Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 24
DAGBÓK 24 MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Baldvin kemur í dag, Princess Danae fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Brúarfoss og Ludvik Andersen koma í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Vinnu- stofa og leikfimi kl. 9, boccia kl. 10, vinnu- stofa. Félagsvist í dag kl. 14. Árskógar 4. Kl. 11 boccia. Smíðastofan er lokuð til 11. ágúst. Handavinnustofan er lokuð vegna sum- arleyfa. Kl. 13.30 fé- lagsvist, kl. 16 mynd- list. Púttvöllur opinn mánudag til föstudags kl. 9–16.30. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10–11.30 sam- verustund. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 kl. 20.30. Fótaaðgerð frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin kl. 16.30–18, s. 554 1226. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9 fótaaðgerð og mynd- list, kl. 10–12 versl- unin opin, kl. 13 fönd- ur og handavinna. Félagsstarfið Dal- braut 18–20. Kl. 13 frjáls spilamennska (brids). Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 9–16 opin handavinnustofan, kl. 9–12 myndlist, kl. 13– 16 körfugerð, kl. 11– 11.30 leikfimi, kl. 13– 16 spilað, kl. 10–13 verslunin opin. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Bað kl. 9– 12, opin vinnustofa, kl. 9–16, félagsvist kl. 14, kl. 9–12 hárgreiðsla. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraun- seli, Flatahrauni 3. Félagsvist kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Brids kl. 13. spilað í Ölveri. S. 588 2111. Gerðuberg, félags- starf. Lokað vegna sumarleyfa frá 30. júní til 12. ágúst. Sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug á mánud., miðvikud. og föstud. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, leiðbeinandi á staðnum kl. 9.30–12. Gullsmári, Gullsmára 13. Lokað vegna sum- arleyfa til 5. ágúst. Hárgreiðuslustofan og fótaaðgerðarstofan verða opnar. Hraunbær 105. Kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 bænastund, kl. 13 hár- greiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 13 frjáls spila- mennska. Fótaaðgerð- ir. Norðurbrún 1. Kl. 10– 11 ganga, kl. 9–15 fótaaðgerð. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9.30– 10.30 boccia, kl.11–12 leikfimi, kl. 13–16 kór- æfing. Vitatorg. Kl. kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 hand- mennt og morgun- stund, kl. 10 fótaað- gerð og boccia, kl. 13 frjáls spil. Ferðaklúbburinn Flækjufótur. Vegna forfalla eru tvö sæti laus í sumarferðina 19.–23. júlí. Uppl. í síma 898 2468. Brúðubíllinn Brúðubíllinn verður í dag mánudaginn 14. júlí kl. 10 við Fróðengi og kl. 14 við Frosta- skjól. Og á morgun þriðjudaginn 15. júlí kl. 10 við Rauðalæk og kl. 14 við Vesturberg. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Vest- fjörðum: Jón Jóhann Jónsson, Hlíf II, Ísa- firði, s. 456 3380 Jón- ína Högnadóttir, Esso- verslunin, Ísafirði, s. 456 3990 Jóhann Kárason, Engjavegi 8, Ísafirði, s. 456 3538 Kristín Karvelsdóttir, Miðstræti 14, Bolung- arvík, s. 456 7358. Minningarkort Sjálfs- bjargar, félags fatl- aðra á höfuðborgar- svæðinu, eru afgreidd í síma 551-7868 á skrifstofutíma og í öll- um helstu apótekum. Gíró- og kreditkorta- greiðslur. Minningarkort For- eldra- og vinafélags Kópavogshælis fást á skrifstofu endurhæf- ingardeildar Landspít- alans Kópavogi (fyrr- verandi Kópavogs- hæli), síma 560-2700 og skrifstofu Styrkt- arfélags vangefinna, s. 551-5941 gegn heim- sendingu gíróseðils. Félag MND-sjúklinga selur minningarkort á skrifstofu félagsins, Norðurbraut 41, Hafn- arfirði. Hægt er að hringja í síma 565- 5727. Allur ágóði rennur til starfsemi félagsins. Minningarkort Breið- firðingafélagsins eru til sölu hjá Sveini Sig- urjónssyni, s. 555-0383 eða 899-1161. Í dag er mánudagur 14. júlí, 195. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Ef þér fyrirgefið mönnum mis- gjörðir þeirra, þá mun og faðir yð- ar himneskur fyrirgefa yður. (Matt. 6, 14.)     Orri Páll Jóhannssonbúfræðingur skrifar pistil í vefritið Sellan.is og býsnast yfir afstöðu landbúnaðarráðherra til landbúnaðarskólanna á Hólum, Hvanneyri og Reykjum í Ölfusi.     Orri Páll vitnar til um-mæla Guðna Ágústs- sonar í Bændablaðinu, þar sem hann segir m.a.: „Ég sé ekki fyrir mér að landbúnaðarskólarnir verði sameinaðir. Þeir standa faglega mjög sterkt allir og hafa markað með sér verka- skiptingu og sérstöðu.“ Í viðtalinu segir Guðni jafnframt að fáar stéttir sæki nú jafnmikið í end- urmenntun og bændur og þeirra fólk, þess vegna hafi hann lagt áherzlu á að bæði Hóla- skóli og Garðyrkjuskól- inn að Reykjum yrðu há- skólastofnanir.     Tilsvör ráðherra komumér búfræðingnum verulega á óvart,“ skrif- ar Orri Páll. „Við Land- búnaðarháskólann á Hvanneyri stunduðu ein- hverjir 140 nemendur nám sl. vetur og stór hluti þeirra, eins og ráð- herra bendir á, einhvers konar endurmenntun eða fjarnám. Hlutfall nemenda sem eru í fullu námi heima á eyrinni er því töluvert lægra. Vissulega hefur Land- búnaðarháskólinn á Hvanneyri ákveðna sér- stöðu meðal háskólanna á Íslandi enda býr ekki nokkur þjóð í heiminum, svo fámenn sem við er- um, við jafnmarga há- skóla eða möguleika til þess að ljúka prófgráðu á háskólastigi. En er þetta rökrétt þróun? Í samanburði við Ný- fundnaland, sem orðið er eitt þrettán héraða í Kanada, þá eru Nýfund- lendingar um 500.000 en við Íslendingar rétt rúm- lega helmingur þeirra. Á meðan við státum af a.m.k. átta háskólum og viljum þá helst fleiri, þá er aðeins einn háskóli á Nýfundnalandi!“     Orri heldur áfram:„Hvað gera Nýfund- lendingar sem vilja stunda nám í landbún- aði? Jú, sameinast grönnum sínum úr fjór- um öðrum héruðum af austurströnd Kanada í einum, fámennum land- búnaðarháskóla í Nova Scotia. Allt er þetta jú innan sama landsins, en þarna þjónar litli skólinn í Nova Scotia öllum þeim nemendum sem hafa huga á að nema landbún- aðarfræði. Og dugir það? Gott betur, því eft- irspurnin eftir námi sem þessu er afskaplega tak- mörkuð, hér sem erlend- is. …Ég tel fyrir víst að ef menn ekki vilja við- urkenna veikan mátt landbúnaðarskólanna vegna smæðar þeirra, þá leysa þeir aldrei vanda- málið með því að koma þeim öllum á há- skólastig.“ STAKSTEINAR Of margir land- búnaðarháskólar? Víkverji skrifar... VÍKVERJA finnst gaman að sjásýnd mörkin sem skoruð eru í efstu deild karla í knattspyrnu. Bæði á Ríkissjónvarpinu og Stöð 2/Sýn eru menn duglegir við að sýna svo- kallaðar markasyrpur eftir að spiluð hefur verið umferð í deildinni. Eitt finnst Víkverja þó kyndugt hjá íþróttadeild Ríkissjónvarpsins. Það er þegar verið er að sýna stutt brot úr leikjum dagsins og sjónvarps- menn sjá ástæðu til að sýna sér- staklega frá því þegar flautað er til leikhlés og leikmenn ganga til bún- ingsklefa. Varla er það af því að svo fá spennuþrungin augnablik eru í leikjunum almennt sem ástæða þyk- ir til að sýna slík brot (sem eru hreint út sagt ekkert spennandi)? x x x FYRIR skömmu rann út árskortsem Víkverji hefur haft hjá lík- amsræktarstöðinni World Class. Víkverji tók þá ákvörðun að kaupa sér ekki nýtt kort að sinni, enda um það bil að bregða sér af landi brott í sumarfrí og taldi skynsamlegra að bíða fram í september með kaupin á nýju korti. Um daginn fékk hann hins vegar mikla þörf til að hreyfa sig og datt í hug að hann gæti bara keypt sér stakan tíma í líkamsrækt- arstöðinni. Á daginn kom hins vegar að stakur tími hjá World Class kost- ar rúmar eitt þúsund krónur. Það fannst Víkverja býsna mikið og fór frekar og keypti sér tíu miða sund- kort fyrir fimmtán hundruð krónur. x x x VÍKVERJA hefur um nokkra hríðþótt gott að fá sér kaffi á Súfist- anum, kaffihúsinu sem rekið er á efri hæð bókabúðar Máls og menningar á Laugavegi. Hægt er að næla sér í tímarit niðri í versluninni (fá lánað) og hafa með upp, svona til að hafa eitthvað að lesa. Nú er hins vegar svo komið að fleiri en Víkverji hafa áttað sig á tilurð þessa ágæta af- dreps; a.m.k. þurfti hann frá að hverfa nokkra daga í þessari viku og skipti engu þó að komið væri á þeim tíma dags, þegar halda mætti að minna væri að gera. Víkverji ætlast auðvitað ekki til þess að sitja einn að gæðunum og auðvitað er hann ánægður að fleiri skuli nú kunna að njóta þessa ágæta kaffihúss en áður. Því er þó ekki að neita að hann hefur oft verið glað- lyndari en á miðvikudag, þegar hann varð frá að hverfa í þriðja sinn í sömu vikunni! Morgunblaðið/Jim SmartÞað er hollt að hreyfa sig. Borgfirðingar bjóða ekki upp á kaffihlaðborð ÁSDÍS hafði samband við Velvakanda og kvaðst hissa á því að ekki væri hægt að komast í kaffihlaðborð í Borgarfirði. Hún dvaldist í Munaðarnesi og að hennar sögn er enginn veitinga- staður þar í nágrenninu sem býður upp á kaffihlað- borð. Henni finnst Borg- firðingar ekki hafa nýtt sér nægilega þá möguleika sem felast í þeim fjölda ferða- manna sem þarna dveljast. Þeir ættu að taka Árnes- inga sér til fyrirmyndar í þessum efnum, en þar er auðvelt að komast í kaffi- hlaðborð. Öllum brögðum beitt KÆRI lesandi, ímyndaðu þér land þar sem lög og réttur ná aðeins til þess eigin ríkisborgara, þar sem útlendingum er hiklaust stungið í steininn án upp- gefinna sakargifta og án þess að fá aðgang að lög- fræðingi. Ímyndaðu þér að síðan sé réttað yfir þeim af herdómstóli fyrir luktum dyrum, þeir dæmdir og hugsanlega teknir af lífi án þess að koma nokkrum vörnum við. Ímyndaðu þér svo að stjórnvöld þessa lands beiti öllum brögðum til að neyða aðrar þjóðir til að undan- skilja borgara sína ákvæð- um um alþjóðlegan glæpa- dómstól, hiki ekki við að kúga þær til hlýðni í þeim efnum. Er ekki full ástæða til þess að ríkisstjórnin vari ís- lenska ríkisborgara við ferðalögum til slíks lands? Er yfirleitt hægt að eiga í einhverjum samskiptum við slíkt land? Er ekki bein- línis hlægilegt að tala um að slíkt land annist varnir okkar? Húsmóðir í Austurbænum. Húfan er ekki ásættanleg ÞÆR eru öfundsverðar færeysku konurnar sem skörtuðu þjóðbúningum sínum í Ólafsvík á dögun- um. Þeirra þjóðbúningur er mjög líkur þeim íslenska nema húfan, sem þær eru svo heppnar að losna við. Ég á íslenskan búning en nota hann mjög sjaldan vegna húfunnar sem ég mun aldrei geta sætt mig við. Ég veit um fleiri sem vilja ekki nota búninginn vegna húfunnar. Gaman væri að fá álit fleiri kvenna á notkun húfunnar á ís- lenska búningnum. Elín. Falleg hringtorg ÖRN hafði samband við Velvakanda og var djúpt snortinn yfir fegurð hring- torga í Grafarvoginum. Hann kvaðst ekki hafa séð svo falleg og vel hirt hring- torg á allri sinni ævi. Hringtorgin eru vel hirt og skarta fallegum blómum. Örn vildi hvetja sem flesta til þess að veita þessum hringtorgum eftirtekt. Athugull áhorfandi. Tapað/fundið Kannast þú við þessa mynd? ÉG FANN forláta mynda- vél og framkallaði filmuna sem í henni var. Meðfylgj- andi mynd er ein af þeim. Kannist þú við myndina væri ráð að hafa samband í síma 894 5362. Sigurður Guðmundsson. Bangsi tapaðist Í VETUR tapaðist brúnn bangsi í skólaferðalagi út á Gróttu. Hans er sárt sakn- að. Vinsamlegast hringið í 552 5922 ef þið hafið bangs- ann undir höndum. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Ómar LÁRÉTT 1 hrærð, 4 getið um, 7 dans, 8 sló, 9 arinn,11 renningur, 13 skrifa, 14 þáttur, 15 hanga, 17 tré- ílát, 20 kyrrsævi, 22 kveif, 23 viðurkennir, 24 rétta við, 25 þvo. LÓÐRÉTT 1 málmur, 2 fiskum, 3 ístra, 4 sögn í spilum, 5 fól, 6 sjúga, 10 seinka, 12 keyra, 13 bók, 15 slátrar, 16 snjói, 18 nag- dýrs, 19 súta, 20 bein, 21 tóbak. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 teprulegt, 8 málum, 9 gemsa, 10 jag, 11 narra, 13 seigt, 15 hvarf, 18 hrasa, 21 lár, 22 feita, 23 akrar, 24 tungutaki. Lóðrétt: 2 eflir, 3 rymja, 4 leggs, 5 gumsi, 6 smán, 7 fatt, 12 rýr, 14 eir, 15 hafi, 16 atinu, 17 flagg, 18 hratt, 19 afrek, 20 aurs. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.