Morgunblaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2003 13                      !  ! "    !           # $ %  %&  ' #(#     )##  %&                           !" " #$%&'(()   *" !            +%( ,    +%- ,     +%- , .  ''$(((/0 "0    1   #   *"    2 '((#         30                 !   "       45 6   7899:'--   * 7899:'((  *;<      ÚR VERINU VEL hefur fiskazt í Barentshafinu á þessu ári. Aflabrögð hafa verið betri en í fyrra og gert er ráð fyrir töluverðri aukningu á þorskkvót- anum þar. Nokkur skip í eigu Ís- lendinga stunda veiðar í Barents- hafinu, meðal annarra skip í eigu Samherja og Brims. Þau eru skráð í Bretlandi og Þýzkalandi og veiða úr kvóta Evrópusambandsins þar. „Það hefur verið mjög góð veiði í Barentshafinu allt þetta ár og ef hún helst góð áfram sýnist mér að kvótinn muni klárast einhvern tím- ann í haust,“ segir Sturlaugur Har- aldsson, framkvæmdastjóri Boyd Line í Hull, á heimasíðu ÚA, en Bo- yd Line er í eigu ÚA. Frystiskip fé- lagsins, Arctic Warrior, stundar veiðar á bolfiski í Barentshafi. Það er samdóma álit manna að töluvert betri veiði sé í Barentshafi í ár en mörg undanfarin ár og vísinda- menn kunni að hafa vanmetið þorskstofninn á þessu svæði. Sturlaugur segir því að menn geri sér vonir um kvótaaukningu í Barentshafi á næsta fiskveiðiári. Sem stendur er Arctic Warrior að veiðum á Svalbarðasvæðinu og hafa verið góð aflabrögð að undanförnu. Skipið landaði síðast fyrir þremur vikum í Noregi og býst Sturlaugur við að það komi næst inn til lönd- unar öðru hvorum megin við mán- aðamótin júlí-ágúst. Í áhöfn skips- ins eru 26 manns, flestir koma frá Hull og nágrenni – Humberside- svæðinu. Hitt skip Boyd Line, Arct- ic Corsair, liggur nú við bryggju í Hull og er það á söluskrá. Góð veiði í Barentshafi TÚNFISKVEIÐAR eru heimilar frá og með 15. ágúst nk. hér við land. Útgerðum þriggja íslenskra skipa var úthlutað veiðileyfi ásamt nokkr- um japönskum skipum. Tvö íslensku skipanna munu líklega ekki nýta sér heimildina en útgerð þess þriðja er að vinna í málinu. Túnfiskveiðar hafa verið stundað- ar hérlendis síðustu árin og hefur verið um tilraunaveiðar að ræða. Ís- land gerðist aðildarríki að Atlants- hafstúnfiskveiðiráðinu (Internation- al Commission for the Conservation of Atlantic Tunas, ICCAT) á síðasta ári. Einn túnfiskstofn (Austur-Atl- antshafstúnfiskur, bláuggi) gengur inn í íslenska lögsögu og á undan- förnum árum hafa verið gerðar til- raunir til að þróa túnfiskveiðar við Ísland. Túnfiskur er einhver verðmæt- asta sjávarafurð sem til er og bláuggi verðmætastur. ICCAT út- hlutaði Íslendingum 30 tonna kvóta fyrir þetta ár, sem er nokkuð meira en íslensk skip hafa mest veitt á einu ári. Aflaheimildir Íslands munu tvö- faldast á næstu árum. Árið 2004 verður hlutur Íslands þannig 40 tonn, 50 tonn árið 2005 og 60 tonn árið 2006. Droplaug Ólafsdóttir, fiskifræð- ingur hjá Hafrannsóknastofnuninni, segir að verið sé að ganga frá samn- ingum við sama umboðsfyrirtæki, Tairyo í Japan, og hefur séð um veiðar japönsku túnfiskveiðibátanna undanfarin ár. Reiknað er með að fimm japönsk skip stundi veiðarnar í ár. Gert er að ráð fyrir að veiðarnar geti hafist 15. ágúst en Droplaug segir að Japanirnir komi yfirleitt um mánaðamótin ágúst, september, þeir fylgi fiskinum upp til Íslands. Fisk- urinn sé veiðanlegastur í september, október en allur gangur sé á hvenær veiðum ljúki. Þrjú íslensk skip fengu úthlutað túnfiskkvótanum fyrir árið 2003, Byr VE, Guðni Ólafsson VE og Guð- rún Björg HF. Ekki er útlit fyrir að útgerð Byrs VE nýti sér veiðiréttinn, skipið er í Brasilíu um þessar mundir, og Guðni Ólafsson VE var leigður til Nýja- Sjálands í desember sl. þar sem hann var notaður við tannfiskveiðar. Að sögn Guðna Sigurðssonar hjá út- gerð Guðna Ólafssonar VE er hann bundinn við bryggju þar og um þess- ar mundir er verið að kanna með áframhaldandi leigu þar og því litlar líkur á að hann veiði hér við land í ár. Hafsteinn Aðalsteinsson, útgerðar- maður Guðrúnar Bjargar HF, vill sem minnst láta hafa eftir sér annað en að málið sé í undirbúningi. Óvíst um túnfiskveið- ar íslenskra skipa Veiðar á tún- fiski við Ísland eru heimilar frá 15. ágúst Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Guðrún Björg HF 125 í Hafnarfjarðarhöfn á dögunum. EFTIRFARANDI yfirlýsing frá Landssambandi smábátaeigenda hefur borist Morgunblaðinu til birtingar: „Fundur stjórnar Landssam- bands smábátaeigenda haldinn í Færeyjum 10. júlí 2003 beinir því til stjórnvalda að fresta öll- um ákvörðunum um smíði varð- skips en þess í stað að einbeita sér að því að efla þyrlukost Landhelgisgæslunnar með kaupum á nýrri þyrlu. Í ljósi þeirrar óvissu sem nú ríkir um samstarf Landhelgisgæslunnar og varnarliðsins ber að hraða þessari vinnu eins mikið og kostur er.“ Yfirlýsing frá Landssambandi smábátaeigenda Þyrlu en ekki varðskip Nýja forgangsröðun vegna óvissunnar um varnarliðið RÁÐGJAFARNEFND bandarísku matvæla- og lyfjastofnunarinnar, Food and Drug Administration, FDA, hefur mælt með því að nýtt lyf lyfjafyrirtækisins AstraZeneca, gegn of háu kólesteróli, verði heim- ilað. Þetta lyf nefnis Crestor og er talið vera helsta von AstraZeneca um aukna sölu á lyfjamarkaði. Fram kemur í frétt á vefsíðu Reut- ers-fréttastofunnar að þeir sem sæti eiga í ráðgjafarnefndinni hafi verið einhuga um að heimila ætti hið nýja lyf Crestor í allt 40 milligramma skömmtum. Segir í fréttinni að nefndin leggi þó til að fylgst verði sérstaklega með þeim sjúklingum sem verði gefið lyfið í þetta stórum skömmtum, vegna hugsanlegra aukaverkana lyfsins. Jafnframt kemur fram að FDA muni ákveða hinn 12. ágúst næstkomandi hvort Crestor verði heimilað. Vaninn sé að fara að ráðum ráðgjafarnefndar- innar. Áætluð árleg sala AstraZeneca á Crestor er talin geta numið allt að 3 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði um 230 milljörðum íslenskra króna. Gengi hlutabréfa í AstraZeneca hefur hækkað frá því tilkynnt var um samþykkt ráðgjafarnefndar FDA. AstraZeneca með nýtt lyf við of háu kólesteróli ALTECH JHM hf. hefur sagt upp öllum starfsmönnum sínum, alls 17 manns, og hefur að sögn forstjóra og aðaleiganda fyrirtækisins, Jóni Hjaltalín Magnússyni, ekki greitt laun í tæpa tvo mánuði. „Eins og oft í litlum fyrirtækjum sem eru að vaxa hratt þá höfum við lent í fjárstreym- isvandamáli,“ segir Jón Hjaltalín Magnússon, en bætir við að vonir standi til að hægt verði að gera upp launaskuldir í lok þessarar viku. Hann segir að fyrir liggi samning- ar upp á 300 milljónir króna og nú sé unnið að gerð véla og tækja upp í þá, sem muni skila fyrirtækinu góðum hagnaði. Að auki séu mörg verkefni af stærðargráðunni 30 til 200 millj- ónir króna í farvatninu hjá fyrirtæk- inu. Verið sé að ganga frá samning- um við íslensk véla- og rafmagns- verkstæði vegna þessara samninga og Jón segir að fyrir utan starfs- menn Altech JHM starfi 15–20 Ís- lendingar óbeint að verkefnum fyrir fyrirtækið. „Við höfum þurft að leita aðstoðar hjá bönkum og erum komin yfir á yf- irdrætti okkar,“ segir Jón. Þess vegna hafi Altech JHM átt í viðræð- um við Nýsköpunarsjóð atvinnulífs- ins, en sjóðurinn hafi heimild til að veita bönkunum bakábyrgðir til að fjármagna útflutningsverkefni. Verkefnastaðan aldrei betri Jón segir að fyrirtækið hafi aldrei verið með betri verkefnastöðu en í ár. Til að hraða vexti sé ætlunin að taka inn innlenda eða erlenda fjár- festa. Viðræður standi yfir við nokkra slíka og vonir standi til að niðurstaða fáist úr þeim á næstu vik- um. IBM ráðgjöf hafi aðstoðað við viðskiptaáætlun og kynningu á fyrir- tækinu. Jón segir að uppsagnir starfsfólks fyrirtækisins hafi tekið gildi í lok maí, en reiknað sé með að endurráða alla starfsmennina og jafnvel að bæta við starfsfólki. Starfsfólkið sé allt enn að störfum, nema fram- kvæmdastjórinn sem hafi hætt í byrjun þessa mánaðar. Að sögn Jóns hefur fyrirtækið áð- ur lent í tímabundnum vanda, bæði í fyrra og árið 2001. Sjaldan hafi launagreiðslur þó dregist í meira en einn mánuð. Hann segir að þar sem verkefnin séu stór og peningarnir komi óreglulega inn, auk þess sem eiginfjárstaðan sé veik, hafi fyrir- tækið lent í þessum fjárstreymis- vanda. Altech hefur sagt upp öllum starfsmönnum Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Altech JHM hefur ekki greitt laun í tæpa tvo mánuði að sögn Jóns Hjaltalín Magnússonar aðaleiganda þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.