Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HÁTÍÐIN Grænlenskar nætur, sem fram fór á Flateyri um helgina, gekk vonum framan að sögn Benedikte Thorsteinsson, formanns Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands. „Þrátt fyrir hálfleiðinlegt veður kom hing- að miklu fleira fólk en við áttum von á.“ Skv. upplýsingum fréttavefjar Bæjarins besta á Ísa- firði er talið að um 1.500 manns hafi verið á hátíðinni þegar best lét. Benedikte segir, í samtali við Morgun- blaðið, að gestir hátíðarinnar hefðu almennt verið mjög ánægðir. „Markmið hátíðarinnar var að skapa tengsl og vináttubönd milli Íslands og Grænlands,“ seg- ir hún ennfremur. Hátíðin hófst síðdegis á fimmtudag og lauk í gær. Dagskrá hátíðarinnar var þéttskipuð frá kl. 14 og fram yfir miðnætti alla hátíðardagana. M.a. var hægt að kynna sér inúítaþorp sem sett hafði verið upp í tilefni hátíðarinnar en einnig var boðið upp á námskeið í kaj- aksnúningi, svo dæmi séu nefnd af þeirri fjölbreyttu dagskrá sem í boði var. Á kvöldin voru síðan haldnir dansleikir, þar sem norrænir rokkarar sungu fyrir dansi. Þá kom á hátíðina grænlenskt listafólk á sviði tónlistar, myndlistar og leiklistar sem sýndi verk sín. Á lokadegi hátíðarinnar messaði Jonathan Motz- feldt, forseti grænlenska þingsins og fyrrverandi land- stjóri Grænlands, í Flateyrarkirkju ásamt séra Stínu Gísladóttur, en kórinn Inngeratsiler aðstoðaði við guðsþjónustuna. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísa- fjarðarbæjar, sleit síðan hátíðinni síðdegis í gær. Allt að 1.500 manns á grænlenskum nóttum á Flateyri Vináttubönd milli Íslands og Grænlands Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Grænlensk menning einkenndi lífið á Flateyri um helgina. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Jonathan Mozfeldt messaði í Flateyrarkirkju í gær. NÝLEGA féllu tveir héraðsdómar þar sem að sakfellt var fyrir trygg- ingarsvik. Í öðrum dóminum var ungur maður dæmdur fyrir að hafa sviðsett umferðarslys í mars árið 2001 og í hinum dómnum var mað- ur dæmdur fyrir að setja á svið inn- brot heima hjá sér í janúar sama ár. Vátryggingasvikamál hafa nokkr- um sinnum komið til kasta dóm- stóla undanfarin misseri því auk hinna nýuppkveðnu dóma má nefna mál sem er til meðferðar hjá Hér- aðsdóm Austurlands um hvort bíl- velta sem átti sér stað í fyrra hafi verið sviðsett. Þá féll árið 1996 dómur yfir fjórmenningum sem höfðu í sameiningu sviðsett fjögur umferðarslys og bílþjófnað og þegið milljónir króna í tryggingabætur frá tryggingarfélögum. Meira um vátryggingasvik á hinum Norðurlöndunum Sigmar Ármannsson, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra tryggingarfélaga, sagði í samtali við Morgunblaðið að á árunum 1998–99 hafi verið unnið að samnorrænu verkefni á vegum norrænu vátrygg- ingasambandanna, þar sem reynt var að meta umfang vátrygginga- svika. Hugtakið vátryggingarsvik tekur í sinni víðtækustu merkingu til krafna um vátryggingarbætur vegna atburðar sem ekki hefur gerst en langalgengast af þeim til- vikum er þegar tjón verður og tjón- þoli gerir meira úr skemmdum eða líkamsáverkum en rétt er og krefst því hærri bóta en hann á tilkall til. Sigmar tók fram að bein svið- setning slysa væri raunar fátíð. Niðurstöður könnunarinnar á hin- um Norðurlöndunum voru á þá leið að vátryggingasvik nema um 10% af greiddum tjónsfjárhæðum en Sigmar sagði að niðurstaðan fyrir Ísland hefði sýnt öllu lægra hlutfall, á bilinu 5–10%. Niðurstöðum úr könnuninni var komið á framfæri við tryggingar- félögin sem stóðu að verkefninu en einnig til yfirvalda og samhliða því sem félögin tóku þátt í verkefninu unnu þau að því að efla eftirlitsþátt sinn og auka skráningu á brotum hjá sér. Hjá tryggingarfélögum fengust þær upplýsingar að þó svikamál kæmu alltaf upp annað veifið færi þeim ekki fjölgandi. Hjá tjónadeild- um félaganna er farið yfir þau mál sem upp koma og grunsamleg tilvik flokkuð úr. Hjá einu félaginu, Sjóvá-Almennum, er starfandi sér- stakur rannsóknarfulltrúi. Héraðsdómur dæmir í tveimur málum þar sem tjón voru sviðsett Vátryggingasvik nema 5–10% af tjónsfjárhæðum „ÞAÐ var ánægjulegt að bjarga kettinum úr þessari prísund,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, starfsmaður Spalar, sem á og rekur Hvalfjarðargöngin, í sam- tali við Morgunblaðið í gær- kvöld, en fyrr um daginn hafði hann ásamt starfsfélaga sínum, Aðalsteini Vilbergssyni, bjargað grásvörtum skógarketti úr Hval- fjarðargöngunum. Kötturinn var þá kominn um 400 metra inn í göngin, að norðanverðu, og stóð að sögn Vilhjálms lafhræddur við gangavegginn. Vilhjálmur sagði að starfs- menn Spalar hefðu fengið vitn- eskju um köttinn eftir ábendingu frá tveimur vegfarendum. „Eftir að seinni vegfarandinn hafði samband fórum við niður í göng- in til að athuga þetta. Við fund- um hann ekki strax en þegar við keyrðum til baka sáum við glitta í augun á honum.“ Vilhjálmur segir að þeir hafi farið með köttinn í gjaldskýlið og tilkynnt fundinn til lögreglunnar í Borgarnesi. Hún hafði síðan samband við lögregluna í Reykjavík sem kom sérferð til að ná í köttinn. „Ég held hún hafi farið með köttinn í Katt- holt.“ Vilhjálmur segir að kött- urinn hafi greinilega verið mjög hræddur í göngunum og að hann hafi verið lengi að ná sér; hjart- slátturinn var hraður og hann „var greinilega lamaður af hræðslu“. Hesti stuggað frá Vilhjálmur segist ekki vita til þess að dýr hafi áður komist svo langt inn í göngin, en einu sinni hafi það komið fyrir að þeir hafi þurft að stugga hesti frá ganga- munnanum. Hann segir að vissu- lega hafi vegfarendum getað stafað hætta af kettinum, sem fannst í gær, enda hafi þeir brugðist við um leið og ljóst þótti að eitthvert dýr væri í göng- unum. „Mönnum getur náttúr- lega brugðið ef þeir sjá eitthvað skjótast fyrir framan bílinn. Og það getur valdið hættu.“ Hann segir þó líka heppni að ekki skyldi hafa verið keyrt yfir köttinn og því hafi verið „afskap- lega ánægjulegt að bjarga kett- inum úr göngunum“. Köttur í ógöngum KJARTAN Hauksson 41 árs at- vinnukafari mun takast það erfiða verkefni á hendur í byrjun ágúst að róa árabáti í kringum landið í fjár- öflunarskyni fyrir Hjálparliðasjóð Sjálfsbjargar. Kjartan áætlar að ljúka ferðinni á um 6 vikum. Báturinn er úr plasti, smíðaður í Finnlandi og yfirbyggður í báta- smiðjunni Knörr ehf. á Akranesi. Vegur hann um 450 kg með búnaði. Í bátnum er agnarsmátt hús sem Kjartan getur troðið sér inn í til að hvíla sig. Um borð verður björg- unarbátur og björgunarflotgalli auk fjarskiptatækja, neyðarsenda, neyð- arlína, neyðarbauja, siglingatölvu og fleira. Undirbúningur að ferðinni hefur staðið yfir í þrjú ár og hefur Kjartan æft skriðsund og róður á undirbúningstímabilinu. Býst hann við að róa bát sínum allt að 14 tíma á dag og sofa um borð, enda ekki gert ráð fyrir að fara í land nema 3–4 sinnum í allri ferðinni. Kjartan stundaði sjóinn í áraraðir og þekkir þær hættur sem bíða hans, en er hvergi hræddur og bíður óþreyjufullur eftir brottför. „Suður- ströndin er svolítið slæm að því leyt- inu til að þar er alger hafnleysa á stórum kafla. Þar er því lítið um skjól,“ segir Kjartan. Helsta hættan fólgin í slæmum veðrum „Helsta hættan felst í mjög slæm- um veðrum og sums staðar verð ég að róa langt úti á sjó í stað þess að róa með strandlengjunni. Ég er bú- inn undir það að sofa í bátnum í kol- vitlausum veðrum. Í mjög vondum veðrum er ekki víst að ég geti hrein- lega róið og þá verð ég að loka mig inni í bátnum og óla mig niður á bekk ef bátnum skyldi hvolfa.“ Kjartan mun koma í land á Ísafirði, Húsavík, og í Vestmannaeyjum. Hjálparliðasjóður Sjálfsbjargar var stofnaður árið 1997 í því skyni að standa straum af kostnaði við ferðakostnað aðstoðarmanna (hjálp- arliða) fatlaðra í ferðalögum, en sjóðurinn er nú nánast tómur. Þarf um 10–15 milljónir til að rétta hann af svo vaxtakostnaður geti staðið undir styrkveitingum. Markmið ferðar Kjartans er að vekja athygli almennings á ólíkum möguleikum fatlaðra og ófatlaðra til ferðalaga, en fatlaðir þurfa aðstoðarmenn á ferðalögum sínum og bera því tvö- faldan ferðakostnað. Ætlar að róa árabát kringum landið Morgunblaðið/Árni Sæberg Kjartan Hauksson situr fast við sinn keip á bát sínum í Kópavogshöfn. MIÐALDRA maður ók bíl sínum of- an í skurð eftir að hann náði ekki beygju á af Hlíðarvegi inn að Ásgarði á Hvolsvelli í gærkvöldi, að sögn lög- reglunnar á Hvolsvelli. Maðurinn hlaut hálsmeiðsli og höfuðáverka en hann mun ekki hafa verið í bílbelti. Maðurinn var fluttur til Reykjavíkur. Útafakstur á Hvolsvelli SEX tonna skemmtibátur varð afl- vana við Engey á Kollafirði í gær- kvöldi um klukkan 20 og var dreginn til hafnar í Reykjavík af björgunar- bátnum Ásgrími Björnssyni. Að sögn vaktstjóra hjá Tilkynn- ingaskyldunni voru ferðamenn um borð í skemmtibátnum en blíðskap- arveður var og ekki hætta á ferðum. Sett var taug á milli skemmtibátsins og björgunarbátsins og komið til hafnar um klukkan 21.30. Dreginn til hafnar KONA, sem féll af hestbaki við Grímsstaði á Mýrum í gær, var flutt með sjúkrabifreið á bráðamóttöku LSH í Fossvogi. Að sögn læknis á vakt fór konan í rannsóknir á spít- alanum og var ástand hennar gott, að því er virtist. Að sögn lögreglunn- ar í Borgarnesi féll konan harkalega þegar hestur hennar hnaut. Féll af baki ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.