Morgunblaðið - 12.07.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.07.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2003 15 Súlumót frá formaco ● úr pappa ● einföld og þægileg í notkun ● fæst í mörgum lengdum og breiddum Gylfaflöt 24-30 • 112 Reykjavík Sími 577 2050 • Fax 577 2055 formaco@formaco.is • www.formaco.is Tangarhöfða 1 • 110 Reykjavík • Símar 567 2357 og 893 9957 Opið laugardag og sunnudag frá kl. 13-16 Ný sending af húsbílum Sýningarbíll á Akureyri Umboð á Akureyri Sigurður Valdimarsson Óseyri 5 - Sími 462 2520 JAPANSKUR ráð- herra, sem fer með mál- efni barna, sagði í gær að réttast væri að háls- höggva foreldra tólf ára drengs sem hefur játað að hafa orðið fjögurra ára dreng að bana. Ráðherrann, Yoshi- tada Konoike, sem fer einnig með almanna- varnir, lét þessi orð falla á blaðamannafundi í Tókýó. Junichiro Koiz- umi, forsætisráðherra Japans, sagði síðar að ummælin væru „óvið- eigandi“ og sæmdu ekki ráðherra. Konoike neit- aði hins vegar að draga þau til baka eða biðjast afsökunar. „Réttast væri að hálshöggva foreldrana í refsingarskyni og draga þá um götur bæj- arins,“ sagði ráð- herrann. „Margir for- eldrar, sem hafa gengið í skóla eftir síðari heimsstyrjöldina, hafa látið hjá líða að innræta börnunum þá hugmynd að hinum réttlátu verði umbunað og hinum óréttlátu refsað. Hafa ætti foreldra barna, sem fremja glæpi, til sýnis opinberlega, þannig að þeir átti sig á því hversu alvarlegt það er þegar börnin þeirra fremja svona hræðilega glæpi.“ Drengnum hrint Nakið lík fjögurra ára drengs, sem var saknað eftir verslunar- ferð með fjölskyldu sinni, fannst í margra hæða bílageymslu í Nagasaki-borg fyrir viku. Lögreglan segir að tólf ára drengur hafi játið á sig morðið og tal- ið sé að hann hafi ýtt drengnum af þaki bíla- geymslunnar. „Réttast að háls- höggva“ Tókýó. AFP. SKJALAVERÐIR í Bandaríkjunum skýrðu frá því í fyrradag að fundist hefði dagbók, sem Harry S. Trum- an hélt árið 1947, þar sem fram kæmi að hann hefði verið tilbúinn að hætta við að sækjast eftir út- nefningu sem forsetaefni demó- krata 1948 og víkja fyrir Dwight D. Eisenhower hershöfðingja ef Douglas MacArthur hershöfðingi sæktist eftir því að verða forseta- efni repúblikana. Truman var forseti Bandaríkj- anna á árunum 1945–1953 og Eis- enhower gegndi embættinu 1953– 1961. Truman og Eisenhower ræddu hugsanlegt forsetaframboð Mac- Arthurs 25. júlí 1947 og Truman skrifaði þá í dagbókina: „Við Ike [Eisenhower] teljum að MacArthur snúi aftur til Bandaríkj- anna eins og sigurreifur Rómverji skömmu fyrir landsfund repúblik- ana í Fíladelfíu. Ég sagði Ike að ef það gerðist ætti hann að tilkynna að hann sæktist eftir útnefningu sem forsetaefni demókrata og ég myndi glaður taka annað sætið, eða vera varaforsetaefni. Mér geðjast hvort sem er vel að öldungadeild- inni. Við Ike gætum náð kjöri og fjölskyldan mín og ég sjálfur mynd- um vera ánægð með að vera fyrir utan þetta stóra hvíta fangelsi, sem kallað er Hvíta húsið.“ Mörgum árum síðar vék Truman MacArthur frá þegar Kóreu-stríðið geisaði. Bókavörður í Truman-bókasafn- inu í Independence í Missouri fann dagbókina sem var í tæp 40 ár á hillu með tímaritum. Í dagbókinni er meðal annars lýst afsögn James F. Byrnes sem utanríkisráðherra og aðdraganda þess að George Marshall var skip- aður í embættið. Truman skrifaði einnig um dauða móður sinnar og skrif hans um gyðinga, sem flúðu frá Evrópu í síðari heimsstyrjöld- inni, hafa vakið athygli. „Gyðingarnir eru mjög eig- ingjarnir,“ skrifaði Truman 21. júlí 1947. „Þeir kæra sig kollótta um hversu margir Eistar, Lettar, Finn- ar, Pólverjar, Júgóslavar eða Grikkir eru myrtir eða beittir of- beldi sem landflótta fólk svo fram- arlega sem gyðingar fá sérstaka meðferð. Samt er það svo að þegar þeir hafa völdin, í fjármálum eða stjórnmálum, þá jafnast hvorki Hit- ler né Stalín á við þá hvað varðar grimmd eða illa meðferð á lítil- magnanum.“ Athugasemdir Trumans um gyð- inga komu fræðimönnum á óvart því að hann var þekktur fyrir að hjálpa gyðingum eftir síðari heims- styrjöldina og var hlynntur því að Ísraelsríki yrði viðurkennt árið 1948 þegar bandaríska utanríkis- ráðuneytið var andvígt því. Truman var tilbúinn að víkja fyrir Eisenhower AP Þjóðskjalavörðurinn John Carlin stendur við dagbók Harrys S. Trumans, sem var Bandaríkjaforseti 1945–1953, í þjóðskjalasafninu í Washington. The Washington Post. PALESTÍNSKIR fangar í Ísrael hófu í gær mótmælasvelti til að krefjast þess að Ísraelar sleppi föng- um sem eru í herskáu hreyfing- unum Hamas og Jíhad. Um 200 af 1.200 Palestínumönnum í Meggido- fangelsinu í Norður-Ísrael hófu mót- mælasveltið og ráðgert er að þátt- takendunum fjölgi á hverjum degi. Palestínskar konur í flótta- mannabúðum á Gaza-svæðinu halda hér á myndum af Palestínumönnum, sem eru í haldi í Ísrael, og krefjast þess að þeir verði látnir lausir. Um 3.000 manns söfnuðust einnig sam- an í Ramallah á Vesturbakkanum til að krefjast þess að Ísraelar leysi alla palestínska fanga úr haldi. Ísraelsstjórn tilkynnti í vikunni sem leið að 350 af 6.000 palest- ínskum föngum í landinu yrðu látnir lausir en sagði að ekki kæmi til greina að sleppa félögum í Hamas og Jíhad. AP Palestínskir fangar í mótmælasvelti JAPANSKIR saksóknarar á eynni Ok- inawa, syðst í japanska eyjaklasanum, birtu í vikunni bandarískum hermanni ákæru um nauðgun á 19 ára gamalli stúlku í maí sl., en maðurinn var fram- seldur í hendur japönskum yfirvöldum um þremur vikum áður en ákæran var birt. Greindi AFP-fréttastofan frá þessu. Á Okinawa eru stærstu herbúðir Bandaríkjahers í Japan. Þetta er aðeins í annað sinn sem bandarískur hermaður er framseldur til japanskra yfirvalda áður en ákæra er birt. Samkvæmt tvíhliða réttarsam- starfssamningi Japans og Bandaríkj- anna (Status of Forces Agreement, skammst. SOFA) eru bandarísk yfirvöld ekki skuldbundin til að framselja liðs- menn Bandaríkjahers sem grunaðir eru um lögbrot á japönsku yfirráðasvæði fyrr en ákæra hefur verið birt á hendur þeim. Það olli mikilli reiði í Japan og mestri meðal íbúa Okinawa er þrír bandarískir hermenn úr einni herstöð- inni nauðguðu 12 ára gamalli stúlku árið 1995. Í kjölfar þess féllust bandarísk stjórnvöld á að taka það til „vinsamlegr- ar athugunar“ ef beiðni berst um fram- sal á liðsmönnum Bandaríkjahers á með- an á rannsókn máls stendur, séu þeir sakaðir um mjög alvarlega glæpi. Á síðasta ári höfnuðu bandarísk yf- irvöld framsali á hermanni sem sakaður var um nauðgun á Okinawa, fyrr en ákæra yrði birt á hendur honum. Hermaðurinn sem nú sætir nauðgun- arákæru, Jose Torres, hefur játað á sig sakargiftir, að því er saksóknarar í hér- aðshöfuðborginni Naha á Okinawa greindu frá. Mismunandi reglur Mismunandi er hvaða reglur gilda um framsal bandarískra hermanna vegna lögbrota í því landi sem bandarískar her- stöðvar eru staðsettar. Í Japan er sak- borningum almennt ekki heimilað að hafa lögfræðing viðstaddan við yfir- heyrslur lögreglu. Þetta kvað vera meg- inástæðan fyrir því að bandarísk yfir- völd eru treg til að heimila framsal liðsmanna Bandaríkjahers fyrr en ákæra er birt. Á síðustu árum hafa þó ýmsar breyt- ingar verið gerðar á samningum um lög- sögu innlendrar löggjafar þar sem bandarískar herstöðvar eru. Í The Japan Times eru nefnd dæmi um stöðu bandarískra NATO-herstöðva í Þýzkalandi. Samningar þar að lútandi voru teknir til gagngerrar endurskoðun- ar árið 1993 og í þeim er nú skýrt kveðið á um lögsögu þýzkrar löggjafar, þar á meðal að ströng ákvæði þýzkrar um- hverfisverndarlöggjafar gildi á banda- rískum herstöðvarsvæðum. Í Suður-Kóreu var tvíhliða samning- um við Bandaríkin um stöðu herstöðva Bandaríkjahers breytt síðast árið 2001, eftir nærri sex ára samningaþjark. Þar er m.a. kveðið á um að suður-kóresk stjórnvöld geti handtekið bandaríska hermenn – sé þeim birt ákæra – sem grunaðir eru um einhvern 12 nánar skil- greindra glæpa, s.s. morð, mannrán og íkveikju. Endurskoðunarkröfur og ótti við auknar öryggismálabyrðar Í forystugrein í japanska blaðinu Asahi Shimbun hinn 21. júní sl. var fjallað um tvíhliða samninga Japans við Bandaríkin um stöðu setuliðshermanna, SOFA-samningana svokölluðu. Þar seg- ir meðal annars: „Í hvert sinn sem bandarískur hermaður er sakaður um glæp kallar japanska ríkisstjórnin eftir „endurbótum á því hvernig samningun- um er framfylgt“. Hún tekur aldrei næsta skref, sem er að breyta samning- unum í raun. Utanríkisráðuneytið tekur þá afstöðu, að fari Japan fram á end- urbætur á SOFA-samningunum muni þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkja- þings notfæra sér japönsku kröfugerð- ina til að halda því fram að Japanir leggi ekki nóg til öryggissamstarfs Japans og Bandaríkjanna og að niðurstaðan yrði að Japan sæti uppi með þyngri byrðar í ör- yggismálaútgjöldum.“ Loks er bent á það í leiðara Asahi Shimbun, að yfir 70% allra þeirra banda- rísku hermanna sem hafi bækistöð í Jap- an séu á Okinawa, þremur áratugum eft- ir að eyjunni var skilað undir japönsk yfirráð. Íbúar eyjarinnar líði á ýmsa vegu fyrir nærveru herstöðvanna og þetta hérað Japans sé, hvort sem íbúun- um líkar það betur eða verr, efnahags- lega háð herstöðvunum. Bandarískur hermaður fram- seldur í Japan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.