Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ 2003 17 U NDANFARIÐ hefur verið nokkur um- ræða um tilvist og tilgang einkaskóla á grunnskólastigi og sitt sýnist hverjum í því efni. Svip- uð umræða fór reyndar fram fyrir nokkrum árum varðandi einka- rekstur á háskólastigi. Almenn sátt er nú orðin um einkaskóla á há- skólastigi. Þeir hafa eflt nám og námsval á háskólastigi til muna svo nú eru níu háskólar á landinu sem bjóða upp á fjölbreytta námsmögu- leika en áður var hér aðeins einn. 70% hollenskra barna í sjálfstæðum skólum Verslunarráð Íslands fjallar í ný- útkominni skýrslu sinni, Valfrelsi í grunnskólum, um mögulega að- komu einkaaðila að rekstri skóla á grunnskólastigi hér á landi og er sérstaklega fjallað um reynslu ná- grannaþjóða okkar í þessum efn- um. Hollendingar hafa langa og góða reynslu af einkaframtaki á grunnskólastigi og um 70% hol- lenskra barna ganga í svokallaða sjálfstæða skóla en það eru einka- skólar sem hið opinbera hefur gert þjónustusamninga við. 30% barna í landinu ganga í skóla sem hið op- inbera rekur sjálft. Stjórnvöld greiða fast framlag með hverjum nemanda óháð því hvaða skóla hann sækir. Skólar þurfa ekki og er í raun ekki heimilt að innheimta skólagjöld frá foreldrum, en mega taka gjald fyrir þátttöku barna í starfsemi sem fellur utan hefð- bundins skólastarfs. Öllum nem- endum er þannig gefinn kostur á að velja þann skóla sem foreldrar og nemendur telja bestan óháð efna- hag þeirra. Það má því segja að undirstaðan í grunnmenntakerfi Hollendinga byggist á ávísanakerfi þar sem fjármögnun er tryggð af hinu opinbera en féð færist með nemandanum í þann skóla sem hann velur, hvort sem skólinn er á vegum hins opinbera eða einkarek- inn. Þessi aðferð byggir á traustum grunni enda hafa ákvæði um rétt til þess að stofna skóla verið bundin í stjórnarskrá Hollands allt frá árinu 1848 og fast framlag á hvern nem- anda frá árinu 1917. Einkar auðvelt er að stofna skóla í Hollandi en stjórnvöld setja skólunum reglur um laun kennara, skilgreina aðal- námsskrá og nemendur taka sam- ræmd próf. Að uppfylltum þessum skilyrðum hefur hver skóli frjáls- ræði varðandi skipulag og það hvernig rekstrarfé er varið sem aft- ur hefur leitt til aukinna gæða kennslu, minna skrifræðis og minni kostnaðar. Kostnaður Hollendinga við rekstur menntakerfsins er nálægt meðaltali OECD-ríkjanna og er tal- ið að sjálfstæðu skólarnir bjóði framúrskarandi menntun og séu vel reknir. Reyndar hefur árangur nemenda í sjálfstæðu skólunum verið betri en hjá skólum hins op- inbera í prófum. Ekki er hægt að tengja það hagstæðari samsetningu nemendanna í einkaskólum því þegar 70% barna ganga í sjálfstæða skóla er í raun útilokað að þar sé aðeins fleyttur rjóminn af nem- endum. Samkeppni milli skóla er einnig mikil og minnkar það getu þeirra til að velja og hafna nem- endum. Athyglisvert er að þrátt fyrir að kostn- aður við hollenska skóla- kerfið sé nálægt meðal- lagi er árangur nemenda í alþjóðlegum sam- anburði góður og er meðal þess besta í Evrópu í samræmdum al- þjóðlegum prófum eins og TIMMS. Hollenska leiðin fyrir Ísland? Hollenska leiðin er einkar áhuga- verð og vert fyrir okkur Íslendinga að skoða hana nánar. Nauðsynlegt er að hleypa auknu lífi og sam- keppni í grunnskólakerfi okkar, rétt eins og gert hefur verið á há- skólastiginu. Um leið verður að tryggja að nemendur og foreldrar geti valið milli grunnskóla óháð efnahag og hverfaskiptingu. Skóla- kerfið yrði fjármagnað af hinu op- inbera, fjármagn með hverjum nemanda væri tryggt og öruggt, en í því felst hið raunverulega val, óháð efnahag. Með hollensku leið- inni kæmist á samkeppni um nem- endur og skólanir yrðu að verða við kröfum foreldra og nemenda um gæði menntunar og þróun hennar. Íslenskt grunnskólakerfi er ágætt að mörgu leyti en skólastarf þarf að vera lifandi og í sífelldri þróun því samfélagið og vinnumarkaðurinn eru það. Samkeppni milli skóla er vísasta leiðin til að bæta nám og efla þannig grunnmenntun í land- inu. Betri grunn- skólar – hollenska leiðin Höfundur er hagfræðingur og vara- þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Í greininni er byggt á gögnum úr skýrslu Verslunarráðs um Valfrelsi í grunn- skólum (2003) og skýrslu Adam Smith Institute, Learning from Eu- rope (2002). Eftir Guðrúnu Ingu Ingólfsdóttur ’ Nauðsynlegt er að hleypaauknu lífi og samkeppni í grunnskólakerfi okkar. ‘ m hefur tekist að veita þeim við- kmið, sannfæringu. Það er því gin tilviljun að nokkrir franskir- nar, eins og þeir eru kallaðir, ð viðriðnir hryðjuverk. Þessir nn eru fórnarlömb þess tóms, enndar og þeirrar fáránlegu þeim hefur verið komið í. Þeir m sjá um að lokka fólk til fylgis uverkasamtök vita hvert þeir eita og hvernig þeir ná taki á nýta sér andlega veikleika, strá r biturrar reynslu, erfiðleikana a því að aðlagast samfélaginu. a sem er með óljósa og við- álfsmynd getur leiðst út í að trúlegustu ódæði. Hún getur un í líf og ást út fyrir þrá eftir morði. Sá sem hefur ekkert til ér í hefur ekkert yfir-sjálf leng- viðkomandi er þar að auki boðið ilbúna“ sjálfsmynd (íslam eru ðin sem svara öllum þínum m, sefa örvæntinguna, einsemd- m færir þér stolt þitt aftur… leypur hann af stað, gefur sig ur sig alfarið á vald þessum út- orðingjum. ld er þarna aðeins um að ræða ot af öllu þessu unga fólki. En m hryðjuverkamenn nýta sér er samt sem áður sannarlega fyrir hendi og orsök þess er sú að þau hafa verið látin til hliðar, vanrækt alvarlega. Nú er mikið rætt um að hjálpa þurfi fólki að laga sig að samfélaginu. Nú þarf að laga það sem aflaga hefur farið og stokka spilin upp á nýtt. Viðurkenna að Frakkland ber ábyrgðina að hluta til og að það eigi erfitt með að yfirvinna tortryggni og refsingar og ná því stigi að treysta fólki. Frakkland hefur enn ekki borið gæfu til að elska þetta unga þeldökka og litríka fólk. Það hefur ekki fylgst með því vaxa úr grasi. En það mætti líka minnast á ábyrgð landanna þangað sem það á ætt- ir sínar að rekja. Einnig þau hafa látið reka á reiðanum og hafa ekki hugsað neitt fyrir þeim börnum þeim þau missa úr landi. Stúlkurnar eru mun ákveðnari og bar- áttuglaðari en drengirnir og sumar þeirra ná að rífa sig upp úr þessum ömurlegu að- stæðum. Þær vita að réttindabarátta kvenna í Frakklandi snertir þær líka og að þær fá ekki að njóta hennar í Norður- Afríku. Ástæðan fyrir því að þær tengjast Frakklandi svo nánum böndum sem raun ber vitni er líka sú að að þetta atriði skipt- ir höfuðmáli fyrir þær. Frakkland gæti orðið tækifæri fyrir ísl- am: ef múslimar í Frakklandi semja sig í eitt skipti fyrir öll að lýðveldinu myndu þeir sýna og sanna að ekkert í íslam bann- ar að einstaklingurinn fái notið sín og starfi þar af leiðandi í anda lýðræðisins. En það verður að koma í veg fyrir að „málaliðar“ trúarinnar nái að blanda stjórnmálum saman við trúna og af- skræma hana svo mikið að hún verði að hugmyndafræði ógnar og hryllings. Það er tími til kominn að Frakkland hugsi ákveð- ið og einlæglega um þessa nýju tegund Frakka sem unna þessu landi og hafa engu öðru landi að þjóna. En það kostar hugmyndaflug og dirfsku: veita þarf umtalsverðu fé til þess, hugsa borgarskipulag og skólamál uppá nýtt, hvika ekki frá meginreglunni um trú- leysi í skólum. Sannfæra sjálfan sig og al- menning um að mannlífið í þessu landi er að breytast, verða litríkara. Það að hjálpa fólki til þess að laga sig að samfélaginu er ekki endilega ást, það er nokkuð sem fólk deilir með sér, gagnkvæm skuldbinding, en einkum virðing og viðurkenning á báða bóga, meginreglan um réttindi og skyldur í framkvæmd. rki eftirlit né refsing Tahar Ben Jelloun er rithöfundur frá Marokkó, búsettur í París. Ein bóka hans, Kynþátta- fordómar, hvað er það pabbi? hefur komið út á íslensku. Þessi grein birtist áður í tímaritinu Le Nouvel Observateur. Friðrik Rafnsson þýddi. Reuters nnflytjendur krefjast landvistarleyfa við Sainte Jeanne d’Arc-kirkjuna í París. ekki kostur í stöðunni. Slíkum samningum fylgir óviðunandi fullveldisframsal án nokk- urrar beinnar aðkomu að stofnunum sam- bandsins. Rökréttast er að undirbúa vel og vandlega umsókn að ESB með það að mark- miði að ná samningi sem tryggir okkur full yfirráð yfir fiskimiðunum. Sem á að vera skil- yrði aðildar Íslendinga að ESB. Dýrustu lönd í heimi Það hefur ítrekað verið sýnt fram á það að aðild Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands að ESB hefur leitt til mikilla lífskjarabóta fyrir allan almenning í löndunum. Vöruverð lækkar stórum og samkeppnisstaða atvinnulífsins batnar. Almenningur á Íslandi og í Noregi má hinsvegar búa við mun lakari kjör en íbúar hinna Norðurlandanna og okurverð á lánsfé og matvælum. Þetta er óþolandi staða fyrir neytendur í þessum löndum sem hljóta að eiga kröfu á því að látið verði reyna á aðildar- umsókn á næstu misserum. Einnig er það dæmalaust að fullvalda ríki í slíku samstarfi skuli sætta sig við það að taka möglunarlaust við lögum og reglugerðum ESB án þess að hafa neitt um það að segja með aðkomu að lagasetningu og framkvæmdastjórn sam- bandsins. Tíu milljarða kaupmáttaraukning Andstaða ráðamanna við aðild að ESB hef- ur nú þegar kostað okkur mörg tækifæri. Lífskjör Íslendinga eru fyrir vikið verri en þjóða Evrópusambandsins og tækifæri unga fólksins færri. Vextir á Íslandi eru mikið hærri, verðbólgan meiri og gjaldmiðillinn veikari en í Evrópusambandinu. Upptaka Evrunnar hefði í för með sér miklar vaxta- lækkanir og þar með gríðarlegar lífskjara- bætur fyrir almenning í landinu. Komið hefur fram að ef við byggjum við sama vaxtastig og Evrulöndin hefði það í för með sér 8% kaup- máttaraukningu. Heilir 10 milljarðar sætu eft- ir í buddum landsmanna. Auk þessa myndi vöruverð lækka, sem meira og minna er í lúx- úsflokki hérlendis og kostar þjóðarbúið trú- lega miklar tekjur þar sem okrið fælir ferða- menn frá landinu. Það er einfaldlega mikið dýrara að draga fram lífið á Íslandi en í Evópusambandinu. Dýrara að koma sér upp þaki yfir höfuðið og brauðfæða fjölskylduna. Þessu verður að breyta. Yfirráðin yfir auðlindinni Evrópuumræðan hefur alltof oft verið á af- ar lágu „með eða móti“-plani. Málið er miklu flóknara en það hvort hægt sé að vera fyrir- fram „með eða móti.“ Þjóðarhagsmunir kalla á vandaða, yfirvegaða og ítarlega umræðu þar sem farið er upp úr hjólförum flokka- stjórnmálanna. Pólitískt pantaðar skýrslur og skrumskældar skoðanakannanir þjóna engum tilgangi öðrum en að drepa þessu mikilvæga máli á dreif og fresta því að Íslendingar kom- ist að niðurstöðu um það hvort við eigum að freista þess að ná samningsstöðu sem full- nægir hagsmunum okkar. Stærsta málið í allri umræðu um Ísland og Evrópu snýr að yfirráðum yfir fiskveiði- lögsögunni. Án fullra yfirráða yfir auðlindinni kemur aðild að ESB ekki til greina. Hins- vegar bendir allt til þess að við samninga- viðræður héldum við fullum yfirráðum yfir auðlindinni. Enda yrði það alltaf samnings- markmið númer eitt ef til viðræðna yrði geng- ið. Til þess þarf að tryggja að við yrðum ein þjóða um veiðarnar og stjórnuðum heildarafl- anum á Íslandsmiðum. Samkvæmt niðurstöðu skýrsluhöfunda Samfylkingarinnar í bókinni Ísland í Evrópu eru sjávarútvegsmálin ekki fyrirstaða ef til aðildarumsóknar kæmi. r tímaspursmál Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. ’ Ábyrg og framsýn ríkis-stjórn á Íslandi væri nú að undirbúa af fullum krafti að- ildarumsókn Íslendinga að Evrópusambandinu. ‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.