Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ 2003 7 Í VEIÐIHÚSINU við Haffjarðará hafa síðustu daga dvalið hjónin Sam og Susan Campbell sem búa í bænum Chattanooga í Tennessee í Bandaríkjunum. Þetta er 27. árið sem þau koma til Íslands til að veiða í laxveiðiám en þau hafa veitt í tíu ám vítt og breitt um landið. ,,Við byrjuðum að koma hingað í Haffjarð- ará árið 1988 en áður veiddum við alltaf í Laxá í Kjós eða í um 12 ár. Við höfum líkað prófað ýmsar ár eins og Langá og Grímsá. Við skoð- uðum Selá en ákváðum að við værum orðin of gömul fyrir hana. Svo höfum við líka veitt laxa í Noregi og Skotlandi og reyndar silung í Suð- ur-Ameríku,“ segir Sue hlæjandi, ,,en ástæðan var sú að við vorum ekki þar á réttum tíma til laxveiða.“ Núna komu þau til landsins á mánudegi og fóru þá beina leið vestur að Haffjarðará þar sem þau verða fram yfir helgina. Þá tekur við veiði í Laxá í Ásum í fjóra daga og að lokum í Laxá í Kjós. ,,Það verður gaman að koma þangað aftur því við höfum ekki verið þar í mörg ár,“ segir Sue, ,,en dagskráin er fullþétt fyrir minn smekk, aðeins einn dagur á milli í frí frá laxveiðum.“ Verðið þið aldrei þreytt að standa við veið- arnar ? ,,Jú, en þá leggjum við okkur,“ segir Sam. ,,Við erum ekki að neinu streði og keppumst ekki við að veiða í fulla 12 klukkutíma, við veiðum kannski í 4–5 tíma að morgni og aftur 4–5 síðdegis. Það borgar sig ekki að þreyta sig um of við veiðarnar“. Ekki hefur verið um mikla veiði að ræða núna segja hjónin en sólarhringinn áður en blaðamaður hitti þau fengust 7 laxar, þar af veiddi Sue 5. Þau kenna því um að áin sé vatns- lítil og að ekki sé mikið af laxi í henni. En hvers vegna koma þau aftur og aftur til Íslands? Sam verður fyrri til svars: ,,Nú, við erum sest í helgan stein, augljóslega, hættum að vinna fyrir 6–7 árum en við höfum verið í þess- um veiðibransa í allmörg ár, líka í Bandaríkj- unum, þannig að við erum farin að þekkja hann vel. Við njótum svalans á Íslandi í saman- burði við hitann heima á þessum árstíma. Það gefur okkur afsökun fyrir því að stunda áhugamálið og njóta loftlagsins í þessu landi. Við kunnum vel við veðrið, þó mætti stundum vera minni vindur.“ Sue bætir við: ,,Við elskum Íslendinga og höfum eignast nokkra dásam- lega vini sem við hlökkum alltaf til að hitta aft- ur á hverju ári.“ Sam og Sue eiga fleiri vini því með þeim í ferðinni er vinafólk þeirra og nágrannar, Yeates-hjónin, sem að sögn sýndu áhuga á að koma til Íslands og eftir að þau buðu þeim með fyrir 10–12 árum hafa þau komið árlega. Endur skotnar þangað til skotin eru búin Spurð hvort þau eigi fleiri áhugamál svarar Sam játandi: ,,Við veiðum endur í Kanada, Bandaríkjunum og Suður-Ameríku og það er líka tómstundagaman. ,,Við andaveiðarnar fer maður mjög snemma á fætur,“ segir Sue, ,,borðar morgunverð kannski um hálffimm- leytið, síðan er ekið í kolniðamyrki í örugglega klukkutíma, áður en komið er á staðinn þar sem á að skjóta. Þar fær maður kassa með skothylkjum og svo eru endur skotnar þangað til skotin eru búin. Þá er ekið aftur til baka í búðirnar.“ Hvað gerið þið við bráðina? ,,Við borðum endurnar og við gefum þær einnig. Síðustu tvö árin höfum við gefið svo margar endur,“ segir Sue. ,,Það eru milljónir anda þarna í Argentínu t.d., svo það er gott fyrir bændurna að losna við eitthvað af þeim því þær éta uppskeru þeirra.“ Sam segir að fá- tækt og hungur sé mikið á þessum slóðum og þegar fólk heyrir í skotveiðimönnum situr það fyrir þeim í von um að fá eins og eina önd. ,,Við erum þarna oftast í maí eða júní, þá er vetur og skólakrakkar koma með skólatösk- urnar sínar og við gefum hverju barni eina önd. Veitt er á sjö til tíu daga fresti og þá veit maður að þau hafa eitthvað að borða næstu daga, eða þar til næst.“ Hvað gerið þið heima í Tennesse? ,,Við skipuleggjum næsta ferðalag auðvitað og svo vinn ég í garðinum og ég elska að elda mat,“ segir Sue og Sam bætir við að þau heim- sæki börnin og barnabörnin. ,,Við erum svo lánsöm að börnin okkar þrjú ásamt tíu barna- börnum búa öll nálægt okkur svo við getum hitt þau oft.“ Vinsælar smákökur Sam er 69 ára en Sue segist vera töluvert yngri og hlær. ,,Við höfum verið gift í 46 ár, ég er frá Detroit en fór og heimsótti vinkonu til Tennessee, kynnstist Sam og hef verið búsett þar síðan,“ segir Sue. Ævistarf þeirra snérist um fyrirtækið þeirra Chattanooga Bakery sem framleiðir smákökur sem kallast Moon Pie og eru vinsæl- ar um öll Bandaríkin. ,,Hérlendis fást þær bara hjá hernum,“ segir Sam ,,og eru ekki ætl- aðar fyrir Evrópumarkað. Við höfum prófað að selja þær í Japan og það gengur vel.“ Ætla þau að koma aftur næsta sumar? ,,Ef guð lofar komum við aftur að ári,“ segir Sue. ,,Við elskum Ísland og af mínum ferðalög- um eru Íslandsferðirnar í mestu uppáhaldi. Þótt ég hafi gaman að því að skjóta tek ég lax- veiðarnar fram yfir“. Bandarísk hjón hafa stundað veiðar víða um heim og hafa komið til laxveiða hér á landi í 27 ár „Njótum svalans á Íslandi“ Morgunblaðið/Guðrún Vala Hjónin Susan og Sam Campbell með lax sem þau veiddu í Haffjarðará. Eyja- og Miklaholtshreppi. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.