Morgunblaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ RÍKISSAKSÓKNARI er skv. gildandi lögum bær um að taka ákvörðun um hvort verða eigi við beiðni bandarískra stjórnvalda um að láta þeim eftir lög- sögu yfir varnarliðsmanninum, sem ákærður er fyr- ir tilraun til manndráps, „ … og getur afstaða ann- arra íslenskra stjórnvalda til hennar engu breytt,“ að því er segir í dómi sem kveðinn var upp í Hæsta- rétti í gær. Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðs- dóms Reykjavíkur um að maðurinn skuli sæta gæsluvarðhaldi til 3. september. Dómur Hæstarétt- ar fer hér á eftir í heild sinni: „Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Mark- ús Sigurbjörnsson, Haraldur Henrysson og Ingi- björg Benediktsdóttir. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 8. júlí 2003. Kærumálsgögn bárust réttinum 9. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðs- dóms Reykjavíkur 8. júlí 2003, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til mið- vikudagsins 3. september nk. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hafnað verði kröfu sóknaraðila um gæsluvarðhald. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. I. Eins og nánar greinir í hinum kærða úrskurði gaf ríkissaksóknari út ákæru 8. júlí 2003 á hendur varnaraðila, þar sem honum er gefið að sök brot gegn 211. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa 1. júní sl. gert tilraun til manndráps þegar hann hafi veist með hnífi að nafn- greindum manni utan við húsið að Hafnarstræti 21 í Reykjavík og valdið honum nánar tilgreindum áverkum. Varnaraðili, sem er liðsmaður í her Bandaríkjanna á Keflavíkurflugvelli, hefur gengist við því að hafa á fyrrnefndum stað og tíma stungið nokkrum sinnum með hnífi mann, sem hann þekkti ekki, en um neyðarvörn hafi verið að ræða. Varnar- aðili hefur sætt gæsluvarðhaldi vegna málsins frá 4. júní 2003. Mótmæli hans nú gegn kröfu sóknaraðila um áframhaldandi gæsluvarðhald eru aðallega reist á því að ríkissaksóknari geti ekki með réttu borið fram slíka kröfu á hendur sér, þar sem bandarísk yfirvöld fari með lögsögu vegna málsins samkvæmt ákvæðum samninga, sem lög nr. 110/1951 um laga- gildi varnarsamnings milli Íslands og Bandaríkj- anna og um réttarstöðu liðs Bandaríkjanna og eign- ir þess taki til. II. Samkvæmt a. lið 2. töluliðar 2. gr. viðbætis frá 8. maí 1951 við varnarsamning milli lýðveldisins Ís- lands og Bandaríkjanna á grundvelli Norður-Atl- antshafssamningsins, en viðbætirinn í heild varðar réttarstöðu liðs Bandaríkjanna og eignir þeirra og hefur hann lagagildi samkvæmt 1. gr. laga nr. 110/ 1951, hafa hervöld Bandaríkjanna heimild til að fara með lögsögu hér á landi yfir þeim mönnum, sem lúta herlögum þess ríkis. Samkvæmt b. lið 2. tölulið- ar sömu greinar viðbætisins hafa íslensk stjórnvöld lögsögu yfir mönnum í herliði Bandaríkjanna að því er varðar brot, sem framin eru hér á landi og eru refsiverð að íslenskum lögum. Í 4. tölulið 2. gr. við- bætisins er kveðið á um tilvik, þar sem réttur til lög- sögu gæti samkvæmt þessu borið undir bæði ríkin. Segir þar að bandarísk hervöld skuli þá hafa forrétt til lögsögu yfir liðsmönnum sínum vegna brota, sem eingöngu beinast að eignum Bandaríkjanna eða manni í herliði þeirra, skylduliði hans eða eignum þeirra, svo og vegna brota, sem drýgð eru í sam- bandi við framkvæmd skyldustarfa. Íslensk stjórn- völd hafi á hinn bóginn forrétt til lögsögu í öllum málum vegna annarra brota. Stjórnvöld þess ríkis, sem hafi forrétt samkvæmt þessu, skuli þó taka til vinsamlegrar athugunar beiðni stjórnvalda hins ríkisins um að horfið verði frá lögsögu þegar þau síðarnefndu telji það mjög miklu máli skipta. Með bréfi til utanríkisráðuneytisins 4. júní 2003 fór varnarlið Bandaríkjanna á Keflavíkurflugvelli þess á leit að ríkisstjórn Íslands tæki til vinsam- legrar athugunar að heimila Bandaríkjunum sak- sókn í máli varnaraðila. Utanríkisráðuneytið sendi þetta erindi til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins með bréfi 5. sama mánaðar. Þar sagði meðal annars að utanríkisráðuneytið „mælir með því að fallist verði á beiðni varnarliðs Bandaríkjanna á Keflavík- urflugvelli. Ráðuneytið fer þess því hér með á leit að fá heimild dómsmálaráðuneytisins til að fela Hr. X fulltrúum bandarískra yfirvalda í hendur til gæslu og lögsóknar vegna framangreindrar líkamsárás- ar.“ Dóms- og kirkjumálaráðuneytið sendi með bréfi 6. júní 2003 ríkissaksóknara „til frekari máls- meðferðar og ákvörðunartöku, beiðni bandaríska varnarliðsins um yfirtöku saksóknar í máli sem nú sætir opinberri rannsókn og varðar ætlaða líkams- árás varnarliðsmannsins X, í Hafnarstræti í Reykjavík að morgni 1. júní sl.“ Í því bréfi var að öðru leyti eingöngu vísað til þess, sem fram kom í áðurnefndum tveimur bréfum og fylgigögnum með þeim. Í bréfi ríkissaksóknara til utanríkisráðuneytisins 30. júní 2003 voru meðal annars rakin nokkur atriði varðandi ætlað brot varnaraðila og rannsókn á því, auk þess sem vísað var til tiltekinna ákvæða áður- nefnds viðbætis við varnarsamning milli Íslands og Bandaríkjanna. Var tekið fram að lögreglustjórinn í Reykjavík, sem hafi farið með rannsóknina, teldi ætlað brot varða við 211. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga. Sýnt væri að vitni í málinu væru mörg og íslensk að miklum meiri hluta. Sagði síðan eftirfarandi í bréfinu: „Með áðurnefndu erindi dómsmálaráðuneytisins, dags. 6. þ.m., fylgdi bréf utanríkisráðuneytisins til dóms- og kirkjumála- ráðuneytisins, dags. 5. þ.m., þar sem utanríkisráðu- neytið mælir með því að fallist verði á beiðni varn- arliðs Bandaríkjanna á Keflavíkurflugvelli um lögsögu í framangreindu máli varnarliðsmannsins X. Að þessu sinni þykir því ekki ástæða til að leita umsagnar varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneyt- isins um beiðni varnarliðsins um lögsögu í málinu. Ríkissaksóknari hefur tekið beiðni varnarliðs Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli um lögsögu í máli varnarliðsmannsins X til vinsamlegrar athug- unar og í því sambandi kynnt sér lögreglurannsókn- ina og málavexti, eins og áður segir. Þá hefur ríkis- saksóknari hugað að eldri tilvikum þar sem varnarlið Bandaríkjamanna hefur óskað lögsögu í máli varnarliðsmanna á grundvelli c. liðar 4. mgr. 2. gr. fylgiskjals með varnarsamningnum. Að lokinni þessari athugun á málavöxtum og fordæmum telur ríkissaksóknari að ekki séu efni til að verða við beiðni varnarliðsins um lögsögu í framangreindu máli …“. III. Í þeim ákvæðum 2. gr. viðbætis frá 8. maí 1951 við varnarsamning milli Íslands og Bandaríkjanna, sem áður voru rakin, er ekki tilgreint sérstaklega hvaða íslensk stjórnvöld séu bær til að taka ákvörð- un um að láta af hendi lögsögu íslenska ríkisins yfir manni í herliði Bandaríkjanna vegna ætlaðrar refsi- verðrar háttsemi hans, sem kæmi ella til rannsókn- ar, saksóknar og meðferðar fyrir dómi eftir íslensk- um lögum. Eðli máls samkvæmt er slík ákvörðun þáttur í meðferð ákæruvalds, enda skal sérhver refsiverður verknaður sæta ákæru nema annað sé sérstaklega ákveðið í lögum, sbr. 111. gr. laga nr. 19/1991. Samkvæmt 2. mgr. 25. gr. sömu laga er rík- issaksóknari æðsti handhafi ákæruvalds. Ákvæði 10. töluliðar 14. gr. auglýsingar nr. 96/1969 um stað- festingu forseta Íslands á reglugerð um Stjórnar- ráð Íslands með áorðnum breytingum, þar sem ut- anríkisráðherra eru falin mál varðandi framkvæmd varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna, geta að engu leyti fært í hendur hans einstaka þætti ákæru- valds, sem ríkissaksóknara er falið í heild með lög- um, enda ræður sú reglugerð aðeins innbyrðis verkaskiptingu milli ráðherra og ráðuneyta þeirra. Þá skipta hér heldur ekki máli ákvæði laga nr. 106/ 1954 um yfirstjórn mála á varnarsvæðum o.fl., þar sem ætlað brot var ekki framið á landsvæði, sem Bandaríkjaher hefur fengið til afnota hér á landi. Sem fyrr segir lýsti ríkissaksóknari þeirri af- stöðu í bréfi til utanríkisráðuneytisins 30. júní 2003 að hann teldi ekki efni til að verða við beiðni banda- rískra stjórnvalda um að láta þeim eftir lögsögu yfir varnaraðila vegna þess ætlaða brots hans, sem áður greinir. Með því að gefa síðan út ákæru á hendur varnaraðila og krefjast í máli þessu gæsluvarðhalds yfir honum hefur ríkissaksóknari áréttað í verki þá afstöðu að íslenska ríkið fari í þessum efnum með lögsögu yfir varnaraðila. Ríkissaksóknari er sam- kvæmt áðursögðu bær að gildandi lögum til að taka slíka ákvörðun og getur afstaða annarra íslenskra stjórnvalda til hennar engu breytt. Samkvæmt þessu og með því að fallist verður á með héraðsdóm- ara að fullnægt sé hér skilyrðum 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 til gæsluvarðhalds yfir varnaraðila verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.“ Hæstiréttur staðfestir úrskurð um gæsluvarðhald yfir varnarliðsmanni Ríkissaksóknari bær um að taka ákvörðun um lögsögu í máli mannsins BEIÐNI Bandaríkjamanna um að fá varnarliðsmanninn, sem ákærður hefur verið fyrir til- raun til manndráps, afhentan til varðahaldsvistar á varnarsvæð- inu, var lögð fram 4. júlí sl. sam- hliða formlegri ósk bandarískra stjórnvalda um lögsögu í refsi- málinu gegn manninum. Að sögn Gunnars Snorra Gunnars- sonar, ráðuneytisstjóra í utan- ríkisráðuneytinu, lögðu Banda- ríkjamenn til vara fram beiðni um að varnarliðsmaðurinn yrði í varðhaldi hjá þeim. Varnarliðsmaðurinn var færður til Bandaríkjamanna upp úr miðnætti sl. föstudags- kvöld eftir að fengist hafði yfir- lýsing frá bandarískum stjórn- völdum um að skilyrði ríkissaksóknara fyrir flutningi mannsins yrðu uppfyllt. Yfirlýsingin ekki nægjanlega skýr Bragi Steinarsson vararíkis- saksóknari segir að beiðnin um flutning mannsins til Keflavík- urflugvallar hafi komið fram 4. júlí en í yfirlýsingunni sl. föstu- dagskvöld hafi Bandaríkja- menn m.a. lýst yfir að maðurinn og önnur vitni vegna málsins yrði til reiðu fyrir íslenska dóm- stóla og lögreglu til yfirheyrslu og að maðurinn yrði ekki flutt- ur úr landi. Hann sagði að yfir- lýsing Bandaríkjamanna hefði þó ekki verið talin nægjanlega skýr og því hefðu verið settir skilmálar fyrir afhendingu mannsins um að hert yrði á orðalagi í yfirlýsingunni um að varnarliðið tæki við manninum til að sæta gæsluvarðhaldi skv. úrskurði Héraðsdóms Reykja- víkur. Fylgja viðurkenndri túlkun um framsalsbeiðnir Gunnar Snorri segir að skil- málum um afhendingu manns- ins hafi verið komið á framfæri við Bandaríkjamenn fyrir nokkru en það hafi tekið þá dá- lítinn tíma að fá nauðsynlegt samþykki í bandaríska stjórn- kerfinu, sem gefið yrði með skriflegri og bindandi yfirlýs- ingu. Spurður hvort til sé óbirt bókun með varnarsamningn- um, sem málatilbúnaður Bandaríkjamanna í deilunum um lögsögu yfir varnarliðs- manninum byggðist á, sagði Gunnar Snorri að fyrir lægi við- urkennd túlkun og föst venja í samskiptum ríkjanna, sem ut- anríkisráðuneytið teldi fulla ástæðu til að ríkissaksóknari tæki tillit til. Hann segir að ís- lensk stjórnvöld hafi ætíð viljað taka þessa föstu venju um lög- sögu í málum af þessum toga mjög alvarlega og þótt íslensk stjórnvöld hafi alltaf val um hvað þau ákveða í þessu efni, þá sé orðið við beiðni um framsal varnarliðsmanna nema ein- hverjir mikilvægir hagsmunir Íslands séu taldir í húfi. Spurður um dóm Hæstarétt- ar í gær segir Gunnar Snorri að Hæstiréttur hafi staðfest gæsluvarðhaldsúrskurðinn yfir manninum og að úrskurðar- valdið sé hjá ríkissaksóknara. Hins vegar taki rétturinn eng- an veginn á því hvað rétt sé að gera í framsalsmálinu. „Það mál er áfram hjá ríkissaksókn- ara og hvort hann á grundvelli þeirra upplýsinga sem nú liggja fyrir tekur málið til einhverrar skoðunar á ný,“ segir Gunnar. Báðu til vara um að fá manninn afhentan til varðhalds DRENGIRNIR í Ríó-tríóinu sitja ekki með hendur í skauti um þessar mundir heldur eru þeir í óða önn að taka upp nýja plötu í hljóðveri Thule Records. Njóta þeir sem fyrr aðstoðar Gunnars Þórðarsonar og annarra listamanna. Lögin eru öll eftir Gunnar Þórðarson og textarn- ir eftir Jónas Friðrik Guðnason. „Þetta er fjórða platan sem við gerum með lögum eftir Gunna, hann er ótrúlega afkastamikill lagahöfundur og lögin eru mjög góð,“ segir Helgi Pétursson. „Það sem gerir þessa plötu sérstaka er að hún er öll leikin á órafmögnuð hljóðfæri.“ Ólafur Þórðarson tekur undir þetta og bætir við: „Við vild- um nálgast eins náttúrulegan og fallegan hljóm og mögulegt væri, svo við kusum að sleppa öllum hljóðgervlum og tölvustússi og taka þetta bara upp á gamla mát- ann.“ Tólf lög uppi í erminni Helgi segir Ríó hafa spilað mikið í vetur með Gunnari Þórðarsyni og Birni Thoroddsen. „Við fórum víða um land og lékum fyrir fólk og við vildum halda áfram með þá stemn- ingu sem var farin að myndast hjá okkur og þróa það sem við vorum að gera. Við minntumst þá á það við Gunna að við vildum fara að taka upp plötu og hvort hann vildi semja fyrir okkur eins og eitt lag. Þá dró hann fram úr erminni tólf lög eins og hendi væri veifað.“ Með Ríó spila, auk Gunnars Þórðarsonar og Björn Thoroddsen gítarleikara, Gunnar Reynir Þor- steinsson ásláttarleikari, Matthías Stefánsson fiðluleikari og Magnús Einarsson, sem leikur á mandólín. Ólafur Þórðarson segir áform uppi um að halda nokkra tónleika með haustinu þar sem nýja efnið verður leikið. „Einu sinni var það stefnan að menn ættu að hætta í poppinu um tvítugt, því þá væri þetta ekki lengur við hæfi. En á meðan það er gaman að spila fyrir fólk og skemmta, þá heldur maður áfram.“ Gunnar Þórðarson sér um upptökurnar ásamt aðstoðarmanni sínum, Guðmundi Kristni Jónssyni, tónlistarmanni og hljóðtækni, segir vinnuaðstöðuna í Thule vera til fyr- irmyndar. „Hljóðið hér er mjög gott og mixerinn er frábær. Svo spillir ekki fyrir að stúdíóið er beint á móti heimili mínu, þannig að það er stutt í vinnuna.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Ríó-liðar gáfu sér tíma til að stilla sér upp í heimilislegu hljóðveri Thule. Frá Vinstri: Gunnar Þórðarson, Ágúst Atlason, Ólafur Þórðarson og Helgi Pétursson. Guðmundur Kristinn Jónsson situr í kafteinsstólnum. Ríó tekur upp plötu með lögum Gunn- ars Þórðarsonar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.