af skarið með að stofnunin verði staðsett á Akur- eyri. „Með því móti getur ráð- herra bundið enda á þá óvissu sem einkennt hefur stofnun og staðsetningu stofnunarinnar og þá ekki síst ráðningu forstjóra hennar. Öllum er fyrir bestu að gengið sé hreint til verks svo enginn þurfi lengur að velkjast í vafa. Fordæmi eru fyrir endur- auglýsingu af þessu tagi,“ segir í ályktun stjórnar Eyþings um Lýðheilsustöð. Eyþing um Lýðheilsustöð Starfið verði aug- lýst að nýju Framfarafélag Dalvíkurbyggðar efnir til félagsfundar á kaffihúsinu Sogni annað kvöld, sunnudags- kvöldið 13. júlí kl. 20.30. Aðalmál fundarins verða málefni ungs fólks í Dalvíkurbyggð. Bjarni Gunnarsson æskulýðs- fulltrúi segir frá starfsemi á veg- um sveitarfélagsins og Katrín Ingvarsdóttir nemandi segir frá för sinni á æskulýðsráðstefnu í Svíþjóð þar sem fjallað var um æskuna og lýðræðið. Að lokum verða umræður um málefnið og fólki gefst kostur á að bera fram spurningar og koma með ábend- ingar. Á MORGUN HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann á þrí- tugsaldri í 30 daga fangelsi, skilorðs- bundið til tveggja ára. Hann var ákærður ásamt tveimur piltum fyrir að hafa í sameiningu og í þjófnaðar- skyni brotist inn í lyfjageymslu tog- ara sem lá við bryggju á Siglufirði í þeim tilgangi að stela þar m.a. lyfj- um. Játaði maðurinn háttsemi sína og þótti brot hans nægilega sannað. Eftir að ákæra var gefin út greiddi maðurinn einn þriðja hluta þess tjóns sem varð á innbrotsstað. Manninum var gert að greiða sak- arkostnað. Héraðsdómur Norðurlands eystra Ætluðu að stela lyfjum NÆR allir ökumenn sem leið áttu um Skarðshlíð við Undirhlíð á meðan á könnun umferðarfulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar stóð á fimmtudag óku yfir sekt- armörkum. Þarna er svonefnt 30 kílómetra hverfi en samkvæmt könnuninni óku 95% ökumanna of hratt. Langflestir óku á 40 til 55 kílómetra hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkustund. Allir 6 umferðarfulltrúar Slysa- varnafélagsins Landsbjargar voru að störfum á Akureyri fyrir helgi, en á fimmtudag gerðu þeir um- ferðarkannanir víða um bæinn þar sem þeir könnuðu bílbeltanotkun, öryggisbúnað barna í bílum, öku- hraða og notkun á handfrjálsum búnaði svo eitthvað sér nefnt. Í gær var sjónum beint að öryggis- málum við hafnir á svæðinu. Þegar fulltrúarnir könnuðu ástandið á gatnamótum Byggða- vegar og Þingvallastrætis kom í ljós að flestir ökumenn nota bíl- belti, en þó höfðu 97 ökumenn af 720 ekki haft fyrir því að spenna á sig öryggisbelti. Nokkur misbrestur var á að öku- menn notuðu stefnuljós og eins sáu nokkrir ekki ástæðu til að stöðva við stöðvunarskyldumerki, en flestir fóru þó skilmerkilega eftir umferðarlögum. Hraða- og stefnuljósakönnun var gerð á gatnamótum Glerárgötu og Geislagötu og náði hún til 267 bíla. Í ljós kom að 37% ökumanna keyrðu yfir sektarmörkum. Þannig mældust tæplega 100 ökumenn á 50–80 kílómetra hraða. Í almennri umferðarkönnun sem gerð var á Drottningarbraut kom í ljós að 98% ökumanna sem könnunin náði til voru með öryggisbelti spennt. Spurt var hvort ökumaður ætti farsíma en þeirri spurningu svör- uðu 88% þátttakenda játandi, en hins vegar notuðu einungis 44% þeirra handfrjálsan búnað við akstur. Örlítið færri, eða 39%, sögðust ekki nota slíkan búnað við akstur en aðrir svöruðu ekki. Eins kom í ljós að 60% ökumanna höfðu lent í umferðaróhappi á ökuferl- inum, þar af hafði verið um alvar- legt umferðarslys að ræða í 6% til- vika. Umferðarfulltrúar Slysavarnafélagsins Landsbjargar Morgunblaðið/Ásgrímur Örn Sex umferðarfulltrúar voru á Akureyri við umferðareftirlit. Nær allir óku of hratt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.