Morgunblaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2003 7 4. flokki 1992 – 39. útdráttur 4. flokki 1994 – 32. útdráttur 2. flokki 1995 – 30. útdráttur Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: Koma þessi bréf til innlausnar 15. september 2003. Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess liggja upplýsingar frammi hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Útdráttur húsbréfa Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800 www.ils.is VEFDAGBÆKUR, eða blogg, hafa notið vinsælda hér á landi undan- farin ár. Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða dagbók á ver- aldarvefnum, þar sem fólk hefur lýst skoðunum sínum, spjallað um lífið og tilveruna og jafnvel deilt hart um þjóðfélagsmálin. Nú er komin á laggirnar ný tækni, sem gerir notendum bloggsins kleift að setja inn SMS-skeyti, upptökur úr GSM-símum og jafnvel myndir úr símanum sínum á vefinn. Tæknin byggist á samspili Netsins og farsím- anna, sem hefur verið til um nokkurt skeið. Að sögn Margrétar Dóru Ragn- arsdóttur hjá hugbúnaðarfyrirtæk- inu Hex hefur þjónustan nú verið prófuð um tíma og gefist vel. „Hins vegar virðist tæknin ekki enn al- mennt vera þekkt í Evrópu, að minnsta kosti hefur ekki borið á henni víða á bloggsíðum ytra enn,“ sagði Margrét Dóra í samtali við Morgunblaðið. Ný vídd í vefdagbókina „Fyrir þá sem nota bloggið nær daglega og vilja koma frá sér stutt- um skilaboðum um hvað þeir eru að gera er þessi tækni mjög áhugaverð. Með þessum hætti er hægt að koma skilaboðum á síðuna um GSM- símann, þrátt fyrir að tölva sé ekki í seilingarfjarlægð. Þar að auki bæt- ast nýjar víddir á bloggið, bæði hljóð og mynd, sem sannarlega býður upp á ýmsa möguleika. Margrét Dóra segir notendur fljóta að tileinka sér nýju mögu- leikana, enda flestir með GSM- símann við höndina allan daginn. Ýmsar bloggsíður séu einnig að taka á sig nýja mynd með hjálp tækninn- ar, til dæmis síður á barnaland.is, þar sem foreldrar geta nú bætt inn hljóðskrám með fyrstu orðum barns- ins svo dæmi séu tekin. „Þrátt fyrir að tæknin til staf- rænnar upptöku og myndatöku sé löngu komin fram er hér um nýja, mjög auðvelda leið að ræða fyrir notendur bloggsins. Aðeins þarf að tengja þjónustuna hjá okkur og nota GSM-símann í kjölfarið,“ segir Mar- grét Dóra. Sem stendur er þjónustan á tilraunastigi, en á dagskrá er að bjóða hana almenningi á næstunni. „Ekki síst er þessi nýja tækni kær- komin fyrir þá notendur bloggsins sem vilja fanga andartakið og lýsa reynslu sinni af vettvangi,“ bætir Margrét Dóra við að lokum. Fanga andartakið á vefdagbækur Morgunblaðið/Júlíus Nauðsynlegt er að hafa nýjustu gerðir farsíma við höndina til að geta sent myndir á vefdagbókina. Fimm ára afmæli Hvalfjarðarganga 9,6 milljóna eftirgjöf af veggjaldi Í TILEFNI 5 ára afmælis Hvalfjarð- arganga var ókeypis í göngin frá sjö að morgni síðastliðins föstudags til sjö að morgni laugardags. Alls fóru 11.827 bílar um göngin á þessum tíma, það mesta hingað til. Saman- lagt veggjald þeirra sem um göngin fóru ókeypis eru 9,6 milljónir króna. Segir félagið Spölur, sem rekur göngin, að það sé í raun verðmæti þeirrar þjóðargjafar sem ákveðið var að færa með þessum hætti. Fyrra umferðarmet, sem sett var fyrsta sólarhringinn eftir að göngin voru opnuð árið 1998, var þar með slegið, en þá fóru rétt tæplega 11.800 bílar um göngin. Mesta umferðin, meðan ókeypis var að fara um göng- in, var milli sex og sjö á föstudags- kvöld, 1.160 bílar á klukkustund. Morgunblaðið/Sverrir Skólavörðustíg 8 10% kynningarafsláttur af Lapponia skart - maí og júní

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.