Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 19
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ 2003 19 Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is ✝ Jónína MargrétÞórðardóttir fæddist í Reykjavík 23. janúar 1957. Hún lést á Landspítalan- um í Fossvogi 4. júlí síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Þórð- ur Vígkonsson kaup- maður í Reykjavík, f. 15.12. 1922, d. 17.2. 1994, og kona hans Elsa Sigurðardóttir, f. 20.7. 1930. Systkini Jónínu Margrétar eru: Björgvin, f. 31.7. 1955, kvæntur Svanfríði Elínu Jak- obsdóttur, og Helga, f. 25.9. 1965. Hinn 13.október 1973 giftist Jón- ína Margrét Ófeigi Sigurðssyni kennara og tæknifræðingi, f. 8.4. 1953. Foreldrar hans voru Sigurð- ur Ófeigsson, f. 13.10. 1919, d. 3.12. 1991, og kona hans Aðalheiður Þóroddsdóttir, f. 13.5. 1922, d. 20.12. 2002. Börn Jónínu Mar- grétar og Ófeigs eru: 1) Sigurður, f. 19.2. 1974, kvæntur 14.7. 2001 Sigurbjörgu Söndru Guðnadóttur, f. 18.12. 1978. Börn þeirra eru: Arnar Geir, f. 29.5. 1999, og Þórð- ur Atli, f. 11.7. 2002. 2) Þórður, f. 8.2. 1981. 3) Stúlka, f. 15.3. 1982, d. 15.3. 1982. 4) Elsa, f. 5.12. 1983. Æskuheimili Jónínu var í Smá- íbúðahverfi en þegar hún giftist Ófeigi stofnuðu þau sitt eig- ið heimili, fyrst á Langholtsvegi 81. Eftir það vann Jón- ína við afgreiðslu, lengst af í verslun föður síns á Lauga- vegi 82. Árið 1980 flutti Jónína með fjöl- skyldu sinni til Árósa í Danmörku og bjó þar í tvö ár er Ófeig- ur lauk námi. Vorið 1987 fluttist fjöl- skyldan í nýbyggt hús sitt í Fanna- fold 23 í Grafarvogi. Þar tók Jón- ína virkan þátt í uppbyggingu barna- og unglingastarfs innan Umf. Fjölnis og skipti þá ekki máli hvort um var að ræða fararstjórn, fjáraflanir eða búninga félagsins svo fátt eitt sé nefnt. Nokkru eftir að fjölskyldan fluttist heim frá Danmörku hóf Jónína nám í kvöld- skóla FB og lauk verslunarprófi þaðan vorið 1988. Hún hefur síðan stundað almenn skrifstofustörf, lengst eða síðustu þrettán árin hjá verkfræðistofunni Hannarr. Útför Jónínu Margrétar verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarð- sett verður í Gufuneskirkjugarði. Elsku mamma. Ótímabært fráfall þitt skilur eftir sár sem aldrei gróa. Röddin þín, sem studdi okkur áfram gegnum æsku okkar, er þögnuð en lif- ir nú innra með okkur. Þú sýndir öllu sem við tókum okkur fyrir hendur mikinn áhuga, hvort sem það voru boltaleikir til að horfa á eða tónleikar til að hlusta á, þá varst þú mætt. Í Fjölni tókstu virkan þátt í fé- lagsstarfinu og öllu því sem fylgdi að sjá um hóp ungra krakka. Þá varstu orðin meira en bara foreldri fyrir okk- ur, því þú varst ekki síður foreldri hinna barnanna í hópnum þar sem þú komst fram við þau eins og þar færu þín eigin börn. Þú taldir ekki eftir þér að vera fararstjóri í íþróttaferðum jafnt hér á landi sem erlendis. Bros þitt og glaðlyndi hefur kennt okkur að glaðværð og nægjusemi ger- ir lífið auðveldara og hjálpar okkur að takast á við mótlætið. Þú trúðir á mikilvægi menntunar og lagðir ríka áherslu á að við héldum áfram námi. Með hugsjónir þínar að leiðarljósi höfum við nú bæði einsett okkur að ljúka háskólanámi. Þær stundir sem við áttum með þér voru allar svo einstakar að ómögulegt er að gera upp á milli þeirra. Það er erfitt að sætta sig við að þær stundir verði ekki fleiri. Guð geymi þig. Minningin um þig lifir. Þórður og Elsa. Hún Jónína okkar er farin. Ég kynntist henni í ársbyrjun 1996. Þá var ég aðeins nýorðin 17 ára og var ég búin að þekkja manninn minn í smá tíma. Það var strax tekið vel á móti mér þótt að henni hafi fundist ég vera full ung til að vera komin á fast og hálf flutt til kærastans, og einnig var það með matinn. Þótt hún vissi ekki hver yrði í mat þá var hún fljót að redda því. Ef það var ekki til nægur matur þá var bara súpa, skyr eða ís í eft- irmat og allir fóru saddir frá borði. Fljótlega eftir að ég kynntist henni fannst mér ég hafa eignast aðra mömmu, mér fannst ég geta sagt allt við hana, hún sat og hlustaði á mann og sagði svo sína skoðun á hlutunum og einnig sína sögu frá því að þau áttu heima í Danmörku og þegar krakk- arnir voru litlir. Það var alltaf gaman að hlusta á hana segja frá. Í febrúar 1997 fórum við Siggi að búa en við komum alltaf á sunnudög- um og borðuðum. Það var orðin fastur liður sem mátti ekki sleppa og það var sama hvað við fórum seint að sofa, það var alltaf brunað upp í Fannafold fyr- ir hádegi í matinn. Þegar við svo keyptum okkur íbúð 1998 þá var ótrú- legt hvað þau Ófeigur hjálpuðu okkur mikið, alltaf þegar hún kom til okkar kom hún með eitthvað til að færa okk- ur. Nokkrum mánuðum seinna var leiðinni heitið í Fannafold til að til- kynna mikil tíðindi, við höfðum trúlof- að okkur hálfu ári áður og það gladdi hana mikið en nú vorum við að fara að segja henni að hún væri að verða amma. Ég gleymi aldrei svipnum á henni, hún var svo glöð þegar við vor- um inni í eldhúsi að segja henni það og þegar hún horfði á eftir Ófeigi labba frá húsinu sagði hún: „Hann svífur út í bíl, hann er svo ánægður.“ Enda stóð það heima. Þegar gullmol- inn hann Arnar Geir fæddist í maí 1999, varð hún heilluð af honum og þegar hann fór að hafa vit vildi hann bara fara til (Nonnu eða Sjónínu) ömmu. Hann var ekki gamall þegar hann var farinn að benda hvert átti að keyra til að fara til ömmu. Enda var hann mikið hjá henni og hún sagði alltaf já þegar okkur vantaði pössun fyrir hann. Sumarið sem Arnar Geir var eins árs tók hún sér meira að segja sumarfrí til að vera með honum, hann var hjá ömmu í þrjár vikur á hverjum degi og honum fannst æð- islegt að fá að vera hjá henni. Ekki fannst henni það slæmt að fá að hafa gullmolann hjá sér. Þegar ég vildi fara að borga henni fyrir að eyða sum- arfríinu í að passa hélt hún nú ekki og sagði að ömmur væru til að passa. Arnar Geir færði henni ilmvatn fyrir. Hún fussaði yfir því að þetta væri nú óþarfi, en var samt mjög ánægð með það. Eftir það fór hún að sækja hann til dagmömmunnar á mánudögum. Þá var ég að vinna lengur en þegar ég ætlaði að hætta því bað hún um að fá samt að sækja hann einu sinni í viku, sem hún fékk en það var alltaf erfitt að fá hann til þess að fara. Hann vildi bara vera hjá henni. Þegar við svo giftum okkur 14. júlí 2001 var hún með í öllum undirbún- ingi. Þetta skipti hana miklu máli, ásamt Ófeigi og mínu fólki. Enda heppnaðist dagurinn vel. Þegar við sögðum Arnari Geir að amma væri dáin sagði ég við hann að við gætum alltaf séð myndir og vídeó af henni. Hann hefur lítið rætt það en hann er búinn að horfa á brúðkaupið í allan dag og það skín svo af henni hvað hún er ánægð með daginn. Við Jóna Margrét ræddum oft um brúð- kaupið og alltaf sagði hún að það hefði ekki getað verið flottara, hún var svo ánægð með það og það vorum við hjónin líka. Daginn eftir að við giftum okkur fluttum við hinum megin í Fannafoldina og þá var orðið mjög stutt á milli okkar. Um haustið 2001 fór Arnar Geir á leikskóla og ég var ólétt að Þórði Atla. Við löbbuðum mikið í og úr leikskólanum og var okkar helsti áfangastaður Fannafold 23, því að alltaf þegar ég kom að sækja hann á leikskólann var alltaf það fyrsta sem að hann sagði: ,,Fara til Nonnu (eða Sjónínu) ömmu,“ og alltaf þegar við komum til hennar var allt tekið út úr skápunum sem til var, sama þótt við værum nýbúin að borða, hún var svo gestrisin og tók alltaf svo vel á móti okkur. Það var alltaf svo fínt hjá henni og það sást aldrei rykkorn á neinu. Það var ýmislegt gott sem ég lærði af henni. Með tímanum hefur orða- forðinn hjá Arnari Geir breyst og hann segir: ,,Mamma ég vil bara kíkja til Jónínu ömmu, gerðu það, bara smá.“ Hvað á ég að gera þegar hann er búinn í sumarfríi og við förum að labba aftur úr leikskólanum og hann biður um að fara til Jónínu ömmu? Hún er sú besta sem hann hefur kynnst, hann dáði ömmu sína og hún gerði allt fyrir hann. Hinn 11. júlí 2002 kom svo Þórður Atli í heiminn, Jónína Margrét kom strax upp á spítala að sjá hann eins og hún gerði í fyrra skiptið. Alltaf kom hún ef ég bað hana um að sitja hjá honum eða til að sækja Arnar Geir og yfirleitt hringdi hún og sagði: „Hann vill bara fara í múrsteina húsið, má hann það?“ Og að sjálfsögðu sagði ég alltaf já. Henni fannst aldrei vera mál að passa fyrir okkur þó að þeir væru orðnir tveir kröftugir strákar og hún orðin frekar þreytt. Ef ég hringdi yfir og spurði hvort Doddi eða Elsa myndu vilja vera hjá strákunum þá sagði hún bara: „Hvað, má ég ekki passa þá?“ Alltaf vildi hún hjálpa okk- ur með hvað sem var. Betri ömmu og tengdamömmu er ekki hægt að hugsa sér því hún var yndisleg í alla staði. Elsku Jónína, ég þakka fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum sam- an og þær góðu minningar sem ég geymi í hjarta mínu. Ég þakka þér fyrir að hafa verið svona frábær amma, við munum passa að þeir gleymi þér aldrei og ég veit að þú munt vernda þá og fylgjast með þeim. Þú átt alltaf stað í hjarta mínu, elsku Jónína mín. Guð geymi þig. Þín tengdadóttir Sandra. Elsku amma, takk fyrir alla ástina og umhyggjuna sem þú gafst okkur og allar þær góðu stundir sem við átt- um saman. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Þínir gullmolar, Arnar Geir og Þórður Atli. Kynni okkar af Jónínu og fjöl- skyldu hófust fyrir sjö árum, þegar frumburðir okkar fóru að vera saman. Jónína og fjölskylda hennar hafa síð- an þá verið þátttakendur í mestu gleðistundum lífs okkar, þegar börn okkar Sandra og Siggi eignuðust frumburð sinn Arnar Geir fyrir fjór- um árum, tveimur árum síðar brúð- kaup þeirra 14. júlí 2001 og fæðing litla Þórðar Atla fyrir ári. Betri ömmu er vart hægt að hugsa sér. Alltaf var hún tilbúin að fá litla menn í heim- sókn, horfa á vídeó eða bara spjalla og lauma góðgæti í munn. Söknuður Arnars Geirs á eftir að verða mikill að geta ekki kíkt aðeins til Nonnu ömmu í múrsteinahúsið á leið heim af Foldaborg. Elsku Jónína, takk fyrir allt. Elsku Ófeigur, Doddi, Elsa, Siggi, Sandra, Arnar Geir, Þórður Atli, Elsa amma, Helga og fjölskylda, við vott- um ykkur dýpstu samúð okkar og biðjum guð að styrkja ykkur í sorgum ykkar. Minning Jónínu mun lifa um ókomna tíð. Súsanna og fjölskylda. Elsku systir. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig Jónsson.) Þakka þér fyrir allar góðu stund- irnar. Þín verður sárt saknað. Björgvin og Helga. JÓNÍNA MARGRÉT ÞÓRÐARDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Jónínu Margréti Þórðardóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Páll Ólafssonfæddist í Reykja- vík 26. ágúst 1927. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi 2. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjón- in Sigurður Ólafur Þórarinsson, f. 20. mars 1893, d. 26. októ- ber 1961, og Björnína Kristjánsdóttir, f. 10. júlí 1889, d. 5. maí 1978. Páll átti tvo al- bræður, Gísla og Magnús, sem báðir eru látnir og sex hálfsystkini sammæðra sem öll eru látin, þau voru Kjartan, Lára, Herjólfur, Sigurður, Guðrún og Magnús. Páll kvæntist 13. desember 1947 Maríu Guðmundsdótt- ur, f. 1. apríl 1922. Börn þeirra eru: Hilmar sjómaður, f. 20. mars 1943, kvænt- ur Sigríði Kristjáns- dóttur; Hrönn, f. 18. febrúar 1947, maki Arnþór Óskarsson, látinn; Ásdís, f. 4. júlí 1949, d. 14. nóvember 1998; Sigrún, f. 1. nóv- ember 1951; og Ellen, f. 2. maí 1953. Barna- börnin eru 19 og barnabarnabörnin 20. Páll vann hjá SVR á fimmta ára- tug. Útför Páls fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Páll Ólafsson eða afi Palli eins og hann var kallaður af barnabörnum sínum var okkur góð fyrirmynd þar sem heiðarleiki, virðing og snyrti- mennska var höfð að leiðarljósi á hans heimili. Í Melgerði reistu afi og amma hús sitt og ólu þar upp börn sín. Þaðan eigum við margar hlýjar minningar um hann afa sem byggði sér hús frá grunni. Upp á háalofti var geymsla sem hafði að geyma gamalt dót sem var notað í hinum ýmsu leikjum. Sjónvarpsholið var einnig uppi í risinu og þar var afi vanur að sitja í sínum hægindastól og lét fara vel um sig. Á kvöldin sátu þau afi og amma og horðu á sjónvarpið. Um helgar átti afi það til að skreppa nið- ur í eldhús til að sækja djús og eitt- hvað gotterí, oft var það poppkorn og súkkulaði eða þá ávextir. Á sumrin var afi mikið í garðinum sem hafði að geyma rifsber og rósir, og hinar ýmsu tegundir að blómum og runnum. Við systurnar dvöldum mikið hjá afa og ömmu í Melgerði. Þegar horft er yfir farinn veg þá minnumst við þess hve afi hafði virðulegan og góðan mann að geyma. Það var svo skemmtilegt að fylgjast með honum afa þegar hann tók sig til fyrir vinnuna. Lítil augu fylgdust með í dyragættinni á baðherberginu og horfðu á hann maka á andlit sitt hvítri raksápu með bursta. Því næst tók afi til við að raka sig sem lauk með því að hann setti á sig góðan ilm. Í hárið var sett brilljantín og greitt aftur þannig að sérstök bylgja kom á toppinn. Að þessu loknu gekk afi vel frá eftir sig inn í skáp hægra megin á baðherberginu. Aldrei þurfti amma að segja við afa að ganga frá eftir sig eins og tíðkast á mörgum heimilum. Afi var mikið snyrtimenni og hafði hlutina í röð og reglu. Upp á búinn stóð þessi virðulegi maður í ný burst- uðum skóm með strætisvagnahúfuna á höfðinu. Tók svörtu töskuna með nestinu sínu sem hann smurði auð- vitað sjálfur, kyssti ömmu bless, lok- aði á eftir sér og gekk rösklega niður á Grensásveg þar sem hann tók vagninn í vinnuna. Afi starfaði hjá Strætisvögnum Reykjavíkur til margra ára og gegndi því starfi af mikilli virðingu og tryggð. Það má segja að hann hafi verið einn af myndarlegustu starfsmönnum hjá Strætó. Starfið gat verið erilsamt og eftir kvöldvaktir um helgar heyrðu lítil eyru stundum af því sem afi hafði lent í, farþegarnir gátu oft verið í misjöfnu ástandi og stundum þurfti afi að kalla til lögregluna. Afi var eins og hetja í okkar augum, sterkur og stæðilegur enda borðaði afi alltaf hafragraut og lýsi á morgnana. Hans helsta áhugamál má segja að hafi verið að þrífa heimilið og dytta að húsinu og ekki má gleyma bílnum sem stóð gljáandi í innkeyrslunni. Afi keyrði um á Lödu þegar við vor- um litlar stelpur, og voru margar skemmtilegar ferðir farnar. Sunnu- dagsbíltúr niður á höfn og keyptur ís á leiðinni, eða farið í hin ýmsu ferða- lög. Okkur fannst afi stundum keyra of hægt með tjaldvagninn aftan í. Hann keyrði með beltið spennt og vildi njóta fegurðar landsins, borða nesti úti guðsgrænni náttúrunni, veiða og taka myndir. Þegar í heimsókn er komið í Mel- gerðið er orðið að vana að setjast inn í stofu og fletta myndalbúmum og rifja upp gamlar stundir. Nú eru samverustundirnar með þér í Mel- gerði liðnar og eigum við þér mikið að þakka í þessu lífi, elsku afi. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Kveðja, Kolbrún Dögg og Eva Björk Kristjánsdætur. Elsku afi, ég trúi því ekki enn að þú sért farinn frá okkur. Þú reyndist mér alltaf vel og vil ég þakka fyrir það og þær stundir sem við áttum saman. Þegar ég hugsa um þig þá sé ég þig fyrir mér vera að gera þig tilbúinn að fara að keyra strætó, þú varst alltaf svo flottur með húfuna. Það á alltaf eftir að verða skrítið að hafa þig ekki hér hjá okkur, að geta ekki talað við þig eða kysst þig á kinnina. Sennilega á ég alltaf eftir að búast við þér þegar ég heimsæki ömmu, mun bíða eftir að þú komir inn um dyrnar úr göngutúrnum þín- um en það eina sem ég get gert núna er að ylja mér við minningarnar um þig og huggað mig við það að þér líði vel núna. Nú ert þú farinn á feðranna fund við hugsum til þín með sorg í hjarta, þín verður saknað um ókomna stund, guð geymi þig um veröld bjarta. (Höfundur ókunnur.) Belinda. PÁLL ÓLAFSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.