Morgunblaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 18
AUSTURLAND 18 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ STÆRSTA tækjafarmi, sem fluttur hefur verið til landsins í einu lagi, var skipað upp í Eskifjarðarhöfn í gærmorgun. Það var Dettifoss, annað stærsta skip Eimskipafélagsins, sem öslaði að landi með sjö Caterpillar-trukka í lestum sínum. Tveir þeirra eru það stórir að dekkjahæðin er tölu- vert meiri en hjá meðalmanni. Full- hlaðnir vega trukkarnir um 100 tonn og þar af er hlass á palli tæp 60 tonn. Hafnarverkamenn á Eski- firði snöruðu trukkunum, sem fara inn að Kárahnjúkavirkjun, í land og sýnilega vanir menn þar á ferð. Hekla hf., sem er umboðsaðili fyrir Caterpillar á Íslandi, flytur trukkana inn, en þeir eru hluti af stórum samningi um 63 vinnutæki fyrir Impregilo-verktakafyrirtækið við Kárahnjúkavirkjun. Tryggvi Jónsson, forstjóri Heklu, stendur hér uppi á bílnum. Stærsta tækjafarmi, sem fluttur hefur verið til landsins í einu lagi, skipað upp Risatrukkarnir streyma inn að Kárahnjúkum Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Eskifjörður UNDIRBÚNINGUR að Frönskum dögum er nú í fullum gangi, en þeir verða haldnir á Fáskrúðsfirði í átt- unda skiptið helgina 24.–27. júlí nk. Þessi bæjarhátíð hefur fest sig í sessi í lífi bæjarbúa, brottfluttra Fá- skrúðsfirðinga og fjölmargra ann- arra gesta sem sækja bæinn heim þessa helgi. Fjöldi gesta hefur farið vaxandi með ári hverju og er greini- legt að fólki líkar afþreyingin sem í boði er á Frönskum dögum. Um 600 manns búa á Fáskrúðs- firði, en talið er að íbúafjöldinn þre- faldist til fjórfaldist um Franska daga. Meðal atriða á hátíðinni í ár eru Tour de Fáskrúðsfjörður, Pétanque- kúluspil, dorgveiðikeppni, Bergþór og Diddú, minningarathöfn um franska skútusjómenn, skemmtidag- skrá á sviði, Helga Braga, tjald- markaður, sýningar í Grunnskólan- um, dansleikir, flugeldasýning, varðeldur og götuleikhús sem börnin í bænum vinna nú hörðum höndum að ásamt tilsjónarmanni. Miðbærinn verður að vanda iðandi af lífi og úrval leiktækja fyrir börnin verður enn meira en áður. Var stærsta verstöð Frakka Fáskrúðsfjörður var stærsta ver- stöð Frakka á Íslandi og mest er vit- að til að á firðinum hafi legið 120 skútur í einu, og um borð í hverri skútu voru 18 til 25 menn. Minning- unni um frönsku skútusjómennina hefur verið haldið hátt á lofti á Fá- skrúðsfirði og í þorpinu standa minnismerkin víða. Sem dæmi um það má nefna að götumerkingar eru allar á íslensku og frönsku og hér standa enn hús frá tímum skútu- sjómannanna eins og ræðis- mannsbústaður, kapella og hús sem reist var úr viði strandaðrar skútu. Rétt utan við þorpið er svo grafreit- ur þar sem a.m.k. 49 franskir sjó- menn hvíla. Sá skemmtilegi siður hefur einnig skapast í þorpinu, að á Bastilludaginn, 14. júlí, draga marg- ir bæjarbúar franska fánann að húni. Franskir dagar á Fá- skrúðsfirði Fáskrúðsfjörður SKJÖLDÓLFSSTAÐIR á Jökuldal hafa verið seldir fyrir ríflega fjórtán milljónir króna. Ríkiskaupum hafði gengið treglega að fá viðunandi til- boð í eignina, en nú hefur verið geng- ið að tilboði Jóns S. Sigurðssonar, refabónda í Teigarseli á Jökuldal. Hyggst hann standa að veitinga- og gistiþjónustu fyrir ferðamenn, en auk þess að vera héraðsskóli um ára- bil, voru Skjöldólfsstaðir reknir sem gisti- og veitingasala og svo meðferð- arheimili síðustu árin. Nú er verið að stofna hlutafélag um reksturinn og mun í framhaldinu verða farið í fjármögnun kaupanna, en því þarf að vera lokið fyrir 25. ágúst n.k. Kaupandi finnst að Skjöldólfs- stöðum Egilsstaðir AFL, Starfsgreinafélag Austur- lands, hefur opnað nýja heimasíðu á slóðinni www.asa.is. Þar má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar, svo sem um félagið og aðildarfélög þess, kjarasamninga og kauptaxta og um sumarhús og íbúðir á vegum félags- ins. Birtar eru fréttir sem tengjast verkalýðsfélögunum á einhvern hátt á heimasíðunni og finna má tengla í önnur félög um land allt. Afl á vefnum Egilsstaðir ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ VIÐ Andapollinn á Reyðarfirði er tjaldstæði sem notið hefur mikilla vinsælda undanfarin ár og oft hef- ur verið þröng á þingi. Nú er und- irbúin stækkun í vestur þar sem hluti þjóðvegar verður lagður af og bætt verður öll aðstaða til þjón- ustu og afþreyingar gesta. Búið er að reisa nokkur smáhýsi fyrir ferðafólk. Í húsunum eru þrjú rúmstæði ætluð fyrir svefnpokapláss en einnig er hægt að fá rúmföt. Við Andapollinnn hefur verið reist nýtt þjónustuhús. Þar er upplýsinga- miðstöð fyrir ferðamenn, setkrók- ur fyrir kaffi og nesti, sjónvarp og þjónusta vegna veiðinnar í Anda- pollinum. Um 300 regnbogasilungum var sleppt í pollinn 17. júní sl. Silung- urinn er 4 til 8 pund að þyngd og er sá stærsti sem dreginn hefur verið á land í sumar 7 pund. Veiði- leyfi eru seld þjónustumiðstöðinni eftir hádegi alla daga vikunnar. Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir Unnið er að stækkun tjaldsvæðisins á Reyðarfirði. Þar hefur verið reist nýtt þjónustuhús og nokkur smáhýsi til að bæta þjónustu fyrir gesti. Þjónusta aukin á tjaldsvæðinu Reyðarfjörður BUSTARFELLSBÆRINN iðaði af lífi á íslenska safnadeginum. Verklagnir Vopnfirðingar voru að sinna ýmsum störfum um allan bæ. Lummur voru steiktar á hlóðum og boðið var upp á rjúk- andi kaffi í baðstofu. Utandyra blésu eldsmiðir aflinn og smíðuðu skeifur líkt og áður tíðkaðist. Heyskapur var á bæjarhólnum og gátu gestir tekið þátt í honum. Undanfarin 10 ár hefur æv- inlega verið fjölmenni á safnadeginum á Bustar- felli og skemmtileg stemning skapast. Íslenski safnadagurinn á Bustarfelli í Vopnafirði Eldsmiðir blésu aflinn Vopnafjörður Morgunblaðið/Jón Sigurðarson TRYGGVASAFN í Neskaup- stað var opnað sl. sunnudag með nýrri sumarsýningu á listaverkum Tryggva Ólafsson- ar. Sýningin er í tveimur sölum og í báðum þeirra gefur að líta fjölbreytilega sýningu með mismunandi deildum, ef svo má að orði komast. Til að mynda er í neðri salnum að finna elstu verk Tryggva, en auk þess öll- um ný verk sem safnið hefur eignast á árinu. Safnið hefur eignast nokkrar „rúsínur“ á árinu, eins og listamaðurinn sjálfur orðar það. Þessar rús- ínur eru bæði gamlar og nýrri og hafa fram að þessu verið í eigu Tryggva. Safnið er opið frá 14–17 alla daga í sumar. Tryggva- safn opn- að með nýrri sýningu Neskaupstaður Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Framkvæmdastjóri Tryggva- safns, Magni Kristjánsson, við eina „rúsínuna á sýningunni.“ UNDIRBÚNINGUR er hafinn að gerð hjáleiðar að hafnarsvæðinu á Reyðarfirði. Er hún ætluð fyrir þunga- flutninga vegna virkjunar og álversframkvæmda. Rafveita Reyðarfjarðar er að færa 11.000 volta há- spennustreng til að rýma fyrir hringtorgi sem verður sunnan við tjaldstæðið. Hjáleiðin liggur síðan eftir hafn- arsvæðinu, neðan byggðar og tengist aftur Norðfjarðar- vegi við Valhöll. Í haust verður unnið við gerð hringtorgs og leiðarinnar út að Búðará. Á næsta ári er áætlað að byggja brú á Búð- arána neðan við olíutankana og ljúka við hjáleiðina út að Valhöll. Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir Hringtorg á Reyðarfirði Reyðarfjörður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.