Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 28
Hepburn kemur út strax eftir andlát hennar 28 MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 4, 7 og 10. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 Bi.14. with english subtitles Sýnd kl. 6. Ensk. texti Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B i. 12 Fyndnasta Woody Allen myndin til þessa. Sjáið hvernig meistarinn leikstýrir stórmynd frá Hollywood blindandi.  Mike Clark/ USA TODAY  Peter Travers ROLLING STONE i l I Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 12 YFIR 42.000 GESTIR!  GH KVIKMYNDIR.COM "Besta hasarmynd sumarsins það sem af er" t r r i f r" KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6 og 8. ÓHT Rás 2 KRINGLAN Sýnd kl. 5.50 og 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. Ísl. tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10. Frábær rómantísk gamanmynd. Þegar tveir ólíkir einstaklingar verða strandaglópar á flugvelli, getur allt gerst. X - IÐ DV ÞAÐ VAR glatt á hjalla á sumarhátíð Starfsmannafélags ÍTR sem haldin var á Arnarstapa um helgina. Þar kom saman stór hluti þess unga fólks sem sér um tómstundastarf reykvískra barna og unglinga í sumar. Fengu hátíðargestir að tjalda í túni bæjarins Bjargs, sem bóndi var enn að heyja og þótti fólki nokkuð skondið að líta garða- og heyrúlluvélar að störfum rétt við grillið. Starfsmenn ÍTR létu sig heldur ekki vanta við heyskap bónd- ans í Bjargi og aðstoðuðu hann með ráðum og dáð. Árni Georgsson, tóm- stundaleiðbeinandi í útivistarmiðstöðinni Siglunesi, segir hátíðina hafa farið afar vel fram. „Allir skemmtu sér mjög vel og enginn óhöpp urðu. Sjúkra- kassinn var aldrei opnaður þessa helgi, þrátt fyrir að við værum við öllu bún- ir. Öryggið var alls staðar í fyrirrúmi. Við héldum víkingaleika, golfmót, tók- um fólk í siglingu á kanóum og kajökum og buðum fólki í skemmtisiglingu á vélbát.“ Á víkingaleikunum var keppt í ýmsum aflraunum og óhefðbundnum íþrótt- um, til dæmis drumbakasti, láréttu teygjuklifri, klofningu trjábola og negl- ingu. Eftir víkingaleikana grilluðu kokkar hópsins lambakjöt og pylsur og sest var til kvöldverðar. Þá voru skemmtiatriði frá hverri félagsmiðstöð og báru starfsmenn Ársels sigur úr býtum með dans- og söngatriði þar sem gert var grín að starfsfólki Sigluness, sem skipulagði ferðina. Sumarhátíðinni lauk síðan með „brekkusöng“ og dansleik þar sem sungið var og dansað fram undir morgun í mildu veðri. Morgunblaðið/Svavar Starfsmenn Hins hússins fengu verðlaun fyrir sviðsmynd í sínu skemmtiatriði en atriðið var til heiðurs „Love Parade“ sem var í fullum gangi í Berlín á sama tíma. Heyjað við Grillið. Samlíf bónda og ÍTR var til fyrirmyndar og hjálpuðust menn að við að láta hátíðina fara vel fram. Það getur reynst þrautin þyngsta að klífa lárétt túnið þegar menn eru festir í teygju sem kippir þeim af löppunum. HELSTU leyndarmálum leikkonunnar Katharine Hepburn er ljóstrað upp í bók um líf hennar og ástir sem kemur í bókabúðir vestra á föstudag. Bókin ber heitið Kate Remembered og byggist á samtölum Pulitzer-verðlaunahafans A. Scott Berg við leikkonuna. Hepburn, sem lést fyrir skömmu, var góður vinur Berg og sam- tölin sem hann notar sem grunn að bókinni spanna um tvo áratugi. „Í yfir tuttugu ár deildi Katherine Hepburn með mér ótal smáat- riðum um líf sitt og lagði til að ég setti brotin saman í bók ... sem kæmi út að henni genginni,“ sagði Berg í tilkynningu frá út- gáfufyrirtækinu G.P. Putnam’s Sons. „Því miður er núna kom- inn tími til að gefa bókina út,“ bætti Berg við. Vildi segja sannleikann strax Katherine Hepburn var 96 ára þegar hún lést. Bókina rit- aði Berg, sem er 53 ára, að mestu á árunum 1999–2001. Að hans sögn lagði Hepburn mikla áherslu á að bókin kæmi út strax eftir andlát sitt, því hún hafi gert ráð fyrir að fleiri bækur yrðu gefnar út um ævi hennar sem segðu eitthvað allt annað en sannleikann, segir í frétt Reuters. Berg hlaut Pulitzer-verðlaunin fyrir ævisögu Charles Lindberghs árið 1998. Hann segist hafa tengst Hepburn afar sérstökum böndum á þeim tíma sem hann þekkti hana. Hepburn hlaut fern Ósk- arsverðlaun á leikferlinum og einkalíf hennar var á sín- um tíma afar viðburðaríkt. Blanchett leikur Hepburn Persónu Katherine Hepburn verða gerð skil í væntanlegri mynd Martin Scorsese um Howard Hughes, en hann átti í sambandi við Hepburn fyrir margt löngu. Hin ástralska og ástsæla leikkona Cate Blanchett kemur til með að fara með hlutverk Hepburn í myndinni. Hún segist heilluð af ævi og leikferli hennar, að því er segir í frétt BBC. „Ég held að sú leikkona sé ekki til sem ekki dáist að verkum Hepburn,“ sagði Blanchett nýverið á blaðamanna- fundi. Hún segir að það sé mikill heiður að fá tækifæri til að túlka Katherine Hepburn á hvíta tjaldinu. Hepburn var ferfaldur Óskarsverðlaunahafi, dáð og dýrkuð. Í ævisögunni sem kemur út í lok vik- unnar er lífið bak við glamúrlífið dregið fram. Samtöl við Hepburn gefin út á bók Leyndarmálum hlaðin ævisaga Katherine Reuters ORKUVEITAN bauð upp á árlega fjölskylduhátíð sína síðastliðinn laugardag. Ungir sem aldnir gerðu sér glaðan dag í Heiðmörkinni af þessu tilefni. Fjársjóðsleit og rat- leikur voru meðal þess sem var á dagskránni. Skemmti- skokk var ræst eftir hádegi fyrir hlaupaglaða. Gvendarbrunnar, aðalvatnsból Reykvíkinga, eru á Heiðmerkursvæðinu og því er hin árlega fjölskylduhátíð jafnan haldin þar. Að loknum ströngum en skemmtileg- um degi fengu allir boli og vatnsbrúsa að gjöf frá Orku- veitunni sem heldur hátíðina í samstarfi við Skógræktar- félag Reykjavíkur, umsjónaraðila Heiðmerkurinnar, Íþróttafélag Reykjavíkur og Skátasamband Reykjavíkur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Leikararnir Gunnar Hansson og Halldór Gylfason skemmtu börnunum í Heiðmörk. Árleg fjölskylduhátíð Orkuveitunnar í Heiðmörk Fjör á fjölskyldudegi Það vill enginn verða síðastur í mark í skemmti- skokkinu …þó það sé bara til skemmtunar. St ar fs m en n ÍT R fa gn a á Ar na rs ta pa St ar fs m en n ÍT R fa gn a á Ar na rs ta pa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.