Morgunblaðið - 12.07.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.07.2003, Blaðsíða 33
MESSUR/KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2003 33 ÁSKIRKJA: Lagt upp í árlega safn- aðarferð frá Áskirkju kl. 9.30. Guðsþjón- usta í Strandarkirkju, Selvogi, kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson prédikar. Kór Áskirkju syngur. Organisti Kári Þormar. Hádegisverður snæddur á Selfossi, síð- an haldið að Sólheimum í Grímsnesi og staðurinn skoðaður. Árni Bergur Sig- urbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Sr. Jakob Á. Hjálmarsson prédikar. Organisti er Guðný Einarsdóttir og sönghópur úr Dómkórnum syngur. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Org- anisti Ástríður Haraldsdóttir. Sr. Hreinn S. Hákonarson. GRUND, dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjónusta kl. 10.15. Organisti Kjart- an Ólafsson. Sr. Kjartan Örn Sig- urbjörnsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Sigurður Pálsson prédikar. Hópur úr Mótettukór syngur. Organisti Hörður Ás- kelsson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Org- anisti Douglas A. Brotchie. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Lesmessa kl. 11 í umsjón sr. Maríu Ágústsdóttur, héraðsprests. Kaffi- sopi eftir stundina. Langholtskirkja verð- ur lokuð í júlí vegna sumarleyfa starfs- fólks. Sr. Pálmi Matthíasson, sóknarprestur Bústaðakirkju, þjónar Langholtsprestakalli í júlímánuði. LAUGARNESKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks er bent á guðsþjónustur í ná- grannakirkjunum. NESKIRKJA: Messa kl. 11. Kór Nes- kirkju syngur. Organisti Reynir Jón- asson. Prestur sr. Frank M. Hall- dórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Bæna- og kyrrðarstund kl. 11. Ritningarlestur og bæn. Umsjón Jóhanna Guðjónsdóttir guðfræðingur. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Frá og með 29. júní til loka júlímánaðar verða ekki almennar guðsþjónustur á sunnudög- um. Kirkjan verður samt opin fyrir allar aðrar athafnir í allt sumar. Nánari upp- lýsingar er hægt að nálgast í símum 552-7270 og 899-4131. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið: hjort- urm@frikirkjan.is ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson þjónar fyrir altari. Kórinn leiðir söng undir stjórn Gróu Hreinsdóttur organista. Molasopi að guðsþjónustu lokinni. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Lilja Kristín Þorsteinsdóttir messar. Organisti: Sigrún Þórsteins- dóttir. DIGRANESKIRKJA: Sameiginleg kvöld- messa Digranes- og Lindakirkju kl. 20.30. Sr. Gunnar Sigurjónsson. Þor- steinn Haukur Þorsteinsson sér um tón- listarflutning (sjá nánar: www.digra- neskirkja.is). FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Kvöldguðs- þjónusta kl. 20. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Organisti: Jón Ólafur Sigurðsson. Fé- lagar úr kór kirkjunnar leiða almennan kirkjusöng. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Séra Anna Sigríður Pálsdóttir pré- dikar og þjónar fyrir altari. Kór Graf- arvogskirkju syngur. Organisti: Hörður Bragason. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónustur falla nið- ur í júlímánuði og fram yfir versl- unarmannahelgi vegna sumarleyfa starfsfólks kirkjunnar. Bent er á helgi- hald í öðrum kirkjum Kópavogs. Við minnum á bæna- og kyrrðarstundir á þriðjudögum kl. 18 (sjá einnig á heima- síðu Hjallakirkju: www.hjallakirkja.is ). Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Fyrsta guðsþjónusta að loknu sumarleyfi sóknarprests verður um verslunarmannahelgina, 3. ágúst, kl. 11. Kirkjan er opin á hefðbundnum opnunartímum og kirkjuvörður aðstoðar fólk og veitir upplýsingar. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta er sunnudag kl. 20. Altarisganga. Sr. Val- geir Ástráðsson prédikar. Organisti er Bjartur Máni Guðnason. Sóknarprestur. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Samkoman fellur niður vegna útilegu kirkjunnar í Húsafelli þessa helgi. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmári 9, Kóp: Samkomur alla laugardaga kl. 11. Bænastund alla þriðjudaga kl. 20. Bibl- íufræðsla allan sólarhringinn á Útvarp Boðun FM 105,5. Allir alltaf velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagur: Hjálpræðissamkoma kl. 20. Umsjón majór Elsabet Daníelsdóttir. FRÍKIRKJAN KEFAS, Vatnsendabletti 601: Sunnudaginn 13. júlí er samkoma kl. 20. Helga R. Ármannsdóttir talar. Lofgjörð og fyrirbænir. Barnagæsla fyrir 1–7 ára börn á samkomutíma. Kaffi og samfélag eftir samkomu. Allir eru hjart- anlega velkomnir. FÍLADELFÍA: Laugardagur 12. júlí: Bænastund kl. 20. Kristnir í bata kl. 21. Sunnudagur 13. júlí: Almenn sam- koma kl. 20. Vörður Leví Traustason predikar. Niðurdýfingarskírn. Gospelkór Fíladelfíu sér um lofgjörðina. Allir hjart- anlega velkomnir. VEGURINN: Kennslan um Trú heldur áfram. Jón G. Sigurjónsson kennir, kennt er kl. 10 og síðan endurtekið kl. 19. Allir velkomnir KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík – Kristskirkja í Landakoti, dómkirkja og basilíka: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18. Alla virka daga: Messa kl. 18. Alla miðvikudaga er rósakransbænin að kvöldmessu lokinni. Reykjavík – Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11. Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16. Miðvikudaga kl. 20. Hafnarfjörður – Jósefskirkja: Sunnu- daga: Messa kl. 10.30. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 8.30. Virka daga: Messa kl. 8. Keflavík – Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10. Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18. Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturs- kirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18. Sunnudaga: Messa kl. 11. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl. 11. Guðsþjónusta og skírn. Uppbyggileg stund í helgidómi Drottins, lofgjörð, bæn og blessun fyrir alla fjölskylduna. Komum og fögnum fyrir Guði í einfaldri sumarguðsþjónustu. Kaffisopi á eftir í safnaðarheimilinu. Sr. Kristján Björns- son. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Morg- unsöngur kl. 10.30. Ath. breyttan tíma. Þema „Fjölmenning og kristin trú“. Prestur sr. Þórhallur Heimisson. Org- anisti Jón Ólafur Sigurðsson. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Guðs- þjónusta sunnudag kl. 20. Sönghóp- urinn Rúdolf sér um tónlistarflutning. Allir velkomnir. Sóknarprestur. GARÐAKIRKJA: Fyrsta kvöldguðsþjón- usta sumarsins í Garðakirkju er kl. 20.30. Gott er að ljúka helginni í glæsi- legu umhverfi Garðaholts og í samfélagi safnaðarins. Kirkjukórinn leiðir safn- aðarsöng, en organisti er Hrönn Helga- dóttir. Sr. Friðrik J Hjartar þjónar. Rúta fer frá Vídalínskirkju kl. 20 og frá Hlein- um kl. 20.10 og til baka að lokinni at- höfn. Án sunnudaga væru aðeins vinnu- dagar. Prestarnir. KEFLAVÍKURKIRKJA: Dagur menning- artengdrar ferðaþjónustu. Guðsþjónusta kl. 11 árd. Kristján Pálsson, formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja, talar. Prestur: sr. Ólafur Oddur Jónsson. For- söngvari: Steinn Erlingsson. Organisti: Ester Ólafsdóttir. Meðhjálpari: Helga Bjarnadóttir. 13. júlí er sérstakur kynn- ingardagur menningartengdrar ferða- þjónustu á Suðurnesjum. Keflavík- urkirkja verður opin af þessu tilefni og fólk fær bækling sem nefnist Skoðum kirkjur á Suðurnesjum. Vert er að geta þess að Keflavíkurkirkja er opin alla virka daga árið um kring. Gengið er inn í Kirkjulund Kirkjuteigsmegin, á bak við kirkjuna. Sjá nánar undir tilkynningar í vefriti Keflavíkurkirkju, keflavikurkirkja.is BORGARPRESTAKALL: Messa í Borg- arneskirkju kl 14. Messa í Borgarkirkju kl 16. Sóknarprestur. BAKKAKIRKJA í Öxnadal: Guðsþjónusta verður laugardaginn 12. júlí kl. 14 í tengslum við ættarmót Bakkaættar. Allir hjartanlega velkomnir. Sóknarpretur. AKUREYRARKIRKJA: Sumartónleikar kl. 17. Páll Óskar Hjálmtýsson og Monika Abendroth. Aðgangur ókeypis. Kvöld- messa kl. 20.30. Sr. Jóna Lísa Þor- steinsdóttir. Tónlist: Páll Óskar og Monika. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti Björn Steinar Sól- bergsson. EGILSSTAÐAKIRKJA: Messa kl. 11 í umsjá sr. Cecils Haraldssonar. Organisti Torvald Gjerde. 14. júlí (mánud.) Kyrrð- arstund kl. 18. 17. júlí (fimmtud.) Tón- listarstund kl. 18. Sóknarprestur. VALÞJÓFSSTAÐARPRESTAKALL: Ás- kirkja í Fellum: Messa kl. 11. Valþjófs- staðarkirkja. Messa kl. 16. Prófastur Múlaprófastsdæmis, sr. Sigfús J. Árna- son, sóknarprestur á Hofi í Vopnafirði, heimsækir söfnuðina, prédikar og þjón- ar fyrir altari ásamt sóknarprestinum, Láru G. Oddsdóttur. Kórar Ás- og Val- þjófsstaðarsókna syngja við messurnar undir stjórn Kristjáns Gissurarsonar, organista. Allir eru velkomnir í mess- urnar. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa verður sunnudag 13. júlí kl. 17. Í messunni verða fluttir þættir frá sumartónleikum helgarinnar. Sóknarprestur. HVERAGERÐISKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14 í umsjá Félags fyrrverandi sókn- arpresta. Sr. Ólafur Skúlason biskup prédikar. Elín Ósk Óskarsdóttir syngur einsöng. Organisti Kjartan Ólafsson. Ath! Brottför frá Neskirkju í Reykjavík kl. 12.45. Félag fyrrverandi sóknarpresta. VILLINGAHOLTSKIRKJA: Reglubundin messa nk. sunnudag fellur niður vegna endurbóta á kirkjunni. Sóknarprestur. SAFNKIRKJAN Í ÁRBÆ: Messa nk. sunnudag kl. 14. Organisti Sigrún Stein- grímsdóttir. Almennur safnaðarsöngur. Einstakt tækifæri til að leyfa börnum að upplifa látlaust helgihald í gamalli ís- lenskri torfkirkju. Kristinn Ág. Friðfinns- son. ÞINGVALLAKIRKJA: Messa nk. sunnu- dag kl. 14. Sr. María Ágústsdóttir hér- aðsprestur þjónar í forföllum setts Þing- vallaprests, sr. Kristins Ág. Friðfinnssonar. Organisti: Guðmundur Vilhjálmsson. Almennur safn- aðarsöngur. Guðspjall dagsins: Verið miskunnsamir. (Lúk. 6.) Morgunblaðið/Sverrir Kotstrandarkirkja. EINS og undanfarna sunnudaga á þessu sumri verður þema morgunsöngs í Hafnarfjarð- arkirkju tengt siðfræðilegri um- ræðu í samfélaginu. Morgunsöngurinn hefst kl. 10.30. Að þessu sinni verður fjallað um hið nýja fjölmenning- arlega samfélag sem er í mótun á Íslandi. Spurt verður um merk- ingu hugtaksins fjölmenning og hvaða kröfur það gerir til okkar sem borgara í landinu. Hvað felst í því að vera Íslendingur í dag? Einnig verður spurt um stöðu kristinnar trúar og menningar í umróti samtímans og þau tæki- færi sem fjölmenningarlegt sam- félag felur í sér fyrir kirkjuna. Prestur er sr. Þórhallur Heim- isson en organisti Jón Ólafur Sig- urðsson. Þetta er síðasti þema- morgunn sumarsins. Messa og hátíð í Viðey SUNNUDAGINN 13. júlí verður sérstakur fjölskyldudagur í Við- ey eftir hádegi. Boðið er upp á siglingu frá Reykjavíkurhöfn og er lagt af stað frá smábátahöfninni fyrir neðan Hafnarbúðir kl. 13.30. Siglt er um Sundin og séra Þórir Stephensen fyrrum staðarhaldari í Viðey og dómkirkjuprestur fræðir gesti um markverð kenni- leiti á leiðinni. Siglingin tekur um hálfa klukkustund. Einnig verður bátsferð frá Klettsvör kl. 14. Fjölmenning og kristin trú í Hafnar- fjarðarkirkju Hafnarfjarðarkirkja og Tónlistarskóli Hafnarfjarðar. Um kl. 14.30 hefst helgistund í Viðeyjarkirkju. Söngfélagar úr Dómkórnum leiða sönginn. Org- anisti verður Guðný Einarsdóttir. Eftir helgistund í kirkjunni verður Viðeyjarstofa skoðuð og gestir fræðast um sögu Viðeyjar. Síðan verður leikið og sungið úti á túni, grillað fyrir börnin en boðið upp á kaffi og þjóðlegt meðlæti fyrir fullorðna fólkið. Brottför frá Viðey er kl. 16.30. Kvöldguðsþjónustur í Garðakirkju Í SUMAR fer þunginn af helgi- haldi Garðasóknar fram í Garða- kirkju, en frá sunnudeginum 13. júlí–17. ágúst verða kvöldguðs- þjónustur í Garðakirkju kl. 20.30 alla dagana. Það er gott að koma að Görð- um í kvöldkyrrðinni og vel þess virði að ganga um kirkjugarðinn. Þar hefur farið fram mikið starf á liðnum árum. Grjótgarður sem afmarkar elsta hluta garðsins hefur verið hlaðinn upp, lagðir hafa verið stígar, auk alls þess gróðurs sem plantað hefur verið og frágangs. Boðið verður upp á rútuferðir frá Vídalínskirkju kl. 20 og frá Hleinum kl. 20.10 og til baka að lokinni athöfn. Það ætti einnig að vera hent- ugt fyrir skokkara, hjólreiðafólk, göngu- og bíltúraunnendur, þreytta sumarbústaðaeigendur og fleiri að ljúka helginni í Garðakirkju. Án sunnudaganna væru allir dagar vinnudagar, en það stríðir bæði á móti þörfum fólks og þeirri skikkan skap- arans að halda hvíldardaginn heilagan. Bæna- og kyrrðarstundir verða eins og verið hefur í Vídalínskirkju á fimmtudags- kvöldum kl. 22. Bænarefnum má koma til presta og djákna safn- aðarins, en síminn í safn- aðarheimilinu er 565 6380. Þá má geta þess að opið hús er á þriðjudögum í Safnaðarheim- ilinu Kirkjuhvoli kl. 13–16. Þar er spilað og spjallað. Dagblöð liggja frammi og allir eru vel- komnir. Sr. Friðrik J. Hjartar. Morgunblaðið/Sverrir og amma hló mest. Alltaf stóð amma á hlaðinu með opinn faðminn þegar við komum í sveitina og alltaf fengum við að sofa í ömmuherbergi á meðan á heimsókn stóð. Hún kenndi okkur bænirnar og sagði okkur að fara með þær áður en við sofnuðum. Svo kyssti hún mann og strauk blíðlega um vanga. Við sofnuðum aldrei með tóman maga því amma var alltaf tilbúin að útbúa fyrir okkur kvöldkaffi ef við báðum um og raunar var svarið hjá henni alltaf já, hver sem bónin var. Nú er kominn tími til að kveðja hana ömmu. Við munum sakna henn- ar mikið og erum þakklátar fyrir all- ar stundirnar sem við áttum með henni og allt sem hún kenndi okkur og munum áfram biðja bænirnar okkar. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Ömmustelpur Berglind og Kolbrún. Við hjónin sátum við kaffiborð í eldhúsinu á Kirkjubóli að kvöldi dags þegar við fórum síðast vestur fyrir nokkrum árum. Talið barst m.a. að vestfirsku hveitikökunum sem Aðal- björg móðir mín og þær systur Ásdís og Margrét bökuðu. „Þær voru alveg einstakar þessar hveitikökur, engar slíkar hef ég fengið síðan mamma dó nema hér fyrir vestan,“ sagði ég. Dísa frænka sat hljóð og hlýddi á spjallið. Um morguninn heyrðist í áhöldum úr eldhúsinu og þaðan barst ljúfur ilmur. Dísa frænka, sem hafði lítið sinnt eldhússtörfum eftir að ald- urinn færðist yfir hana, stóð nú við eldavélina og steikti hveitikökur af miklu öryggi. Það var einn hnefi af þessu og annar af hinu, dálítið af þessu og svolítið af hinu. Nú var engu gleymt þótt margt annað hefði farið forgörðum í minninu. Hún vildi gefa frænda sínum og konu hans allt hið besta eins og alltaf með því að veita heitar vestfirskar hveitikökur af bestu gerð. Mikið voru þær ljúffeng- ar. Ræktun frændsemi og ættartengsl ættfólks míns úr Dýrafirði og ná- grenni var einstök. Ævintýraferðir voru farnar vestur. Sigling um Ísa- fjarðardjúp til Ísafjarðar, akstur að Gemlufalli, sigling yfir til Þingeyrar og ökuferð til Kirkjubóls. Síðan tóku við daglegar heimsóknir á bæi eða niður á Þingeyri því að víða var frændfólk að finna. Svo var líka stundum farið til Reykjavíkur og gist hjá Margréti ömmusystur og Jóni á Seljaveginum og þaðan haldið í heim- sóknir á hverju kvöldi til ættingjanna að vestan. Þessar heimsóknir voru ekki það skemmtilegasta sem ungur piltur fór í Reykjavík en þegar á full- orðinsárin kom varð mér ljós mikil- vægi þessarar heimsókna og frænd- rækni. Frændgarðurinn er stór og Dýrafjörðurinn tengir okkur saman. Við köllum mörg hvert annað frænda og frænkur þótt við séum skyld í þriðja og fjórða lið. Tengslin voru svo fléttuð saman með endalausum dýr- firskum frásögum þeirra systra á Akranesi og Vésteins móðurbróður þegar þau sátu saman að spjalli. Þannig myndaðist geislabaugur um Dýrafjörð í minningunni sem hefur verið þar ætíð síðan. Það voru og eru forréttindi að vera ættaður að vestan. Ásdís Bjarnadóttir var fulltrúi hins besta úr systkinahópnum og úr Dýrafirðinum. Hún stóð lengi fyrir rekstri fjölmenns myndarheimilis þar sem gestrisni var í hávegum höfð. Hún virti fornar dyggðir og unni landinu þar sem hún bjó. Þegar hún kom í heimsókn til okkar og talið barst að heimahögunum ljómaði and- litið. Dísa var ræktarsöm við ætt- ingjana og ljúf og hlý við okkur hjón- in og börnin hvort sem hún kom í heimsókn til okkar eða við komum vestur sem var of sjaldan. Nú er komið að leiðarlokum hennar og hún hefur horft hinsta sinni yfir Kirkju- bólsdalinn. Við Elín og börnin send- um börnum Ásdísar, fjölskyldum þeirra og Knúti frænda innilegar samúðarkveðjur og vitum fyrir víst að Guð tekur vel á móti Dísu frænku. Þráinn Þorvaldsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.