Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 23
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ 2003 23 Útsala 20-70% afsláttur Bolir frá kr. 790 Kvartbuxur stærð 48-50. Verð kr. 2.990 Opið virka daga frá kl. 10-18 • Laugardaga 10-16 Glæsibæ – Sími 562 5110 ALÞJÓÐLEG ráðstefna um núll- frumlög verður haldin í stofu 101 í Odda dagana 18.–19. júlí næstkom- andi. Að ráðstefnunni standa Ís- lenska málfræðifélagið, Hugvísinda- stofnun Háskóla Íslands og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Fluttir verða fyrir- lestrar um núllfrumlög í ýmsum tungumálum en fyrirlesararnir koma frá háskólum í Bretlandi, Svíþjóð, Þýskalandi, Ítalíu, Ísrael, Kanada og Kýpur. Á heimasíðu ráðstefnunnar, http:// www.hugvis.hi.is/null, er að finna dagskrá, útdrætti úr fyrirlestrum og ýmsar aðrar upplýsingar um ráð- stefnuna. Ráðstefnan er opin öllum áhugamönnum um málfræði og það eru engin þátttökugjöld, að því er segir í fréttatilkynningu. Núllfrumlög (e. null subjects) nefnast frumlög sem ekki eru sýnileg en eru samt hluti af setningunni að því er virðist. Núllfrumlög eru algeng í rómönskum málum, sbr. ítölsku setninguna „Hanno telefonato“ sem í beinni þýðingu er „Hafa hringt“ en merkir „Þeir hafa hringt.“ Í íslensku koma núllfrumlög m.a. fyrir í setn- ingum eins og ’Má gefa dýrunum’? eða í dagbókarstíl þar sem frumlag í fyrstu persónu eintölu er undanskil- ið, sbr. „Vaknaði snemma í morgun.“ Í tilkynningunni kemur fram að það sé afar misjafnt eftir tungumál- um hvers konar núllfrumlög eru leyfð „en því hefur oft verið haldið fram að núllfrumlög komi einkum fyrir í málum með ríkulega sagn- beygingu.“ Tengsl núllfrumlaga við önnur málfræðileg fyrirbæri hafa einnig verið athuguð en ekki hefur fengist skýr niðurstaða úr þeim rannsóknum, að því er segir í frétta- tilkynningu. Ráðstefna um núll- frumlög Íslenska málfræði- félagið Lágafellskirkja. Bænastund í Lága- fellskirkju kl. 20. Þórdís djákni þjón- ar og tekur við bænarefnum í síma 691-8041 alla daga frá kl. 9–16. Al- Anon-fundur í Lágafellskirkju kl. 21. Borgarneskirkja. TTT-starf kl. 15.30–16.30. Safnaðarstarf FRAMKVÆMDIR eru hafnar við gestastofu þjóðgarðsins Snæfells- jökuls og menningarmiðstöð á Hellnum. Þorsteinn Jónsson þróun- arstjóri verkefnisins segir að í lok þessa mánaðar muni fyrsti áfangi safnasvæðisins verða opnaður með gestastofu þjóðgarðsins og sýningu á fágætum ljósmyndum frá svæðinu undir jökli, allt frá Breiðuvík að Hellissandi. Gestastofan og safnið verða í enduruppgerðum útihúsum á jörðinni Laugarbrekku, við hlið- ina á Hellnakirkju, en í náinni fram- tíð er gert ráð fyrir að fleiri safna- hús verði byggð á svæðinu. Siv Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra og Guðlaugur Bergmann, nágranni safnasvæðisins á Helln- um, litu nú í vikunni við hjá Þor- steini sem kynnti ráðherra fyrir- hugaðar framkvæmdir, en þjóðgarðurinn Snæfellsjökull fellur einmitt undir ráðuneyti Sivjar. Leist Siv sérlega vel á allar hug- myndir Þorsteins og félaga hans og sagði að gestastofan kæmi til með að veita ferðamönnum mikilvægar upplýsingar um þjóðgarðinn Snæ- fellsjökul og kynna þeim alla þá möguleika sem hann byði upp á. Jón Líndal Magnússon bygging- arverktaki sér um fyrsta áfanga uppbyggingarinnar, en sjálfur hef- ur Þorsteinn, ásamt börnum sínum, tekið til hendinni við að hreinsa húsin og meðal annars mokað út gamla fjósið, en í því var um 20 sentimetra lag af skít. Aðkoman að safninu verður prýdd hlöðnum steinum úr grjótnámi á Vatnaleið, en bræðurnir Benjamín og Guðjón Kristinssynir af Ströndum sjá um steinhleðsluna. Morgunblaðið/Guðrún Bergmann Siv Friðleifsdóttir kynnti sér fyrirhugaðar framkvæmdir með Þorsteini Jónssyni þróunarstjóra og Guðlaugi Bergmann. Gestastofa og menning- armiðstöð á Hellnum Hellnum. Morgunblaðið. FRAKKAR og Íslendingar hafa tek- ið höndum saman í samstarfsverk- efni á sviði rannsókna og vísinda sem kennt er við Jules Verne. Tilgangur verkefnisins er að auð- velda og þróa háþróað vísindasam- starf milli rannsóknarteyma í báðum löndunum og þar að auki að auðvelda samstarf við önnur álíka verkefni í Evrópu. Að sögn Sébastien Nollet hjá franska sendiráðinu í Reykjavík bár- ust 23 umsóknir í vor, og var tíu þeirra veittur styrkur. Verkefnin segir hann öll mjög áhugaverð, og sannarlega styrkja grunn vísinda- rannsókna og samstarfs milli land- anna tveggja. Mikilvægt að gæta fjölbreytni „Við val umsókna var þess gætt að fjölbreytni ríkti, líkt og einkenndi umsóknirnar sem bárust. Þrjú verk- efni sem valin voru eru á sviði jarð- vísinda, tvö á sviði orkumála, tvö á sviði upplýsingatækni, og loks eitt úr lífræði, úr stærðfræði og úr fé- lagsvísindum,“ segir Sébastien. Allar gerðir rannsókna, jafnt úr hug-, félags- og raunvísindum, áttu rétt á þátttöku í verkefninu. Rann- sóknamiðstöð Íslands, Rannís, sá um framkvæmd verkefnisins hér á landi fyrir hönd menntamálaráðuneytis. Upphaf samstarfs af þessu tagi milli þjóðanna tveggja má rekja aft- ur til ársins 1987, en var í fyrstu að- eins á sviði jarðvísinda. Síðar hafa opnast leiðir fyrir sífellt fleiri teg- undir rannsókna. „Hvert nýtt verk- efni tengir rannsakendur á Íslandi og í Frakklandi betur saman, og get- ur alið af sér ný verkefni og fleiri möguleika. Þar af leiðir að íslenskir rannsakendur geta tengst fjölda annarra verkefna sem eru í gangi í Frakklandi í samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir,“ segir Sébastien. Jules Verne-samstarfsáætlunin Mikilvæg tækifæri fyrir rannsakendur ÞÝSKA skútan Sy Quinte frá Ham- borg kom til Neskaupstaðar ný- lega. Í áhöfn skútunnar eru hjónin Heike og Egon Klawitter sem eru um 67 ára gömul. Þau lögðu af stað frá Hamborg fyrir fimm vikum og eru búin að koma við í Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Shetlands- eyjum og Færeyjum á leið sinni til Íslands. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Þýskir ellilífeyris- þegar á skútusigl- ingu um Atlantshaf Neskaupstað. Morgunblaðið. VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, sat fyrir helgina óformlegan fund ráðherra- ráðs Evrópusambandsins (ESB) um samkeppnishæfni sem haldinn var í Róm í boði ítölsku formennskunnar. „Aðalefni fundarins var samhæf- ing stefnumála á sviðum atvinnu- mála, rannsókna- og þróunar í þeim tilgangi að efla samkeppnishæfni Evrópu. Skipulag innri markaðar- ins, afnám vipskiptahindrana, efling hagnýtra rannsókna, tengsl atvinnu- lífs og rannsóknarstarfsemi sem og opinber stuðningur við rannsóknar- starf var meðal umræðuefna,“ segir í fréttatilkynningu frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu. Valgerður gerði grein fyrir stefnu Íslands á þessum sviðum, fjallaði um almennt skattaumhverfi og nefndi að ástæða kynni að vera til að endur- skoða reglur um ríkisaðstoð innan Evrópska efnahagssvæðisins til þess að auka svigrúm til stuðnings við ný- sköpun og rannsóknarstarfsemi. Þá vék hún sérstaklega að samstarfi sem komið hefur verið á um vetnis- nýtingu á Íslandi og sagði það dæmi um samstarf innan Evrópu sem gæfi færi á sérstökum árangri. Sagðist Valgerður vænta þess að sameigin- lega mætti aðilum samstarfsins komast vel áleiðis við að innleiða vetnissamfélagið í Evrópu. Í tilkynningu ráðuneytisins kem- ur fram að fundarmenn voru sam- mála um að mjög brýnt væri að ná samstilltu átaki yfir allt sviðið til þess að ná fyrri samkeppnishæfni sem að væri stefnt. Einkanlega væri mikilvægt að ná því markmiði sem framkvæmdastjórn ESB hefur kynnt og felur í sér að 3% af lands- framleiðslu renni til rannsókna, tækniþróunar og nýsköpunar árið 2010. Auka þarf svigrúm til nýsköpunar ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Bergur Huginn ehf. festi nýlega kaup á nýj- um bát, Smáey VE 144, af Dynj- anda ehf. í Reykjavík. Kaupin höfðu átt nokkurn aðdraganda en samn- ingar voru undirritaðir 27. mars sl. Skipið var afhent í Reykjavík á föstudaginn og kom til Vestmanna- eyja á laugardagsmorgun og hélt svo til ýsuveiða strax um kvöldið austur á Vík. Skipið, sem er 26 metrar á lengd, 9 metrar á breidd og vegur 327 brúttótonn, er tæp- lega þriggja ára gamalt og var smíðað í Kína. Tólf manna áhöfn var um borð í Smáeynni hinni eldri og flyst hún nú öll yfir á nýja skipið. Skipstjóri Smáeyjarinnar er Sigurður G. Sig- urjónsson og yfirvélstjóri Markús Björgvinsson. Útgerðarfélagið Bergur Huginn er 30 ára um þessar mundir og ger- ir jafnframt út frystitogarann Vest- mannaey. Magnús Kristinsson, framkvæmdastjóri félagsins, sagði að koma skipsins væri mikil búbót fyrir Eyjarnar enda voru margir heimamenn mættir niður á höfn á laugardagsmorguninn til að taka á móti skipinu. Smáey VE 144 kemur til Eyja Morgunblaðið/Sigurgeir Smáey Ve-144 siglir inn Vestmannaeyjahöfn á laugardagsmorgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.