Morgunblaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 6, 8, og 10. YFIR 22.000 GESTIR!  X-IÐ 97.7  SV MBL  ÓHT RÁS 2  HK DV HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.30. Sýnd kl. 4. Ísl. tal. 500 kr. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 14  X-IÐ 97.7  SV MBL  ÓHT RÁS 2  HK DV Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. kl. 3.40, 6, 8.30 og 10.50. Englarnir eru mættir aftur! Geggjaðar gellur í gæjalegustu mynd sumarsins! YFIR 22.000 GESTIR! Sýnd kl. 3.40. 11. SÝNING MIÐVIKUDAG 16/7 - KL. 20 AUKASÝNING UPPSELT 12. SÝNING FIMMTUDAG 17/7 - KL. 20 UPPSELT 13. SÝNING FÖSTUDAG 18/7 - KL. 20 UPPSELT 14. SÝNING LAUGARDAG 19/7 - KL. 18 UPPSELT 15. SÝNING SUNNUDAG 20/7 - KL. 17 AUKASÝNING ÖRFÁ SÆTI LAUS 16. SÝNING MIÐVIKUDAG 23/7 - KL. 20 UPPSELT 17. SÝNING FIMMTUDAG 24/7 - KL. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS 18. SÝNING LAUGARDAG 26/7 - KL. 17 ÖRFÁ SÆTI LAUS 19. SÝNING MIÐVIKUDAG 30/7 - KL. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS ATHUGIÐ ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA ! KVIKMYND Ang Lees um gíf- urmennið Hulk er nýjasta innslagið í röð kvikmynda sem fært hafa sí- gildar myndasöguhetjur á hvíta tjaldið. Þannig hafa ofurhetjur á borð við vampírubanann Blade, Köngurlóarmanninn, X-mennin og Dirfskudjöfulinn ratað í kvik- myndaformið að undanförnu með góðum árangri, en þessar myndir þykja allar leggja nauðsynlega rækt við persónusköpunina og þær innri flækjur sem knýja hetjurnar áfram. Hulk er e.t.v. ein af kostulegustu myndasöguhetjunum sem Marvel Comics röðin kom fram með, og mætti skilgreina þessa grænu ófreskju sem barn kjarnorkuógnar kaldastríðsáranna og óvissu er fylgdi endurmati á hlutverkum kynjanna eftir síðari heimsstyrjöld, en fyrstu Hulk-myndasögurnar komu út snemma á sjöunda ára- tugnum. Ólíkt mörgum öðrum ofur- hetjum, sem öðluðust ýmsa gagn- lega ofurmannlega hæfileika við umbreytinguna úr venjulegum manni í ofurmenni, breytist Hulk (fyrir tilstilli gammageislunar) úr settlegum vísindamanni í ofvaxið grænt karlmenni sem fær útrás fyrir frummennsku sína með öskr- um og hnefahöggum og gerir oft gagn í leiðinni. Sú holdgerving erki- karlmennsku sem hetjan táknar er reyndar svo bókstafleg að vandræð- um sætir, en Hulk er þeim eig- inleikum gæddur að stækka og breikka á alla bóga þegar honum verður heitt í hamsi. Leikstjórinn Ang Lee gerir eig- inlega grunnmistök þegar hann nálgast þessa hjákátlegu hetju með fullkomlega alvarlegum formerkjum en meginpúður mynd- arinnar fer í það að undirbyggja sálrænan bakgrunn Hulks, eða Bruce Banners eins og hetjan heitir í sinni óumbreyttu mynd. Hin til- finningalega fjarlæga og bælda föð- urmynd er í miðlægu hlutverki í sálfræðilegri baksögunni sem skírskotar til tilfinningakreppu karlmanna, heimilisofbeldis og tor- tímingarhvatar mannskepnunnar. Þau Eric Bana og Jennifer Connelly leika aðalsöguhetjurnar Bruce og fyrrum kærustu hans Betty, en slitnað hefur upp úr sambandinu ekki síst vegna erfiðleika Bruce til tilfinningalegra tjáskipta. Bruce ber djúp sár eftir erfiða reynslu í æsku og þar spilar faðir hans (leikinn af einkar úfnum Nick Nolte) dularfullt hlutverk. En allt þetta drama er einhvern veginn til einskis þegar Hulk loks- ins brýst fram og lögmál tölvugraf- íkur taka við. Sá Hulk sem þar stíg- ur fram er svo augljós tölvufígúra að hann slitnar úr samhengi við hið allt að því raunsæislega drama myndarinnar, auk þess sem Hulk- persónuna skortir alla dýpt. Þessi þögli og fremur ringlaði risi, virðist ekkert vita hvað hann á af sér að gera, og stekkur mestmegnis milli staða hundeltur af yfirvöldum, og stækkar sífellt eftir því sem meira er atast í honum. Hann berst við stökkbreytta hunda og stríðstól ýmiss konar sem sigað er á hann, en tölvugrafísk atriðin er áhrifalítil og langt frá því að skapa einhverja spennu í söguþræðinum. Útlitslega er Hulk vel útfærður en það vantar í hann þyngdar- tilfinninguna, bæði þegar hann stíg- ur til jarðar og þegar hann beitir hinum annars ofvöxnu vöðvum sín- um. Þetta gerir það að verkum að ofurmennið Hulk minnir fremur á risavaxinn grænan skopparabolta en kraftajötun, ekki síst í atriðum þar sem hann stekkur langar vega- lengdir. Ang Lee hefur lagt sig eft- ir því að gefa myndinni vandað heildaryfirbragð og sýnir þar áhugaverða takta. Myndflöturinn er víða klofinn eða brotinn upp og klippingar eru notaðar til þess að skapa sjónræn áhrif í anda kvik- mynda og sjónvarpsþátta áttunda áratugarins, auk þess sem upp- stokkun myndflatarins felur í sér óvænta vísun í myndasöguformið. Þessi vandvirkni fellur hins vegar í grýttan jarðveg, þar sem kvik- myndin er í heild hálfhjákátleg og hlægileg, án þess að eiga að vera það. Grænn skopparabolti KVIKMYNDIR Háskólabíó, Laugarásbíó og Sambíóin Reykjavík, Akureyri og Keflavík Leikstjórn: Ang Lee. Handrit: John Tur- man, Michael France og James Scham- us. Kvikmyndataka: Fred Elmes. Aðal- hlutverk: Eric Bana, Jennifer Connelly, Sam Elliott, Josh Lucas og Nick Nolte. Lengd: 138 mín. Bandaríkin. Universal Pictures, 2003. Hulk Heiða Jóhannsdóttir Sálarlíf ofurhetju. Eric Bana sem hinn tilfinningalega bældi vísindamaður Bruce Banner. ÍRSK Benediktusar-munkaregla hefur brugðið út af vanalegu klaust- urlíferni og gefið út geisladisk. Disk- inn gefa þeir út til að safna fyrir kostnaði við fyrsta klaustrið sem munkareglan reisir í 800 ár. Tals- maður reglunnar segir geisladisk- inn, sem tekinn var upp í Dómkirkju heilagrar Önnu í Belfast, kominn til vegna þess að munkareglan eigi ekki sjóði fyrir klaustrinu, sem kosta mun hátt á annað hundrað milljóna króna en töluverð eftirspurn hefur verið hjá almenningi eftir að kaupa bænasöng munkanna. Þeir hafa hingað til aflað sér viðurværis með kertagerð og kortasölu en stunda að jafnaði fábrotið líf sem byggist á bænahaldi og biblíufræð- um …Hálfþrítug stúlka, Becky Nyang sem var á ferðalagi á eyjunni Corfu slapp stórslösuð en þó lifandi þegar eldingu laust niður í málm- prjón sem hún var með í gataðri tungunni. Hún var með vinkonu sinni á eyjunni þegar tók að rigna. Elding hrökk af bogagöngum nærri þeim vinkonunum og í málmprjón- inn sem hefur verkað eins og elding- arvari. Stúlkan fékk alvarleg bruna- sár á andliti og fótum, þar sem straumurinn leiddi út og má teljast lánsöm að hafa lifað af. Oft hefur verið fjallað um sýkingarhættu sem vill vera samfara ístungnum skart- gripum af þessu tagi en hitt er nýtt að vara þurfi við raflosti. …Rúss- neski lögreglukötturinn Rusik varð uppsiskroppa með öll sín 9 líf á dög- unum er hann varð fyrir bíl. Talið er að Rusik hafi verið ráðinn af dögum af leigumorðingja en hann starfaði sem þef-köttur við eftirlitsstöð ná- lægt Kaspíahafi. Mikið erum smygl á styrju sem framleiða má úr hin eft- irsóttu styrjuhrogn en ólöglegar veiðar stefna stofninum í hættu. Rusik var með endemum naskur á að þefa uppi fiskinn, og snéri á smyglarana hvað eftir annað. Rusik rambaði inn á eftirlitsstöðina fyrir ári síðan, þá aðeins lítill kettlingur og tóku varðmenn hann að sér og fóðruðu hann á styrju sem hefði ver- ið gerð upptæk. FÓLK Ífréttum AÐDÁENDUR kvikmyndanna sem gerðar hafa verið eftir Hringadrótt- inssögu Tolkiens geta í haust heim- sótt sérstaka sýningu í Lundúnum á leikmunum, búningum, dúkkum og tæknibrellum sem notuð voru við að koma sögunni um Bilbó og félaga á hvíta tjaldið. Sýningin verður í Vísindasafni Lundúna (London Science Museum) en þar er á ferð farandsýning sem hóf göngu sína á Nýja-Sjálandi. Sýn- ingin mun standa í um fjóra mánuði eða frá 16. september til 11. janúar áður en hún flytur sig yfir á næstu áfangastaði, Singapúr, Sydney og Boston en þangað er töluvert lengri leið frá Leifsstöð en til Lundúna. Aðaláherslan er lögð á tæknibrell- urnar á bak við myndina. Meðal ann- ars verða sérstakir sýningarhlutar tileinkaðir stærstu tækniafrekunum eins og hvernig tókst að láta full- vaxna leikara virðast nær helmingi styttri en þeir eru í raun og veru, og það í atriðum með öðrum leikurum í fullri stærð. Einnig verða sýndir leikmunir eins og fatnaður söguper- sónanna og skartgripir. Viggó Mortensen í hlutverki sínu í Hringadróttins-trílógíunni sem Aragorn. Farandsýning í Lundúnum Sýning á munum úr Hringadróttinssögu http://www.sciencemu- seum.org.uk/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.