Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Þ AU eru innflytjendabörn, fædd í Frakklandi. Sum þeirra eru fædd annars staðar og flutt- ust kornung til nýs lands. Minni þeirra er að hluta til markað af gamla landinu sem vildi ekkert með þau hafa. Þau hafa heyrt talað um draugaföðurland, menningu sem ekki þoldi ferðalagið mjög vel. Þau hafa ekki þekkt annað land frá því þau voru börn. Minningar þeirra hafa ekki annað viðmið en það sem þakið er gráma, sprungið, hlaðið táknum örvæntingarinnar. Þó þykir þeim vænt um þetta viðmið. Það er talið um að þau séu um tvær milljónir talsins. Þó finnst fólki almennt að þetta unga fólk sé hluti af innflytjendunum. Hárfínt eða ómeðvitað form kynþáttafordóma: þeim er ruglað saman við foreldra þeirra, það er talað um „lykt“ og „innrás“ í sam- bandi við þau og fólk snýr baki við þeim eins og þau hafi ekkert með framtíð Frakklands að gera. Frá því Gisgard d’Estaing ákvað að heimila innflytjendafjölskyldum að sam- einast – mannúðleg ákvörðun sem var fylgt eftir með ábyrgri stjórnmálastefnu – hefur Frakkland verið með lokuð augu. Þar er látið eins og konurnar og karlarnir sem hittust á ný hefðu ekki samfarir. Menn breyttu úthverfum í verkamanna- blokkir án þess að hugsa um umhverfið upp á nýtt. Úr því ekki var hægt að losna við þetta fólk var reynt að gera það ósýni- legt. Það var látið viðgangast að til urðu kuldaleg hverfi þar sem ekki var gert ráð fyrir neinu manneskjulegu eða menning- arlegu. Og ekki leið á löngu þar til hörmu- legar afleiðingarnar fóru að koma í ljós. Börnin uxu úr grasi, gengu í skóla þar sem lýðræðislegur hugsunarháttur og trú- leysi ríkti; það var tekið á móti þeim án minnstu mismununar; samt dróust þau aftur úr félögum sínum og féllu, kannski vegna þess að foreldrar þeirra gátu ekki veitt þeim þann stuðning sem þurfti í náminu; þá fóru þau að ganga í skóla göt- unnar og ofbeldisins, fyrir sum þeirra urðu afbrotin ákveðinn lífsstíll, öðrum fannst þetta land lítið sem ekkert koma þeim við. Þau lentu í allskyns erfiðleikum á ferlinum: þau áttu ekkert land innra með sér og því áttu þau enga sjálfsmynd. Jafnvel þótt þau veifuðu franska nafn- skírteininu sínu breytti það engu. Heima hjá þeim er þessi sjálfsmynd ekki heldur styrkt: stjórnkerfið er ekkert nema ólund- in. Smátt og smátt myndast þverbrestur innra með hverjum ungum manni og hverri ungri konu. Hvert og eitt þeirra heyr sína innri baráttu. Stúlkurnar virðast ákveðnari í að sjá fyrir sér franska fram- tíð. Þær vita að þetta land hlýtur fyrr eða síðar að veita þeim tækifæri. Íslamskir bókstafstrúarmenn fylgjast með og bíða síns tíma til að birtast sem „frelsarinn“ með eða án slæðu. Einmitt sú slæða hylur hárið og gefur til kynna að viðkomandi til- heyri ákveðnum hópi. En trúarbrögð eiga ekki að vera einhvers konar flóttamanna- staður fyrir sjálfsmyndina, síst af öllu í skólanum sem er ekki staður til að lýsa slíku yfir. Því slæðunni fylgja allskyns bönn í viðbót: engin leikfimi, engir tónlist- artímar, engin náttúrufræði, engin teikn- ing o.s.frv. Með henni er í rauninni verið að hafna því að aðlagast samfélaginu og nýta sér margskonar ávinning af baráttu eins og þeirrar sem hafðist fram í desem- ber árið 1905, þegar aðskilnaður ríkis og kirkju var staðfestur. Kennarar, félagsmálastarfsmenn í hverfum, félagsfræðingar, blaðamenn og fleiri voru margbúnir að vara yfirvöld við. Á árunum 1990 til 1995 lögðu samtök nokkur, Banlieuscope (bókst. Úthverfasjá, aths. þýð.), sem höfðu það að markmiði að kanna og meta stefnu yfirvalda í málefum fólks í úthverfum, fram hvorki fleiri né færri en sjötíu skýrslur sem unnar höfðu verið af um það bil fimmtán ungum fræði- mönnum. Nokkrir fjölmiðlar fjölluðu um skýrslurnar. Ráðuneyti og aðrar stofnanir ríkisvaldsins sem málið varðaði stungu þeim hins vegar undir stól. Úr því sam- tökin mættu svo miklu skeytingarleysi og hræsni af hálfu stjórnvalda lögðu þau upp laupana. Frakkland hefur aldrei haft neina al- vöru stefnu í innflytjendamálum og því síður í málefnum þessa unga franska fólk af nýju og óvæntu tagi. Ekkert hefur ver- ið hugsað fyrir börnum þessara milljóna innflytjenda. Menn hafa algerlega látið grundvallarvandamálin varðandi þau lönd og leið. Menn hafa látið sér nægja að „fylgjast með og refsa“. Aðeins 4% þessara barna ná því að komast í háskóla. Í þeirri stétt sem er hliðstæð fjárhagslega og félagslega – verkamannafjölskyldur sem eru franskar að uppruna – fara um 25% barnanna í há- skólanám. Á sama hátt er það svo að þótt af- brotatíðni sé álíka mikil hjá báðum þess- um þjóðfélagshópum, þá eru refsingar gegn börnum innflytjenda mun harðari. Um 70% þeirra sem sitja í fangelsi (sitja inni fyrir smáglæpi) í aldurshópnum yngri en 25 ára koma úr innflytjendafjölskyld- um. Foreldrarnir standa höllum fæti. Þeir sem hættir eru að vinna sökkva í sárt þunglyndi. Þetta er fólk sem ekki hefur aðeins verið niðurlægt af sögunni sem hef- ur svipt það eigin samastað, slitið það upp frá rótum, orðið til þess að það býr við skert menningarstig, heldur hefur það líka verið svipt eigin afkvæmum sem viður- kenna þau ekki lengur eða þekkja sig að minnsta kosti ekki lengur í þeim. Myndin af föðurnum hefur verið afskræmd. Mynd- in af móðurinni er orðin svo ofhlaðin að hún veit ekki lengur hver staða hennar er. Oft og einatt er það hún sem sér um að börnin læri fyrir skólann, jafnvel þótt hún sé ólæs og óskrifandi sjálf. Fólki frá Norð- ur-Afríku finnst íslam vera orðið annað og meira en trúarbrögð, sjálfsmynd, menn- ingarlegt skjól. Það er orðin þeirra leið til að vera hér. Fólk sér að börnin þeirra flýja frá þeim, en hvað getur það gert við því? Gatan er þeim yfirsterkari, hefur meira aðdráttarafl. Það er á götunni, þessu svæði þar sem allir möguleikar eru opnir, sem er falið fyrir heimilinu og skól- anum, þar sem rótleysi margra ungmenna getur leitt til alls kyns ævintýra. Það er á þessum stöðum sem ríkið má ekki sofa á verðinum. Foringjar í hópi alþjóðlegra hryðjuverkamanna hafa unnið með þessa ungu menn sem eru með óskýra sjálfs- mynd. Þeim mið, mark miður eng maghrebín hafa verið ungu men tómleikake stöðu sem menn sem við hryðju eiga að le fólki: þeir salti í sár sem fylgja Manneskja kvæma sj fremja ót skipt löngu dauða og að halda sé ur. Og ef v upp á „ti trúarbrögð spurningum ina; íslam o.s.frv.) hl allan, gefu smognu m Vitaskul örlítið bro tómið sem Aðlögun er hvor Eftir Tahar Ben Jelloun Afrískir in E ES-samstarfið hefur skilað Ís- lendingum miklum ábata á flest- um sviðum samfélagsins. Hvort heldur er litið til efnahagslífsins eða réttinda vinnandi fólks og neytenda í landinu. Um það er varla deilt. EES-samningurinn og þjóðarsátt vinstri- stjórnarinnar og verkalýðshreyfingarinnar í upphafi tíunda áratugarins lögðu grunn að velmegun og miklu góðæri sem við búum enn við. Þrátt fyrir miklar gengissveiflur gjald- miðilsins og ranglátt kvótakerfi í sjávarútvegi sem lagt hefur margar Íslandsbyggðir í rúst hringinn í kringum landið. EES á enda Það er óumdeilt og blasir við að þegar Nor- egur gengur í Evrópusambandið þá er EES- samningurinn ónýtur. Norðmenn standa að langmestu leyti undir honum og án þeirra er enginn samningur. Á næstunni ræðst það hvort Noregur sækir um aðild þriðja sinni og hvernig þeirri umsókn reiðir af í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Felst bendir til þess að í þetta sinn samþykki þjóðin inngöngu, enda hafa mikil og góð áhrif aðildar í hinum Norð- urlöndunum afgerandi áhrif á breytt viðhorf Norðmanna til aðildar að ESB. Finnar stukku á Evrópuvagninn af fullum þunga og tóku upp Evruna. Finnsku samfélagi til mikilla hags- bóta. Á næstunni ræðst hvenær Danir og Sví- ar leggja til upptöku Evrunnar og mun það hafa afgerandi áhrif á þróunina í Noregi og víðar. Umsókn undirbúin Ábyrg og framsýn ríkisstjórn á Íslandi væri nú að undirbúa af fullum krafti aðildarumsókn Íslendinga að Evrópusambandinu. En ekki að reyna að þegja mikilvægi málsins í hel. Allir vita hvert stefnir og hafa sérfræðingar í Evr- ópumálum, á borð við Árna Pál Árnason lög- fræðing, leitt í ljós að tvíhliðasamningur er e f u b v m y y a E a s b h h o n e u d Aðildarumsókn er Eftir Björgvin G. Sigurðsson ALMENNINGSSAMGÖNGUR SKORTUR Á UPPLÝSINGUM Það er erfitt að taka efnislega af-stöðu til þeirrar ákvörðunar,sem virðist hafa verið tekin af ríkissaksóknara og fangelsismála- stjóra að flytja varnarliðsmanninn úr vörzlu íslenzkra yfirvalda til banda- rískra af einni ástæðu: það liggja engar raunverulegar upplýsingar fyrir um hvaða rök liggja þar að baki. Hvað sem líður efni málsins er fram- kvæmd þessarar ákvörðunar mjög gagnrýnisverð. Morgunblaðið hafði fréttir af því skömmu fyrir miðnætti á föstudags- kvöld, að varnarliðsmaðurinn væri á leið til Keflavíkurflugvallar. Nokkru eftir miðnætti tókst að afla upplýs- inga um, að ríkissaksóknari og fang- elsismálastjóri hefðu tekið ákvörðun um að afhenda manninn yfirvöldum í varnarstöðinni í Keflavík með ákveðnum skilyrðum. Mál þessa manns hefur verið mjög til umræðu undanfarna daga. Það er í raun orðið að milliríkjadeilu á milli Íslands og Bandaríkjanna. Hér heima fyrir eru skiptar skoðanir um málið og lögfræðinga greinir á um hina lagalegu hlið þess. Hvað veldur því að ekki var gefin út formleg til- kynning á föstudagskvöld um þessa ákvörðun og um hin efnislegu rök fyrir henni? Telja stjórnvöld, að al- menningi á Íslandi komi málið ekki við? Á laugardag skýrði Gunnar Snorri Gunnarsson ráðuneytisstjóri í utan- ríkisráðuneytinu Morgunblaðinu frá því, að hann teldi þessa ráðstöfun „góða og gagnlega“. Hún mundi verða til þess að draga úr spennu í málinu og auðvelda úrlausn þess. Ráðuneytisstjórinn undirstrikaði hins vegar að engin lausn væri komin á grundvallaratriðum þessarar deilu þ.e. hvort ríkið hefði lögsögu í máli mannsins. Skilyrðið sem sett var af hálfu rík- issaksóknara og fangelsismálastjóra fyrir afhendingu varnarliðsmannsins var að varnarliðið sæi um fram- kvæmd gæzluvarðhaldsins, sem sak- borningurinn sætir skv. úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Sam- kvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk á laugardag felst í því, að maðurinn verði tiltækur til yfirheyrslu fyrir íslenzkum dómstól- um hvenær sem er. Á þessu stigi málsins er ekki hægt að taka afstöðu til ákvörðunar ríkis- saksóknara og fangelsismálastjóra vegna þess að upplýsingar skortir um hvað að baki liggur. Það er hins vegar augljóst að yfir- völd geta ekki leyft sér að fram- kvæma ákvörðun af þessu tagi með þeim hætti, sem gert er. Almenning- ur á kröfu á að vita hver hin efnislegu rök ríkissaksóknara og fangelsis- málastjóra eru. Þessi embætti hefðu átt að senda frá sér formlega tilkynn- ingu um málið á föstudagskvöld þar sem skýringar kæmu fram. Vissulega er oft ástæða til þess að stjórnvöld haldi trúnað um ákveðin mikilvæg málefni ekki sízt á sviði ut- anríkismála. Í þessu tilviki getur varla um slíkt verið að ræða. Miðað við þær upplýsingar, sem fyrir liggja var hér ekki um pólitíska ákvörðun að ræða heldur ákvörðun fyrr- nefndra embætta. Hvers vegna var þessi ákvörðun tekin? Hver eru hin lagalegu rök fyr- ir henni? Hvers vegna var ekki send út opinber tilkynning um hana? Þess- um spurningum verða embætti ríkis- saksóknara og fangelsismálastjóra að svara. Ásgeir Eiríksson, framkvæmda-stjóri Strætó bs., setur fram áhugaverð sjónarmið varðandi al- menningssamgöngur í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann skýrir frá því, að bylting verði í kerfi al- menningssamgangna á næsta ári með nýju leiðakerfi, sem stefnt er að uppbyggingu á en það er ekki síður sú hugsun, sem fram kemur í viðtali við framkvæmdastjórann, sem vekur athygli. Það er augljóst, að samgöngur á höfuðborgarsvæðinu verða stöðugt erfiðari á ákveðnum tímum dagsins, ekki sízt að morgni þegar fólk er að fara til vinnu og síðdegis, þegar fólk er að fara úr vinnu. Tíminn, sem fer í að komast til og frá vinnu er orð- inn mun meiri en hann var bæði vegna þess, að höfuðborgarsvæðið þenst út en líka vegna þess hvað umferðin er orðin mikil. Fyrir þá, sem sækja vinnu á þessu svæði frá Akranesi, Árborgarsvæðinu eða Suðurnesjum getur tekið jafn lang- an tíma að komast til vinnu eftir að komið er til höfuðborgarsvæðisins og ferðin tekur að borgarmörkun- um. Það er augljóslega þörf á nýjum leiðum og sú þörf verður meiri eftir því sem árin líða. Forstjóri Strætó bs. segir m.a. í samtali við Morgunblaðið: „Stóra málið í þessu sambandi er að fá hér almenningssamgöngur, sem eru raunhæfur valkostur. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því, að fólk vel- ur almenningssamgöngur fram yfir aðra samgöngumáta, svo sem fjár- hagslegar ástæður eða vegna um- hverfisins en mikilvægasti áhrifa- þátturinn er að vera fljótur í förum. Það er það, sem þetta snýst allt um að búa til valkost, sem er raunhæfur að þessu leyti og það er okkar verk- efni.“ Í framhaldi af þessu segir Ásgeir Eiríksson, að það sé einungis tíma- spursmál hvenær almenningssam- göngur verði sporbundnar að ein- hverju leyti og fólksflutningar fari fram með léttlestum. Hann bendir á, að ferð með slíkri lest úr Breið- holti í miðbæ geti tekið 8 mínútur. Augljóst er, að þau nýju viðhorf, sem uppi eru varðandi almennings- samgöngur geta breytt mjög hug- myndum fólks um það hvernig bezt sé, fljótast og jafnframt ódýrast að komast á milli staða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.