Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ 2003 29 KRINGLAN Sýnd kl. 10.10 AKUREYRI Sýnd kl. 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10. B.i. 12.  KVIKMYNDIR.COM KVIKMYNDIR.IS  ÓHT Rás 2 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. B.i. 12 ára ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, og 8 KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10 AKUREYRI Sýnd kl. 6 og 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5, 8 og 10. AKUREYRI Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.40. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.40. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5 OG 8.  X - IÐ  DV YFIR 42.000 GESTIR!  GH KVIKMYNDIR.COM "Besta hasarmynd sumarsins það sem af er" BJÖRK gerir víðreist í vikunni því á fimmtudag heldur hún tónleika á Ólympíuleikvanginum í Moskvu og á laugardag ætlar hún að stíga á svið í hinni svokölluðu Íshöll í Pétursborg. Tónleikatvennan verður frumraum Bjarkar á rúss- neskri grundu. Í vefútgáfu The St. Petersburg Times er sagt töluvert ítarlega frá ferli Bjarkar, allt frá því hún gaf út sína fyrstu plötu aðeins 11 ára gömul. Blaðamanni þykir augljóslega mikið til Bjarkar koma, kveður hana ábyrga fyrir því að náðst hafi að vekja athygli á íslenskri tónlist á erlendri grundu. Blaðamaðurinn nefnir leiðtoga- fund fyrrum Sovétleiðtogans Mikails Gorbachev og Ronalds Reagan í Reykjavík 1986 sem dæmi um stórviðburð sem hafi að- stoðað við að beina sjónum heims- ins að litlu eyjunni í norðri. Segir hann íslenska tónlist einnig hafa verið á barmi heimsfrægðar um miðjan níunda áratuginn og telur Björk Guðmundsdóttur og Sykur- molana hafa átt mestan þátt í þeirri góðu landkynningu, sem hafi verið jafnvel mikilvægari en leiðtogafundurinn. Platan Birthday með Sykur- molunum kom einmitt út 1986, sama ár og stórveldaleiðtogarnir hittust í Höfða. Tónleikar Bjarkar í Moskvu og Pétursborg eru hluti af tónleikaferð hennar vegna út- komu Family Tree og Greatest Hits, tveggja nýjustu afurða henn- ar. Mikail Gorbachev kemst ekki með tærnar þar sem Björk Guðmundsdóttir hefur hælana, að mati rússneska blaðamannsins. Björk í Rússlandi KID Rock og Pamela Anderson eru hætt saman og sá orðrómur er nú á kreiki í henni Holly- wood að hann geri nú hosur sínar grænar fyrir Alyssu Milano úr þáttunum Charmed. Pamela á hinsvegar að vera farin að gera sér dælt við Fred Durst úr Limp Bizkit. Rokk og ról! …Moby hefur varað aðdáendur sína við því að sokkur sem boðinn er upp á ónefndri netsíðu sé ekki hans, eins og haldið er fram …Beyoncé ætl- ar að leika á móti Cuba Gooding Jr. (Show Me The Money!) í mynd sem heitir The Fighting Temptat- ion. Myndin fjallar um eiganda auglýsingastofu í New York sem ferðast þarf til suðurríkjanna í því skyni að taka við arfi. Þegar þang- að er komið kemst hann að því að til þess að fá arfinn þarf hann fyrst að setja saman gospelkór. Án þess að það fylgi sögunni má geta sér til um að Beyoncé komi eitthvað við sögu kórsins. …Ren- ée Zellweger mun að öllum lík- indum leika eiginkonu Russells Crowes í mynd sem mun heita Cinderella Man. Myndin fjallar um hnefaleikakappann Jim Bradd- ock (Crowe) sem háði sögulegan bardaga við Max Baer á fjórða áratug síðustu aldar …Leikarinn írski Colin Farrell kom í veg fyrir blóðug slagsmál milli fyrrverandi Boyzone félaganna og landa hans Ronans Keatings og Keiths Duffys, þar sem þeir voru saman- komnir í frumsýningarteiti fyrir myndina Veronica Guerin í Dubl- in, en myndin skartar Cate Blanchett. Þeir Keating og Duffy hafa ekki ræðst við síðan kastaðist í kekki milli þeirra fyrir þremur árum eftir að Keating yfirgaf Boyzone. Duffy hefur ætíð fundist Keating hafa svikið sig og hina í bandinu og hugsar honum þegjandi þörf- ina. Og það var einmitt Duffy sem ætlaði að hjóla í Keating þegar Farrell gekk á milli og sagði félaga sínum Duffy að Keating væri ekki þess virði. Keating er enn að syngja á fullu en Duffy leikur í einni vinsælustu sápu í bresku sjónvarpi Corona- tion Street … FÓLK Ífréttum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.