Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ 2003 25 DAGBÓK Súlumót frá formaco ● úr pappa ● einföld og þægileg í notkun ● fæst í mörgum lengdum og breiddum Gylfaflöt 24-30 • 112 Reykjavík Sími 577 2050 • Fax 577 2055 formaco@formaco.is • www.formaco.is Ertu slæm í húðinni? Micro Peeling húðhreinsi- klúturinn er lausnin Klúturinn fjarlægir mjúklega allar dauðar húðfrumur og „djúp-hreinsar“ húðina. Klúturinn hreinsar farðaleifar, jafnvel úr fínustu svitaholum, gefur húðinni ferskt út- lit og örvar blóðstreymi til húðarinnar. Hann hentar því sérstaklega vel fyrir við- kvæma húð. Klúturinn er margnota og þol- ir þvott í 100 skipti. Lyfja, Lyf & heilsa, Plús-apótek Apótekið, Apótek og Hagkaup STJÖRNUSPÁ Frances Drake KRABBI Afmælisbörn dagsins: Þú átt auðvelt með að heilla aðra. Þú hefur alltaf eitthvað merkilegt að segja og það kunna aðrir að meta. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Innilegar samræður við vini skipta þig miklu máli í dag. Þú þarft að segja ein- hverjum eitthvað mikilvægt. Láttu verða af því. Naut (20. apríl - 20. maí)  Byrjaðu vikuna á því að skarta þínu fegursta. Það mun vera tekið meira eftir þér en ella í dag. Þú mátt búast við því að tala við mik- ilvæga persónu. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú hefur sterka löngun til þess að gera eitthvað spenn- andi í dag. Ekki láta halda aftur af þér. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú gætir haft áhyggjur af eigum þínum eða einhverri tiltekinni persónu í dag. Það er alger óþarfi að hafa áhyggjur. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Sýndu stillingu í sam- skiptum þínum við hið op- inbera í dag. Þú átt það á hættu að láta tilfinning- arnar bera þig ofurliði. Slakaðu á. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú ert tilbúin(n) til þess að fórna þínum eigin þörfum og ánægjustundum til þess að hjálpa öðrum. Þetta er gott framtak. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Nú er gaman að lifa! Þú hef- ur yndi að því að daðra í dag. Saklaust daður hefur aldrei skaðað neinn. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Vertu viss um að ganga frá öllu sem varðar heimilið áð- ur en þú ferð að sinna öðru. Það er mikilvægt að ræða málin í dag. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Dagurinn í dag er frábær byrjun á vikunni. Þér líður vel og ert eins og þú átt að þér að vera. Stuðboltinn þinn! Steingeit (22. des. - 19. janúar) Talaðu við vini og vanda- menn um fjármál í dag. Þú gætir fengið góða viðskipta- hugmynd, eða a.m.k. gert góð kaup. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er líkt og þú eigir eitt- hvað inni hjá almættinu. Þú getur borið fram hvaða ósk sem er og að öllum líkindum mun hún rætast. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú hefur ekki mikla löngun til þess að vinna í dag. Reyndu að fá meiri útrás. Það mun hjálpa þér að halda einbeitingu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ARNLJÓTUR GELLINI Lausa mjöll á skógi skefur, skyggnist tunglið yfir hlíð; eru á ferli úlfur og refur, örn í furu toppi sefur; nístir kuldi um næturtíð. Fer í gegnum skóg á skíðum sköruglegur halur einn, skarlats kyrtli sveiptur síðum, sára gyrður þorni fríðum; geislinn hans er gambanteinn. Eftir honum úlfar þjóta ilbleikir með strengdan kvið; gríðar stóðið gráa og fljóta greitt má taka og hart til fóta, ef að hafa á það við. – – – Grímur Thomsen. LJÓÐABROT DANINN Niels Krojgaard er mikill maður vexti og oft kynntur til sögunnar á al- þjóðlegum bridsmótum sem „The Great Dane“. Í frétta- blaði Evrópumótsins í Menton segir samlandi hans, Peter Lund, frá eftir- farandi afreki Danans mik- ilfenglega: Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠ 6 ♥ ÁG3 ♦ ÁKDG432 ♣Á10 Vestur Austur ♠ D32 ♠ G9754 ♥ 98764 ♥ KD5 ♦ 875 ♦ -- ♣94 ♣K7652 Suður ♠ ÁK108 ♥ 102 ♦ 1096 ♣DG83 Spilið kom upp í paratví- menningnum og Krojgaard varð sagnhafi í sex gröndum í suður: Vestur Norður Austur Suður – 1 tígull Pass 1 spaði Pass 3 tíglar Pass 3 grönd Pass 4 grönd Pass 6 grönd Pass Pass Pass Útspil: Hjartanía. Hvernig á að ná í tólf slagi? Slemman er skotheld í norður gagnvart öllum út- spilum, en suður þolir illa útkomu í hjarta. Krojgaard fann þó einu vinningsleiðina. Hann mat það svo að tví- svíning í hjarta væri ekki líkleg til að heppnast, því út- spilið – nían – benti til að austur ætti hjónin. Lauf- svíning kom auðvitað til greina, en ekkert lá á í þeim efnum og Krojgaard ákvað að taka fyrst alla toppslag- ina. Hann stakk upp hjarta- ás, tók sjö slagi á tígul og henti heima DG8 í laufi og einum spaða. Síðan tók hann ÁK í spaða: Norður ♠ – ♥ G ♦ – ♣Á10 Vestur Austur ♠ D ♠ – ♥ – ♥ KD ♦ – ♦ – ♣94 ♣K7 Suður ♠ 10 ♥ 10 ♦ – ♣3 Austur á eftir að kasta af sér í þessari stöðu. Ef hann hendir hjarta, verður hon- um spilað þar inn og ef hann hendir laufi, fellur kóng- urinn. Vissulega þarf sagn- hafi að lesa rétt í spilin og það gerði Krojgaard – hann felldi laufkónginn þegar austur kaus að henda laufsjöunni. Tökum eftir tvennu: Ann- ars vegar að ekki mátti dúkka fyrsta slaginn, því þá rýfur austur samganginn með því að spila spaða. Enn- fremur var nauðsynlegt að afblokkera laufið. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 c5 4. cxd5 cxd4 5. Da4+ Bd7 6. Dxd4 exd5 7. Dxd5 Rf6 8. Dd3 Rc6 9. Rf3 Rb4 10. Db1 Bc5 11. Bg5 0-0 12. a3 Db6 13. axb4 Bxf2+ 14. Kd1 Hfd8 15. Rd2 Hac8 16. Ha3 Dxb4 17. Dc2 Dc5 18. h4 b5 19. Db1 b4 20. Bxf6 Bf5 21. Bxd8 Bxb1 22. Ha5 Dd4 23. Hd5 Staðan kom upp í bréfskákkeppni þar sem þemað var að tefla Schara- Henning bragðið. Fléttukóngurinn Kári Elísson hafði svart gegn Þjóðverjanum Hajo Gnirk. 23. …bxc3! 24. Hxd4 c2+ 25. Kc1 Bxd4 og hvítur gafst upp enda drottning að renna upp hjá svörtum eftir t.d. 26. Rxb1 Bxb2+. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. ÁRNAÐ HEILLA HLUTAVELTA BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Stävie-kirkju í Svíþjóð Charlotte Helgason og Jimmy Akesson. Brúðarmeyjar voru Þórhildur Helgason, Anna Nilsson og Marie Johansson. Svaramaður var Andreas Johansson. Þessir duglegu krakkar héldu tombólu og söfnuðu 580 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þau eru Ingunn Kristjana Þorkelsdóttir og Victor Margeirsson.     LANDSPÍTALI - HÁSKÓLASJÚKRA- HÚS SLYSA- OG BRÁÐADEILD, Fossvogi sími 543 2000. BRÁÐAMÓTTAKA, Hringbraut sími 543 2050. BRÁÐAMÓTTAKA BARNA, Barnaspítala Hringsins sími 543 1000. BRÁÐAMÓTTAKA GEÐDEILDA, Hringbraut sími 543 4050. NEYÐARMÓTTAKA v/nauðgunarmála, Fossvogi sími 543 2085. EITRUNARMIÐSTÖÐ sími 543 2222. ÁFALLAHJÁLP sími 543 2085. LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10– 16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369. LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin lækn- isþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl. í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. APÓTEKIÐ: LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8– 24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. BORGARAPÓTEK: Opið alla daga til kl. 24, virka daga kl. 9–24 og um helgar kl. 10–24. Sími 585 7700. Læknasími 585 7710 og 568 1250. Fax: 568 7232. Milli kl. 02 og 8 er lyfjaþjónusta á vegum læknavaktar. NEYÐARÞJÓNUSTA BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að- standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek- ur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif- stofutíma. Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112 ÞJÓNUSTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.