Morgunblaðið - 12.07.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.07.2003, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. TRÚARBRAGÐAFRÆÐSLA Nefnd á vegum Evrópuráðsinshefur gagnrýnt fyrirkomulagtrúarbragðafræðslu í íslenzk- um grunnskólum og bendir á að krist- infræði sé þar skyldufag, en erfitt geti reynzt að fá undanþágu frá námsgrein- inni. Þá hvetur nefndin stjórnvöld til að tryggja að þau börn, sem ekki vilja þiggja kristinfræðikennslu, fái aðgang að annarri fræðslu og vel sé staðið að kennslu um önnur trúarbrögð. Tómas Ingi Olrich menntamálaráð- herra bendir á það í Morgunblaðinu á fimmtudag að ekki eigi að vera vand- kvæðum bundið að fá undanþágu frá kristinfræðikennslu. Hann segir hins vegar vel koma til greina að gera athug- un á hvernig trúarbragðafræðslu sé háttað innan grunnskólanna. Samkvæmt námskrá ber skólum að fræða börn um kristna trú og menningu og sögu kirkjunnar, um almenn siðferði- leg viðfangsefni og um helztu trúar- brögð heimsins. Guðlaug Björgvinsdótt- ir, formaður Félags kennara í kristnum fræðum, siðfræði og trúarbragðafræð- um, segir hins vegar í blaðinu í fyrradag að kennslu í öðrum trúarbrögðum en kristindómi sé ábótavant í mörgum grunnskólum landsins. Annars vegar skorti námsefni og hins vegar vanti fræðslu um trúarbrögð inn í grunn- menntun kennara. Þá taki samræmd próf ekki til trúarbragðafræða og hætta sé á að þau verði útundan í skólastarf- inu. Mótun stefnu í þessum efnum verður að taka mið af því að Ísland hefur á skömmum tíma breytzt í fjölmenning- arlegt samfélag, þar sem talsverður hluti íbúanna er af öðru þjóðerni, á sér annað móðurmál og önnur trúarbrögð en meirihlutinn. Það er skiljanlegt, ef trúarbragðafræðslan snýst nánast ein- göngu um kristindóminn, en önnur trúarbrögð verða útundan, að foreldrar nemenda sem aðhyllast önnur trúar- brögð fari fram á að þeir séu undan- þegnir slíkri kennslu. Vandinn er þó sá, eins og Salmann Tamimi, forstöðumað- ur Félags múslima, bendir á í blaðinu á fimmtudag, að ekkert kemur í staðinn. Auðvitað væri æskilegt að múslimar gætu sótt fræðslu um eigin trúarbrögð til sinna eigin trúbræðra og að það sama ætti við um fylgjendur annarra trúar- bragða. Hins vegar er langt frá því að einhver vandi sé leystur með því að kristin börn læri bara um kristindóminn, múslimar um islam og svo framvegis. Karl Sigur- björnsson, biskup Íslands, bendir rétti- lega á það í Morgunblaðinu að trúar- bragðafræðslan eigi að vera fræðsla, ekki trúboð eða innræting. Fyrir þá, sem eru sprottnir úr annarri menningu og trúarbrögðum en meirihluti Íslend- inga, er þekking á kristindóminum einn lykillinn að skilningi á íslenzkri menn- ingu og samfélagi. Kristin kirkja og ís- lenzka þjóðin hafa átt samleið svo lengi að það er engin leið að láta eins og krist- indómurinn komi þeim ekki við, sem ætlar að búa á Íslandi. Rétt eins og fólk þarf helzt að kunna skil á íslenzku, vilji það taka þátt í íslenzku samfélagi, þarf það að þekkja til kristindómsins ef það vill skilja menningu og siði Íslendinga. Með sama hætti á það við að meiri- hlutinn, sem aðhyllist kristna trú, getur ekki skilið aðra menningarheima, sem eiga æ fleiri fulltrúa í íslenzku sam- félagi, nema kunna einhver skil á trúar- brögðunum sem hafa mótað þá. Rétt eins og það er sjálfsögð skylda að læra erlend tungumál í skóla á það að vera sjálfsagt að læra að þekkja önnur trúar- brögð og siði. Það er ein forsenda gagn- kvæms skilnings og friðsamlegrar sam- búðar í fjölmenningarlegu samfélagi. Jafnvel fyrir þá, sem ekki aðhyllast nein trúarbrögð, er fræðsla um þau nauðsynlegur þáttur í kennslu um al- mennt siðferði, svo mikil áhrif hafa trúarbrögðin haft í aldanna rás á hug- myndir fólks um siðferði. Fyrir mikinn meirihluta mannkyns eru trúarbrögðin siðferðileg kjölfesta og meðal annars þess vegna er fræðsla um þau mikilvæg í skólakerfinu. TRÚVERÐUGLEIKI BANDARÍKJANNA Yfirlýsingar bandarískra ráðamannasíðustu daga um aðdraganda Íraks- stríðsins hafa vakið nokkra furðu. Svo virðist nú sem reynt hafi verið að gera meira úr gereyðingarvopnum Íraka og áformum þeirra um að þróa slík vopn en efni stóðu til. Þannig hefur nú komið í ljós að yf- irlýsingar um að Írakar hefðu reynt að kaupa úran frá Afríkuríkinu Níger voru byggðar á röngum upplýsingum. Þessu var haldið fram í skýrslu bresku ríkis- stjórnarinnar um Íraksmálið í septem- ber í fyrra og jafnframt í stefnuræðu Bush Bandaríkjaforseta í upphafi árs. Í gær greindi bandaríska dagblaðið Washington Post frá því að bandaríska leyniþjónustan CIA hefði reynt að fá Breta til að sleppa þessari fullyrðingu úr skýrslunni á sínum tíma. Það var hins vegar ekki gert og henni haldið áfram á lofti. Bush og ráðgjafar hans halda því hins vegar fram að leyniþjónustan hafi ekki gert athugasemdir við ræðu hans. Þá hljóta menn að staldra við ummæli Donalds Rumsfelds, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, í vikunni þess efn- is að Bandaríkin hafi ekki farið í stríð gegn Írak vegna nýrra sannana um ger- eyðingarvopn Íraka heldur vegna þess að menn hafi séð þau gögn sem þegar lágu fyrir í nýju ljósi eftir hryðjuverka- árásirnar í september 2001. Það er engum vafa undirorpið að Írakar hafi átt og þróað gereyðing- avopn. Vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna fundu og eyðilögðu mikið magn slíkra vopna á síðasta áratug. Hins vegar hljóta að vakna spurningar um hvort of mikið hafi verið gert úr þeirri hættu sem stafaði af þessum vopnum. Með hverjum deginum sem líður frá innrásinni í Írak án þess að sýnt sé fram á hversu umfangsmikil vopnaeign Íraka var í raun dregur úr trúverðugleika þeirra raka sem beitt var í aðdraganda innrásarinnar. Auðvitað er ekki hægt að útiloka að Saddam hafi fargað vopnum sínum, falið þau eða komið undan til ann- arra ríkja áður en innrásin hófst. Að- dragandinn var langur og Saddam hefur áður sýnt að hann er snillingur í að beita blekkingum. Ekki er heldur hægt að úti- loka að starf vopnaeftirlitsmanna Sam- einuðu þjóðanna á sínum tíma, efna- hagslegar refsiaðgerðir og loftárásir hafi skilað mun meiri árangri en menn töldu. Þessum spurningum verður hins vegar að svara. Því verður ekki trúað að Bandaríkjunum takist ekki, þrátt fyrir að vera nú með flesta fyrrum ráðamenn Íraks í haldi, að komast að hinu sanna í málinu. Þetta mál snýst um trúverðugleika Bandaríkjanna og þeirra upplýsinga sem settar eru fram til að sannfæra al- menning og önnur ríki um stuðning við aðgerðir þeirra. Þ AÐ fylgir öllu samstarfi að nauð- synlegt er að gefa og þiggja. Við komumst ekki langt í samstarfi með því að vilja bæði eiga kök- una og éta hana. Við þurfum alltaf að leggja eitthvað af mörkum til að njóta ávinnings á móti. Lögsaga og agavald Að undanförnu hefur mikið verið rætt um mál varnarliðsmanns sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stung- ið íslenskan mann með hnífi í Hafnarstræti í vor. Samkvæmt varnarsamningnum eiga ís- lensk stjórnvöld forrétt til lögsögu vegna brota varnarliðsmanna sem beinast gegn ís- lenskum borgurum. Jafnframt er kveðið á um það í samningnum að þau muni taka til vinsamlegrar afgreiðslu beiðni bandarískra stjórnvalda um að falla frá forrétti, telji bandarísk stjórnvöld það miklu skipta. Fram hefur komið að ríkin hafi einnig gert með sér frekari samninga sem staðfesta að Ísland muni einungis kalla eftir lögsögu í málum sem hafi sérstaka þýðingu fyrir Ís- land. Í framkvæmd hafa íslensk stjórnvöld oftast fallist á beiðni Bandaríkjamanna um lögsögu, enda markmið beggja ríkjanna að koma lögum yfir brotamenn með sem skil- virkustum og áhrifaríkustum hætti. Oft er það svo að áhrifaríkara er að láta hervöld Bandaríkjanna fara með lögsögu, enda hef- ur það ótvírætt forvarnargildi og gefur skýrt til kynna að hegðun af þeim toga sem brotamenn hafa gerst sekir um verður ekki liðin. Sama framkvæmd hefur verið viðhöfð innan annarra aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins. Þar liggja til grundvallar áþekkir samningar og þeir sem við búum við. Í þessu máli reynir á hver skuli sam- kvæmt landslögum fara með ákvörð- unarvald um það hvort falla beri frá forrétti að lögsögu eða ekki. Því hefur verið haldið fram að ríkissaksóknari eigi að fara með það vald. Vararíkissaksóknari bendir á í Morg- unblaðinu í gær að honum sé ekki kunnugt um nema eitt mál þar sem reynt hafi á fram- sal lögsögu. Fyrir liggur að samkvæmt gögnum utanríkisráðuneytisins hefur lög- saga verið afhent varnarliðinu í um fjörutíu tilvikum, þar af fimm á síðustu 12 árum. Fátt sýnir betur að meðferð og forræði þessa máls hefur alla tíð verið á höndum ut- anríkisráðuneytisins og það hefur hvorki breyst með tilkomu ríkissaksóknaraemb- ættisins á sjötta áratugnum né með þeim breytingum sem gerðar voru með aðskilnaði dóms- og umboðsvalds í héraði í upphafi þess tíunda. Það er ágreiningslaust að ríkissaksóknari fer einn með saksóknarvald á Íslandi. Hann fer hins vegar ekki með framkvæmd varn- arsamningsins eða túlkun milliríkjasamn- inga. Þau atriði eru á forræði utanríkisráðu- neytisins. Ákvæði 11. gr. almennra hegningarlaga kveður skýrt á um að refsi- lögsaga Íslands lúti takmörkunum sem leiði af reglum þjóðaréttarins. Samningar Ís- lands og Bandaríkjanna um beitingu þeirra ákvæða varnarsamningsins sem lúta að lög- sögu eru gildir þjóðréttarsamningar og því ber að taka mið af þeim við ákvörðun um hvort veita beri Bandaríkjamönnum lög- sögu í málum af þeim toga sem hér um ræð- ir. Er óánægja Bandaríkjamanna ástæðulaus? Í leiðara Morgunblaðsins í gær var fjallað um þetta mál og tengsl þess við stöðu varn- arsamstarfsins. Velt var upp þeirri spurn- ingu hvort það væri til vitnis um vaxandi stirðleika í samskiptum Íslands og Banda- ríkjanna. Bent var á að það sé aldrei góðs vísir þegar annar aðilinn, sem á hlut að löngu samstarfi, vilji knýja fram vilja sinn einhliða né heldur boði það gott, hvorki í samböndum einstaklinga né ríkja, þegar samskipti og skoðanaskipti fara fyrst og fremst fram í gegnum lögfræðinga. Í lokin er svo spurt hvort Bandaríkjamenn telji eft- irsóknarvert fyrir sig, að samskipti þeirra við Íslendinga verði í þessum farvegi. Hér er velt upp athyglisverðu sjón- arhorni. Hins vegar er ekki einsýnt í þessu máli hvor aðilinn það er sem vill knýja fram vilja sinn einhliða. Fyrir liggur að íslensk stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að beita ákvæðum tilteknum þá skuldb Pró Við sku lendingur afbrot ga varnarstö sambæril rísk yfirv yfir íslens hollt að se að íslensk rannsókn irheyrt ha Lögregla irheyra m upp á Kef lögreglum ætlað að f varnarsvæ hann fyri afhenda h um í einan um eða fa uðum bei fá mannin Að gefa og þiggja Eftir Árna Pál Árnason Bandarískir hermenn á æfingaflugi yfir Íslandi. E RFITT er að vera ekki svartsýnn á framtíð fiskstofna heimsins. Fiskaflinn jókst ört í heiminum eftir síðari heimsstyrjöldina þar til seint á níunda áratugnum og síðan hef- ur hann farið síminnkandi. Erfitt er að stöðva þessa hnignun. Hröð hnignun fiskstofnanna er óhjákvæmileg afleið- ing háþróaðrar veiðitækni sem beitt er miskunnarlaust gegn minnkandi stofnum þegar eftirspurnin eykst vegna mannfjölgunar og aukinna tekna. Hnignunin hefur hing- að til verið dulin í iðnríkjunum með því að setja á markað fiskmeti sem var ekki á boðstólum áður, svo sem eld- islax, og með stórfelldum fiskinnflutningi frá þróun- arlöndum. Ofveiði er hins vegar einnig orðin alvarlegt vandamál í þróunarlöndunum. Erfiðar breytingar eru því óhjá- kvæmilegar í sjávarútvegi heimsins í náinni framtíð. Vandamálið lýsir sér m.a. í „veiðunum niður fæðukeðju hafsins“, þeirri þróun að æ meira er veitt af fiski og skel- dýrum úr botni fæðukeðjunnar, oft þeim tegundum sem stærri fiskar lifa á. Með þessum veiðum fæst lélegri fæða sem kemur í staðinn fyrir gæðafiskinn sem við vorum eitt sinn vön og þessi þróun verður að lokum til þess að við veiðum svif, aðallega marglyttur. Já, marglyttur, sem voru eitt sinn aðeins veiddar í Austur-Asíu, eru núna veiddar í Atlants- hafi líka og fluttar milli heimsálfa. Sjávarútvegurinn getur ekki snúið þessari upp á eigin spýtur, þrátt fyrir röksemdir álits ættu að vita betur. Í nýlegri bók sinni, The Sk Environmentalist, vitnar danski tölfræðingur Lomborg í gögn frá Matvæla- og landbúnaða Sameinuðu þjóðanna (FAO) sem bentu til þes aflinn í heiminum hefði aukist. Lomborg nota tölur til að færa rök fyrir því að ef aflinn eyks ástand vistkerfanna að vera gott, þrátt fyrir a anir sérfræðinga. Lomborg hefur hins vegar rangt fyrir sér o ingarnir hafa á réttu að standa. Við vitum nún ingin sem virtist hafa orðið á fiskaflanum í he síðasta áratug var vegna þess að Kínverjar ýk sæld sína í skýrslum til FAO. Við vitum einni urnar geta verið háar (og eru það reyndar yfi fiskstofnarnir séu að hrynja, til að mynda var þorskveiði undan austurströnd Kanada þar ti þurfti veiðunum vegna þess að það var bóksta inn fiskur eftir. Málið snýst þó um fleira en ofveiði. Mörg a arfærunum sem nú eru notuð – til að mynda b bókstaflega tæta í sundur kjörlendi fiskanna. sökum virðast fiskstofnarnir, sem eru nýttir m um hætti, ekki geta náð sér, þrátt fyrir kvóta veiðitarkmarkanir. Ræktun lífvera í ám, vötnum og sjó, svo sem Björgun fiskstofn Eftir Daniel Pauly © Project Syndicate.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.