Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ GUÐJÓN A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir að sér finnist það einkennileg framganga að færa bandaríska varnarliðsmann- inn, sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps, í gæsluvarðhald á varn- arsvæðinu. „Mér finnst þetta einkennileg framganga í ljósi þess að Héraðs- dómur Reykjavíkur var búinn að úr- skurða manninn í gæsluvarðhald,“ segir Guðjón. „Ég átta mig ekki á því hvers vegna þetta var gert.“ Guðjón segir að afstaða sín í öllu málinu sé sú að refsimálið gagnvart varnarliðsmanninum eigi að vera á grundvelli íslenskrar lögsögu. Málið snúist um sjálfstæði íslenskra dóm- stóla. Einkenni- leg fram- ganga Guðjón A. Kristjánsson ÞRJÁR GJAFIR voru formlega af- hentar Reykholtskirkju við messu í kirkjunni gær. Þær eru tveir gluggar, eða listgler, eftir Valgerði Bergsdóttur, útilistaverk eftir Jó- hann Eyfells og grátur fyrir altari, en það er gjöf sóknarprestsins, Geir Waage og konu hans Dagnýjar Em- ilsdóttur. Listglerinu, eftir listakonuna Valgerði, hefur verið komið fyrir í tveimur rósettugluggum, öðrum yf- ir altari kirkjunnar og hinum yfir orgelloftinu. Valgerður var valin til að gera gluggana eða listglerin eft- ir hugmyndasamkeppni sem haldin var fyrir nokkrum árum. Hágluggar á hliðum kirkjuskips- ins bíða þess að fá einnig listgler sem Valgerður hefur hannað. Gluggarnir tveir eru sérstök gjöf frá Margréti Garðarsdóttur í minn- ingu manns hennar, Halldórs H. Jónssonar arkitekts, sem rekur ætt- ir sínar í Borgarfjörð. Margrét er móðir Garðars Halldórssonar, húsameistara ríkisins sem er arki- tekt hússins. Gefa útilistaverk Útilistaverkið „Triarchy II“ frá 1992 eftir Jóhann Eyfells listamann var einnig formlega afhent í gær, í minningu sr. Einars Pálssonar sem var prestur í Reykholti á fyrstu ára- tugum síðustu aldar og konu hans Jóhönnu Katrínar Kristjönu Briem. Verkið er gefið af afkomendum þeirra hjóna og hefur verið komið fyrir í kirkjugarði Reykholtskirkju. Jóhann er einnig barnabarn prests- hjónanna og eins og fram kom í ávarpi mun uppruni verksins eiga sér rætur frá því þegar Jóhann dvaldi hér í Reykholti hjá afa sínum og ömmu, fyrir 73 árum. Áletrun á skildi á verkinu er ljóð- línan „Römm er sú taug“ úr forn- grísku kvæði í þýðingu Svein- bjarnar Egilssonar. Verkið er unnið úr áli og fékk verðlaun á Fen- eyjatvíæringnum. Morgunblaðið/Sigríður Kristinsdóttir Listamennirnir Jóhann Eyfells, til vinstri, og Valgerður Bergsdóttir heilsa formanni sóknarnefndar, Guðlaugi Óskarssyni, en listaverk þeirra voru formlega afhent Reykholtskirkju í gær. Útilistaverk eftir Jó- hann Eyfells, en því hef- ur verið komið fyrir í kirkjugarði Reykholts- kirkju. Reykholtskirkja fær góðar gjafir Glerlistaverk eftir Val- gerði Bergsdóttur lista- konu. Á því er setning úr Jólaguðspjalli Jó- hannesar og stendur þar „orðið varð hold (og) hann bjó með oss – fullur náðar og sann- leika.“ Reykholti. Morgunblaðið. STEINGRÍMUR J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segir að það hafi verið undarlegur gerningur að færa bandaríska varnarliðsmanninn, sem ríkissaksóknari hefur ákært fyrir til- raun til manndráps, yfir í varðhald til Bandaríkjamanna. „Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með að ríkissak- sóknari skyldi ekki halda sínu striki, ekki síst í ljósi þess að framundan er úrskurður Hæstaréttar. Ég átta mig ekki á hvaða merkingu, ef einhverja, þetta hefur.“ Steingrímur segir „gerninginn“ mjög undarlegan ef hann hafi enga lagalega þýðingu, þ.e. ef litið sé svo á að Bandaríkjamenn eigi að „passa manninn sem sé í gæsluvarðhaldi á grundvelli íslenskrar lögsögu og ís- lenskra laga.“ Á hinn bóginn sé það verra ef litið sé svo á að með gjörn- ingnum hafi lögsagan að einhverju leyti verið gefin eftir. Steingrímur tekur fram að hans efnislega afstaða sé sú að lögsagan eigi að vera íslensk í svona málum. Annað væri fráleitt. Samningar bak við tjöldin Steingrímur segir einnig að það hafi verið athyglisvert að fylgjast með því að undanförnu hvernig það hafi smátt og smátt verið að koma fram í dagsljósið hvernig samið var um lög- sögu í málum sem þessum, bak við tjöldin, þegar gengið var frá varnar- samningnum á sínum tíma. Stein- grímur segir m.ö.o. að ekki hafi „allir hlutir verið gerðir opinberir“ um það hvernig gengið hafi verið frá „þessum málum á sínum tíma.“ Vísar Stein- grímur m.a til þess, máli sínu til stuðnings, að Jónatan Þórmundsson prófessor sé farinn að ganga út frá því sem vísu að til sé óbirt bókun um að Íslendingar afsali sér lögsögu í mál- um er varða varnarliðsmenn. „Ég sé að Jónatan er farinn að ganga út frá því að til sé slíkt skjal. En hann segir réttilega að mínu mati að það hafi ekkert lagagildi; það sé ekki lögskýr- ingargagn, því það hafi ekki verið hluti af fylgiskjölum með frumvarp- inu á sínum tíma þegar Alþingi setti lögin [um varnarsamninginn].“ Stein- grímur segir að það muni reyna á það á næstunni hvort gerð verði grein fyr- ir því með fullnægjandi hætti hvernig gengið var frá þessum samningum á sínum tíma. „Mig klæjar í lófana að geta farið að ræða þessi mál á grund- velli þess að þetta verði allt saman gert opinbert,“ segir hann að lokum. Steingrímur J. Sigfússon um flutning varnarliðsmannsins Undarlegur gerningur ÞRISTURINN Páll Sveinsson, DC-3 landgræðsluflugvélin sem orðin er 60 ára gömul, fer í sumar í hringflug um landið í tilefni ýmissa afmælisáfanga í flugstarfsemi í ár. Verður ferð vélarinnar þannig eins konar upphitun fyrir flughátíð sem dótturfyrirtæki Flugleiða, Ice- landair, skipuleggur á Reykjavík- urflugvelli laugardaginn 16. ágúst í samvinnu við ýmsa aðila. Í ár er þess m.a. minnst að 30 ár eru liðin frá stofnun Flugleiða og jafnlangt síðan fyrirtækið gaf Landgræðslunni DC-3 vélina til áburðarflugs en landgræðsluflugið hófst fyrir 45 árum. Þá verða í des- ember í ár 100 ár frá fyrsta flugi Wright bræðra í Bandaríkjunum. Auk Icelandair hafa Land- græðslan, Félag íslenskra atvinnu- flugmanna, Flugfreyjufélags Ís- lands, komið við sögu undir- búningsins og aðrir þátttakendur eru m.a. Landhelgisgæslan, Bo- eing flugvélaframleiðandinn og Flugbjörgunarsveitin. Hátíðin verður hluti af dagskrá menning- arnætur Reykjavíkur. Á flughátíðinni í Reykjavík er ætlunin að sýna ýmsar flugvélar sem tengst hafa sögu Icelandair, áður Flugleiða og Flugfélags Ís- lands, einkennisbúninga flug- áhafna og sýnt verður listflug en skipulagning dagskrár liggur ekki fyrir í smáatriðum. Gert er ráð fyrir Þristurinn verði á ferð um landið tvær eða þrjár helgar fyrir sjálfa hátíðina. Verður staðnæmst á nokkrum stöðum þar sem gestum gefst kost- ur á að skoða vélina. Flugvélin var í upphafi í eigu Flugfélags Íslands sem gaf hana til landgræslustarfa við sameiningu félagsins og Loft- leiða í Flugleiðir. Hefur hún verið notuð allar götur síðan til að dreifa áburði og fræi til uppgræðslu landsins. Þristurinn í hringflug um landið Morgunblaðið/RAX Landgræðsluvélin Páll Sveinsson á flugi við Þingvallavatn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.