Morgunblaðið - 12.07.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.07.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MIKIL og vaxandi ólga er inn- an ríkisstjórnar Silvios Berl- usconis og einkum milli tveggja flokka, sem að henni standa. Gianfranco Fini, aðstoðarfor- sætisráðherra og leiðtogi Þjóð- fylkingarinnar, sagði í gær, að ef Berlusconi tæki ekki í lurg- inn á Umberto Bossi, leiðtoga Norðurbandalagsins, væri hætta á, að stjórnin spryngi. Kvaðst hann ekki una lengur eilífum hótunum Bossis, sem hefði allt of mikil völd miðað við 3%, sem flokkur hans hefði fengið á landsvísu. Eftir það, sem á undan er gengið hjá Berlusconi, brosa margir í Brussel að þessu heimilisböli hans. „Svo lengi sem hann er upptekinn heimafyrir, hefur hann lítinn tíma til að rífast við nágrannana,“ var haft eftir ein- um embættismanninum. Aðstoðarferðamálaráðherr- ann Stefano Stefani, flokks- bróðir Bossis, sagði af sér í gær vegna móðgandi ummæla sem hann lét falla um þýska ferða- menn í síðustu viku og urðu til þess að Gerhard Schröder Þýskalandskanslari hætti við að fara í sumarfrí til Ítalíu. Mjög hafði verið þrýst á Stefani að víkja úr embætti. Morð í frjálsu falli BRESKUR fallhlífarstökks- maður, Stephen Hilder, tvítug- ur að aldri, var myrtur fyrir viku með þeim hætti, að skorið var á báðar línur, jafnt í aðal- sem varafallhlíf. Kom það í ljós eftir að hann hafði fallið 4.000 metra til jarðar. Dagana áður hafði hann notað fallhlífina og gengið frá henni sjálfur. Það er því ljóst, að einhver, sem kann til verka, hugsanlega annar fallhlífarstökkvari, hefur átt við hana í millitíðinni. Japanskar langlífastar JAPANSKAR konur voru langlífastar á árinu 2002 og náðu þá að meðaltali að verða rúmlega 85 ára. Hafa þær haft þessa forystu í 18 ár samfleytt. Á hæla þeim koma síðan konur í Hong Kong, Frakklandi, Ástr- alíu, Ítalíu og Kanada. Meðal- ævitími karlmanna var lengst- ur í Hong Kong, 79,4 ár, og síðan komu karlmenn í Japan, Íslandi (78,1 ár), Svíþjóð, Ástr- alíu og Sviss. Mikill halli á BBC BÚIST er við, að halli á rekstri BBC, breska ríkisútvarpsins, á síðasta rekstrarári hafi verið um 300 millj. punda, 37 millj- arðar ísl. kr. Munar mestu um mikið tap á fjárfestingum líf- eyrissjóðs stofnunarinnar. Koma þessar fréttir á slæmum tíma vegna þeirra deilna, sem hún hefur átt í við bresku rík- isstjórnina út af Íraksmálinu. STUTT Hriktir í Ítalíustjórn Umberto Bossi, leiðtogi Norður- bandalagsins, og Silvio Berlusconi. GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti sagði í gær að yfirmenn banda- rískra leyniþjónustustofnana hefðu lesið stefnuræðu hans áður en hann flutti hana í janúar og ekki gert nein- ar athugasemdir við hana, meðal annars þá staðhæfingu hans að Írak- ar hefðu falast eftir úrani, sem hægt væri að nota í kjarnavopn, í Afríku- ríkinu Níger. Daginn áður höfðu bandarískir embættismenn sagt að fyrir og eftir stefnuræðu Bush 28. janúar hefði bandaríska leyniþjónustan CIA látið í ljósi efasemdir um breska leyni- þjónustuskýrslu sem Bush vitnaði í til að rökstyðja fullyrðingu sína. Áð- ur höfðu embættismenn í Hvíta hús- inu viðurkennt að rangt hefði verið að setja þessa fullyrðingu í ræðuna. Powell hafði efasemdir „Ég flutti stefnuræðu sem leyni- þjónustustofnanir höfðu lagt blessun sína yfir. Í þessari ræðu var lýst í smáatriðum fyrir bandarísku þjóð- inni hvaða hætta stafaði af stjórn Saddams Husseins,“ sagði Bush í Úganda eftir fund með forseta landsins, Yoweri Museveni. „Stjórn mín gerði viðeigandi ráðstafanir vegna þessarar hættu og niðurstað- an er sú að heimurinn er öruggari og friðsamari en hann var áður.“ Condoleezza Rice, þjóðaröryggis- ráðgjafi Bandaríkjanna, sagði einnig að yfirmenn CIA hefðu lesið ræðuna án þess að gera athugasemdir við hana. Ef rétt væri að George Tenet, yfirmaður leyniþjónustunnar, hefði haft einhverjar efasemdir um full- yrðinguna hefði hann ekki skýrt Bush eða aðstoðarmönnum forset- ans frá því. „Ef CIA – eða yfirmaður leyni- þjónustunnar – hefði sagt að sleppa ætti þessari setningu hefði það verið gert,“ sagði Rice. Þegar hún var spurð hvort Bush treysti enn leyni- þjónustunni svaraði hún: „Algjör- lega.“ Hún viðurkenndi þó að Colin Pow- ell, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, hefði haft efasemdir um ásök- unina og ákveðið að minnast ekki á hana þegar hann ávarpaði öryggis- ráð Sameinuðu þjóðanna nokkrum dögum eftir stefnuræðu Bush. Embættismenn í Hvíta húsinu í Washington viðurkenndu fyrr í vikunni að í ræðunni hefði verið gert of mikið úr meintri kjarnavopna- áætlun Íraka. Ásökunin á hendur Írökum byggðist á fölsuðum skjölum um að stjórn Saddams hefði falast eftir úrani í Níger og á öðrum gögn- um um að hún hefði einnig reynt að kaupa geislavirk efni í öðrum Afr- íkuríkjum. Colin Powell neitaði því í fyrradag að Bush hefði blekkt þjóðina í stefnuræðunni. Hann sagði að alltof mikið hefði verið gert úr málinu í Bandaríkjunum og kvað ekkert hæft í því að stjórnin hefði hagrætt leyni- þjónustugögnum til að réttlæta stríðið í Írak. Powell viðurkenndi þó að þegar hann flutti ræðuna í öryggisráðinu hefðu upplýsingarnar um að Írakar hefðu falast eftir úrani verið álitnar óáreiðanlegar. The Washington Post skýrði frá því í gær að CIA hefði talið, allt frá því í september, að upplýsingarnar væru ótraustar og reynt að telja bresku stjórnina á að geta þeirra ekki í skýrslu til breska þingsins. CIA lét í ljósi efasemdir við bresku stjórnina „Haft var samráð við okkur og við ráðlögðum þeim að nota ekki þetta efni,“ hafði blaðið eftir háttsettum embættismanni í Washington. Breska stjórnin hafnaði þessari tillögu CIA og kvaðst hafa önnur leyniþjónustugögn um málið sem Bandaríkjamenn hefðu ekki. The Washington Post sagði að á þessum tíma hefði CIA verið að semja skýrslu þar sem mat var lagt á meintar efna-, sýkla- og kjarna- vopnaáætlanir Íraka. Í skýrslunni hefði verið minnst á upplýsingar um að Írakar hefðu reynt að kaupa úran í þremur Afríkuríkjum en CIA hefði hins vegar tekið fram að bandaríska varnarmálaráðuneytið efaðist um áreiðanleika gagnanna hvað varðaði Níger og starfsmenn CIA teldu að gögnin um hin Afríkuríkin væru „gloppótt“. CIA samþykkti ásökun Bush í stefnuræðunni Entebbe, Washington. AFP, AP. Forsetinn segir leyniþjónustuna hafa lagt blessun yfir vafasama fullyrðingu FYRRVERANDI yfirmaður bresku leyniþjónustunefndarinnar (JIC) sak- aði í fyrradag ríkisstjórnina um að hafa „stórlega ýkt“ hættuna á hryðju- verkum í Bretlandi í aðdraganda Íraksstríðsins. Sagði hann, að það hefði hún gert með ítrekuðum yfirlýs- ingum um „yfirvofandi hryðju- verkaárás“ í London og á Heathrow- flugvelli. Í viðtali við Channel 4 sagði Sir Rodric Braithwaite, sem var yf- irmaður leyniþjónustunefndarinnar í tíð Íhaldsflokksins á árunum 1992– 1993, að ýktar viðvaranir um hryðju- verkahættu hefðu verið gefnar í fyrra, þegar andstaða við hugsanlega innrás í Írak var mikil meðal almenn- ings og virtist fara vaxandi. Þá hefði fólk verið hvatt til að birgja sig upp og skriðdrekar látnir athafna sig við Heathrow-flugvöll. Kom þetta fram í Guardian í gær. Sir Rodric nefnir þetta líka í bréfi til Financial Times en í því segir hann: „Fisksalar selja fisk og stríðs- æsingamenn selja stríð. Hvorir- tveggju eru vissir um ágæti sinnar vöru.“ Sir Rodric segist þó trúa því, að Blair forsætisráðherra hafi sjálfur verið sannfærður um nauðsyn innrás- arinnar í Írak. „Stórlega ýkt“ hryðju- verkahætta GEORGE W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, lofaði stjórnvöld í Úg- anda fyrir góðan árangur í barátt- unni við alnæmi er hann heimsótti landið í gær. „Það er eitt að heyra um eyði- legginguna sem alnæmi veldur en annað að sjá hana með berum augum,“ sagði hann eftir að hafa heimsótt heilsugæslustöð fyrir HIV-smitaða ásamt konu sinni, Lauru Bush. Úganda er það ríki sem þykir hafa tekist hvað best að stemma stigu við alnæmi sem lék þjóðina grátt á níunda og tíunda áratugnum. Á nokkrum árum hef- ur tekist að minnka tíðni smita úr 30% í 5% hjá íbúum landsins en fræðsluherferðir um öruggt kynlíf þykja hafa borið góðan árangur. „Þið hafið sýnt heiminum hvað er hægt að gera til að fækka HIV- smittilfellum,“ sagði Bush er hann hitti Yoweri Museveni, forseta Úg- anda. Minntist ekki á aðild að borgarastríðinu í Kongó Í ræðu við heilsugæslustöðina talaði Bush um 15 milljarða dala áætlun sína sem miðar að því að hefta útbreiðslu alnæmis í heim- inum en minntist ekki á að nokkr- um klukkustundum áður hafði fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákveðið lækka upphæðina sem veita á til verkefnisins á næsta ári úr þremur milljörðun dollara í tvo. Verkefni Bush byggist einmitt á aðferðum sem notaðar hafa ver- ið í Úganda. Bush lofaði Museveni forseta fyrir að vera sterkur talsmaður frjálsrar verslunar og friðar í Mið- Afríku en minntist ekki á aðild Úganda að fimm ára borgarastyrj- öld í nágrannaríkinu Kongó þegar ríkið sendi þangað her til stuðn- ings uppreisnarmönnum árið 1998. Herinn hefur verið dreginn til baka en mannréttindasamtök saka ríkið um að halda áfram að kynda undir ófriði í austur- og norðausturhluta Kongó. Samtökin Amnesty International höfðu hvatt Bush til að þrýsta á ríkisstjórn Úganda að láta af hernaðarstuðn- ingi við uppreisnarhópa. Bush og fylgdarlið yfirgáfu landið eftir fjögurra tíma heim- sókn og héldu áleiðis til Nígeríu sem er síðasti viðkomustaður for- setans á ferð hans um Afríku. George W. Bush Bandaríkjaforseti heimsótti Úganda í gær AP George W. Bush Bandaríkjaforseti heilsar HIV-smituðu fólki í heilsugæslustöð í Entebbe í Úganda í gær. Lofaði góðan árangur í baráttunni við alnæmi Entebbe. AP, AFP. WTO eða Heimsviðskiptastofn- unin hefur komist að þeirri nið- urstöðu, að tollarnir, sem Banda- ríkjastjórn setti á innflutt stál, séu ólöglegir. Vísaði nefnd þriggja sérfræðinga á bug þeirri röksemd Bandaríkjastjórnar, að tollarnir væru réttlætanlegir vegna þess, að innflutningurinn ógnaði innlendri framleiðslu. Það var Evrópusambandið, sem höfðaði málið og naut í því stuðnings Kína, Japan, Nýja-Sjá- lands, Noregs, S-Kóreu, Sviss og Brasilíu. Fögnuðu talsmenn þeirra niðurstöðunni í gær en Bandaríkjastjórn hyggst áfrýja henni. Bandarískir stáltollar ólöglegir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.