Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. – leiðandi í lausnum Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001 BRAGI Steinarsson vararíkissak- sóknari segir að ákvörðun um að flytja til Keflavíkurflugvallar varn- arliðsmanninn, sem ákærður er fyr- ir tilraun til manndráps með því að hafa stungið mann í Hafnarstræti í vor, byggist á gæsluvarðhaldsúr- skurðinum. Hann lítur svo á að að- eins sé um breyttan vistunarstað í gæsluvarðhaldi að ræða, líkt og ef hann væri fluttur á milli íslenskra fangelsa. Að vísu sé hann í gæslu- varðhaldi inni á varnarsvæðinu og sé í vörslu bandarískra heryfir- valda, en þau framkvæmi gæslu- varðhaldið sem sakborningur sætir samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Aðspurður hvers vegna Sveinn Andri Sveinsson, skipaður verjandi varnarliðsmannsins, hafi ekki verið látinn vita af flutningnum segir Bragi að ekkert hafi farið fram nema lögreglan flutti manninn milli fangelsa. Hann viti ekki til þess að maðurinn hafi verið andvígur flutn- ingnum. Endanleg beiðni kom um kvöldmatarleytið á föstudag Hann bendir á að flutningurinn hafi farið fram á föstudagskvöldið því Bandaríkjamenn hafi ekki kom- ið með síðustu formlegu beiðnina í utanríkisráðuneytið fyrr en um kvöldmatarleytið sama dag. „Þeir höfðu óskað eftir flutningi og komu svo með endanlega beiðni og sam- þykki fyrir okkar skilyrðum. Varn- arliðsmenn voru í utanríkisráðu- neytinu fram undir kvöld, við fengum beiðnina síðan á faxi og svo fór þetta í gang í framhaldi af því.“ Bragi segir að flutningur varn- arliðsmannsins hafi tekið nokkurn tíma og ekki hafi verið komið með hann suðureftir fyrr en um mið- nætti. Hann hafi verið á Litla- Hrauni og átti að fara þangað aftur ef ekki væri gengið að öllum skil- yrðum íslenskra yfirvalda. Bragi á von á að Hæstiréttur úr- skurði um gæsluvarðhaldið yfir manninum fyrri hluta þessarar viku. Síðan er sjálft málið til með- ferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. „Þá verða öll vitni yfirheyrð, sem eru yfir fjörutíu að ég held,“ segir hann. Grunur hefur leikið á að fleiri menn hafi verið að verki í Hafnar- stræti í vor og segir Bragi að það ráðist af rannsókn málsins hvort fleiri verði ákærðir. „Dómstóllinn rannsakar málið áður en hann dæmir, yfirheyrir öll vitni. Ég veit ekki hvort það kemur eitthvað út úr því, en það ræðst af dómsmeðferð- inni hvort það skýrist betur,“ segir hann. Vararíkissaksóknari um flutning varnarliðsmannsins Aðeins um breyttan vistunarstað að ræða  Undarlegur gerningur/10 SÚ staða gæti komið upp að Sigurður Sæmunds- son, landsliðseinvaldur íslenska landsliðsins í hesta- íþróttum, veldi sjálfan sig og hest sinn í liðið sem senn fer utan til þátttöku í heimsmeistaramótinu á íslenskum hestum sem hefst í Danmörku í lok júlí. Sagðist Sigurður í samtali við Mbl. ekki neita því að menn hefðu bent sér á og hvatt sig til að velja þennan kost. Það mun væntanlega skýrast í dag hver skipar þetta eina lausa sæti sem eftir er í lið- inu. Þá hefur sú breyting orðið á að Vignir Jónasson heimsmeistari í fimmgangi og samanlögðu mun keppa á sínum gamla hesti Klakki frá Búlandi en hestur sá er hann hugðist mæta með forfallaðist. Er Vignir nú þegar kominn með sinn gamla gæðing í þjálfun til Svíþjóðar þar sem hann býr. Landsliðseinvald- ur í landsliðið?  Eitt sæti laust/15 öllum gestum var boðið í kaffi. Í Hraunkirkju í Keldudal héldu þau Þórir Örn Guðmundsson og séra Guðrún Edda Gunnarsdóttir kynningu á munum kirkjunnar og sögu hennar í gærkvöldi og í kjöl- farið hélt Guðrún messu í kirkj- unni, sem var reist 1885 en hætt var að messa í kirkjunni 1971. Á Baugsstöðum í Flóa er gam- alt rjómabú sem var opið í gær og voru gamlar vélar gangsettar fyr- ir gesti. Áður en búinu var lokað í kringum 1950 ákvað síðasta bú- stýran, Margrét Júníusdóttir, að taka upp vörusölu á staðnum og að halda í öll tækin enda viss um að Mjólkurbú Flóamanna lenti í erfiðleikum fyrr eða síðar. Upp úr 1970 var ákveðið að gera búið upp enda var það hið eina á land- inu sem átti enn heilan tækjakost. Safn var svo opnað á Baugs- stöðum árið 1975. ÞJÓÐMINJASAFNIÐ stóð fyrir kynningu á húsum í sinni vörslu á ýmsum stöðum víðs vegar um land í gær á íslenskum safnadegi og boðið var upp á leiðsögn fyrir gesti. Talsverður fjöldi gesta skoðaði söfn og gömul hús í tilefni dagsins. Á Hólum í Hjaltadal hélt Þór Hjaltalín erindi um endur- uppbyggingu staðarins á 19. öld í kjölfar þess að skólinn var fluttur frá staðnum 1801. Þór sýndi gest- um jafnframt Nýjabæ, sem séra Benedikt Vigfússon byggði árið 1860. Á Hvítanesi í Skötufirði við Ísa- fjarðardjúp tóku þau hjónin Sig- ríður Hafliðadóttir og Kristján Kristjánsson á móti um 60 gestum yfir daginn og sýndu þeim grjót- hleðslur, hringlaga byrgi og Litla-Bæ sem verið er að gera upp um þessar mundir auk þess sem Morgunblaðið/Árni Sæberg Starfsmaður Lyfjafræðisafnsins í Nesstofu sýnir töflugerð. Í safninu eru helstu tæki sem notuð hafa verið til lyfjagerðar í mörg hundruð ár. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Í gamla rjómabúinu við Baugsstaði var opið hús í tilefni íslenska safnadagsins í gær og gamlar vélar voru gangsettar fyrir gesti. Söfn og gömul hús kynnt á safnadegi ÍBÚÐARHVERFIÐ í Grafarholti hefur byggst upp á skömmum tíma og nú er svo komið að hitaveitulögn- in, sem liggur í gegnum hverfið, klýfur það í tvennt. Tómas Guðmarsson, deildarstjóri Nesjavallavirkjunar, segir að á áætlun sé að koma lögninni í jörð í haust. Það hafi verið ákveðið strax í upphafi er skipulagning hverfisins hófst. Hann bendir hins vegar á að það sé í sjálfu sér bæði kostnaðar- samt og mikið verk, því hafi þetta verið í farvatninu þennan tíma. Tómas á von á því að verkið hefj- ist á næstunni en pípan er í notkun. Ný pípa verður grafin í jörð til hlið- ar að stærstum hluta og sá hluti á að vera tilbúinn 15. september. Þá á að vera hægt að fjarlægja ofanjarðar- pípuna og tengja nýju pípuna í stað- inn. „Verkinu á að vera lokið um miðj- an október og kostnaðurinn er eitt- hvað yfir 30 milljónir króna,“ segir hann. „Þetta er háð allri vatnsöflun og þess vegna er ekki hægt að taka þessa æð út fyrr en 15. september.“ Morgunblaðið/Arnaldur Ný lögn grafin í jörðu BJÖRGUNARSVEITARMENN frá Slysavarna- félaginu Landsbjörg fundu tvær svissneskar konur með tvö börn, 12 og 13 ára, á vegslóða sem liggur inn að Austurbotnum við Þórisvatn síðdegis í gær. Kon- urnar höfðu óskað eftir aðstoð lögreglu þegar jepp- lingur þeirra festist í sandi og aur. Konurnar lögðu upp frá Hrauneyjum áleiðis eftir fjallvegi 26 en fyrir mistök beygðu þær inn á Veiði- vatnaafleggjara við skilti sem á stóð 26, en þar var átt við kílómetrafjölda að Veiðivötnum en ekki veg- númer eins og þær héldu, að sögn Lárusar Þor- steinssonar, formanns Björgunarsveitarinnar Dag- renningar á Hvolsvelli. Þær héldu ró sinni þrátt fyrir vandræðin og héldu áfram norður á Blönduós þegar búið var að bjarga þeim. „Þær voru ótrúlega rólegar og voru ekki í neinni lífshættu,“ segir Lárus. „Þessi skilti breytast og snúast í alls konar veðrum og það þyrfti að endurskoða þau.“ Þegar konurnar höfðu samband við lögreglu, með GSM-síma, gátu þær ekki gefið nánari upplýsingar um staðsetningu en þær að þær hefðu tekið bensín í Hrauneyjum tveimur klukkustundum fyrr og því varð að ræsa út björgunarsveitir til að finna bílinn og koma þeim til hjálpar. Vegfarandi sem átti leið um hafði hins vegar hjálpað konunum að losa bílinn áður en björgunar- sveitarmenn komu að þeim. Hann hafði hins vegar farið að því loknu og ekki látið neinn vita. Ferðamenn með börn í hremmingum ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.