Morgunblaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 17
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2003 17 *Styrkleiki 0 til – 6.00 / 0 til + 4.00, sjónskekkja til 1.00. Frítt fyrir þig! SÓLGLER* í þínum styrkleika er KAUPAUKI með öllum nýjum gleraugum OPTICAL STUDIO RX SMÁRALIND OPTICAL STUDIO - LEIFSSTÖÐ GLERAUGNAVERSLUNIN Í MJÓDD GLERAUGNAVERSLUN KEFLAVÍKUR GLERAUGNAVERSLUN SUÐURLANDS, SELFOSSI Við pöntun fylgir frítt par af sólglerjum í þínum fjærstyrkleika í eigin umgjörð eða við bjóðum þér nýja á hagstæðu verði. HÓPUR áhugamanna um sögu flugs á Íslandi hefur sett fram hug- myndir um að koma upp her- og flugminjasafni á svæði gömlu rad- arstöðvarinnar í Rockville. Hjálmar Árnason alþingismaður segir mikinn áhuga vera á því að koma upp her- og flugminjasafni á Suðurnesjum. „Þetta byrjaði þann- ig að nokkrir áhugamenn um flug- sögu Íslands fóru að rabba saman um möguleika á því að setja á fót safn hér á Suðurnesjum, enda má segja að Suðurnes séu vagga flugs- ins á Íslandi. Flugið er órjúfanlegur þáttur af okkar sögu, Suðurnesja og þjóðarinnar allrar.“ Áhugi og þekking til staðar „Við höfum áhuga á því að koma upp metnaðarfullu safni sem dreg- ur fram söguna á skemmtilegan og lifandi hátt. Hópurinn hefur hist reglulega undanfarin misseri og verið smám saman að finna stuðn- ing og leiðir til að ná þessu mark- miði.“ Áhugamenn um flugminjasafn hafa rætt við ýmsa aðila sem tengj- ast flugsögu Íslands, til dæmis Flugleiðir, Arnarflug, Flugvirkja- félagið og varnarliðið auk fjöl- margra einstaklinga. „Mjög margir einstaklingar hafa mikla þekkingu og áhuga á þessum málum og vilja sjá þetta verða að veruleika. Hóp- urinn hefur síðustu misseri verið að undirbúa þetta safn og er að leita sér að heppilegum stað hér á Suð- urnesjum. Nú, þegar starfsemi er hætt í Rockville, kom upp sú hug- mynd hvort ekki mætti nýta þetta svæði, enda má segja að ratsjár- stöðin og byggingarnar þar í kring séu safn út af fyrir sig. Aðrir staðir sem við erum að hugsa um eru með- al annars Patterson-flugvöllur, ná- lægt Fitjum í Njarðvík. Það er fyrsti flugvöllurinn hér á Suður- nesjum og markar hann upphaf millilandaflugs á Íslandi.“ Safngripir og gagnvirkni „Hver sem staðurinn verður, sjáum við fyrir okkur metnaðarfullt safn þar sem saga flugsins hér á Suðurnesjum verður rakin í máli og myndum og ekki síst með sýningar- gripum. Svo dreymir okkur auðvit- að um að þar verði gagnvirkar sýn- ingar með hjálp tölvutækni. Við sjáum líka þarna stórar og smáar flugvélar standa fyrir utan fyrir gesti til skoðunar. Hver veit nema við eigum eftir að sjá eina 747 „bumbu“ á svæðinu og við gætum jafnvel haft „bumbukaffihús“ fyrir gesti. Ég held að það sé ekki ofsög- um sagt að það blundar pínulítil flugdella og söguáhugi í flestum og því yrði þetta örugglega afar skemmtileg viðbót í flóru safna á Ís- landi.“ Hjálmar segist þó ekki gera sér neinar stórvæntingar um málið eins og mál standa, enda sé allt á byrj- unarreit. „Við erum bara í fyrstu þreifingum þessa dagana og það er mjög flókið mál að fá aðgang að þessu svæði, en við höfum trú á að þetta gæti gengið vel upp ef við fengjum það til afnota. Sérstaklega er mikilvægt að byggingarnar í Rockville verði ekki rifnar, því þær eru í raun hluti af sögunni.“ Rockville verði safnasvæði Suðurnes Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Áhugamenn um flugsögu á Suðurnesjum sjá gömlu ratsjárstöðina Rockville sem kjörið stæði undir flugminjasafn. HLJÓMSVEITIN Flugan gaf út plötuna „Háaloftið“ á dögunum og hélt af því tilefni útgáfugleði á Mamma Mía í Sandgerði, þar sem hljómsveitarmeðlimir áttu allir sam- an peyjaárin. „Hljómsveitin hefur starfað saman í núverandi mynd síðan 1999, þótt nafnið hafi ekki komið fram fyrr en í fyrra,“ segir Ólafur Þór Ólafsson, gítarleikari Flugunnar. „Við höldum útgáfupartí núna og leyfum fólki að hlusta á diskinn og kaupa hann. Útgáfutón- leika ætlum við svo að halda eftir tvo mánuði, þegar Vilberg Ólafsson, trommari hljómsveitarinnar, kemur aftur frá Suður-Ameríku, þar sem hann er í Amazon-ferð.“ Vilberg er enn lausráðinn í sveitina þó að hann sé í raun alveg að verða fullgildur meðlimur að sögn Óla Þórs. „Lögin á plötunni fæddust öll í svona kassa- gítardjammi og stemningu, enda er þetta mikið til melódískt popp. Þau voru fyrst samin og flutt án tromma og voru þannig spiluð lengi vel. Síð- an þegar við ákváðum að taka upp plötu þótti okkur sniðugt að notast við trommur líka og fengum Vilberg til að aðstoða okkur.“ Fóru hver sína leið en halda saman Drengirnir byrjuðu að fikta sam- an í tónlist um fimmtán ára ald- urinn og hafa verið að leika sér saman síðan. „Strákarnir eru allir fluttir eitthvað út úr Sandgerði nema ég enda hef ég nóg að gera sem íþrótta- og tómstundafulltrúi og bæjarfulltrúi. Við höfum farið hver sína leið. Smári er í Háskól- anum, Gummi er blikksmiður, ég útskrifaðist úr stjórnmálafræði og Kiddi er starfandi tónlistarmaður. En þó að menn séu brottfluttir liggja ræturnar í Sandgerði og við hittumst mikið hér til að æfa og spila. Við verðum alltaf Sandgerð- ingar í hjarta.“ Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Flugumenn glaðir og reifir í útgáfuteiti sínu. Frá vinstri: Smári Guðmunds- son, Guðmundur Skúlason, Ólafur Þór Ólafsson og Kristinn Einarsson. Flugan gefur út Háaloftið Sandgerði MIKLAR byggingaframkvæmdir standa yfir í Gerðahreppi um þessar mundir og eru m.a. um 40 einkaíbúð- ir í byggingu. Eitt þessara húsa stendur við Heiðarbraut 4 og hafa smiðirnir nýlokið við að gera það fokhelt. Samkvæmt venju voru þrír fánar dregnir að húni í tilefni dagsins en þó hvergi slegið af. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Flaggað fyrir fokheldu Gerðahreppur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.