Morgunblaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 22
UMRÆÐAN 22 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR síðustu alþingiskosningar gaf ríkisstjórnin mörg og kostnaðar- söm kosningaloforð. Það lá mikið við. Skoðanakann- anir bentu til þess að ríkisstjórnin væri fallin og því voru öll ráð notuð til þess að rétta stöðuna við. Stærstu kosninga- loforðin voru loforð um skattalækkanir en einnig voru stór loforð gefin um gerð jarðganga, aðgerðir í húsnæðismálum, úrbætur í málefnum aldraðra og öryrkja o.fl. o.fl. Talsmenn ríkisstjórnarinnar sögðu að staðið yrði við kosningalof- orðin. Þau yrðu efnd. Kjósendur munu því fylgjast vel með því að staðið verði við öll kosningaloforðin sem ríkisstjórnin gaf í kosningabar- áttunni. Nú hefur ríkisstjórnin svikið fyrsta kosningaloforðið. Hún lofaði því að gerð yrðu jarðgöng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, Héð- insfjarðargöng, á ákveðnum tíma. Frambjóðendur stjórnarflokkanna lögðu mikla áherslu á mikilvægi þessa verks. Þeir kváðu það arðbært og sögðu það lið í byggðastefnu. Siglfirðingar væntu mikils af þess- um jarðgöngum. Var talið að göngin mundu efla Siglufjörð verulega en ástandið þar hefur ekki verið of gott í atvinnumálum. Einnig var talið að jarðgöngin yrðu lyftistöng fyrir Ólafsfjörð. Gerð jarðganga milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar var boð- in út fyrir kosningar til þess að sýna að staðið yrði við þetta kosningalof- orð. Byrja átti strax á verkinu eða í síðasta lagi næsta ár og ljúka því 2006. Hefði það skapað mikla at- vinnu strax. En í byrjun júlí til- kynnir samgönguráðherra skyndi- lega að ákveðið hefði verið að hafna öllum tilboðum í verkið og slá því á frest „vegna stöðugleikans“, þ.e. til þess að tryggja stöðugleikann í efna- hagsmálum! Hvað hafði breytst í því efni á tæpum 2 mánuðum? Ekkert hafði breyst. Ástand og horfur í efnahagsmálum eru nákvæmlega eins nú og fyrir kosningar. Það var vitað fyrir kosningar að ráðast átti í miklar framkvæmdir á Austurlandi, virkjun og byggingu álverksmiðju og að þessar framkvæmdir mundu valda ákveðinni þenslu í efnahagslíf- inu. Þegar loforðið um jarðgöngin var gefið var þetta vitað. Samt er loforðið svikið og því bor- ið við að ekki sé unnt að ráðast í þessa framkvæmd á áður áætluðum tíma vegna hættu á þenslu! Á sömu forsendum getur ríkisstjórnin svikið önnur kosningaloforð sín svo sem um skattalækkanir og hækkun hús- næðislána. Sérfræðingar í efnahags- málum hafa einmitt bent á að miklar skattalækkanir gætu valdið aukinni þenslu í efnahagskerfinu. Og margir hafa bent á að mikil hækkun íbúða- lána gæti einnig valdið þenslu vegna aukinnar eftirspurnar eftir lánum og hækkunar á fasteignaverði. Svik ríkisstjórnarinnar á kosn- ingaloforðinu um gerð jarðganga milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar á tilsettum tíma hafa gengið fram af fólki; tveir þingmenn Framsóknar- flokksins í Norðausturkjördæmi hafa tilkynnt að þeir styðji ekki ákvörðun ríkisstjórnarinnar um frestun framkvæmda. Mikil ólga er á Siglufirði út af máli þessu og óánægja er víðar í Norðaustur- kjördæmi vegna þessara svika. Með því að hafna öllum tilboðum, sem bárust við útboð verksins, er verkið sett í uppnám og alls óvíst hvort af því verður eða hve lengi það tefst. Ljóst er að það tefst um a.m.k. 3 ár. Göngin gátu verið tilbúin 2006 miðað við tilboð Íslenskra aðalverktaka sem barst í verkið. En ljóst er nú að þau verða í fyrsta lagi tilbúin haustið 2009 ef staðið verður við síðustu yfir- lýsingar stjórnvalda. Ríkisstjórnin talaði mikið um „stöðugleikann“ í efnahagsmálum fyrir síðustu kosningar. Það var hamrað á því að varðveita þyrfti stöðugleikann. Var það ekki hvað síst Framsóknarflokkurinn sem not- aði þetta slagorð óspart. En hvar er stöðugleikinn? Gengi íslensku krón- unnar hefur sveiflast upp og niður á undanförnum misserum og valdið miklu óöryggi hjá útflytjendum og í ferðamannaiðnaðinum. Á einu ári hefur gengi íslensku krónunnar hækkað svo mikið gagnvart dollar að stórskaði hefur hlotist af fyrir út- flytjendur. Útflutningur að fjárhæð 100 millj- ónir kr. fyrir þessa gengissveiflu gerir aðeins 75 milljónir í dag. Óvíst er hvað útflutningurinn þolir lengi svona mikla breytingu til hins verra. Er þetta merki um stöðugleika? Mörg atvinnufyrirtæki hafa verið að segja upp fólki undanfarið. Það er talsvert atvinnuleysi. Ekki er langt síðan verkalýðshreyfingin varð að taka til sinna ráða til þess að afstýra nýrri verðbólguöldu. Með skjótum aðgerðum, viðræðum við fjölmörg atvinnufyrirtæki, tókst ASÍ þá að af- stýra miklum verðhækkunum og jafnvel að knýja fram vissar verð- lækkanir. Á þann hátt tryggði ASÍ að verðhækkanir héldust innan rauðu strikanna og ekki þurfti að koma til kauphækkana. Ljóst er að lítið má út af bera í þessum efnum. Það er langt því frá að ástandið sé stöðugt. Ríkisstjórnin svíkur kosninga- loforð Eftir Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. KÖTTURINN minn veiðir stundum fugla eða mýs. Oftast notar hann tækifærið og þjálfar eigin hæfileika á bráðinni. En hann sleppir ekki! Ef hann hefur ekki lyst, – þá kemur hann með þetta heim að dyrum – til heimabrúks – að sínu mati. Nýjasta tískan í veiðimennsku er að veiða lax – og sleppa. Menn græja sig upp fyrir stórar fjárhæðir, – kaupa rándýr veiðileyfi – og sleppa svo veiðinni! Er kannski næsta skrefið að hanna nýja gerð af stöngum með sérstökum takka – sem sleppir, – þegar ýtt er á „lago“? Hvers konar rugl er það eiginlega að kvelja fisk á stöng í kannski klukkutíma – og sleppa honum svo hálf- dauðum? Hvar eru nú allt náttúruverndarliðið og grænfriðungarnir með alla „umhverfisverndina“? Týndir? Lax þarf ekki nema litlar skemmdir á hreistri, – þá er hann dauður eftir nokkra daga. Þetta er þekkt í laxeldi. Verða ekki laxastofnar úrkynjaðir, – þegar margslepptir taugaveikl- aðir aumingjar eiga að fara að „geraða“ og framleiða bara taugaveikl- aða afkomendur? Dr. Mengele datt aldrei í hug að binda mann aftan í Land-Rover – draga hann hlaupandi fram og aftur um allar trissur – nánast sprunginn á báðum lungum – hafa svo til undaneldis – „til að byggja upp stofninn“. Allar þessar laxafriðanir eru löngu komnar út í öfgar eins og dellan með þorskinn og fleiri fiska. Meðan allir veiddu eins og þeir gátu – þá var allt í fína lagi. Þetta er staðreynd (raunvísindi). Það var besta upp- skriftin. Nútíma friðardella á flestum fisktegundum eru löngu komin óralangt fram úr þeirri þekkingu sem við búum yfir. Afleiðingarnar eru margvísleg einkenni úrkynjunar – og hnignunar flestra fiskistofna. Það nær ekki nokkurri átt það verði vanaleg tíska, – að það sé „fínt“ að kvelja lax á stöng í klukkutíma – sleppa honum svo? Þeir sem ástunda slíkar laxveiðar, – ættu kannski að hugsa málið upp á nýtt, – eða bara prófa að berja golfkúlur og hætta svona villimennsku – fyrir stórfé? Hvað fá þeir út úr þessu? Niðurgreiddan kjúkling í kvöld- matinn – eftir að hafa sleppt nokkrum löxum yfir daginn? Kötturinn minn yrði orðlaus, – ef hann vissi þetta! Að sleppa veiddum laxi Eftir Kristin Pétursson Höfundur rekur fiskverkun. MEÐ föstudagsblaði Morgun- blaðsins föstudaginn 27. júní fylgdi vægast sagt veglegt rit um mat og vín. Án þess að hafa lesið þetta fylgirit nákvæm- lega er mér ljóst að hér var eins og svo miklu víðar angi af hinum óbeinu áfengisauglýsingum og máske rangt að tala um anga svo miklu rými sem til var kostað. Engum kemur á óvart þó vel sé til vandað þarna eins og víðar þar sem á bak við er það risafjármagn sem ríkjum ræður í áfengisgeir- anum, áfengisauðvaldið sjálft eins og frændi minn Árni Helgason hefur manna bezt bent á. Ég hafði um sama leyti ritað litla og lítt áberandi grein um svör stjórnmálaflokkanna við spurn- ingum okkar hjá bindindissamtök- unum um áfengismál, þar sem m.a. var um áfengisauglýsingar spurt og ég bar ósjálfrátt saman fá og eflaust fátækleg varnaðarorð mín í lítilli grein og veglega, fag- urskreytta fylgiritið. Við höfum oft til þess hugsað hversu fjárvana samtök eins og okkar mega sín lítils í raun þegar við slíkt ofurefli auðs er að etja. En réttum tveim dögum fyrir fylgiritið fagurskreytta var á for- síðu Morgunblaðsins frá því greint hversu áfengisneyzla í Ástralíu er samfélaginu dýr. Samkvæmt skýrslu ástralska áfengisvarna- ráðsins er talið að hún kosti skatt- greiðendur beint um 367 milljarða króna árlega fyrir utan allt það tjón sem ekki verður metið til fjár. Þar segir einnig að 10% lands- manna eða 1,9 milljónir manna drekki hættulega mikið áfengi. Afleiðingarnar m.a. sjúkdómar, bílslys, eldsvoðar, glæpir og of- beldi, dauðsföll og fjarvistir frá vinnu. Er þá margt ótalið, segir að lokum í þessari athyglisverðu fregn Morgunblaðsins. Þessi váfregn leiddi huga minn að því, að meðan ég gegndi for- mennsku í Landssambandinu gegn áfengisbölinu, tókst að ljúka því áhugaverða verkefni sem forveri minn, Páll Daníelsson, hafði barizt fyrir lengi þ.e. að gjöra vandaða úttekt á kostnaði samfélagsins af áfengisneyzlunni. Má þá gjarnan til haga halda að sérstaka þökk fyrir þetta á þáverandi ráðherra fjármála, Ólafur Ragnar Grímsson nú forseti Íslands, en án hans at- beina hefði þessi úttekt aldrei ver- ið gjörð. Við fengum Hagfræðistofnun Háskólans til verksins svo vel væri til alls vandað og vel var að unnið, þó staðreyndin væri sú, að ekki var auðvelt um upplýsinga- sókn, allt yfir í það að upplýsingar væri hreinlega ekki að hafa. En í apríl 1991 kom þessi ágæta skýrsla út og sannast sagna olli það okkur vonbrigðum, sem að stóðum og ugglaust ekki síður þeim ágætu mönnum sem að höfðu unnið, hversu mikið fálæti fjölmiðlar sýndu skýrslunni og geti hver sem vill um ástæður þess, svo merk og vel unnin heim- ild sem hér var fengin. Alveg sér í lagi hefðu þó heil- brigðis- og dómsmálayfirvöld átt að nýta sér vandaða úttekt, en því miður urðum við þessa ekki vör heldur. Skýrsluhöfundar sögðu réttilega að í úttektina vantaði marga veigamikla kostnaðarliði og enga huglæga þætti hefði verið unnt að meta. Þrátt fyrir þetta var niðurstaða þeirra sú að á verðlagi ársins 1989 væri kostnaður alls, varlega áætl- aður, tæpir 5 milljarðar króna, beinn sem óbeinn kostnaður. Þetta mun á verðlagi þessa árs vera kostnaður upp á um 8,5 milljarða króna og þó með þeim fyrirvörum um vantalinn kostnað sem Hag- fræðistofnun greindi glögglega frá. Það fer því ekki milli mála að dýr er dropinn allur og þó hvergi nærri unnt að meta aðra veiga- mikla þætti svo sem Ástralarnir segja réttilega að aldrei verði til fjár metnir. En máske þykir mörgum ekki umhugsunar virði í öllum æranda áfengisdýrkunarinnar. Það þyk- ir okkur í bindindissamtökunum hins vegar þegar blákaldar stað- reyndir eru svo á borð bornar og trúa okkar sú að svo sé um fleiri sem að vilja skenkja ærlegri hugs- un. Samfélagslegt tjón ætti a.m.k. að verða fólki hvati til að staldra við, að ekki sé að ógæfu einstak- linga vikið, því dýr mundi dropinn þar vissulega allur. Dýr mundi dropinn allur Eftir Helga Seljan Höfundur er formaður fjölmiðlanefndar IOGT. „Allt er hey í harðindum“, segir máltækið. Má e.t.v. heimfæra það upp á „gúrkutíðina“ í fréttum, að Morgun- blaðið slái upp jafn- furðulegri grein um ferðalag og sl. föstud., 11. júlí, undir fyrirsögninni „Krækiberið og mel- ónan“ þar sem farið er niðrandi orð- um um starfsemi Heimsklúbbs Ing- ólfs. Slík ummæli hef ég aldrei heyrt áður um nokkra atvinnustarfsemi, og er spurning hvort ekki varði við lög. Sjaldgæf undantekning frá reglunni Sem betur fer eru ummæli um starfsemi Heimsklúbbs Ingólfs al- mennt mjög lofleg, enda nýtur fyrir- tækið mikils trausts og viðurkenn- ingar bæði á Íslandi og á alþjóða- vettvangi. Greinin er birt undir fullum nöfnum og heimilisföngum 8 farþega, sem lögðu leið sína til Kar- íbahafsins hinn 7. mars 2003 í 16 daga ferð, þar af 10 daga með öllu inni- földu, fullu lúxusfæði og öllum drykkjum, hvaða nafni sem nefndust. Að vísu voru þátttakendur í þessum hópi sem neituðu að setja nöfn sín undir níðplaggið. Þegar Heimsklúbb- urinn hóf ferðir þangað fyrir 12 árum var þessi einn vinsælasti vettvangur ferðamanna í heiminum lítt kunnur á Íslandi, en síðan hafa um 2000 landar okkar lagt leið sína þangað á vegum Heimsklúbbsins, notið þar dýrðar- daga við góðar aðstæður og borið ferðunum gott orð, enda margir end- urtekið ferðir sínar og gera enn, því að nú eru betri kostir í boði en nokkru sinni fyrr. Mars var erfiður ferðamánuður Lesendum blaðsins hlýtur að vera enn í fersku minni ástandið í mars sl. með nýbyrjaðri innrás í Írak og hinni lífshættulegu HABL-lungnabólgu, sem olli gífurlegum samdrætti í flugi og ferðalögum almennt. Fyrst nú eru ferðalög að ná sér að fullu á strik eftir það áfall. Að vonum var þátttaka í ferðum í mars í lágmarki hjá Heims- klúbbnum eins og öðrum ferðaskrif- stofum á Íslandi og um allan heim, og margar afpantanir bárust. Því var lengi tvísýnt um framkvæmd um- ræddrar ferðar. Það heyrir til undan- tekninga að Heims-klúbburinn hafi þurft að aflýsa ferð, enda veldur slíkt alltaf vonbrigðum hjá einhverjum. Efnt var til fundar fyrir ferð – bréf sent í ferðalok Eftir að ákvörðun 10 manns lá fyrir að óska eftir þátttöku í ferðinni, var efnt til fundar með farþegunum, þar sem nákvæmlega var farið yfir til- högun ferðarinnar lið fyrir lið og stýrði ég þeim fundi sjálfur, svo að rangt var farið með, þar sem sagt er „ekki kom til greina að Ingólfur talaði við okkur sjálfur!“ Á fundinum sam- þykktu allir „bréfritarar“ að fara ferðina án sérstaks fararstjóra alla leið, enda er eyjan Dominíkana talin mjög öruggt svæði. Rangt er farið með í umræddu bréfi: „Ekki var beint flug frá Orlando til og frá Dominík- ana, eins og borgað var fyrir!“ Hér lýsir sér fáfræði bréfritara, fyrir beint flug til Dominíkana frá Orlando var ekki greitt, því ekkert beint flug er til milli staðanna og hefur aldrei verið til í áætlunarflugi, heldur með millilendingu í Miami. Hins vegar kostaði Heimsklúbburinn upp á far- gjald og laun starfsmanns í Orlando til að fylgja hópnum á þessari leið til að létta ferðina. Um leið skal þess getið að skráð fargjald á þessari leið frá Íslandi til St. Domingo á Dominík- ana kostar um kr. 192.000,- með flug- vallarsköttum á mann, en verð ferð- arinnar í heild var kr. 176.900,-. Inni í því gjaldi var allt flug, fimm daga gisting í Orlando, 10 dagar með öllu inniföldu á Dominíkana, flutningar á landi við komu og brottför bæði í Orl- ando og Dominíkana, og skattar, en ekki fararstjórn, eins og fyrir lá áður en ferðin hófst. Fyrrum Grand Hotel MELIA – nú skipt út fyrir CAPELLA BEACH 5* Því miður er það ekki á valdi ein- stakra ferðaskrifstofa að ákveða hve margir aðrir farþegar búi á hverjum gististað. Nýlega urðu eigendaskipti að umræddu hóteli í Juan Dolio, og hefur hótelið verið í einhverju milli- bilsástandi, þegar umræddir farþeg- ar okkar bjuggu þar, og virðist að- finnsluefnið aðallega vera fátt fólk á gististaðnum, en „boðið var upp á góða þjónustu í mat og drykk og sól- baðsaðstöðu“, segja bréfritarar. Ég tjáði öllum farþegum í ferðinni von- brigði mín og Heimsklúbbsins, að þeir skyldu ekki hafa notið þess að dveljast í þeirri Paradís, sem eyjan Dominíkana óneitanlega er fyrir flesta, og gerði það með bréfi til hvers og eins um leið og komið var aftur til Orlando, og með fylgdi boð mitt um 4 daga amerískan morgunverð á hinu vinsæla ADAM’S MARK hóteli á minn kostnað. Nú aðeins boðin CAPELLA BEACH 5* – allt innifalið Heimsklúbburinn hefur sagt upp viðskiptum við umrætt Gran Caribe Hotel og býður nú í staðinn CAP- ELLA BEACH, fimm stjörnu hótel með öllu inniföldu, sem er í tölu bestu hótela á Dominíkana í listfögru um- hverfi. Vonast Heimsklúbburinn til, að góðir viðskiptavinir njóti þess vel að eyða dýrðlegum dögum í þeirri jarðnesku paradís, og enn hefur sam- ist um bestu kjör fyrir farþega Heimsklúbbsins. Tala viðskiptamanna fyrirtækja minna á nærri hálfrar aldar ferli í ferðum um allan heim skiptir í heild orðið tugum þúsunda. Ég er þakk- látur fyrir viðskiptin og það traust, sem ferðirnar hafa notið og sendi ykkur öllum bestu þakkir og góðar óskir, jafnframt því að minna á, að ég er enn með hönd á plógnum að gera út bestu ferðir fyrir Íslendinga, þótt það hafi ekki tekist í umrætt skipti, að mestu fyrir utanaðkomandi að- stæður, sem ekki var á mannlegu valdi að afstýra, en benda skal á að árangur ferðalags verður aldrei full- kominn án jákvæðrar afstöðu þátt- takandans sjálfs. Öllum heiminum stendur ógn af hryðjuverkum. Áttmenningarnir, sem undirrita óánægjubréfið skrifa það ekki til að krefjast fjárbóta, enda ekki efni til, því að útlagður kostn- aður ferðaskrifstofunnar fór langt fram úr fargjaldi farþeganna, heldur er tilgangurinn rakið skemmdarverk – tilraun til að spilla áliti og trausti á virt fyrirtæki í alþjóðaviðskiptum. Svar til „Marshópsins“ um „krækiber og melónu“ Eftir Ingólf Guðbrandsson Höfundur er forstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.