Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. LÍKLEGA grunaði fáa, að daginn eftir þjóðhátídardag Íslendinga félli slík pólitísk sprengja að elstu menn muna ekki annað eins. Þessi sprenging átti sér stað miðvikudag- inn 18. júní sl. í finnska þinghúsinu. Jú, eins og margir muna varð fyrsti kvenforsætisráðherra Finna að segja af sér eftir aðeins 60 daga í embættinu, út af leynilegum upp- lýsingum sem lekið höfðu frá Martti Manninen, ráðgjafa Finn- landsforseta, til Anneli Jäätteenm- äki, formanns finnska Miðflokksins (Framsóknarflokksins), í kosninga- baráttunni sl. vor. Hinar miklu leyniupplýsingar snertu fund Paavo Lipponen, þáverandi forsætisráð- herra Finnlands, og George W. Bush í Washington fyrr um vorið, þar sem fjallað var um yfirvofandi innrás í Írak. Anneli hélt því fram í kosningabaráttunni að Paavo Lipponen hefði sýnt Bandaríkjafor- seta stuðning í Íraksmálinu. Síðar varð allt vitlaust er síðdeg- isblöðin upplýstu að ráðgjafi Finn- landsforseta hefði lekið hinum leynilegum Íraksupplýsingum til Anneli (Ráðgjafinn, sem nú hefur verið rekinn, hefur verið ráðgjafi nokkurra Finnlandsforseta, en er sjálfur gamall óflokksbundinn Mið- flokksmaður). Frá íslensku sjónarhorni finnst mér 18. júní sl. mesta dramatíkin í finnskri pólitík sem ég hef orðið vitni að. Í beinni sjónvarpsútsend- ingu frá finnska þinghúsinu réðust allir helstu forystumenn finnsku stjórnmálaflokkanna að Anneli J. og kröfðu hana skýrra svara í sam- bandi við Írakslekann frá ráðgjafa Finnlandsforseta. Miðflokksmenn þögðu þunnu hljóði, og enginn kom Anneli til hjálpar. Þetta var eins og pólitísk aftaka í beinni sjónvarps- útsendingu. Anneli sagði í stuttri ræðu sinni að hún hefði fengið upp- lýsingarnar óumbeðin frá ráðgjafa Finnlandsforseta, en sumir þing- menn brugðust við með frammíköll- um og sökuðu hana um lygi. Það var mjög óvenjulegt og eldfimt and- rúmsloft í finnska þinghúsinu og minnti frekar á hið ítalska þing. Ljóst var að staða Anneli var orðin veik, og hrundi síðan alveg sama dag er sprengjunni var varpað inn í þinghúsið, upplýsingum frá ráð- gjafa Finnlandsforseta um að það hefði einmitt verið Anneli sem bað sjálf um upplýsingarnar frá honum. Þetta var kornið sem fyllti mælinn, traust forsætisráðherranns alveg hrunið, og afsögn gekk eftir um kvöldið. Enn vita menn þó ekki hvor var að ljúga, Anneli eða ráð- gjafinn. Þessi dramatíski dagur í finnskri pólitík er flestum Finnum mjög minnisstæður, og meira en milljón Finna fylgdist með atburðarás dagsins í sjónvarpsfréttunum um kvöldið. Reyndar kom hin dramatíska at- burðarás dagsins flestum á óvart og fæstir áttu von á því að að kvöldi sama dags móttæki Finnlandsfor- seti afsögn frá fyrsta kvenforsætis- ráðherranum í sögu landsins. Það var reyndar flestum mjög dapur- legt að svona skyldi fara, og þá fyrst og fremst Anneli J. sjálfri, en einnig Finnlandsforseta, Tarja Halonen (sósíaldemókrati), sem er fyrsti kvenforsetinn í sögu landsins. En einmitt Tarja H. og Anneli J. hófu mjög gott samstarf í byrjun ríkisstjórnar Anneli, með bjartsýni og góðar vonir um framhaldið, í samstarfi forseta og forsætisráð- herra. Máttur fjölmiðla er mikill, og finnskir fjölmiðlar höfðu þjarmað mikið að Anneli J. vikurnar fyrir af- sögnina. Fjölmiðlar verða þó að passa sig á að gæta réttlætis, og lýsi fjölmiðill yfir hlutleysi sínu verður sú yfirlýsing að standa. Mikilvægustu þættirnir í stjórn- málum eru trúverðugleiki og traust. Finnski forsætisráðherrann glataði traustinu, en á sama tíma sýnir skoðanakönnun að Finnlandsforseti nýtur meira en 90% trausts finnsku þjóðarinnar. Eru íslenskir stjórnmálamenn trúverðugir og er hugsanlegt að sambærilegir atburðir gætu gerst í íslenskri pólitík og leiddu til afsagn- ar finnska forsætisráðherrans eða eru íslenskir stjórnmálamenn með allt á hreinu í sínu pokahorni? BJÖRGVIN BJÖRGVINSSON, myndlistarkennari, Suður-Finnlandi. Pólitísk sprengja Frá Björgvini Björgvinssyni: Anneli Jäätteenmäki sagði af sér sem forsætisráðherra Finnlands vegna ásakana um að hún hefði logið að þinginu og þjóðinni. Lehtikuva

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.