Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 11
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ 2003 11 OLYMPUS C-120 DIGITAL Camedia C-730 Zoom Camedia C-50ZOOMOLYMPUS Mju 300 Camedia C-350 ROMAN Abramovits, nýr eigandi knatt-spyrnuliðsins Chelsea, er annar ríkastimaður í Rússlandi og sá 19. ríkasti íEvrópu, næstur á eftir forsætisráð- herra Ítalíu Silvio Berlusconi. Fréttamaður BBC sem tók viðtal við Abramovits hefur sagt að í útliti sé maðurinn sláandi líkur bandaríska kvikmynda- leikstjóranum Woody Allen án gleraugna en al- mennt þykir Abramovits hæglátur maður sem berst lítið á. Mönnum ber ekki alveg saman um verðmæti eigna Abramovits. Forbes tímaritið bandaríska áætlar það 5,7 milljarða Bandaríkjadala, eða í kringum 440,7 milljarða íslenskra króna, en Sunday Times hefur sagt það vera 6,3 milljarða dala, eða 487 milljarða. Það eitt er víst að aurarnir sem hann borgaði fyrir Chelsea voru nánast eins og skiptimynt í hans augum en hann greiddi 60 milljónir sterlingspunda fyrir félagið, eða 7,54 milljarða íslenskra króna, og tók að auki yfir skuld- ir félagsins að andvirði 10 milljarða króna. Í valdahring Jeltsíns En hver er þessi Abramovits og hvar komst hann yfir þessa fjármuni sína? Abramovits er 36 ára gamall. Hann missti móður sína úr veikindum átján mánaða gamall og faðir hans lést í vinnuslysi þegar Roman var á fjórða ári. Fyrst um sinn bjó hann hjá frænda sínum í Moskvu en varði unglingsárunum hjá afa sínum og ömmu í héraðinu Komi í Norður-Rússlandi. Abramovits lauk aldrei menntaskóla, en skráði sig í lögfræði við lagaháskólann í Moskvu árið 2000 og lauk prófi á innan við ári. Árið 1992 fóru hjólin að snúast hjá Abramovits þegar hann kynntist áhrifaríkum manni í valda- hring Boris Jeltsíns þáverandi forseta Rússlands, Borís Berezovsky, en hann er einn af hinum svo- kölluðu Oligörkum eða viðskiptahöldum, sem auðguðust stórkostlega á því að kaupa ríkisfyrir- tæki á spottprís eftir fall kommúnismans. Eftir að Vladimir Pútín forseti komst til valda árið 2000 tók Abramovits yfir eignir Berezovskys í olíu- og fjölmiðlaiðnaðinum, enda lenti Berezovsky í ónáð hjá Pútín og hrökklaðist úr landi og býr nú í sjálfskipaðri útlegð í London. Abramovits eign- aðist olíufyrirtækið Sibneft, fimmta stærsta olíu- fyrirtæki Rússlands, árið 1996 og hann á 50% af Rusal, sem hefur einokunarstöðu á álmarkaði landsins. Þá átti hann þar til nýlega 26% af rúss- neska flugfélaginu Aeroflot, en hefur nú selt allan hlut sinn í félaginu og segja menn að hagnaðurinn af sölunni hafi verið notaður til að kaupa Chelsea. Þegar Sibneft var sameinað stærsta olíu- fyrirtæki Rússlands og fjórða stærsta olíu- fyrirtæki heims, Yokos Oil, fyrr á þessu ári seldi Abramovits 20% hlut í fyrirtækinu til Yokos fyrir þrjá milljarða Bandaríkjadala eða 231 milljarð króna. Þeim 72%, sem eftir stóðu af alls 92% hlut hans í Sibneft, var breytt í hlutabréf í hinu samein- aða félagi YokosSibneft, sem hann á nú rúmlega 25% hlut í. Markaðsvirði Yokos eingöngu er sam- kvæmt rússneska dagblaðinu The Moscow Times rúmlega 30 milljarðar Bandaríkjadala. Abramovits er búsettur í glæsihýsi á 42 hektara lóð í útjaðri Moskvu ásamt eiginkonu sinni og fjór- um börnum. Landstjórinn borgar brúsann Abramovits hefur ekki látið viðskiptin nægja heldur hefur hann seilst til áhrifa í stjórnmálum og segir bandaríska tímaritið Time sem fjallaði um hann nýlega, að Abramovits virðist njóta sín vel í pólitíkinni. Stjórnmálaafskipti hans hófust þegar hann var kjörinn þingmaður héraðsins Chukotka á rússneska þinginu, Dúmunni, árið 1999. Þá var námaiðnaður þar í molum, atvinnuleysi mjög mikið og skortur á nauðsynjum á borð við eldsneyti og mat. Chukotka er á austasta tanga Rússlands við Beringssund sem skilur að Rússland og Alaska. Íbúar eru 73.000 og hefur þeim farið fækkandi síð- ustu ár. Til samanburðar bjuggu þar 113.000 manns árið 1995. Abramovits bætti t.d. 2,5 milljörðum við 5,4 milljarða tekjustofn héraðsins einfaldlega með því að flytja lögheimili sitt þangað og borga þar með sína skatta til héraðsins. Þá segir Time að hann hafi sent 8.500 börn frá Chukotka til Svartahafsins í sumarleyfi og borgað brúsann sjálfur. Einnig hafi hann sent sykur, hrísgrjón og smjör til sveltandi íbúa héraðsins. Þegar Abramovits hafi orðið var við að stór hluti þeirrar fjárhæðar sem hann varði til uppbyggingar í héraðinu endaði í vösum embættismanna, hafi hann ákveðið að bjóða sig fram til landstjóra. Hann fékk 92% atkvæða í kosningunum í desember 2000 en helsti keppinautur hans, Alexander Nazarov, sem áður var landstjóri, dró framboð sitt til baka viku fyrir kosningarnar. Time segir að Abramovits hafi á síðustu árum greitt fyrir smíði 46 nýrra heimila, sem hvert kost- aði um fjórar milljónir íslenskra króna, fjármagnað fyrsta gistihús svæðisins sem og baðstað og rak- arastofu. Þá hefur hann varið 16–24 milljörðum af eigin fé í stórmarkaði, kvikmyndahús og annað í þeim dúr. Sjálfur segist hann ekki vita hversu miklu hann hafi varið til uppbyggingarinnar. Íslendingar útvega heitt vatn Íslendingar hafa átt þátt í uppbyggingunni í Chukotka en Abramovits hefur fengið fyrirtæki til héraðsins til að leita að heitu vatni og til að hanna hitaveitu til að hita upp þorp og bæi héraðsins. Knútur Árnason, eðlisfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum, sem starfar á vegum fyrirtækis- ins Kamhnit ltd., sem sér um að hanna hitaveitur fyrir Chukotka, hefur farið eina vinnuferð til Chuk- otka til að leita að heitu vatni á svæðinu. Hann er þessa stundina í sinni annarri ferð austur eftir. Knútur hitti Roman Abramovits á fundi sl. haust þar sem honum var gerð grein fyrir niðurstöðum jarðhitarannsókna sumarið 2002. Knútur segir að Abramovits hafi komið sér fyrir sjónir sem elsku- legur maður og blátt áfram. Hann sé frægur fyrir að berast lítið á, hvort sem er í klæðaburði eða öðru. „Ég var í Chukotka um mánaðamótin ágúst- september í fyrra og hann gaf sér hálftíma til að hitta okkur og hlýða á niðurstöður rannsóknanna,“ sagði Knútur. Hann segir að Abramovits hafi sýnt rannsóknunum mikinn áhuga, enda sé hann mikill áhugamaður um uppbyggingu svæðisins. Knútur segir að héraðið sé á stærð við Frakk- land. Héraðið sé fátækt og íbúar lifi að miklu leyti á veiðum. „Öllum sem hafa hitt hann ber saman um að hann sé hæglátur og kurteis maður.“ Knútur segir að aðstæður í héraðinu séu frekar frumstæðar. Þorpin séu lítil og húsnæði í misgóðu ásigkomulagi. Mikil uppbygging hefur þó orðið í höfuðborginni Anadyr, sem er 15.000 manna bær á stærð við Akureyri. Knútur hefur einnig starfað við þorpið Loríno en nú er ferðinni heitið til þorpsins Úelen, austasta þorps í Síberíu þar sem á að gera jarðhitarann- sóknir til að undirbúa gerð hitaveitu. Knútur segir að tekjur Chukotka héraðs séu mestmegnis af veiðum, enda hafi héraðið frum- byggjakvóta og veiddir séu hvalir, rostungar og selir, svo og lax og silungur m.a. Hann segir að fólk í þorpunum hafi helst tekjur af því að selja minja- gripi, útskorna í rostungstennur m.a. Aðspurður segir Knútur að það sé ekki mikill vestrænn bragur á daglega lífinu í Chukotka en fólkið sé indælt og raungott. Hann segir að kalt sé þarna á veturna en sumrin séu eins og sumar á Vestfjörðum, eins og hann orðar það. Knútur segir að sér virðist sem Roman Abramovits sé vel liðinn af sínu fólki og mikil bjart- sýni ríki á svæðinu. Chukotka hefur verið aðalhvalveiðihérað Rússa síðastliðin ár en Roman Abramovits er einmitt í sendinefnd Rússa hjá Alþjóða hvalveiðiráðinu. Hluti af mynstri Í greininni í Time segir að í hverjum mánuði eyði Abramovits þó nokkrum dögum í kuldanum í Chukotka. Þar segir einnig að skyndilegur áhugi hans á héraðinu sé hugsanlega hluti af mynstri sem hafi komið fram í Sovétríkjunum fyrrverandi. Landstjórar hafi mjög mikil völd, þeir ráði t.d. hvernig náttúrulegar auðlindir svæðanna eru nýtt- ar og eru fleiri dæmi um að efnamiklir og áhrifa- ríkir menn í iðnaði hafi tekið við stjórnartaumun- um á ýmsum landsvæðum. Í Time spyr blaðamaður sig hvers vegna Abromovits láti svo mikið fé í frosið og fámennt hérað, og skyldi engan furða. Er haft eftir Anatoli Tsjúbajs, starfsmannastjóra Borís Jeltsín, fyrrver- andi forseta landsins, að Abramovits sé líklega áhrifamestur ungra auðjöfra í Rússlandi. Chuk- otska sé gæluverkefni hans en gagnrýnendur hans segja að hann vilji stjórna öllum auðlindum héraðsins og hugsanlega nota Chukotska sem stökkpall til áhrifa í Moskvu. Sjálfur segir Abramovits að þetta sé einskonar tilraun hjá sér. „Ég hef aldrei stjórnað landsvæði. Ég hef aldrei talað opinberlega við fólk. Ég verð að prófa það til að vita hvort það eigi við mig,“ er haft eftir honum í Time. Hægláti millj- arðamæringurinn Roman Abramovits, nýr eigandi knattspyrnuliðsins Chelsea og nýr vinnuveitandi Eiðs Smára Guðjohnsen, þykir sláandi líkur Woody Allen og veit vart aura sinna tal. Þóroddur Bjarnason bregður upp svipmynd af manninum og segir frá tengslum hans við Ísland. Reuters Roman Abramovits er giftur fjögurra barna fað- ir með lögheimili í Chukotka í Rússlandi. AP Rússneski viðskiptajöfurinn Roman Abramovits ásamt Ken Bates, sem á dög- unum seldi Abramovich ráðandi hlut í knattspyrnufélaginu Chelsea. tobj@mbl.is HÁDEGISVERÐUR með Warren E. Buffett, næst ríkasta manni í heimi, hefur verið seldur fyrir 250.100 Banda- ríkjadali, jafnvirði tæplega 20 millj- ónir íslenskra króna. Þetta var niðurstaða upp- boðs á netmiðlin- um eBay og er til styrktar góðgerð- arstofnun í San Francisco, sem helgar sig málefnum heimilislausra. Greint var frá þessu á vefsíðu BBC. Sá sem bauð hæst í að fá tækifæri til að snæða með Buffett má taka sjö gesti með sér í hádegisverðinn. Í frétt BBC segir að auk þess sem matargestirnir fái tækifæri til að láta gott af sér leiða fyrir hina heimilis- lausu, þá fái þeir einstakt tækifæri til að spyrja Buffett, sem er einn fræg- asti fjárfestir í heimi, spjörunum úr um fjárfestingar. Hádegisverðurinn með Buffett verður á veitingastað í New York. Hinn 72 ára Buffett er sagður sér- stakur áhugamaður um skyndibita- mat og Coca-Cola. Dýrt að borða með Buffett Warren Buffett ÍÞRÓTTAVÖRUFYRIRTÆKIÐ Nike hefur keypt skóframleiðand- ann Converse fyrir 305 milljónir Bandaríkjadala, sem svarar til tæp- lega 24 milljarða íslenskra króna. Litið er á kaupin sem lið í að auka markaðshlutdeild Nike í íþróttaskóm. Bandaríska skófyrirtækið Con- verse selur framleiðslu sína til rúm- lega 100 landa og í Bandaríkjunum einum eru Converse-skór seldir í 12 þúsund verslunum. Sölutekjur Converse á síðasta ári voru 390 milljón dollarar. Sölu- tekjur Nike á síðasta rekstrarári, sem lauk hinn 31. maí sl., námu 10,7 milljörðum dala. Morgunblaðið/Kristinn Nike hefur keypt skóframleið- andann Converse. Nike kaupir Converse HAGNAÐUR netmiðilsins Yahoo nam 50,8 milljónum dollara, sem svarar til 3,9 milljarða króna, á öðr- um ársfjórðungi. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður félagsins 21,4 milljónum dollara. Tekjur félagsins jukust í fjórð- ungnum úr 225,8 milljónum dollara í 321,4 milljónir dollara. Hafa tekjur Yahoo aldrei áður verið jafnmiklar á einum ársfjórðungi. Í kjölfar birtingar ársfjórðungs- uppgjörsins hefur Yahoo hækkað tekjuspá fyrir þriðja ársfjórðung úr 318 milljónum dala í 338 milljónir dala. Fyrir árið í heild hljóðar spá fé- lagsins upp á 1,31 milljarð dala. Það sem af er ári hafa bréf Yahoo hækkað um ríflega 100% og hafa ekki verið hærri frá því febrúar 2001. Aukinn hagnaður hjá Yahoo ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.