Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 20
MINNINGAR 20 MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Leifur Kristleifs-son fæddist á Efri- Hrísum í Fróðár- hreppi á Snæfellsnesi 9. nóvember 1926. Hann lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 5. júlí síð- astliðinn. Foreldrar Leifs voru Kristleifur Jónatansson, f. 2. jan- úar 1873, d. 7. febrúar 1946, og Soffía Árna- dóttir, f. 10. febrúar 1886, d. 13. september 1981. Leifur var yngstur af átta systkinum og eru tvö þeirra á lífi: Leó, f. 23.9. 1909, d. 4.2. 1987, Arn- dís, f. 27.11. 1912, d. 17.5. 1993, Halldóra, f. 25.5. 1918, d. 8.5. 1999, Hansína, f. 25.5. 1918, d. 1.5. 1997, Jónatan, f. 15.5. 1919, d. 9.10. 2002, Ólína, f. 11.10. 1921, og Guðmundur Kristleifsson, f. 4.8. 1923, Leifur kvæntist 1956 Sigríði Guðmunds- dóttur frá Norðfirði, f. 27.2. 1927. arsdóttir, f. 9.9. 1950, maki Haf- steinn Eggertsson, hún á þrjú börn af fyrra hjónabandi, þau eru Linda, maki Hrafn Þórsson, þau eiga tvö börn, Adólf, maki Rakel Sigurðar- dóttir, þau eiga tvö börn, og Sigríð- ur María. 7) Ingvar Sigurðsson, f. 31.7. 1954, maki Pálína Þráinsdótt- ir, börn Guðbjörg og Guðmundur. Barnabörnin eru fimmtán og barnabarnabörnin fjögur. Leifur lauk gagnfræðaprófi frá Héraðskólanum á Laugarvatni, og öðru stigi fiskimannadeildar Sjó- mannaskólans 1955. Hann starfaði til sjós hjá ýmsum útgerðum og eft- ir að hann kom í land var hann í byggingarvinnu og við uppsetn- ingu á veiðifærum hjá ýmsum út- gerðum. Hann hóf störf hjá Eim- skipafélag Íslands í Hafnarfirði 1966 og starfaði þar til hann fór á eftirlaun. Eitt af hans stóru áhuga- málum var fjárbúskapur og hesta- mennska sem hann stundaði fram á síðasta ár og var hann einn af fé- lagsmönnum Fjáreigendafélags Hafnarfjarðar og Hestamanna- félagsins Sörla. Útför Leifs verður gerð frá Hafn- arfjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Þau hófu sinn búskap á Lyngbergi í Garða- hreppi en fluttu síðan í Bröttukinn 30 í Hafnar- firði og bjuggu þar síð- an. Leifur og Sigríður eiga fimm börn og einnig gekk Leifur tveim börnum Sigríðar í föður stað, börnin eru: 1) Óskírður Leifsson, f. 10.9. 1956, d. 11.9. 1956. 2) Birna Leifs- dóttir, f. 30.7. 1957, maki Sigurður Val- geirsson, börn Elvar, Hlíðar og Erna. 3) Guðmundur Leifsson, f. 4.10. 1960, maki Kristrún Runólfs- dóttir, börn Arnar Þór, Orri Freyr, 4) Sævar Leifsson, f. 15.3. 1963, maki Fríða Guðmundsdóttir, d. 20.12. 2001, börn, Birta Rún, Viktor og Leifur, einnig á Sævar eina dótt- ir fyrir, Vöku Ýr. 5) Sigrún Jóna Leifsdóttir, f. 22.4. 1966, dóttir hennar er Danía Rún. 6) Elsa Ósk- Nú ertu farinn frá okkur elsku afi eftir erfið og langvarandi veikindi. Það er svo ótal margs að minnast. Þegar við vorum lítil var alltaf gam- an að koma í Bröttukinnina og átt- um við góðar stundir saman með þér og ömmu. Þú fórst oft með okk- ur upp í fjárhús til þess að sýna okkur lömbin og hestana sem þú áttir og alltaf var Lappi með. Nokkrar ferðir fórum við með ykk- ur ömmu í sumarbústað þar var oft vakað lengi og spilað og farið í ýmsa leiki. Síðustu árin voru þér erfið þar sem þú stríddir við veikindi sem erf- itt er að berjast við og að lokum tóku þig frá okkur en alltaf varstu glaður og tókst á móti okkur með bros á vör. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og hafa þig við hlið þessi æskuár. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem.) Við þökkum þér fyrir allt, guð geymir þig og varðveiti. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (Valdimar Briem.) Elsku amma, við sendum þér innilegustu samúðarkveðjur. Barnabörnin Guðmundur og Guðbjörg. LEIFUR KRISTLEIFSSON ✝ Katrín EmmaMaríudóttir Hale fæddist í Reykjavík 6. desember 1982. Hún lést í bílslysi 2. júlí síðastliðinn. Móð- ir hennar er María Gunnlaugsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. á Flateyri 27. mars 1956, faðir er Mark Paul Hale, f. í Lond- on í Englandi 11. febrúar 1955. Þau skildu. Seinni maður Maríu og stjúpfaðir Katrínar er Júlíus Einar Halldórsson sálfræðingur, f. á Siglufirði 12. október 1950. Þau skildu. Hálfsystkin Katrínar í móðurætt eru Hákon Einar Júl- íusson, f. 29.9. 1985, og Sunneva Sigríður Júlíusdóttir, f. 20.12. 1994. Hálfsystir í föðurætt er Rachel Emma Hale, f. í mars 1987. Hún býr í Englandi. Katrín ólst upp hjá móður og stjúpföður, fyrst á Vífilsstöðum, þá í Reykjavík og síðan í Danmörku til árs- loka 1995. Þá fluttist hún með móður og systkinum til Flat- eyrar og þaðan til Reykjavíkur 1997. Katrín lauk grunnskólanámi í Hagaskóla 1998. Hún var um tíma nemandi í Mennta- skólanum á Ísafirði og síðar í Fjöl- brautaskóla Vestur- lands á Akranesi, en á Akranesi bjó hún um tíma. Katrín vann ýmis verslunar- störf á árunum 1998 til 2000. Eftirlifandi unnusti Katrínar er Einar Örn Sigurðsson, f. 9.6. 1974 en þau trúlofuðust á jólum 2002. Útför Katrínar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Mig langar með nokkrum orðum að kveðja og minnast minnar elskulegu unnustu. Fyrir rétt um einu og hálfu ári lágu leiðir okkar saman. Við kynntumst við heldur óvenjulegar aðstæður og ef til vill aðstæður sem við sjálf hefðum síst kosið. Þrátt fyrir erfiðleika og mótlæti um tíma tókust með okkur góð kynni og ást. Ég sá fljótt og fann í hjarta mínu að þarna var á ferðinni góð og hlý stúlka. Við Kata, eins og hún var oft kölluð, vorum góðir vinir og gátum talað um nánast allt milli himins og jarðar. Stundum fannst okkur að samband okkar gæti ekki gengið en þrátt fyrir erfiðar aðstæður fundum við bæði að það var eitthvað að halda í. Við þekktumst ef til vill ekki eins vel og ég hefði viljað en því sem ég fékk að kynnast líkaði mér vel. Við áttum auðvitað, eins og fólk á okk- ar aldri, okkar framtíðardrauma. Við vissum að draumar okkar og langanir voru ekki langt undan og þrátt fyrir þær hindranir sem á vegi okkar myndu verða vorum við bjartsýn. En eins og hendi væri veifað hvarfstu mér og eftir stend ég með minningar einar. Góðar minningar sem ég geymi í hjarta mínu alla ævi. Ég sé þig fyrir mér skömmu áður en þú varst numin á brott. Þú stóðst neðst í tröppunum, leist upp til mín með þínum stóru fallegu bláu augum og sendir mér koss í kveðjuskyni. En svo hvarfst þú inn í eilífðina. Það þurfti ekki mikið til að fá þig til að brosa. Þú hafðir svo gaman af því þegar ég til dæmis kallaði þig túlípan- ann minn eða engilinn minn. Í hjarta mínu finn ég að þú ert komin á ein- hvern fallegan og hlýjan stað umvafin englum himins og ég veit að þér líður vel meðal þeirra. Ég veit einnig að þú munt vaka yfir mér og fylgja mér hvert sem leið mín liggur, vernda mig og passa. Ég er þakklátur Guði fyrir að hafa fengið að njóta þeirra stunda sem við áttum saman og ég mun varð- veita þær minningar alla mína lífsleið. Megi Guð almáttugur blessa minn- ingu Katrínar og styrkja fjölskyldu hennar í sorginni. Með eftirfarandi tilvitnun vil ég kveðja þig hinstu kveðju, Katrín mín: Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer, sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Þinn Einar Örn Sigurðsson. Ég ætla að muna Kötu eins og rósarunna sem er í líkingu við hvernig hún var þegar ég sá hana síðast svo fallega í sumrinu með dimmblá augu og dökka þykka hárið í rauðum bux- um og hvítum bol. Lífsglaða, greinda og húmoríska Kata var einn af þess- um stóru karakterum. Enginn sem kynntist Kötu var ósnortinn. ,,Er Kata komin?“ var ekki sagt öðru vísi en með eftirvæntingu á heimili mínu. Kata breytti andrúmsloftinu við hverja heimsókn. Matmálstímar teygðust á langinn og enginn tímdi að standa upp, jafnvel ekki fara á kló- settið, en þó var oft mikil þörf á því enda sá Kata auðveldlega skoplegu hliðarnar á hversdagslegum hlutum. Á öðrum stundum voru krakkarnir komnir í kös með Kötu í þykjustu- slagsmálum eða hálf fjölskyldan var skyndilega upptekin við að prófa ýms- an klæðnað fyrir framan spegil. Kata átti ekki aðeins auðvelt með að sjá spaugilegu hliðarnar á fólki heldur var glögg á það um leið. Hún var viðkvæm, enda afar traust vin- kona þeim sem hún tengdist. Næmi á börn einkenndi umgengni hennar við þau og hún var einstaklega vandvirk við umönnun þeirra. Kata starfaði á leikskóla á Ísafirði árin 2000–2001, gætti Matthíasar Finns og Jóhönnu Brynju sl. vetur og þegar hún lést vann hún við að annast um Carlos litla. Í vetur sem leið varð ég og fjöl- skylda mín þeirrar gæfu aðnjótandi að Kata dvaldi hjá okkur um hríð á Akranesi, fjarri hraða og freistingum borgarinnar. Hún sat m.a. áfanga í fjölbrautaskólanum og var fljót að ná efni félagsgreinanna og skella nýju hugtökunum sem hún lærði á hvers- dagslegar aðstæður. Þegar hún velti framtíðinni fyrir sér komu ýmis störf til greina og ég varð hissa innra með mér, en hefði e.t.v. ekki átt að verða það, þegar hún sagði að helst vildi hún verða hjúkrunarkona. Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Þetta var ekki það eina sem minnti mig æ meira á móður hennar, Maju systur, en þegar ég var barn og hún unglingur fylgdi ég henni eftir eins og ég gat til að missa ekki af gullmolunum sem kunnu að hrjóta af vörum hennar. Sama skarpskyggnin og hæfileikinn til að sjá nýja fleti á málunum og Kata dáðist jafnframt að þessum þáttum í fari móður sinnar sem og skynsem- inni og húmornum. Kata var afar stolt af systkinum sínum, Sunnevu, sem var eftir því sem hún eltist ,,rúsínan“ hennar og ,,algert krútt“ og myndar- lega og hæfileikaríka Hákoni, sem hún talaði alltaf um af aðdáun. Kötu er best lýst sem hjartahlýrri, greindri, reynsluríkri og töfrandi ungri konu. Viðkvæma rósin stóð af sér veður og vinda, rétti úr sér, tók vaxtarkipp og opnaði blöð sín mót sólu sem aldrei fyrr. Hún blómstraði fyrir þá sem hún elskaði og um leið fyrir sjálfa sig. Í fullum blóma var henni svipt burt og minningin ein stendur eftir. Elsku Maja systir, þú sem stóðst svo vörð um Katrínu þína, Hákon, Sunneva, Júlíus og Einar Örn, guð geymi ykkur, mildi sársaukann og huggi. Kæra Kata, þakka þér fyrir kynni af einstakri manneskju. Guð geymi þig og varðveiti minningu þína. Birna Gunnlaugsdóttir. Yndislega Kata. Það er ekki hægt að lýsa þér nema með fögrum orðum; hugljúf, fyndin, skemmtileg, hug- rökk, barngóð, gjafmild og svona gæti ég haldið áfram lengi. Ég sakna þín meira en alls annars. Þú varst einn stærsti hluti lífs míns og ég mun ætíð muna eftir þér með þessi stóru, fal- legu, bláu augu sem gleðin skein úr. Þú varst mér eins og systir þegar þú bjóst hjá okkur, alltaf með húmorinn í lagi og gast gert ótrúlegustu hluti fyndna. Ég man t.d. þegar við sátum inni í stofu og horfðum á sjónvarpið og þú byrjaðir að syngja auglýsinga- lagið sem okkur fannst svo væmið: „Arírarí aríró arí óræ ...“ þannig að við hlógum okkur alveg í keng. Eða þegar við vorum að læra og þú varst orðin leið á því, og rakst augun í upp- tökutæki og byrjaðir að taka upp það sem við vorum að segja án þess að ég vissi, settir það svo í gang og breyttir röddinni okkar í tækinu þannig að hún varð skræk og skrýtin og aftur hlógum við og hlógum. Og einu sinni var ég með ælupest, þá komst þú í heimsókn og sagðir við mig: ,, Ælirðu ef ég segi bðöööö …“ og þú gerðir svona alls konar æluhljóð til að stríða mér, en ég held að mér hafi bara batn- að dálítið við það. Svo sagðirðu mér sögu af því að þú hafir einu sinn ælt yfir Ester vinkonu þína í grunnskóla og enn einu sinni hlógum við. Mér fannst alltaf að þú ættir að verða leik- kona. Þegar þú varst með pestina, sat ég hjá þér heilan dag og við töluðum saman um allt milli himins og jarðar eins og bestu vinkonur. Þú vildir ekki mæla þig. Þá sagði ég í gríni að þá myndi ég bara gera það en þá hringd- irðu í Höllu vinkonu þína og þóttist vera hrædd og sagðir að nú ætlaði ég að ganga of langt. Þú varst alltaf uppáhaldsfrænka mín, alveg síðan ég var lítil þótt það væri talsverður aldursmunur á okkur enda varstu mjög barngóð, lékst mik- ið við krakka og þú hlakkaðir til að eignast barn sjálf. Það er svo ósann- gjarnt að svona frábært fólk í blóma lífsins lendi í hræðilegu slysi og hverfi allt of fljótt. Þú sem varst nýflutt í íbúð og búin að koma öllu svo vel fyr- ir, allt í stíl eins og þér var lagið. En svona er lífið, þú komst sem himna- sending og ferð sem falleg minning. Ég bið nú almættið um að gæta þín vel og ég veit að þér líður vel þar sem þú ert, svo jákvæð og fín, elsku Kata. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa kynnst þér og í hjarta mér mun ég ávallt geyma mynd af þér. Þín táningsfrænka, Regína Björk. Sviplegt fráfall elsku systurdóttur okkar snart okkur öll djúpt og við reynum að kveðja hana sem best við megum, kunnum og skiljum. Hún var mikill persónuleiki, skemmtilegt barn sem maður sá aldrei í fýlu, brosmild og ómissandi í fjölskylduboð þar sem systkinabörnin komu saman. Þar átti hún góða vini sem sakna hennar nú sárt. Tilsvör hennar eru eftirminni- leg, snaggaraleg og full kímni sem að- eins var á færi þeirra sem höfðu gáfur og greind til. Með dvöl sinni og heim- sóknum vestur á firði, uppi á Skaga og til Danmerkur eignaðist hún líka marga vini, og síðar kærastann Einar Örn, sem allir fengu tækifæri til að kynnast henni og eignast minningar um þessa einstöku stelpu sem var rétt að byrja ár sín sem kona. Elsku Kata, það var ómetanlegt að hitta þig í vetur, að geta þakkað þér fyrir greiðann og að geta kvatt þig, þótt það reyndist í síðasta sinn. Nær- vera þín var hlý og góð, það gladdi mig, og þú skilur eftir minningu sem ég verð þér alltaf þakklátur fyrir að eiga og geta heiðrað. Hugurinn er hjá ykkur öllum í Hólmagarði, ævinlega. Kannski leggur guð þyngri byrðar á þá sem eru sterkastir. Einar Þór. Elsku Kata vinkona mín. Ég trúi ekki að þú sért dáin, þú varst svo ung og myndarleg og áttir svo sannarlega framtíðina fyrir þér. Ég sakna þín svo sárt og þykir óendanlega leiðinlegt að hafa ekki náð að biðja þig fyrirgefn- ingar á ruglinu í mér, var á leiðinni að fara að gera það eftir að ég varð edrú, en svo ertu bara dáin og við ósáttar. Þú varst að berjast við sama sjúkdóm og ég og varst búin að standa þig svo vel síðasta rétt tæpa árið þitt hér, fyr- ir utan nokkur hliðarspor. Ég sá þig sko blómstra, get ég sagt þér, elsku Kata mín. Ég mun alltaf geyma minningarn- ar um þig í hjartanu mínu og veit að þú ert á betri stað núna. Elsku Einar minn, móðir Kötu og systkini, ég votta ykkur mína dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum. „Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli.“ (Reinhold Niebuhr.) Með þessum orðum vil ég kveðja ástkæra vinkonu mína með sorg og söknuð í hjarta. Megi Guð geyma þig. Þín vinkona, Ragna Dögg. Ömurlegt er að þurfa að kveðja hana Kötu svona unga, en gott að geta huggað sig við minningarnar sem hún skildi eftir sig. Minningarnar mínar eru flestar af sumarfríum, sveitaferð- um og alls kyns bralli sem við stóðum í saman: Stofnun Rollubeinasafnsins, búskapar í kartöflukofanum og naggrísaeldi. Kata var frábær leik- félagi og það var alltaf gott að hitta hana og vera í návist hennar. Hún bullaði aldrei eða laug, heldur var hún opin og vinaleg og hlý. Á sinn eðlilega og sprellblandna hátt var hún ein innilegasta manneskja sem ég hef kynnst. Það er ómetanlegt að eiga minningar um Kötu. Æ, hvað þær hefðu mátt verða fleiri. Kári. Við kveðjum í dag kæra vinkonu okkar og skólafélaga. Það er ekki hægt að hugsa til Kötu án þess að brosa út í annað, hún var svo mikill prakkari. Okkar kynni af Kötu hófust þegar hún byrjaði í Grunnskólanum á Flat- eyri, þá í 8.bekk. Okkur leist nú ekk- ert á hana í fyrstu. Hún flutti hingað beint frá Dannmörku og mætti fyrsta skóladaginn í hnéháum gúmmístíg- vélum, og taldi sig aldeilis eiga eftir að passa inn í dreifbýlismenninguna. Hún reyndist nú vera hið allra besta skinn og þá má eiginlega segja að hún hafi verið gosinn í bekknum. Hún var alltaf að finna upp á einhverju snið- ugu til að kæta sjálfa sig og bekkinn. Við eigum öll skemmtilegar minning- ar um Kötu og því verður hennar sárt saknað. Elsku Mæja, Júlíus, Hákon, Sunn- eva og Einar. Við sendum ykkur inni- legar samúðarkveðjur og biðjum þess að Guð styrki ykkur í sorginni. Skólafélagar úr Grunnskóla Flateyrar. KATRÍN EMMA MARÍUDÓTTIR HALE  Fleiri minningargreinar um Katrínu Emmu Maríudóttur Hale bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.