Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 188 . TBL. 91. ÁRG. MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Knattelskur kaupahéðinn Rússinn Roman Abramovits er nýr eigandi Chelsea | Viðskipti 11 Keppti þrátt fyrir flensu Jón Arnar Magnússon annar í tugþraut í Ratingen | Íþróttir 3 Þefvísir hundar Þrír nýir fíkniefnaleitarhundar fluttir inn til landsins | 9 FRAMKVÆMDARÁÐ Íraks kom saman í fyrsta skipti í gær og fundinum var lýst sem tímamóta- skrefi í þá átt að endurreisa landið og undirbúa lýðræðislegar kosningar sem hugsanlegt er að fari fram þegar á næsta ári. Sergio Viera de Mello, sendimaður Sameinuðu þjóðanna í Írak, lýsti fyrsta fundi framkvæmda- ráðsins sem „tímamótadegi í sögu landsins“. Hann sagði að landið væri nú „fullgildur aðili að samfélagi þjóðanna“ eftir að hafa verið einangrað á alþjóðavettvangi frá því að Írakar réðust inn í grannríkið Kúveit árið 1990. Í framkvæmdaráðinu sitja 25 Írakar, þar af 13 sjítar. Súnnítar, sem höfðu bæði tögl og hagldir í landinu á 35 ára valdatíma Saddams Husseins, eiga þar aðeins fimm fulltrúa. Í ráðinu eru einnig fimm Kúrdar, einn Túrkmeni og einn kristinn Íraki. Bremer með neitunarvald Ráðið á að hafa umsjón með undirbúningi lýð- ræðislegra kosninga, tilnefna ráðherra og stjórn- arerindreka, samþykkja fjárlög og skipa nefnd sem á að semja nýja stjórnarskrá. Hernámsliðið á að bera ábyrgð á öryggi landsins áfram og Paul Bremer, leiðtogi hernámsstjórnarinnar, hefur neitunarvald í öllum málum, að sögn heimildar- manns AFP-fréttastofunnar hjá Sameinuðu þjóð- unum. Einn fulltrúanna í framkvæmdaráðinu, Adnan Pachachi, kvaðst þó telja ólíklegt að Bremer beitti neitunarvaldinu. „Tímamóta- dagur“ í Írak Fyrsti fundur írasks framkvæmdaráðs EPA Mohammed Bahr al-Uloum, sjía-klerkur frá Naj- af (t.h.), ræðir við sjítann Abdul Aziz al-Hakim á fyrsta fundi íraska framkvæmdaráðsins í gær. Bagdad. AFP. VERÐ á lýsi og mjöli hefur verið gott og stöðugt að undanförnu að sögn Björgólfs Jóhannssonar forstjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Björg- ólfur sagði að miðað við það sem oft hefði verið áð- ur væri verð í erlendum gjaldmiðlum gott en mjöl er einkum selt fyrir pund en lýsi mest fyrir doll- ara. Hann sagðist þó jafnvel búast við því að mjöl- verð mundi lækka eitthvað á næstunni, þótt hann teldi ekki að sú lækkun yrði mikil og að verðið hækkaði aftur með haustinu. Mjög vel hefur gengið á kolmunnaveiðum að undanförnu og sömu sögu er að segja af loðnuveið- um þegar gefið hefur. Björgólfur bjóst við að sumarloðnuverðtíðinni lyki í lok júlímánaðar en taldi góðar horfur vera framundan í kolmunnaveiðum. Fimm til sex skip á vegum Síldarvinnslunar hafa verið við kolmunna- veiðar en skip sem verið hafa á síldveiðum munu sennilega skipta yfir á kolmunna á næstunni enda mikil áhersla lögð á að ná kolmunnanum í kjölfar kvótaaukningarinnar sem varð nýverið. Nóg er því að gera í bræðslu í Neskaupstað í sumar, enda fer kolmunni allur í bræðslu. Í júlí hafa fjórar bræðslur verið í gangi á vegum fyrirtækisins. Það er aðeins verksmiðjan í Helguvík sem hefur verið lokuð. Gísli Jónatansson, forstjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, sagði í samtali við Morgunblaðið að vel hefði gengið það sem af væri árinu og að fiski- mjölsverksmiðjan hefði tekið við 86 þúsund tonn- um af hráefni það sem af væri ári. Frá því að vinnslan byrjaði árið 1996 hefur verið tekið á móti 75–103 þúsund tonnum á ári en allt árið í fyrra var tekið á móti 77 þúsund tonnum. Gísli sagði að mest hefði verið unnið af kolmunna, tæplega 50 þúsund tonn en afgangurinn væri loðna og síld. Mikið af erlendum skipum hefur landað á Fáskrúðsfirði og hafa landanir þeirra verið mikil lyftistöng fyrir at- vinnulífið þar. Að sögn Gísla hafa færeysk skip verið í meirihluta og þá einkum meðan verkfall stóð yfir í Færeyjum í maímánuði. Norsk og skosk skip hafa einnig landað í nokkrum mæli á Fá- skrúðsfirði en Loðnuvinnslan heldur sjálf úti einu skipi, Hoffelli. Gísli sagði að verð fyrir mjöl og lýsi hefði verið gott fram eftir ári en í ljósi mikils framboðs af mjöli hefði mjölverð farið lækkandi að undan- förnu. Styrking pundsins hefur þó dregið úr áhrif- um verðlækkunarinnar. Lýsisverð sagði Gísli hafa haldist stöðugt þrátt fyrir að erfitt væri að selja lýsi. Um 170 manns vinna nú hjá Loðnuvinnslunni sem er svipaður fjöldi og verið hefur síðustu ár. Gott verð á fiskimjöli og lýsi Vel hefur gengið á kolmunna- og loðnu- veiðum að undanförnu Morgunblaðið/Albert Kemp Norska skipið Rav frá Þrándheimi landaði um 1.000 tonnum af loðnu í Fáskrúðsfirði í gær. MILLJÓNIR manna hafa flúið heimili sín vegna flóða í Kína, Bangladesh og á Indlandi síðustu mánuði. Fregnir hermdu í gær að alls hefðu meira en 700 manns látið lífið af völdum flóða í þessum lönd- um það sem af er árinu, þar af um 580 í Kína. Indverji situr hér í skúr í bænum Narikoli í indverska sambandsrík- inu Assam. Þrjár milljónir manna hafa flúið heimkynni sín í Assam og flóðin þar hafa kostað um 25 manns lífið. Indversk yfirvöld telja að allt að 50.000 flóttafólksins þjá- ist af sjúkdómum eins og malaríu. Óttast er að allt að 75 manns hafi látið lífið í tveimur aur- skriðum í suðvesturhluta Kína í gær. Um 800 manns leituðu að fólkinu, þeirra á meðal 150 her- menn.EPA Milljónir manna flýja heimili sín CONDOLEEZZA Rice, þjóðaröryggisráð- gjafi Bandaríkjanna, sagði í gær að um- deild fullyrðing George W. Bush Banda- ríkjaforseta um að Írakar hefðu falast eftir úrani í kjarnavopn væri rétt. Hún viður- kenndi þó að fullyrðingin hefði ekki átt að vera í stefnuræðu forsetans á Bandaríkja- þingi í janúar. Rice og Donald Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, sögðu einnig að Bandaríkjamenn og Bretar hefðu undir höndum nokkur leyniþjónustugögn sem renndu stoðum undir ásökunina um að stjórn Saddams Huss- eins hefði reynt að kaupa úran í Afríkuríkinu Níg- er. Þau sögðu þó bæði að leyniþjónustugögnin stæðust ekki þær miklu kröfur sem gerðar væru til upplýsinga sem not- aðar væru í stefnuræð- um Bandaríkjaforseta. Þau staðfestu fréttir um að George Tenet, yfirmaður leyniþjónust- unnar, hefði látið taka svipaða fullyrðingu úr texta ræðu sem Bush flutti í október, þremur mánuðum fyrir stefnuræðuna. „Breska stjórnin hefur komist að því að Saddam Hussein falaðist nýlega eftir veru- legu magni af úrani frá Afríku,“ sagði Bush í stefnuræðunni. „Þessi yfirlýsing var vissulega rétt. Breska stjórnin sagði þetta,“ sagði Rice og bætti við að fullyrð- ingin hefði byggst á nokkrum heimildum, ekki aðeins skjölum sem reyndust hafa verið fölsuð. Deilt um hvort stjórn Saddams falaðist eftir úrani í kjarnavopn Rice segir að fullyrðing Bush forseta sé rétt Washington. AP, AFP.  Lét taka/12 Condoleezza Rice

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.