Morgunblaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2003 19 FJÖLSKYLDUHÁTÍÐIN Matur og menning verður haldin á Blönduósi í fyrsta sinn um næstu helgi. Markmið hátíðarinnar er að festa í sessi ímynd bæjarfélagsins Blönduóss sem mat- vælabæjar í hæsta gæðaflokki, auk þess sem haldið verður upp á síðbúið afmæli Blönduósbæjar. Fjölskylduhátíðin er m.a. liður í at- vinnustefnu sem Blönduósbær hefur sett sér að í árslok 2013 verði bæjar- félagið þekkt fyrir að leiða rann- sókna- og frumkvöðlastarf í mat- vælaiðnaði á Íslandi. Þessu marki er ætlað að ná m.a. með stofnun frum- kvöðla- og rannsóknaseturs, auk þess sem áhersla er lögð á matvælafram- leiðslu þar sem hvorutveggja er um að ræða hráefnisvinnslu og full- vinnslu hráefnis. Blönduósbær legg- ur megináherslu á að skapa fyrir- tækjum og einstaklingum gott starfsumhverfi í sveitarfélagi þar sem sérhæfður stuðningur fyrir hvers kyns matvælastarfsemi er fyr- ir hendi. Til að kynna starfsemi sína munu fyrirtæki á Blönduósi bjóða Íslend- ingum í mat laugardaginn 19. júlí frá kl. 13 til 17, þar sem áherslan er ann- ars vegar á að kynna hefðbundna matvælaframleiðslu, og hins vegar á að kynna þær nýjungar sem ferskt gæðahráefni héraðsins býður mat- gæðingum landsins upp á. Annað markmið atvinnustefnu Blönduós- bæjar er að gera bæjarfélagið að án- ingarstað Norðurlands vestra þar sem áhersla er lögð á skemmtilega upplifun fyrir fjölskyldufólk. Á fjöl- skylduhátíðinni Matur og menning er því leitast við að bjóða öllum fjöl- skyldumeðlimum upp á skemmtun og afþreyingu við hæfi. Trúðar og töframenn skemmta og boðið verður upp á harmonikkuleik og dansleik þar sem Land og synir koma fram með sjálfum kúreka norðursins, Hallbirni Hjartarsyni. Býður Íslendingum í mat Blönduós Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Kvöldstemming við Blönduós. ÞAÐ ríkti kynngimögnuð stemning á Galdrasýningu á Ströndum sl. sunnudag þegar nærstaddir fylgd- ust með galdramanni af Ströndum kveða niður draug. Skömmu áður mátti heyra upptöku þar sem Stein- dór Andersen kvæðamaður kvað Snjáfjallarímur og í kjölfarið birtist galdramaður búinn steinbítsroði, hreindýraskinni, galdrastöfum og krossmarki til varnar draugnum. Fékk hann sjálfboðaliða til að gera krossmark á nef sér með blóði úr vinstri tá og hægri geirvörtu, blönd- uðu heila úr lifandi hrafni. Þá voru áhorfendur fengnir til að „humma“ með galdramanninum áður en hann fór með hina kröftugu þulu. Auk þess fékk hver gestur sinn stein með galdrastaf ætlaðan til að bera á sér til að forðast drauginn í héraðinu. Um leið og kemur að sýslumörkum skal hins vegar losa sig við steininn, því utan sýslunnar getur hann virk- að eins og segull á drauginn. Eftir að hafa farið með særingar og formæl- ingar og spýtt yfir leiði uppvakn- ingsins, sem er staðsett á sýning- unni, taldi galdramaðurinn að draugurinn væri á bak og burt. Hann mun þó endurtaka leikinn að viku liðinni, en það er Sigurður Atla- son, einn af forsvarsmönnum sýn- ingarinnar, sem ljær galdramann- inum leikhæfileika sína. Mun hann kveða niður drauga á Galdrasýn- ingu á Ströndum kl. 11, 13, 15 og 17 næstkomandi sunnudag. Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Ungur sjálfboðaliði gerir kross- mark með blóði á nef galdramanns- ins. Að sögn er blóðið úr vinstri tá og hægrigeirvörtu galdramanns- ins, blandað heila úr lifandi hrafni. Galdramað- ur af Strönd- um kveður niður draug Hólmavík SKÓLASLIT Grunnskólans í Hveragerði fóru fram í Hveragerð- iskirkju að viðstöddu fjölmenni. Við skólaslit eru nemendur sem ljúka 10. bekk kvaddir og þeim þökkuð samfylgdin sl. 10 ár. Hópurinn sem nú útskrifaðist var frekar fámennur en afskaplega góður hópur og hafa krakkarnir fengið mikið hrós fyrir fyrirmyndarframkomu, iðni og vinnusemi, frá öllum þeim sem not- ið hafa krafta þeirra. Kom þetta fram í ræðu skólastjórans, Guðjóns Sigurðssonar, umsjónarkennara þeirra síðustu fjögurra ára, Guð- ríðar Aadnegaard, og einnig for- manns skólanefndar, Magnúsar Á. Ágústssonar. Ekki amalegir dómar það, enda voru krakkarnir kátir og tilbúnir til að takast á við lífið sem fram undan er. Auður Elísabet Guðjónsdóttir, formaður nemenda- ráðs, þakkaði fyrir hönd útskriftar- nema fyrir samveruna og þolin- mæðina sl. tíu ár og sagði m.a. að nú væri stórt verkefni fyrir höndum að byggja brú frá grunnskólanum og út í lífið, hvort heldur sem þau veldu að stunda nám eða atvinnu. Andri Kristinn Kolbeins fékk verð- laun fyrir bestan árangur á sam- ræmdum prófum og einnig fengu nemendur verðlaun fyrir árangur í einstökum greinum, þau verðlaun eru gefin af fyrirtækjum í bænum. Heiðrún Halldórsdóttir og Ingi- björg Steinunn Sæmundsdóttir fengu verðlaun fyrir iðni og elju- semi í námi. Athygli vöktu tvær stúlkur úr 9. bekk, þær Anna Jak- obína Guðjónsdóttir og Guðrún Helga Sigurðardóttir, en þær tóku samræmt enskupróf í vor og fékk Anna Jakobína 8,5 í einkunn og Guðrún Helga 9,5, sem er hæsta einkunn sem gefin var í ensku í ár. Á milli atriða söng kór elsta stigs og var það mál manna að aldrei hefði kórinn verið betri en einmitt þetta kvöld. Eftir að gömlu skóla- bjöllunni hafði verið hringt út, sem tákn um að skólaárinu væri lokið, fóru allir kirkjugestir í grunnskól- ann, þar sem nemendur 9. bekkja og foreldrar þeirra biðu gesta með dýrindis kræsingar. Við eigum eftir að sakna ykkar Hveragerði Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Andri Kristinn Kolbeins og Bjarni Jóhann Lúthersson voru meðal þeirra nemenda sem útskrifuðust. LJÓSMYNDASÝNING Bryggjuhátíðar á Drangsnesi var opnuð formlega á laugardag í Drangsnesskóla. Þarna eru sýnd- ar stækkanir á gömlum ljósmynd- um sem sýna mannlífið eins og það var í Kaldrananeshreppi í kringum 1960. Það er orðin föst hefð fyrir því á Bryggjuhátíð að setja upp sýningu með gömlum ljósmyndum. Hefur fólk verið mjög jákvætt að lána myndirnar sínar til stækkunar og eru alltaf nýjar myndir á hverju ári og er nú kominn dágóður vísir að ljósmynda- safni á Drangsnesi. Á sýningunni í ár eru nálægt eitt hundrað myndir. Sýn- ingin verður opin fram að Bryggjuhá- tíð þann 19. júlí nk. og eitthvað lengur meðan skólinn þarf ekki húsnæðið. Soffía Þorkelsdóttir skoðar myndir á ljósmyndasýningu Bryggjuhátíðar. Ljósmyndasýning Bryggjuhátíðar opnuð Drangsnes Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri í haust til að dveljast við frábærar aðstæður á suðurströnd Spánar í 3 eða 4 vikur á ótrúlegum kjörum. Beint flug til Benidorm og Costa del Sol þar sem þú nýtur þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann og getur valið um spennandi kynnisferðir á meðan dvölinni stendur. Við bjóðum þér okkar bestu íbúðarhótel með frábærri að- stöðu fyrir farþega. Haustferðir til Costa del Sol og Benidorm 1. október frá kr. 30.912 Costa del Sol - 1.okt Verð frá kr. 39.950 Flugsæti með sköttum Verð frá kr. 61.362 M.v. hjón með 2 börn, 2 - 11 ára, Aguamar- ina. Flug, gisting, skattar. Verð kr. 75.050 M.v. 2 í stúdíó, Aguamarina, 1. okt, 21 nótt. Flug, gisting, skattar, íslensk fararstjórn. Benidorm - 1.okt Verð frá kr. 30.912 Flugsæti m.v. hjón með 2 börn, 2 - 11 ára, með húseigendaafslætti, 1.okt. Verð frá kr. 49.962 M.v. hjón með 2 börn, 2 - 11 ára, Vacanza, 1.okt., 3 vikur. Flug, gisting, skattar. Verð kr. 69.950 M.v. 2 í íbúð, Vacanza. Flug, gisting, skattar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.