Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 6, 8, og 10. YFIR 20.000 GESTIR! Á AÐEINS 10 DÖGUM  X-IÐ 97.7  SV MBL  ÓHT RÁS 2  HK DV HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.30. Sýnd kl. 4. Ísl. tal. 500 kr. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 14  X-IÐ 97.7  SV MBL  ÓHT RÁS 2  HK DV Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. kl. 3.40, 6, 8.30 og 10.50. Englarnir eru mættir aftur! Geggjaðar gellur í gæjalegustu mynd sumarsins! YFIR 20.000 GESTIR! Á AÐEINS 10 DÖGUM Sýnd kl. 3.40. 11. SÝNING MIÐVIKUDAG 16/7 - KL. 20 AUKASÝNING UPPSELT 12. SÝNING FIMMTUDAG 17/7 - KL. 20 UPPSELT 13. SÝNING FÖSTUDAG 18/7 - KL. 20 UPPSELT 14. SÝNING LAUGARDAG 19/7 - KL. 18 UPPSELT 15. SÝNING SUNNUDAG 20/7 - KL. 17 AUKASÝNING ÖRFÁ SÆTI LAUS 16. SÝNING MIÐVIKUDAG 23/7 - KL. 20 UPPSELT 17. SÝNING FIMMTUDAG 24/7 - KL. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS 18. SÝNING LAUGARDAG 26/7 - KL. 17 ÖRFÁ SÆTI LAUS 19. SÝNING MIÐVIKUDAG 30/7 - KL. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS ATHUGIÐ ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA ! ÁÆTLAÐ er að um 13.000 gestir hafi verið á Akranesi um helgina þegar mest var. Gestafjöldinn kom til vegna Írskra daga sem haldnir voru og Lottómóts drengja í knatt- spyrnu þar sem um 900 drengir reyndu með sér. Bæjarbúar sem og gestir voru ánægðir með afrakstur helgarinnar. Írskir dagar voru haldnir í fjórða sinn en knatt- spyrnumótið ku eiga sér mun lengri sögu. „Við erum geysilega ánægð með hvernig til tókst. Írskir dagar hittu svo sannarlega í mark á meðal bæj- arbúa og gesta. Skagamenn hafa nú eignast sína eigin alvöru sumar- hátíð. Þátttaka bæjarbúa var meiri en nokkru sinni og gestir hafa aldr- ei verið fleiri. Meira að segja veð- urguðirnir voru í fínu skapi þetta árið,“ segir Sigurður Sverrisson, formaður nefndar um Írska daga. Dagskrá Írsku daganna var fjöl- breytt en þeir voru formlega settir við upphaf leiks karlaliða ÍA og ÍBV í Landsbankadeildinni í knatt- spyrnu á fimmtudag. Meðal við- burða var limrunámskeið sem að sögn skipuleggjenda var mun betur sótt en þeir þorðu að vona. Tón- leikar til heiðurs írska bandinu U2 voru svo haldnir að kveldi dags. Evrópumót í sandkastala- byggingum Föstudagur var helgaður sand- köstulum en þá tóku 110 manns þátt í „Evrópumóti“ í þeirri bygg- ingarlist. Götuleikhús Skagaleik- flokksins setti afar skemmtilegan svip sinn á sandkastalakeppnina, sem og aðra viðburði Írskra daga. Síðar um daginn fór fram dorg- veiðikeppni við höfnina, þar sem um 50 ungir veiðimenn reyndu með sér. Stærsti fiskurinn reyndist þriggja punda þorskur. Ekkert varð af fyrirhugaðri komu víkingaskipsins Íslendings, en undirbúin hafði verið formleg móttökuathöfn sem vera átti síð- degis. Fjarvera skipsins olli von- brigðum því margir voru mættir til að taka á móti því og höfðu hug á að fara með skipinu í áætlaðar sigl- ingar. Gríðarlega góð þátttaka var á meðal heimamanna í óopinberri götugrillkeppni á föstudagskvöld. Á um 20 stöðum í bænum tóku íbú- ar sig til, lokuðu götum og skreyttu umhverfið í írsku fánalitunum og áttu glaða stund saman. Þar sem fjölmennast var voru gestir nærri 100 talsins. Írafár sló botninn í kvöldið með dansleik á veitinga- staðnum Breiðinni. 13 ára stúlka rauðhærðust á landinu Daginn eftir þurfti heldur enginn að láta sér leiðast því skipuleggj- endur sáu fyrir öllu. Afþreying með aðstoð litbolta, go-kart bíla, hring- ekja og hoppukastala féll í kramið hjá öllum aldurshópum. Markaðs- stemmning var við höfnina þar sem seldur var alís- lenskur hákarl, lakkrís, leirmunir, harðfiskur og fleira og fleira. Um 1.500 manns sóttu kvöldskemmt- un í íþróttahúsinu við Vesturgötu, þar sem Popp-Tíví pilt- arnir Auðunn (Auddi) og Sverrir (Sveppi) stýrðu dagskrá. Töfrar, tónlist og dans var meðal þess sem var í boði auk þess sem úrslit voru kynnt í keppninni um rauðhærðasta Ís- lendinginn. Keppendur voru 25 alls staðar að af landinu og svo fór að 13 ára stúlka, Bryndís Ottesen, bar sigur úr býtum. Mikil aðsókn var á dansleik með Á móti sól á Breiðinni um kvöldið og fjölmenni var á unglingadans- leik með Landi og sonum, heima- sveitinni Abbababb og Good Old Boys í íþróttahúsinu við Vestur- götu. Næturlífið var afar fjörugt á Akranesi um helgina og flestir veit- ingastaðir stappfullir, enda veðrið glimrandi þrátt fyrir skúrir af og til. Írskir dagar með íslensku ívafi á Skaganum Keppt í grilli og dorgveiði …að írskum sið Ljósmynd/Sigurður SverrissonÍrski fáninn blakti yfir grillveislum sem haldnar voru í hverri götu á Akranesi. Ljósmynd/Sigurður Sverrisson Margir kusu að dorga í blíðviðrinu. Morgunblaðið/Sigurður Elvar „U2 Project“-tónleikar voru haldnir annað árið í röð á írskum dögum. Þeir Gunnar Eggertsson, Rúnar Friðriksson og Friðrik Sturluson fíluðu sig vel. KRIKKET er mikið stundað í ríkjum breska konung- dæmisins. Íslendingar hafa hingað til ekki þótt liðtækir í krikketi, enda ekki margir sem hafa helgað sig þessum langdregna – en skemmtilega – að sögn kunnugra – leik. Hver leikur í krikketi getur tekið allt upp í fjóra daga. Elliðaárdalurinn var gerður að æfingasvæði nokk- urra krikketspilara á föstudagskvöld þegar þeir mund- uðu kylfurnar í undirbúningi fyrir komu ensks liðs um næstu helgi. Að sögn Ragnars Kristinssonar sem er einn af forsprökkum íslensku krikketspilaranna taka þeir fé- lagar leikinn mátulega alvarlega og segir þá hafa það að leiðarljósi að „lúkka vel“ fremur en nokkuð annað. Krikket í Elliðaárdal Morgunblaðið/Árni Sæberg Leikgleðin og „lúkkið“ er það sem mestu skiptir í krikketi þegar það er spilað hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.