Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ 2003 9 Útsala - Útsala Síðbuxur Litlar stærðir Stórar stærðir Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–16.00. Síðbuxur og stuttbuxur á útsölu Engjateigi 5, sími 581 2141. Ú T S A L A 20-80% afsláttur Stærðir 36–54 (S-3XL) Opið virka daga frá kl. 10-18 Lokað á laugardag í sumar. Sími 567 3718 30% afsláttur af vetrarkápum Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 Ég er á leiðinni 40 erlendir skiptinemar koma til Íslands í ágúst nk. Þeir bíða spenntir eftir að heyra frá íslensku fósturfjölskyldunum sínum. Er fjölskylda þín ein af þeim? Viljið þið kynnast,..... .....nýjum viðhorfum? .....framandi menningu? .....nýrri sýn á land og þjóð? Ef svo er, þá gefst ykkur færi á að taka á móti erlendum skiptinema í 5—10 mánuði. Útsala Allar buxur á frábæru verði Hallveigarstíg 1 588 4848 NÝLEGA flutti tollgæslan inn þrjá fíkniefnaleitarhunda til landsins og verða þeir notaðir hjá tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli og í Reykjavík eftir þjálfun þeirra og umsjónar- manna þeirra sem nú stendur yfir. Fyrir er einn fíkniefnahundur á Keflavíkurflugvelli og tveir í Reykjavík en umsjónarmaður ann- ars þeirra ætlar að hætta með hund- inn í haust. Rolf A. von Krogh, yfirmaður hjá tollgæslunni í Noregi og námskeiðs- haldari hjá Metropolitan-lögreglunni í London, fékk hundana í London í byrjun árs og hefur síðan þjálfað þá í Noregi, en er nú með námskeið fyrir þá og umsjónarmenn þeirra hérlendis. Ester Pálmadóttir, sem er með fíkniefnaleitarhund á Keflavíkur- flugvelli, er honum til aðstoðar og verður umsjónarmönnum hundanna innan handar í framhaldinu, en hún er eini Íslendingurinn sem hefur lokið leiðbeinendanámi með prófi í þessum fræðum hjá Metropol- itan-lögreglunni í London. Toll- gæslan í Noregi fylgist líka áfram með gangi mála og fulltrúi hennar kemur árlega til að kanna stöðuna og gæta þess að kröfur séu upp- fylltar. Hundategundin skiptir ekki máli Til þessa hefur verið fylgt dönsk- um aðferðum varðandi þjálfun fíkni- efnaleitarhunda á Íslandi, en með hundinum sem Ester er með var norska aðferðin tekin upp. Hún fór á námskeið hjá tollgæslunni í Nor- egi 1998 og segir að þar með hafi samstarf við Norðmenn á þessu sviði byrjað. „Ég heillaðist af hundunum þeirra og við fengum hundinn sem ég er með frá þeim árið 2000,“ segir hún. „Hann er sérþjálfaður í leit á fólki, en fyrst þarf hundurinn að hafa farið í gegnum allt grunnnám eins og hér er áður en hægt er að kenna honum að leita á fólki.“ Ester segir að samkvæmt norsku aðferðinni sé eftirlitið miklu strang- ara og þjálfunin meiri. Hundarnir þurfi að ná vissum prófum árlega og þeir þurfi að vera í svo góðri líkam- legri og andlegri þjálfun að þeir geti leitað í nokkra klukkutíma á svæði þar sem vitað sé að engin efni sé að finna. Ekki séu lengur keyptir hvolpar heldur hundar sem vitað sé að hafi þá eiginleika sem verið sé að leita að. „Það þarf því hvorki að eyða miklum peningum né tíma í að þjálfa upp hund sem stendur síðan hugsanlega ekki undir væntingum,“ segir hún og bætir við að tegundin skipti ekki máli. „Aðalatriðið er að hundurinn geti unnið þessa vinnu.“ Rolf segir að hann hafi skoðað 81 hund í London fyrir tollgæsluna á Íslandi áður en hann hafi valið þrjá hunda, en síðan hafi hann þjálfað þá í fimm mánuði í Noregi. Nú sé hann hins vegar með fimm vikna sameig- inlegt grunnnámskeið fyrir hundana og umsjónarmenn þeirra, en umsjónarmennirnir þurfi að fara í gegnum erfitt bóklegt og verklegt nám til að öðlast tilskilin réttindi. „Aðferðir okkar hafa skilað góðum árangri í Noregi og við höfum átt gott samstarf við tollgæsluna í Bret- landi og Metropolitan-lögregluna í London en ég hef verið með nám- skeið á leiðbeinendaskóla þeirra síð- an 1998. Ester er eini Íslending- urinn sem hefur lokið prófi frá skólanum og það auðveldar henni að velja réttu hundana og halda nám- skeið auk þess sem nú hefur hún réttu samböndin og því ætti íslenska tollgæslan ekki að þurfa að fá að- stoð frá Noregi í þessu efni í fram- tíðinni.“ Umsjónarmaður hundsins sér al- farið um hann og ber ábyrgð á að hann sé í nægilega góðri þjálfun. Á námskeiðinu nú eru hundarnir með- al annars æfðir í að finna fíkniefni í vörusendingum. „Ég er mjög ánægður með frammistöðu hundanna og sérstaklega hefur ver- ið ánægjulegt að sjá að þeir hafa ekki látið utanaðkomandi áreiti trufla sig við vinnuna. Hlutverk þeirra er að finna fíkniefni og þeir standa sig mjög vel í því enda eru þetta hundar sem allar tollgæslur gætu verið sæmdar af að hafa í sinni þjónustu,“ segir Rolf. Fíkniefnalögreglan flytur inn þrjá hunda til þess að starfa við fíkniefnaleit Mikil þjálfun skilar góðum árangri Morgunblaðið/Jim Smart Hundarnir þurfa mikla þjálfun en hún skilar miklum árangri við leit að fíkniefnum. Fíkniefnahundur rannsakar stafla af pökkum og leitar að grunsamlegri lykt. Rolf A. von Krogh og Ester Pálmadóttir með fíkniefnaleitar- hund sem nota á í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.