Morgunblaðið - 12.07.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.07.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2003 9 ÚTSALA — ÚTSALA Mikill afsláttur Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—15 Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–16.00. Sportfatnaður í sumarfríið á stórútsölu Engjateigi 5, sími 581 2141. Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið í dag kl. 10-14 Útsala 20-70% afsláttur Smáralind og Laugavegi Ný sending 10% kynningar- afsláttur í júlí af þessari fallegu gjafavöru Útsala á töskum HÆSTA vilyrðið sem veitt hefur verið í sögu Kvikmyndasjóðs, 75 milljónir króna, kemur í hlut mynd- arinnar Óvinafagnaður sem Friðrik Þór Friðriksson leikstýrir og fram- leidd er af Íslensku kvikmynda- samsteypunni. Tilkynnt var um styrkveitingar úr Kvikmyndasjóði í gær, en þetta er í fyrsta sinn sem veitt er í samræmi við ný lög og reglugerð um Kvikmyndasjóð. Alls bárust 255 umsóknir um framleiðslustyrk vegna leikinna kvikmynda, sjónvarpsefnis og stutt- og heimildarmynda. Kvikmyndaráð- gjafar fjölluðu efnislega um umsókn- irnar og gerðu tillögur um styrki og í framhaldi voru teknar ákvarðanir sem meðal annars miða að því að þau verkefni sem langt eru komin í und- irbúningi hafi forgang. Sjö leiknar kvikmyndir í fullri lengd fengu vil- yrði fyrir styrkjum á bilinu frá 10 upp í 75 milljónir, alls 267,5 milljónir króna. Óvinafagnaður, sem byggir á sam- nefndri bók Einars Kárasonar, er fjölþjóðlegt framleiðsluverkefni sem verður að stærstum hluta tekið hér á landi. Þetta er viðamesta verkefni ís- lenskrar kvikmyndasögu en áætl- aður framleiðslukostnaður mynd- arinnar nemur um einum og hálfum milljarði. Langstærsta kvikmyndaverkefnið Að sögn Friðriks Þórs er nú þegar að mestu leyti búið að fjármagna myndina. „Mér líst bara vel á vil- yrðið. Vonandi er núna komið að þeim tímamótum að við getum farið að einbeita okkur að kvikmynda- gerðinni sjálfri,“ sagði Friðrik Þór í samtali við Morgunblaðið í gær en áætlað er að tökur hefjist í haust. „Við erum ofsalega ánægð með að geta veitt þessa stóru fjárhæð,“ segir Hjörtur Grétarsson, framleiðslu- fulltrúi Kvikmyndamiðstöðvar Ís- lands, og bætir við: „Þetta er verk- efni upp á einn og hálfan milljarð og þar með langstærsta kvikmynda- verkefnið í sögu Íslands. Ef það gengur upp, sem öll von er til, þá er útlit fyrir að 880 milljónir muni skila sér til Íslands við gerð þessarar myndar, þannig að styrkur okkar er bara lítið brot af því sem við getum fengið til baka inn í landið. Ef af verkefninu verður, sem við vonum og trúum, þá verður þetta mikil inn- spýting í íslenska kvikmyndagerð sem hefur verið í mikilli ládeyðu und- anfarið. Þetta er því bara lítið gjald að borga fyrir slíka innspýtingu.“ Myndin Næsland í framleiðslu Zik Zak kvikmynda fékk framlengt vil- yrði upp á rúmar 54 milljónir, en leikstjóri hennar er Friðrik Þór og hefjast tökur í næstu viku. „Ég féll einfaldlega fyrir handriti Huldars Breiðfjörð, því þetta er eitt það fal- legasta handrit sem ég hef lesið þannig að ég gat náttúrlega ekki sagt annað en já við því. Svo er líka voða- lega gaman og þokkaleg tilbreyting að vera á launaskrá hjá einhverjum,“ segir Friðrik Þór. Mynd Baltasars Kormáks Saga sem byggir á Brennu-Njálssögu og framleidd er af Sögn ehf. fékk 60 milljón króna vilyrði sitt, sem upp- haflega var veitt í janúar á síðasta ári, framlengt fram á mitt næsta ár. Í takt við tímann, sjálfstætt framhald hinnar vinsælu Stuðmanna-myndar Með allt á hreinu og framleidd er af Ísfilm og Dís í framleiðslu Sagnar ehf. fengu hvor um sig vilyrði upp á 30 milljónir. Guy X í framleiðslu Íslensku kvik- myndasamsteypunnar og When children play in the sky sem fram- leidd er af Saga Film fengu hvor 10 milljón króna vilyrði. „Við tökum þátt í þessum tveimur verkefnum sem minnihlutafjárfestar. Okkur þykir nauðsynlegt að styrkja erlend- ar sam-framleiðslur þar sem við Ís- lendingar sækjum náttúrlega mjög mikið í erlenda sjóði. Í raun kallar kvikmyndabransinn hérna heima eftir þessu. Bæði þessi verkefni verða að hluta tekin hér á landi og með íslensku starfsfólki,“ segir Hjörtur. Myndin 1.0 fékk framlag upp á 10 milljónir og Opinberun Hannesar fékk 22 milljónir en Hjörtur tekur fram að sú mynd fékk úthlutað í febrúar s.l. áður en núverandi starfs- fólk tók til starfa hjá Kvikmynda- miðstöðinni. Pegasus fékk tveggja og hálfrar milljón króna framlag til að vinna handrit fyrir myndina Sjálf- stætt fólk sem byggir á samnefndri skáldsögu Halldórs Laxness. Sjö stuttmyndir og ellefu heimild- armyndir fengu vilyrði um fram- leiðslustyrk. Veitt voru sjö framlög til handritsgerðar heimildarmynda og eitt framlag til handritsgerðar stuttmyndar. Einn þróunarstyrkur fyrir leikið sjónvarpsefni var veittur og gefið var vilyrði fyrir fram- leiðslustyrk til handa leikinni saka- málasjónvarpsmynd. Niðurstöðu um styrkveitingar í flokki handrita, þróunar og eft- irvinnslu fyrir kvikmyndir og sjón- varpsefni er að vænta fyrir 1. sept- ember n.k. Í framtíðinni er stefnt að því að opið verði fyrir umsóknir árið um kring og að hægt verði að þróa verkefni jöfnum höndum í samráði við kvikmyndaráðgjafa Kvikmynda- miðstöðvar Íslands. Úthlutun framleiðslustyrkja og vilyrða úr Kvikmyndasjóði Óvinafagnaður fær hæsta vilyrði sem veitt hefur verið BRÓÐURPARTURINN af um tonni af humri sem stolið var úr fisk- iðjunni Fiskco á Akranesi fannst í fyrrinótt, um sólarhring eftir inn- brotið. Humarinn var dæmdur ónýt- ur og ekið beint í eyðingu. Tjón fisk- iðjunnar nemur á þriðju milljón króna. Lögreglan í Hafnarfirði fann hum- arinn eftir ábendingu. Að sögn Við- ars Stefánssonar, lögreglufulltrúa á Akranesi, fannst humarinn á Elliða- vatnsvegi í Heiðmörk, skammt frá Vífilsstöðum. „Það er líkt því að menn hafi þurft að losa sig við þetta í flýti,“ sagði hann. Humarinn hefði verið þiðinn og því ónýtur. Lögregla óskar eftir upplýsingum um manna- ferðir við fiskiðjuna en ljóst er að þjófarnir óku sendiferðabíl. Talsvert hefur verið um innbrot í fiskvinnslufyrirtæki að undanförnu og iðulega sækjast þjófarnir eftir humri. Í apríl var rúmlega hálfu tonni stolið í tveimur innbrotum í Þorlákshöfn og Grindavík. Í maí handtók lögreglan í Keflavík tvo menn á flótta við Kleifarvatn og við yfirheyrslur játuðu þeir á sig innbrot eða innbrotstilraun í fiskvinnslufyr- irtæki í Grindavík skömmu áður. Í dagbók lögreglunnar segir að menn- irnir hafi verið grunaðir um „skipu- lagða brotastarfsemi sem tengist fíkniefnaheiminum.“ Í sömu viku voru tveir menn handteknir við sömu iðju í Þorlákshöfn og á Eyrarbakka. Jóhannes Jensson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn í Keflavík, segir erfitt að fullyrða hvernig þjófarnir komi stolna humrinum í verð. Í mörgum tilfellum kaupi veitingahús stolna humarinn en einnig eru dæmi þess að hann sé seldur af farandsölu- mönnum. Hann tekur þó fram að veitingahúsaeigendur og farandsal- ar séu ekki óheiðarlegri en annað fólk. Humarinn var ónýtur enda hafði hann ekki verið geymdur í frysti í sólarhring þegar hann fannst. Tonn af stolnum humri fannst í Heiðmörk GRUNSAMLEG sígarettuviðskipti á hafnarbakka í Hafnarfirði urðu til þess að tollgæslan lagði hald á um 94.000 sígarettur sem voru faldar um borð í rússneska togaranum Obsha. Útsöluverð vindlinganna í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins nemur um 2,5 milljónum króna. Á miðvikudagskvöld urðu toll- verðir vitni að því þegar maður keypti 4–5 karton af sígarettum á hafnarsvæðinu við hlið togarans. Í kjölfarið var gerð leit í skipinu „og í ljós komu 94 þúsund sígarettur en söluverðmæti er nálægt tveimur og hálfri milljón hjá ÁTVR. Þannig að þetta er slatti,“ sagði Hreinn Páls- son, tollvörður hjá tollgæslunni í Hafnarfirði í samtali við Morgun- blaðið í gær. Sígaretturnar voru faldar víða í skipinu en skipverjar voru sam- vinnuþýðir og vísuðu á hluta af góssinu. Þeir eiga von á kærum og sektum fyrir smyglið sem verður allt gert upptækt. Um er að ræða bandarískar sígarettur af gerðinni L&M. Morgunblaðið/Árni Sæberg Friðbjörn Margeirsson hjá Tollgæslunni í Hafnafirði með smyglvarninginn. Faldir á ýmsum stöðum í rússneskum togara Tollgæsla leggur hald á 94.000 vindlinga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.