Morgunblaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 189. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Gítarinn þagnaður Lifandi leikhús Kaldhæðnin í fyrirrúmi í leikriti í sautján þáttum Listir 21 Compay Segundo blómstraði ´ á tíræðisaldri Fólk 43 Kertagerð í Kampala Rekur vinnustað fyrir munaðar- lausar stúlkur í Úganda 25 BRESK stjórnvöld hyggjast ekki verða við óskum Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, um að taka þátt í því að einangra Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna. Sharon fundaði með Jack Straw, utan- ríkisráðherra Bretlands, í Lundúnum í gær og staðfesti breskur embættismaður að Sharon hefði komið þeirri beiðni á framfæri að bresk stjórnvöld hættu sam- skiptum við Arafat. Straw hefði hins vegar gert honum ljóst að í þessu máli töluðu Evrópusambandsríkin einni röddu. „Þar sem Arafat forseti er lýðræðislega kjörinn leiðtogi heimastjórnar Palestínumanna þá munum við halda áfram að eiga við hann samskipti þegar við teljum það til hags- bóta,“ sagði embættismaðurinn. Í viðtölum við Sharon sem birtust í tveimur breskum dagblöðum hafði hann hvatt evrópska þjóðarleiðtoga til að slíta tengslin við Arafat. „Í hvert skipti sem menn eiga við hann samskipti er því skotið á frest að árangur náist í [friðar]ferlinu,“ sagði Sharon. Bætti hann því við að menn græfu undan palestínska forsætisráð- herranum, Mahmud Abbas, er þeir ættu viðskipti við Arafat. Reuters Tony Blair hitti Ariel Sharon í gærkvöld. Höfnuðu málaleitan Sharons London. AFP. FIAT-bílaverksmiðjurnar ítölsku hyggjast færa eiginkonu Gerhards Schröders, kanzlara Þýzkalands, nýj- an bíl að gjöf sem tákn fyrir vináttu landanna tveggja. Doris Schröder-Köpf fær fyrsta eintakið af nýrri gerð Lancia Ypsil- on-smábílsins er hann kemur á mark- að í Þýzkalandi í haust. „Okkur finnst mikilvægt að koma því á framfæri að við erum ekki sammála vissum um- mælum sem fallið hafa, og viljum undirstrika vináttu Ítalíu og Þýzka- lands,“ sagði Vincenzo Luca, tals- maður Fiat í Þýzkalandi. Ummælin sem vísað er til lét Stef- ano Stefani, aðstoðarferðamálaráð- herra í ítölsku ríkisstjórninni, falla í blaðagrein þar sem hann lýsti þýzk- um ferðamönnum á Ítalíu sem hroka- fullum „ofurþjóðernissinnuðum ljóskum“ sem héldu ropkeppnir. Stef- ani sagði af sér í síðustu viku. Luca sagði Fiat ekki enn hafa feng- ið nein viðbrögð við boðinu. Vilja gefa kanzl- arafrúnni bíl Berlín. AFP. VARNARLIÐSMAÐURINN sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í Reykjavík fyrir sex vikum hefur „eitthvert ferðafrelsi“ innan varnarsvæðisins, að því er John Waick- wicz, aðmíráll Bandaríkjahers á Keflavíkur- flugvelli, tjáði Gunnari Snorra Gunnarssyni, ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins, í gær. Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari telur óhugsandi að Bandaríkjamenn skuli framkvæma gæsluvarðhald mannsins með umræddum hætti. Gunnar Snorri Gunnarsson ráðuneytis- stjóri sagði í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöld að sér hefði skilist að ákærði hefði fengið að fara í vinnuna en væri undir eftir- liti. Þetta væru þó óstaðfestar fregnir. Segir Gunnar Snorri að utanríkisráðuneytið hafi ítrekað það við talsmenn varnarliðsins að ráðuneytið ætlaðist til þess að hinn ákærði væri hafður undir öruggara eftirliti. „Við eigum eftir að fá nánari upplýsingar um framkvæmd gæsluvarðhaldsins þó að við séum ekki með sérstakt eftirlit með því hvernig Bandaríkjamenn haga málum,“ segir Gunnar Snorri. „Þeir skuldbundu sig til að sjá til þess að maðurinn færi ekki úr landi og að hann yrði látinn mæta fyrir rétt þegar á þyrfti að halda. Ríkissaksóknari setti ekki önnur skilyrði.“ lýst mig nánar um hvernig varðhaldinu væri háttað en dró staðhæfinguna að minnsta kosti ekki til baka. Aðmírállinn sagði að hinn ákærði væri undir „tryggu og öruggu eftirliti og hefði eitthvert ferðafrelsi innan svæðis- ins“. Ég áréttaði við aðmírálinn að við ætl- uðumst til þess að maðurinn væri í gæslu- varðhaldi en eins og nú háttar er hann í vörslu varnarliðsins.“ Gæsluvarðhaldið staðfest í Hæstarétti Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarð- haldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir varnarliðsmanninum. Jafnframt kvað Hæsti- réttur upp úr með það að ríkissaksóknari, sem æðsti handhafi ákæruvalds, væri bær til þess að taka ákvörðun um hvort hann léti af hendi lögsögu í málinu. Tók Hæstiréttur þar með undir með hér- aðsdómi, en gæsluvarðhaldskröfu ríkis- saksóknara var á sínum tíma mótmælt af hálfu ákærða á þeim forsendum að hervöld Bandaríkjanna færu með lögsögu í málinu á grundvelli viðbætis við varnarsamning land- anna tveggja. Aðspurður segir Gunnar Snorri að ráðu- neytið muni fara yfir málin með Bandaríkja- mönnum og fá nánari upplýsingar um á hvern hátt öryggisgæslu fangans sé í raun háttað. Bragi Steinarsson segir málið hið ótrúleg- asta. „Það er óhugsandi að gæsluvarðhaldið sé framkvæmt með þessum hætti. Það getur bara ekki verið,“ segir hann. Aðmírállinn dró ekki staðhæfinguna til baka Gunnar Snorri segir blaðamenn hafa hringt í sig og borið undir sig staðhæfingu þess efnis að hinn ákærði væri utan fangels- isveggja á varnarsvæðinu. „Ég hitti Waick- wicz aðmírál í kjölfarið og hann gat ekki upp- Aðmíráll upplýsir utanríkisráðuneytið um gæsluvarðhald varnarliðsmanns Hefur „eitthvert ferðafrelsi“ innan varnarsvæðisins Óhugsandi að Banda- ríkjamenn framkvæmi gæsluvarðhaldið með þessum hætti, segir vararíkissaksóknari  Ríkissaksóknari bær/10 NÝSKIPAÐ framkvæmdaráð Íraks samþykkti í gær að útnefna sendinefnd til starfa hjá öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna. Fær nefndin m.a. það verkefni að koma fram í nafni framkvæmdaráðsins hjá SÞ og þannig stuðla að því að ráðið öðlist viðurkenningu sem lögmætur fulltrúi írösku þjóðar- lútandi var hins vegar skotið á frest, að því er haft var eftir tals- manni ráðsins. Stjórnvöld í nágrannaríkjum Íraks hafa fagnað tilkomu fram- kvæmdaráðsins og vonast til að það stuðli að friði og stöðugleika í Írak og leiði til skipunar lögmætr- ar ríkisstjórnar heimamanna. innar á alþjóðavettvangi. Árásir á bandaríska hermenn í Írak héldu áfram í gær og beið einn Banda- ríkjamaður bana og sex særðust í fyrirsát í Bagdad. Stefnt hafði verið að því að framkvæmdaráðið nýja veldi sér forystumann í gær, en í ráðinu sitja 25 Írakar. Ákvörðun þar að Vali á forystumanni skotið á frest Reuters Skuggi tveggja bandarískra hermanna fellur á blóði drifna jeppabifreið Bandaríkjahers í Bagdad eftir að Bandaríkjamönnunum hafði verið veitt fyrirsát. Einn maður lést og sex særðust í árásinni. Bagdad. AP, AFP. GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti gaf í gær til kynna að hann yrði líklega við beiðni um að senda bandaríska hermenn til Líberíu í því skyni að stuðla að friði í landinu. Ákvörðun þar að lútandi væri þó háð því að Charles Taylor, forseti Líberíu, viki úr embætti. Taylor yrði að yfirgefa landið áður en Bandaríkjaher kæmi til sögunnar. Bush átti fund með Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í Washington í gær, hinn fyrsta frá því að Íraksstríðinu lauk. Hann sagði eftir fundinn að viðræð- ur þeirra Annans hefðu verið gagn- legar og þeir væru sammála um hvað gera þyrfti í Líberíu. Bush sagðist hugsanlega senda herlið til Líberíu til að aðstoða Vest- ur-Afríkusambandið (ECOWAS) við að koma á friði í landinu. Hann vissi þó ekki hversu fjölmennt það yrði. „En við myndum aldrei senda nema takmarkaðan fjölda her- manna og í skamman tíma.“ Annan ánægður Að sögn Annans gera áætlanir ráð fyrir að fyrst komi um tvöþús- und hermenn frá ríkjum ECOWAS. „Í kjölfarið, eftir því sem ég kemst næst, myndi Taylor forseti yfirgefa Líberíu. Þá myndum við styrkja friðargæsluliðið, vonandi með þátt- töku Bandaríkjanna og frekari liðs- styrk frá ríkjum Vestur-Afríku,“ sagði Annan. Bandarískt herlið til Líberíu? Washington. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.