Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 14
UMRÆÐAN 14 MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN um lyfjamálin er enn á dagsrá og tekur á sig nýjar myndir. Undirritaður gerði nokkrar athugasemdir við rekstur svokallaðra „keðjuapóteka“ í Mbl. 3. júlí sl. en svo kallast þær verslanir og apótek sem eru í eigu sama aðila og eru reknar undir sama merki. Grundvöllur slíkra rekstrareininga er miðlæg upplýsingavinnsla og rafræn gagna- geymsla og markaðsvísindaleg úr- vinnsla sem miðar að því að há- marka viðskipti við viðkomandi „keðju“. Þetta er meðal annars kynnt í sambandi við Smáralindina, miðlægt gagnagrunnskerfi og rann- sóknir á viðskiptavinum. Einskonar „laxatalningarvél“ var komið fyrir í inngangnum á Smáralindinni og var þetta kynnt í fjölmiðlum. Þessi upp- lýsingatæknilega úrvinnsla er eitt helsta vopn „keðju“ í samkeppni við einkarekin fyrirtæki, almennar búðir og apótek. Að hvaða marki þetta er framkvæmt í hverri „keðju“ um sig er að sjálfsögðu misjafnt, en kerfið, tæknin og þekk- ingin er allt fyrir hendi. Spurningin er bara hvenær og hve mikið þessu er beitt. Þessu er hugsanlega beitt fyrirvaralaust án þess að láta við- skiptavininn vita. Það að menn vilji ekki viðurkenna að þeir beiti þess- um aðferðum er bara ósvífni og bendi í því sambandi á 11. lið hér að neðan. Þar er staðfest í aðal- atriðum af Svönu Helenu Björns- dóttur verkfræðingi að það sem undirritaður sagði í Mbl. 3. júlí sl. er rétt og að Ingi Guðjónsson fram- kvæmdastjóri Lyfju fer með alger ósannindi í Mbl 7. júlí sl. Allt er þetta í takt við þann veruleika sem birtist þjóðinni á heimasíðu Per- sónuverndar 3. júlí sl. þar sem skýrt er frá niðurstöðum langvar- andi rannsókna á meðferð persónu- upplýsinga meðal annars hjá Lyfju og endurspeglar það sem undirrit- aður hefur sagt. Þar er skýrt frá rannsókn og skýrslu Svönu Helenu Björns- dóttur, verkfræðings hjá Stiki ehf., fyrir hönd Persónuverndar sem greinir frá eftirfarandi: 1. Lyfja hf. hefur ekki rekstrar- leyfi sbr. 2. mgr. 21. gr. lyfjalaga nr. 93/1994. 2. Lyfja hf. hafi ekki sett örygg- isstefnu eins og skylt er skv. lögum um persónuvernd. 3. Ekki sé til eignaskrá í sam- ræmi við staðla um stjórnun upp- lýsingaöryggis. 4. Lyfsalar einstakra lyfjabúða Lyfju, sem ábyrgðarmenn upplýs- inga, hafa fram til þessa sent raf- rænt upplýsingar um viðskipta- mennina (sjúklingana) til óviðkomandi aðila, bæði eigenda Lyfju og fyrirtækja í upplýsinga- tækniiðnaði, enda allar upplýsingar geymdar á miðlægum gagna- grunnum fjarri viðkomandi apóteki. 5. Öryggi í gagnaflutningi óvíst og hvergi beitt dulkóðun. 6. Gögn ekki send Lyfjastofnun með öruggum hætti. 7. Stjórnendur Lyfju, sem ekki eru lyfsalar og sendlar, hafa að- gang að upplýsingum geymdum á pappír. 8. Gamalt tölvukerfi Lyfju geym- ir, allt frá upphafi rekstrar, per- sónugreinanleg gögn í höfuð- stöðvum Lyfju. 9. Öryggi við förgun upplýsinga óljóst. 10. Tölvunet Lyfju er hluti af tölvuneti annars fyrirtækis þannig að óljóst er hvað utanaðkomandi fyrirtæki hafi mikinn aðgang að persónupplýsingum frá Lyfju. 11. Aðgangsstýringar óljósar en aðeins megi starfsmenn lyfjabúða, eiðsvarnir og undir stjórn lyfsala eða lyfjafræðings hafa aðgang að persónuupplýsingum. Ekki er tryggt að stjórnendur Lyfju komist ekki inn í kerfið en vitað er að þeir gera viðskiptaáætlanir sem byggj- ast á öflun upplýsinga um aldur viðskiptavina, lyfjakaup þeirra og hvar þeir kaupi lyf. 12. Afritun gagna Lyfju er óljós og er afritað sameiginlega með mörgum óskildum aðilum. 13. Starfsmenn Lyfju og óvið- komandi fyrirtækis Þekkingar- Tristan hf fara ekki að reglum um „yfirtöku“ sem er flutningur per- sónuupplýsinga frá einni tölvu yfir á aðra. 14. Starfsmenn Landsteina hf. hafa beinan aðgang inn til Þekk- ingar-Tristan hf. og þar með að- gang að persónuupplýsingum Lyfju og óljóst um hvort lyfsöluleyfis- hafar Lyfju hafi samþykkt þennan aðgang. 15. Prófunarumhverfi fyrir lyf- sölukerfi vantar hjá Lyfju og þjón- ustuaðilum. 16. Náin tengsl milli þjónustuað- ila sem þjónusta upplýsingakerfi Lyfju. 17. Bæta þarf vitund stjórnenda og starfsmanna Lyfju um hvaða lögum og stjórnvaldsfyrirmælum skuli fylgja við lyfsölu og rekstur lyfjabúða. 18. Öryggisráðstafanir skráðar að takmörkuðu leyti og vinnusamninga vantar við þjónustufyrirtæki í upp- lýsingatækni sem meðhöndli per- sónuupplýsingar. 19. Kröfur til upplýsingaöryggis um fjartengingar vantar. Ekki er getið um aðskilnað gagna einstakra lyfjabúða eða aðskilnað gagna hjá óviðkomandi aðilum en óheimilt sé að tengja gögn í vörslu Lyfju við önnur gögn. Rekstur lyfjabúða er í samræmi lyfjalög og er ráðherra skv. 22. gr heimilt að svipta leyfishafa lyfsölu- leyfinu ef hann brýtur gegn ákvæð- um þessara laga auk þess sem Lyfjastofnun getur stöðvað starf- semi. Það er ekki að sjá annað en að brotið sé gegn lyfsölulögum í fjölda atvika sem rakin eru í skýrslu Svönu Helenu Björnsdóttur verkfræðings. Er ekki kominn tími til að fólk athugi sinn gang og hætti að trúa því að allt sé í lagi hjá þess- um „keðjum“? Það er búið að ljúga því að okkur í mörg ár að þetta sé framtíðin í lyfsölu. Er ekki bara kominn tími til að versla við gamla góða þjónustuapótekið og gefa „keðjunni“ frí? Apótekin og meðferð við- kvæmra persónu- upplýsinga Eftir Sigurð Sigurðsson Höfundur er annar eigandi Skipholts Apóteks. Í KOSNINGABARÁTTUNNI var því jafnan haldið á lofti af ríkisstjórn- arflokknum að varðveita þyrfti stöð- ugleika. Öðrum en ríkisstjórnar- flokknum væri eigi treystandi og loforð ríkisstjórnarflokks- ins, gefin af Davíð Odds eða Halldóri Ásgríms, væru loforð sem stæðu. Þeir væru jú þekktir af því að eigin mati að gefa loforð, standa við þau og sætta þjóðina við hlutskipti sitt. Með tæpum meirihluta fengu þeir nýtt umboð 10. maí sl., meðal annars út á þau orð að loforð þeirra stæðu og þeir félagar dyldu þjóðina einskis. Reiði Norðlendinga Í samgöngumálum voru loforð um jarðgöng á Austfjörðum og Norður- landi mikil hitamál enda verið að leggja upp með stefnu í varanlegum vegasamgöngubótum sem skipta mjög miklu um langa framtíð. Við í Frjálslynda flokknum höfum verið eindregið þeirrar skoðunar að ryðja eigi úr vegi með varanlegaum vega- bótum, eins og jarðgöngum, þeim far- artálmum sem fjöllin eru. Á þann hátt má auka umferðaröryggi, stytta aksturstíma og vegalengdir. Af þessu höfum við þegar góða reynslu t.d. í Vestfjarða- og Hvalfjarðargöngum. Með þverun fjarða næst sami ár- angur og af jarðgöngum. Reiði Norð- lendinga vegna frestunar ríkis- stjórnar á jarðgöngum milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar sem verður til þess að þessi áfangi opnast árið 2009 en ekki 2006, eins og allt stefndi að, er því eðlileg viðbrögð við svikum. Þær ástæður sem ríkisstjórnin notar nú til að rökstyðja forsendur sínar fyrir frestun aðeins tveim mán- uðum eftir kosningar lágu fyrir, en þeir staðföstu, trúverðugu og orð- heldnu töldu ekki að segja ætti frá því fyrir kosningar. Varnarmálin Þeir töldu ekki heldur ástæðu til að segja frá því að þeir vissu að Banda- ríkjastjórn vildi draga mikið úr starf- semi síns herafla í Keflavík og minnka þar sín umsvif. Það var þeirra mat, forystumanna ríkis- stjórnarflokksins, að það ætti ekki að segja þjóðinni frá þeim sannleika fyr- ir kosningar. Við fáum mikla fjár- muni inn í landið samhliða varnar- samningnum og þeim fjármunum og umsvifum hersins í Keflavík fylgja mörg störf. Vafalaust varð þessi felu- leikur tvímenninganna sl. vetur til þess að efnahagur okkar var metinn betri og gengið á íslensku krónunni hærra en efni stóðu til. Spyrja má þá sem best vita hvort gengi krónunnar hefði ef til vill stöðvast þar sem það er nú ef efnahagssérfræðingar hefðu vitað að varnarliðstekjur upp á annan tug milljarða væru jafnvel að hverfa. Og hvað hefði það þá þýtt í auknum útflutningstekjum í íslensku krónum? Við erum valdið Það er engan veginn sjálfgefið að þeir langreyndu stjórnmálamenn sem nú ráða fyrir ríkisstjórn og gerðu einnig fyrir kosningar, eigi í krafti þess valds sem þeir virðast hafa yfir undirsátum sínum á þingi, að geta tekið þær ákvarðanir tveir einir að styðja stríð eins og þeir gerðu. Að segja þjóð sinni ekki satt eins og þeir gerðu með þögn sinni um herstöðvarmálið. Síðan er Sturla ves- lingurinn sendur af stað með vand- ræðin um göngin. Eins og hans var von og vísa hengdi hann sig á ,,sam- legðaráhrif“ sem ekki náðust. Er það nú trúverðugt að 3% yfir áætlun ráði úrslitum? Því héldu þeir tvímenning- arnir ekki áfram ósannindavaðlinum sem vanir voru? Voru hin miklu Sturluvandræði ekki næg á síðasta kjörtímabili? Á Sturla líka að segja okkur frá seinkun Dýrafjarðarganga um einhver ár, í kjölfar þessarar frestunar fyrir norðan? Fyrnd fyrirheit Sjávarútvegsráðherra virðist nú stefna að því að uppfylla stjórnarsátt- málann að sínum hætti og LÍÚ. Ef fram fer sem horfir, virðast orð þeirra fyrir kosningar, sem þó náðu inn í stjórnarsáttmálann, vera túlkuð nú á allt annan veg en þar stendur um línuívilnun og aukinn byggðakvóta. Sannleikur ríkisstjórnar fyrir kosningar er allt annar og öðruvísi nú og er þó eigi langt liðið, aðeins tveir mánuðir. Það virðist ekki standa til að efna þá landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokks sem Guðmundur Halldórsson vann fylgi á fundinum. Forsvarsmenn LÍÚ hafa löngum ráð- ið öllu um kvótabraskkerfið. Svo er enn. Stjórnarhættir sjávarútvegs- ráðherra munu taka mið af því mikla valdi og fjármunum sem þar er að finna. Ríkisstjórn sannleikans Eftir Guðjón A. Kristjánsson Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins. FRÆÐSLURÁÐ Reykjavíkur hefur samþykkt tillögur um verk- efnið Greiðar götur í skólum. Mark- mið þess er að gera foreldrum kleift að taka ábyrgan þátt á námi barna sinna og stefnumótun viðkomandi skóla og Fræðsluráðs eftir því sem við á. Stofnuð hefur verið þriggja manna verkefnisstjórn undir for- ystu Katrínar Jakobsdóttur vara- formanns Fræðsluráðs sem gera á tillögur um góðan aðgang foreldra að námi barna þeirra. Greiðar götur í skólum eru hluti af samnefndu lýðræðisverkefni Reykjavíkur- borgar. Hvarvetna er markmiðið að greiða leið íbúa að ákvarðanatöku og stefnumótum og stuðla að virkri þátttöku. Í þessu skyni er ráð fyrir því gert að sett verði upp tilrauna- verkefni í foreldrasamráði í hverf- um borgarinnar. Tillögur verkefn- isstjórnarinnar um Greiðar götur í skólum eiga því að byggjast á rétti foreldra og fjölskyldna til upplýs- inga, samráðs og þátttöku. Skýr forgangsröð og notkun nýrrar tækni Til að leggja grunn að verkefninu er fyrirhugað að kanna hug foreldra og forgangsröð í tengslum við þátt- töku þeirra í námi barna sinna. Í því felst að fá fram áhuga og við- horf til samskipta við umsjónar- kennara, skólastjórnendur, for- eldraráð, foreldrafélög, fræðsluráð, Fræðslumiðstöð og mennta- málaráðuneyti. Sérstök áhersla verður lögð á að gera tillögur um hvernig styrkja megi samvinnu for- eldra og umsjónarkennara barna þeirra. Starfshópurinn á einnig að setja fram hugmyndir um leiðir til að greiða fyrir samráði og upp- byggilegum samskiptum foreldra og skóla, þar með talið notkun tölvutækni og nútímasamskipta. Að síðustu á að gera tillögur um hvern- ig styrkja megi forystuhlutverk skólastjórnenda í stefnumótun skól- ans í samvinnu við foreldra og félög þeirra, meðal annars með stefnu- ræðu skólastjóra á leiðarþingi skóla að hausti. Í hverju skrefi er gert ráð fyrir virku samstarfi við samtök foreldra, kennara og annað skóla- fólk. Mannréttindi í skólum Í tengslum við samþykkt Fræðsluráðs um Greiðar götur í skólum var einnig samþykkt skyld tillaga um lýðræði og mannréttindi í skólum. Í henni felst að skil- greindur verði móðurskóli í mann- réttindakennslu, efnt til umræðna um réttindi til náms og mannrétt- indi í skólum. Sérstaka áherslu á að leggja á kennslu í framsögu, um- ræðuþátttöku og framkomu ásamt öðru því sem talið er geta ýtt undir ábyrga þátttöku ungs fólks í lýð- ræðislegri umræðu um áhugamál sín og nánasta umhverfi. Við út- færslu þessa hluta verkefnisins er ekki síður gert ráð fyrir víðtækri samvinnu áhugasamra samstarfs- aðila, svo sem Umboðsmann barna, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Alþjóðahús svo nokkrir séu nefndir. Það eru því spennandi tímar fram- undan í þróun mannréttinda, lýð- ræðis og foreldrasamvinnu í grunn- skólum Reykjavíkur. Greiðar götur í skólum Eftir Stefán Jón Hafstein og Dag B. Eggertsson Stefán er formaður fræðsluráðs Reykjavíkur og Dagur er formaður stjórnkerfisnefndar. Stefán Jón Dagur B. ÞAÐ er ekki sjálfsagður hlutur í Hebron að komast í skólann sinn, hvort sem maður er 6 ára stúlka að byrja sína grunnskólagöngu eða 23 ára háskólanemi að klára sitt nám. Kristna friðargjörðarliðið í Hebron (Cristian Peacemaker Team) hér eftir kallað CPT hefur á undanförnum árum aðstoðað nemendur við að komast í og úr skóla. Starfið hefur að mestu verið fólgið í því að fylgja yngri börnum sem búa í og við gamla bæinn í Hebron í og úr skóla. Ástandið í gömlu borginni hefur verið hörmulegt en Ísr- aelsher hefur umkringt bæinn og heittrúargyðingar hafa tekið æ fleiri staði í sína hendur. Þetta hefur leitt til mikilla átaka en nú er svo komið að langflestir Palest- ínumenn hafa gefist upp og hrakist burt af svæðinu. Gamli bærinn er eins og draugaborg þar sem fáir búa og varla nokkur verslar. Á markaðinum þar sem eru yfir 300 verslanir eru t.a.m. einungis um 20 í rekstri. En þó eru þarna börn sem þurfa að komast í skólann og hefur það ekki gengið átakalaust fyrir sig. Sue Rhodes sjúkraþjálfari frá Bath í Englandi (mikill Íslandsvinur) hefur starfað í Hebron í tæpt ár. Við hitt- um hana og sagði hún okkur frá starfinu og sýndi okkur ótal myndir sem hún hefur tekið máli sínu til stuðnings. Sue hefur þurft að fara margar fýluferðir með börnin þar sem þeim hefur verið meinaður aðgangur þegar far- ið er í skólann. Eins hafa börnin verið send fyrirvara- laust heim og verið stuggað burt með táragasi. Snemma í vor varð Sue fyrir lífreynslu sem hún er enn að komast yfir. Hún var komin með hópinn að skóladyr- unum þegar hermenn komu að og sögðu að enginn skóli yrði hér. Hún reyndi að semja um að börnin kæmust inn og var þá sagt við hana að ef þau kæmu skrefi lengra myndi hann drepa börnin. Í sömu svipum komu skrið- drekar og voru þau umkring af hernum. Hún kallaði í sitt fólk sem jafnframt kom. Þegar Sue gekk á hermenn- ina og vildi vita af hverju börnin mættu ekki komast í skólann sinn var svarað: ..Börnin læra að hata okkur í skólanum. Sue benti réttilega á að ef hatrið kæmi ein- hvers staðar frá, þá væri það vegna þess sem börnin sæju fyrir utan skólann eins og þarna þar sem byssum var miðað að þeim og þeim sýnd afar ruddaleg fram- koma. Annar CPT-liði stóð í samningaviðræðum við stjórn- anda skriðdreka sem ógnaði hópnum. Hann sagði að þau myndu snúa til síns heima enda ekki vilji þeirra að taka nokkra áhættu. Bað hann skriðdrekastjórann að bakka aðeins til að sýna börnunum smá virðingu. Hermaðurinn svaraði því til að þetta væru ekki börn heldur kakka- lakkar. Svona framkomu eru liðsmenn CPT ævinlega að upp- lifa og hafa þau tekið saman mikið efni og birt m.a. á heimasíðu sinni. Hins vegar benda þau á að margir her- menn séu kurteisir og að það verði að skilja hegðun þeirra út frá uppeldi, menningu og aðstæðum öllum. Við komum ekki á friði ef við hötum hermennina. Við þurf- um að ráðast að rótum vandans sem er mun dýpri. Í upphafi þessa árs var háskólanum í Hebron lokað. Einhverjir stúdentar hafa náð að stunda nám í gegnum vefinn og í vor var ákveðið að bjóða upp á próf. Þetta mátti þó ekki fréttast þar sem skólahald er bannað. CPT var beðið um að fylgjast með á próftökustöðum ef ske kynni að Ísraelsher kæmist á snoðir um próftökuna. Að þessu sinni reyndi ekki á samningatækni þeirra sem bet- ur fer og bæði stúdentar og CPT-liðar voru fegnir þegar prófunum lauk. Eftir þessa heimsókn til CPT þá upplifi ég sterkt að þarna sé starf sem skiptir máli. Án kristna friðargjörð- arfólksins væri skólaganga barnanna mun stopulli og framkoma hermanna beinist oft að CPT-liðunum í stað þess að beinast að börnunum. Hægt er að kynnast starf- semi CPT-samtakanna á heimasíðu þeirra www.cpt.org Með kveðju frá Hebron. Að komast í skólann Eftir Björk Vilhelmsdóttur Höfundur er félagsráðgjafi og borgarfulltrúi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.