Morgunblaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 36
DAGBÓK 36 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Dettifoss, Helgafell, Skógarfoss og Lang- vin Koma í dag. Eur- opa og Bremen koma og fara í dag. Víðir fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Barbara kemur í dag. Karacharovo og Langvin fara í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Fannborg 5. Lokað vegna sum- arleyfa frá 1. júlí til 12. ágúst. Mannamót Norðurbrún, Furu- gerði, Hvassaleiti og Hæðargarður, farið verður að Skálholti um Grímsnes fimmtudag- inn 17. júlí. Kaffihlað- borð að Hótel Geysi, ekið um Lyngdalsheiði og Þingvelli til baka, leiðsögumaður Tómas Einarsson. Skráning í Norðubrún í s. 568 6960, Furugerði í s. 553 6040, Hvassaleiti í s. 535 2720 og Hæð- argarði s. 568 6970. Aflagrandi 40. Kl. 9 bað, vinnustofa, kl. 13 vinnustofa. Árskógar 4. Kl. 9–12 bað. Smíðastofan er lokuð til 11. ágúst. Handavinnustofan er lokuð vegna sum- arleyfa. Kl. 9.30 dans, kl. 10.30 leikfimi, kl. 13.30 létt ganga. Pútt- völlur opinn mánudag til föstudags kl. 9– 16.30. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8.30–14.30 bað, kl. 9– 16 handavinna, kl. 9– 17 fótaaðgerð. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 að- stoð við böðun, hár- greiðslustofan opin, kl. 10 samverustund. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9–16 vefnaður, kl. 10– 13 opin verslunin, kl. 13.30 myndband. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16 opin vinnustofa, kl. 10– 11 leikfimi, kl. 12.40 verslunarferð í Bónus, kl. 13.15–13.45 bóka- bíllinn, kl. 12 hár- greiðsla. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 11 leik- fimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Göngu-Hrólfar ganga frá Hlemmi kl. 9.45. S. 588 2111. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Brids kl. 13 og biljard kl. 13.30, púttmót á Hrafnistuvelli, keppt verður við Púttklúbb Hrafnistu, mæting kl. 13 stundvíslega. Gerðuberg, félags- starf. Lokað vegna sumarleyfa til 12. ágúst. Sund og leik- fimiæfingar í Breið- holtslaug á mánudög- um, miðvikudögum og föstudögum kl. 9.30. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, leiðbeinandi á staðnum kl. 9.30–12, kl. 14 ganga. Gullsmári, Gullsmára 13. Lokað vegna sum- arleyfa til 5. ágúst. Hárgreiðslustofan og fótaaðgerðarstofan verða opnar. Hraunbær 105. Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöðin, kl. 10 boccia, kl. 12.15 verslunarferð, kl. 13 hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 boccia. Fótaaðgerðir, hársnyrting. Norðurbrún 1. Vinnu- stofa og tréskurður lokað frá 3. júlí til 5. ágúst. Kl. 10–11 boccia. Fótaaðgerða- stofan er lokuð frá 21. júlí til 5. ágúst. Hár- greiðslustofan er lokuð frá 15. júlí til 12. ágúst. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 13–16 frjáls spil. Vitatorg. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerð, kl. 14 félagsvist. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20, svarað í s. 552 6644 á fundartíma. Brúðubíllinn Brúðubíllinn verður í dag, þriðjudaginn 15. júlí, kl. 10 við Rauða- læk og kl. 14 við Vest- urberg og á morgun, miðvikudaginn 16. júlí, kl. 10 við Hlaðhamra og kl. 14 við Malarás. Minningarkort Minningarsjóður Krabbameinslækn- ingadeildar Landspít- alans. Tekið er við minningargjöfum á skrifst. hjúkrunarfor- stjóra í síma 560-1300 alla virka daga milli kl. 8 og 16. Utan dag- vinnutíma er tekið á móti minningargjöfum á deild 11-E í síma 560-1225. Slysavarnafélagið Landsbjörg, Stang- arhyl 1, 110 Reykjavík. S. 570 5900. Fax: 570 5901. Netfang: slysa- varnafelagid@lands- bjorg.is Í dag er þriðjudagur 15. júlí, 196. dagur ársins 2003, Svit- únsmessa hin s. Orð dagsins: Enginn er þinn líki, Drottinn! Mikill ert þú og mikið er nafn þitt sakir máttar þíns. (Jeramía 10, 6.)     Björn Bjarnason,dóms- og kirkju- málaráðherra, segir skrif borgarfulltrúa R- listans Dags B. Eggerts- sonar um varnarmál forvitnileg. „Degi er ekki efst í huga í grein sinni [í Fréttablaðinu] að hafa það, sem sann- ara reynist, til dæmis þegar hann vísar til Vals Ingimundarsonar þeirri staðhæfingu sinni til réttlætingar, að for- ystumenn Sjálfstæðis- flokksins hafi gengið harðast fram í því, þeg- ar að kreppti í efna- hagsmálum að veifa Rússaviðskiptum framan í bandalagsþjóðir til að ná viðlíka viðskipta- samningum við þær,“ segir Björn.     Hann telur skýrastadæmið um tilraun til að nota varnarsamn- inginn til efnahagslegs ávinnings að finna í tíð fyrstu vinstristjórnar- innar, 1956 til 1958. „Síðan gerist það í tíð annarrar vinstri stjórn- arinnar 1971 til 1974, að enn er stefnt að brottför varnarliðsins og síðan tekið til við að versla um brottförina við Bandaríkjastjórn meðal annars með því að blanda 50 mílna land- helgisdeilunni í málið. “ Björn segir Dag einn- ig gefa sér þá forsendu, að sérstakt trúnaðar- samband hafi verið milli Bandaríkjastjórnar og forystu Sjálfstæðis- flokksins. Slíku var haldið fram áratugum saman af andstæðingum Sjálfstæðisflokksins til að veikja hann.     Hann segir hvorkirannsóknir Vals Ingimundarsonar né annarra hafa staðfest neitt trúnaðarsamband Bandaríkjastjórnar við forystumenn Sjálfstæð- isflokksins. „Þær hafa hins vegar sýnt, að þeir stóðu vörð um hagsmuni Íslands á málefnalegum forsendum og skipuðu sér óhikað í sveit þeirra manna, sem vildu snúast til varnar gegn ógninni af Moskvuvaldinu og heimskommúnismanum. … Sú staðfesta vakti traust íslensku þjóðar- innar í þeirra garð.     Er í sjálfu sér ekki ein-kennilegt, að Dagur, sem treystir sér ekki til þátttöku í stjórnmálum á grundvelli hugsjóna í nafni stjórnmálaflokks eða hugmyndafræði, skuli líta fram hjá þess- um grundvallarþætti í umfjöllun um varnarmál og stöðu Sjálfstæðis- flokksins. Dagur telur greinilega, að stjórn- málastarf byggist á trúnaðarsambandi við valdamenn, hvort sem það er innan lands eða utan. Hans stjórn- málaferill byggist á því að vera einskonar fylgi- hnöttur með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og fara kollhnísa með henni, eins og dæmin sanna,“ segir Björn. STAKSTEINAR Kollhnísar með Ingi- björgu Sólrúnu Víkverji skrifar... ÁHUGI fólks á garð- og trjá-rækt hefur aukist svo síðustu árin að engu er líkara en að græn bomba hafi sprungið yfir land og lýð. Þetta sést ekki bara þegar lit- ast er um nánasta umhverfi, við heimili og stofnanir, heldur eru smíða- og garðyrkjuþættir orðnir vinsælt sjónvarpsefni og árs- tíðabundnir blaðaukar og glans- tímarit fjalla um þetta málefni. Neytendur virðast taka þessu vel og fylla gróðrarstöðvarnar, sem keppast við að auglýsa varning sinn. Það er ekki svo langt síðan þeir sem lögðu stund á blómarækt voru álitnir hálfgerðir sérvitringar og skrúðgarðar voru ekki algengir við heimahús. Þá voru matjurtir einnig fremur ræktaðar af illri nauðsyn en áhuga á lífrænu græn- meti. x x x VÍKVERJA finnst þetta ánægju-leg þróun, enda er hann einn af þeim mörgu sem tók bakteríuna og eyðir nú stórum stundum í garðinum við ýmiss konar dund sér til ánægju og afslöppunar. Þótt rigning síðustu daga hafi haldið Víkverja frá þessu hugðar- efni sínu létu nágrannarnir nokkra dropa ekki stöðva sig, en pjökk- uðu með skóflu og gaffli allan dag- inn við að stinga upp og planta runnum. Víkverji gat ekki annað en dáðst að þessari eljusemi. x x x EN því miður er það þannig aðnatni sumra nær ekki út fyrir eigin garð. Þetta varð Víkverji áþreifanlega var við einn daginn þegar hann ætlaði að losa sig við hey úr garðinum. Sveitarfélagið sem Víkverji býr í er með einn losunarstað fyrir garðúrgang og þar hefur jafnan verið vandlega merkt hvað mátti losa hvar. Einnig voru uppi skilti þar sem fólk var vinsamlegast beðið að skilja ekki eftir úrgang í plast- pokum. Þar var einnig hægt að ná sér í mold og búfjáráburð. Nú bar svo við að búið var að loka losunarstaðnum og við eftir- grennslan kom í ljós að sveitar- félagið hefði ekki séð sér annað fært en að færa sig um set vegna slæmrar umgengni. Búið var að opna annan losunarstað sem var fjær byggð. Víkverji hélt þangað með sína kerru, en þar blasti við nákvæmlega sama umgengnin og á gamla staðnum. Ekki einasta voru þarna tugir, eða jafnvel hundruð, svartra ruslapoka sem fólk hafði ekki nennt að tæma, heldur mátti sjá þarna allskonar heimilisúrgang, s.s. leifar eftir samkvæmið, pappadiska, plastgaffla, bjórdósir o.fl. í þeim dúr. Gremjan sauð í Víkverja meðan hann mokaði heyinu af kerrunni og hann óskaði þessum umhverfissóðum norður og niður. Morgunblaðið/Þorkell Gróður gleður. Keyrði yfir kött ELÍSABET hafði sam- band við Velvakanda og vildi lýsa yfir hneykslan sinni á framgöngu leigubíl- stjóra laugardaginn 12. júlí sl. Hún sá þá litla kisu fara yfir götu. Ljósgrænn leigu- bíll kom aðvífandi og keyrði yfir hana. Hann hægði ekki á sér og athug- aði ekki hvað hann hafði keyrt yfir. Henni finnst óhuggulegt hvernig fólk kemur fram við dýrin. Ungur maður á bíl kom að- vífandi og fór með köttinn til síns heima. Þessi fram- koma leigubílstjórans er til háborinnar skammar og hann ætti að sekta. Góð hugmynd VIÐ HÖFUM í mörg ár fengið stórfalleg dagatöl frá Eimskip. Á þeim hafa verið gullfallegar myndir af landinu okkar. Myndir sem við höfum skoðað of lítið, eða bara við að fletta mán- uð eftir mánuð, og svo ekki meir. Dagatalið sett upp í skáp til geymslu. Nú klippti ég út myndirnar og fyrirtæki sem heitir Sam- skipti í Síðumúla plastaði fyrstu mynd. Þetta er stór- fín vinna og út kemur skemmtileg eign sem gam- an er að skoða. Bestu kveðjur, Gréta. Tapað/fundið GSM-sími tapaðist á Akureyri NOKIA 3310 í hvítu Harry Potter-húsi tapaðist á Eyr- inni á Akureyri fimmtu- daginn 10. júlí sl. Finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 861 3929. Dýrahald Gott heimili óskast HREINRÆKTAÐUR Sí- amsköttur (4 ára) og blönd- uð læða (2 ára) þurfa að komast á gott heimili. Uppl. í síma 588 8875 eða 895 5875. Kettlingur fæst gefins GULBRÚNN og hvítur kettlingur fæst gefins. Upplýsingar í síma 698 6402. Kettlingur fannst í Otrateig LÍTILL svartbröndóttur kettlingur, 3–4 mánaða gamall, fannst á sunnu- dagsmorgun í garði í Otra- teig. Er hvorki með ól né eyrnamerktur. Kettlingur- inn er heimilisvanur. Upp- lýsingar í síma 863 3767 eða 581 3622. Nala er týnd NALA er persneskur kött- ur, grár og hvítur að lit, ómerktur og fremur stygg- lyndur. Hún týndist í Sörlaskjóli sl. föstudag. Finnandi hafi vinsamleg- ast samband í síma 864 1737 eða 692 5507. Síamsköttur tapaðist SÍAMSKÖTTUR tapaðist frá hverfi 101 fyrir u.þ.b. 3 vikum. Þeir sem hafa orðið varir við hann vinsamleg- ast látið vita í síma 551 9610 eða 849 6817. Eyrnamerking kattarins er 996048. Kanína týndist á Seltjarnarnesi KANÍNA týndist á Sel- tjarnarnesi. Hún er svört og hvít og frekar lítil. Þeir sem hafa orðið varir við ferðir kanínunnar eru vin- samlegast beðnir að hafa samband í síma 896 7000 eða 562 6907. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 erfitt að útvega, 8 fægja, 9 suð, 10 haf, 11 sjóða mat, 13 skýrir frá, 15 brattur, 18 fánýti, 21 skaut, 22 masturs, 23 smáaldan, 24 hrakin af hríð. LÓÐRÉTT 2 það sem veldur, 3 skóf í hári, 4 næstum því, 5 blóðsugan, 6 vitur, 7 at, 12 hrúga, 14 manns- nafn, 15 ræma, 16 ráfa, 17 orðrómur, 18 ferma, 19 menn, 20 innandyra. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 klökk, 4 nefnt, 7 polki, 8 laust, 9 stó, 11 ræma, 13 rita, 14 kafli, 15 lafa, 17 trog, 20 var, 22 gunga, 23 játar, 24 reisa, 25 lauga. Lóðrétt: 1 kopar, 2 öflum, 3 keis, 4 nóló, 5 fauti, 6 totta, 10 tefja, 12 aka, 13 rit, 15 lógar, 16 fenni, 18 rottu, 19 garfa, 20 vala, 21 rjól Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.