Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 5
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ 2003 5 Í NÝRRI skýrslu Hagstofu Íslands um fjölmiðlun og menningu kemur fram að 77,9% Íslendinga höfðu að- gang að Netinu frá heimili sínu í nóvember á síðasta ári. Þá höfðu 81,1% aðgang að Netinu annað- hvort heiman frá sér eða í vinnunni í október 2002. Eins kemur fram að árið 2001 var hlutfall nettengdra hæst á Ís- landi af 44 löndum sem skoðuð eru í skýrslu Hagstofunnar. Þá notuðu 67% Íslendinga Netið en Lichten- stein og Noregur komu þar á eftir. Í skýrslunni kemur einnig fram að í nóvember 2002 höfðu 83,2% Ís- lendinga aðgang að heimilistölvu en 92% þeirra voru tengd við Net- ið. Í júní 1995 höfðu aðeins 1,9% Ís- lendinga aðgang að Netinu frá heimili sínu og hefur aðgangur að Netinu farið stöðugt og hratt vax- andi á þessum sjö árum. Háhraða- tenginum við Netið hefur fjölgað mjög hratt á síðustu árum, svoköll- uðum xdsl-tengingum (t.d. adsl) fjölgaði úr 81 árið 1999 í 23.484 í fyrra. Í mars árið 2000 sýndu kannanir að yfir helmingur Íslendinga var kominn með nettengingu inn á heimili sitt. Í skýrslu Hagstofunnar kemur einnig fram að íslenskir netverjar vörðu að meðaltali 5,4 klukku- stundum á Netinu á viku í mars 2001. Notkunin var mest meðal fólks á aldrinum 20 til 24 ára og meiri meðal karla en kvenna. Fjöldi netþjóna var 68.282 í jan- úar á þessu ári en í janúar árið 1991 voru þeir aðeins tuttugu tals- ins. Í samanburðargögnum í skýrslunni kemur fram að árið 2001 voru 19,8 netþjónar á hverja 100 Íslendinga og er það lang- hæsta hlutfall í þeim löndum sem samanburðurinn náði til. Finnland var í öðru sæti með 18,0 og Dan- mörk kom þar á eftir með 11,8. Bandaríkin voru ekki með í þess- um samanburði en talan sem not- ast er við er fjöldi vefsíðna með rótarlén tiltekins lands (s.s. eins og .is fyrir Ísland). Í desember sl. var vefsíða Morg- unblaðsins, mbl.is, mest sótta heimasíða landsins með 98.384 gesti að meðaltali á viku. Íslendingar mjög framarlega í flokki í notkun á Netinu Tæp 80% hafa aðgang að Netinu heima MEÐFRAM suðurströndinni standa víða björgunarsveitarskýli sem eru ætluð til að veita hröktum ferðalöng- um húsaskjól í neyð. Sunnan undir Hjörleifshöfða stendur eitt slíkt skýli og hefur það efalaust í upphafi verið reist þarna útaf tíðum skipströndum við suðurströndina. Ef einhver skip- reka sjómaður myndi komast á land ætti hann möguleika á að bjargast í hús. Framan við húsið voru settar upp leiðarstikur með stuttu millibili alla leið fram á fjörukambinn og eftir allri fjörunni í báðar áttir. Þessar stikur eru nú allar fallnar nema ein sem enn stendur á miðjum sandi og vísar örin efst í toppnum á björgunarsveitar- skýlið. Hætt var fyrir nokkrum árum að halda þessum stikum við vegna þess að ekki var talin þörf fyrir þær lengur vegna mikillar fjarskiptatækni. Í sól og blíðu virðist erfitt að hugsa sér að þeirra hafi einhvern tímann verið þörf en þegar horft er yfir sandflæmið milli Hjörleifshöfða og sjávar er þó hægt að ímynda sér hvernig væri að vera þarna staddur fótgangandi í þoku eða byl og sjá ekkert nema sand. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Mýrdalssandur sunnan við Hjör- leifshöfða. Síðasta leiðarstikan á leiðinni fram að sjó. Leiðarstikur að hverfa á Mýrdalssandi Fagradal. Morgunblaðið. BJÖRGUN fjölveiðiskipsins Guðrún- ar Gísladóttur, sem sökk fyrir rúmu ári við strendur Lófóten í Noregi, hélt áfram um helgina. Á föstudag var haf- ist handa við að dæla lofti í þá tanka sem búið var að sökkva niður að skip- inu og festa við það en á laugardaginn varð það óhapp að einn tankurinn losnaði frá skipinu og rakst utan í björgunarskipið, Stakkanes, með þeim afleiðingum að skemmdir urðu á stjórnborðssíðu skipsins. Ekki er ljóst hvernig til kom að tankurinn losnaði. Stakkanesinu var í kjölfarið siglt til Svolver í Noregi, 28 mílum frá strand- stað, þar sem skipið verður lagfært næstu daga. Haukur Guðmundsson, Íshúsi Njarðvíkur og eigandi skipsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann reiknaði með að aðgerðir mundu tefj- ast um tvo til þrjá daga út af óhappinu en hann sagði að tankurinn hafi ekki skemmst að ráði. Að sögn Hauks hafði allt gengið mjög vel fram að þessu enda veður gott á svæðinu en veður gerði björgunarmönnum oft erfitt fyrir í vetur. Haukur sagði að næstu daga mundu þeir fá stóran pramma til að vera með þeim á svæðinu og það ætti að tryggja að verkið gangi hraðar fyr- ir sig. Hann reiknaði með að aðgerðir yrðu komnar á fullt aftur seinni part vikunnar. Tankur slóst utan í Stakka- nesið og olli skemmdum ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.