Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Alþjóðabankinn í Víetnam
Skipuleggur
opinber fjármál
HILMAR Þór Hilm-arsson, sem starf-að hefur hjá Al-
þjóðabankanum í
Lettlandi undanfarin ár,
hefur tekið við nýju starfi á
vegum bankans í Víetnam.
– Í hverju er starf Al-
þjóðabankans í Eystra-
saltsríkjunum fólgið?
„Alþjóðabankinn hefur
starfað í Eystrasaltsríkj-
unum í rúmlega 10 ár.
Bankinn hefur veitt tækni-
aðstoð og lán vegna upp-
byggingarstarfs í þessum
löndum á mörgum sviðum.
Í upphafi voru til dæmis
stór verkefni á sviði um-
hverfis, orku- og vegamála
ásamt aðstoð við dreifbýli.
Bankinn er að draga sig út
úr þessum verkefnum
vegna aukinnar aðstoðar Evrópu-
sambandsins á þessum sviðum, en
hefur nú hin síðari ár lagt aukna
áherslu á heilbrigðis-, mennta- og
velferðarmál, þar sem umsvif Evr-
ópusambandsins eru takmörkuð
enn sem komið er. Allt er þetta
unnið í nánu samstarfi við fulltrúa
Evrópusambandsins.“
– Hvernig hefur löndunum mið-
að áleiðis í efnahagsmálum eftir að
þau fengu sjálfstæði?
„Öll Eystrasaltsríkin hafa náð
miklum árangri í efnahagsmálum
á undanförnum árum. Til dæmis
hefur hagvöxtur í Lettlandi verið
á bilinu 6 til 8 prósent undanfarin
ár, sem telst mjög gott. Það má
segja, að einkageirinn leiði þessar
framfarir, en hjá hinu opinbera
eru framfarirnar hægari. Alþjóða-
bankinn hefur meðal annars veitt
svokölluð „Structural Adjust-
ment“-lán til þessara landa. Þau
eru þess eðlis, að löndin öðlast lán-
tökurétt frá bankanum, ef þau
uppfylla ákveðin skilyrði, sem
samið er um fyrirfram. Þau fá líka
styrki frá bankanum til þess að
kaupa tækniaðstoð, sem auðveld-
ar þeim að uppfylla þessi skilyrði.
Ég hef stjórnað þessari tækniað-
stoð bankans í Lettlandi undan-
farin fjögur ár. Með þessari aðstoð
hefur Alþjóðabankinn leitast við
að leggja sitt af mörkum, til þess
að flýta umbótum hjá því opinbera
í þessum löndum. Umbæturnar
sem um var samið í Lettlandi
spanna vítt svið og eru t.d. á sviði
ríkisfjármála, velferðarmála,
dómsmála, orkumála og einka-
væðingar stærstu ríkisfyrirtækj-
anna.“
– Verður áfram þörf á stuðningi
Alþjóðabankans eftir að Eystra-
saltslöndin ganga í Evrópusam-
bandið?
„Löndin geta áfram fengið
tækniaðstoð og lán frá Alþjóða-
bankanum eftir að þau verða að-
ildarríki hjá Evrópusambandinu,
því þau hafa enn ekki náð þeim
þjóðartekjum á mann sem nægja
til að þau „útskrifist“ frá Alþjóða-
bankanum. Sem betur fer eru
Eystrasaltsríkin þó orðin það vel
sett efnahagslega, að þau geta
tekið lán á alþjóðlegum
fjármagnsmarkaði á
góðum kjörum. Með
vaxandi aðstoð og
styrkjum frá Evrópu-
sambandinu mun
starfsemi bankans í þessum ríkj-
um minnka og er t.d. nú þegar
mjög lítil í Eistlandi, en er enn
talsverð í Lettlandi og Litháen. Þó
hagvöxtur í Eystrasaltsríkjunum
hafi verið mikill undanfarin ár er
samt enn mikil fátækt. Meðal
mánaðarlaun eftir skatta eru til
dæmis innan við 20.000 kr. Raunar
er fátækt megin ástæða þess, að
Alþjóðabankinn hefur enn afskipti
af málefnum Eystrasaltsríkj-
anna.“
– Hvernig er stuðningi Íslands
við Eystrasaltsríkin háttað?
„Ísland var fyrsta landið til þess
að viðurkenna sjálfstæði Eystra-
saltsríkjanna. Tvíhliða aðstoð hef-
ur þó verið lítil á sama tíma og öll
hin Norðurlöndin hafa stutt
Eystrasaltsríkin myndarlega al-
veg frá því þau hlutu sjálfstæði.
Ísland hefur aftur á móti stutt
þessi lönd með þátttöku sinni t.d. í
starfsemi Alþjóðabankans og
Norræna fjárfestingabankans.“
– Í hverju verður þitt nýja starf
í Víetnam fólgið?
„Stjórnvöld í Víetnam hafa
ákveðið að gera umfangsmikið
átak í að endurskipuleggja fjármál
hins opinbera í landinu. Alþjóða-
bankinn mun stjórna þessu verk-
efni, en auk þess munu ríkis-
stjórnir Kanada, Danmerkur,
Hollands, Noregs, Svíþjóðar og
Bretlands styrkja það fjárhags-
lega. Vegna þess hversu stórt
verkefnið er og vegna þess að
mörg lönd koma að því ásamt Al-
þjóðabankanum, hefur bankinn
ákveðið að ráða sérstakan starfs-
mann, sem ber ábyrgð á að sam-
hæfa (coordinate) þessa aðstoð og
vera stjórnvöldum jafnframt til
ráðuneytis á meðan framkvæmd
verkefnisins stendur yfir. Bank-
inn bauð mér þetta starf og mér
fannst ég ekki geta hafnað því, þó
ég hafi verið farinn að leggja drög
að því að flytja heim.
Þetta er spennandi
verkefni og mig hefur
alltaf langað til að kynn-
ast þessum heimshluta.
Þessu verkefni svipar
nokkuð til þess verkefnis, sem ég
vann í Lettlandi, því þar þurfti ég
að vera í stöðugu sambandi við
Evrópusambandið og aðrar marg-
hliða stofnanir, og þau lönd sem
veita tvíhliða aðstoð við Lettland,
til þess að samhæfa starf bankans
við aðstoð þessara stofnana og
landa. Verkefnið í Víetnam er þó
stærra í sniðum því landið er stórt
með um 80 milljónir íbúa.“
Hilmar Þór Hilmarsson
Hilmar Þór Hilmarsson hefur
verið stjórnandi og sérfræðingur
í opinberri stjórnsýslu á skrif-
stofu Alþjóðabankans í Lettlandi
frá maí 1999. Hann var aðstoðar-
maður utanríkisráðherra 1995–
1999. Frá 1990–1995 starfaði
hann hjá Alþjóðabankanum í
Washington. Hilmar lauk Cand.
oecon.-prófi frá Háskóla Íslands
1987 og MA-prófi í hagfræði frá
New York University haustið
1989. Hann lauk doktorsprófi í
opinberri stjórnsýslufræði og
þróunarhagfræði frá The Am-
erican University í Washington,
1992.
Meðallaun
innan við
20 þúsund
SAMSTARFSSAMNINGUR hefur
verið endurnýjaður milli Morgun-
blaðsins og Reykjavíkurmaraþons
frá því á fyrstu árum hlaupsins. Blað-
ið mun aðstoða við kynningu hlaups-
ins og gefa verðlaunagripi. Stuðning-
ur blaðsins við hlaupið er mjög
mikilvægur þar sem kynning þess er
mjög veigamikill þáttur í undirbún-
ingi þess. Einn þáttur í því starfi er að
gefið verður út blað um hlaupið sem
dreift verður með Morgunblaðinu um
allt land 23. júlí nk.
Íslandsbanki heitir 500 krónum
á hvern skemmtiskokkara
Íslandsbanki hefur heitið 500 krón-
um til góðgerðarmála fyrir hvern
þátttakanda í skemmtiskokki
Reykjavíkurmaraþons. Morgunblað-
ið mun taka að sér að auglýsa upp
þetta framlag bankans og hvetja
þátttakendur til að taka þátt í hlaup-
inu og leggja þar með góðum málstað
lið.
Þetta er nýlunda í hlaupinu og gera
menn sér vonir um að þetta hvetji enn
fleiri en áður til að taka þátt í hlaup-
inu.
Sjálfvirk tímataka
tekin í notkun
Í samvinnu við Félag maraþon-
hlaupara, ÍTR og ÍBR hefur Reykja-
víkurmaraþon fest kaup á sjálfvirk-
um tímatökutækjum sem verða notuð
í fyrsta skipti hér á landi í Reykjavík-
urmaraþoninu 16. ágúst nk. Útbún-
aðurinn samanstendur af mottum
sem hlauparar fara yfir í byrjun og
enda hlaups og kubb sem hver og
einn hlaupari verður að festa á annan
skóinn. Kubburinn er forritaður með
númeri hvers hlaupara fyrir sig. Þeg-
ar hlauparinn fer yfir mottuna í byrj-
un hefst tímatakan hjá honum og lýk-
ur þegar hann fer yfir hana aftur í lok
hlaupsins. Upplýsingarnar eru skráð-
ar sjálfkrafa í tölvu, þannig að úrslita-
vinnslan er mjög einföld.
Notaðar verða tvær tegundir af
kubbum, gulir og svartir. Gulu kubb-
arnir verða til sölu á tilboðsverði,
2.200 kr., fyrir Reykjavíkurmaraþon,
en svörtu kubbarnir fást lánaðir. Eft-
ir hlaupið verða gulu kubbarnir seldir
á 2.700 kr.
Kosturinn við það að kaupa sér
kubb er að þá er hægt að nota í öllum
þeim hlaupum sem koma til með að
hafa þennan búnað bæði hér heima
og erlendis og ekki þarf að verða sér
úti um hann í hvert skipti fyrir hlaup.
Svarta kubbinn er einungis hægt að
nota á meðan á hlaupi stendur, síðan
þarf að forrita hann sérstaklega fyrir
næsta hlaup.
Afhending kubbanna fer fram með
öðrum keppnisgögnum daginn fyrir
hlaup í Laugardalshöllinni.
Morgunblaðið og Reykjavík-
urmaraþon í samstarf á ný
Morgunblaðið/Sverrir
Gengið frá samstarfssamningnum. Frá vinstri: Steinn Lárusson Flugleið-
um, Konráð Hatlemark Olavsson Morgunblaðinu, Knútur Óskarsson og
Frímann Ari Ferdinandsson Íþróttabandalagi Reykjavíkur.