Morgunblaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. • Lágmúla • Sporhömrum Grafarvogi • Sta›arbergi Hafnarfir›i Opi› allan sólarhringinn í: • Akureyri LÖGREGLAN í Reykjavík hafði töluverðar áhyggj- ur af öryggi fólks um helgina vegna framkvæmda sem standa yfir í Lækjargötu og neðst í Banka- stræti. Telur hún lokanir sem eiga að stýra fólki frá skurðum og öðru á svæðinu algerlega óviðunandi. Lögreglan segir slysahættu hafa verið fyrir hendi þegar drukkið fólk á næturlífinu var að klöngrast yfir skurði og í sumum tilfellum ofan í þá. Fólk reyndi líka að klifra yfir malarhrúgur sem urðu á vegi þess án þess að girt væri nægilega vel fyrir þær. Telur lögreglan að þarna mætti bæta verulega úr. Að sögn verkstjóra með framkvæmdunum hafa hættuleg svæði verið girt af, en girðingarnar hafa jafnharðan verið felldar af fólki og í því liggur vandinn. Fer mikill tími í að reisa við girðingar eftir helgar og jafnvel daglega. Verkstjórinn segir aug- ljóst að um hrein og bein skemmdarverk sé að ræða því girðingarnar séu nægilega rammgerðar til að þola smáhnjask en þoli hins vegar ekki að á þeim sé níðst. Að sögn verkstjórans er uppgreftri hins vegar lokið og ættu stærstu holurnar að vera úr sögunni fyrir næstu helgi, þótt nokkrar hinna smærri verði opnar áfram. Framkvæmdum á að vera að fullu lokið fyrir menningarnótt í Reykjavík 16. ágúst. Morgunblaðið/Kristinn Hefur áhyggjur af öryggi fólks VERÐ á jörð- um hefur hækk- að ívið meira en almennt fast- eignaverð að undanförnu, að mati Magnúsar Leopoldssonar, fasteignasala hjá Fasteigna- miðstöðinni. Hann segir þetta ekki óeðlilegt því að segja megi að jarðaverð hafi verið óeðlilega lágt. Mest hækkun er á jörðum þar sem veiðihlunnindi fylgja. Magnús segir að sú breyting hafi orðið á þessum markaði á síðastliðnum árum að kaupendahópurinn sé mun breiðari en áður. Meirihluti jarðakaupenda í dag sé fólk sem býr í þéttbýli og er því ekki að kaupa jarðir til að nýta þær til landbúnaðarframleiðslu. Hann segir að mjög margir hafi áhuga á að eignast jarðir, ekki síst núna yfir sumar- mánuðina, en það þýði ekki endilega að fleiri kaupi nú en áður. Breytingarnar sem orðið hafi á markaðinum séu þær helstar að jarða- verð hafi hækkað. Verð á jörðum þar sem veiðihlunnindi fylgja með í kaupunum sé áberandi hærra en annarra jarða. Aukinn áhugi á jörðum á Vesturlandi Magnús segir að áhugi á kaupum á jörðum í Borgarfirði og á Vesturlandi hafi greinilega aukist eftir að Hvalfjarðargöngin voru tekin í notkun. Áður hafi áhuginn verið mestur á jörðum í Kjós og fyrir austan fjall. Þetta sé breytt og nú sé verulegur áhugi á jörðum í Borgarfirði. Hann segir það mat sitt að áhuginn nái einnig til jarða í Dölum, Húnavatnssýslum og jarða út frá Akureyri og Egilsstöðum. Magnús segir að mjög lítið sé um að útlendingar kaupi jarðir á Íslandi. Hins vegar sé talsvert um að Íslendingar sem starfa erlendis kaupi hér jarðir. Menn sem hafi tekjur í Bandaríkjadölum hafi t.d. nýtt sér hátt gengi Bandaríkjadals til að kaupa jarðir á Íslandi, en dalurinn hefur sem kunn- ugt er lækkað aftur í verði. Eiríkur Ólafsson, bæjarritari í Borgar- byggð, segir að talsvert mikið hafi verið um jarðasölu í Borgarbyggð að undanförnu. „Maður heyrir að það sé talsverð hreyfing á þessum markaði. Jarðaverð er hátt, sérstak- lega ef einhver laxveiðihlunnindi fylgja jörð- unum. Það virðist lyfta verðinu talsvert.“ Borgarbyggð hefur nýverið selt tvær jarðir. Sveitarfélagið á núna fjórar jarðir og hafa kaupendur sýnt tveimur þeirra áhuga þótt ekki hafi orðið af sölu. Verð á jörðum með hlunn- indum fer hækkandi Meirihluti kaupenda í þéttbýli NÝ reglugerð heilbrigðisráðuneytis um niðurgreiðslur til heyrnar- skertra vegna hjálpartækja ýmiss konar tilgreinir, að einungis nokkur tæki, sem keypt eru hjá öðrum fyrirtækjum en Heyrnar- og tal- meinastöð Íslands (HTÍ), séu tekin gild til endurgreiðslu. Kaupendur heyrnartækja og annarra hjálpartækja hjá Heyrnar- tækni ehf. geta fengið endur- greiðslu að upphæð 28 þúsund krónur ef heyrnartækið er fyrir lítið eða frekar skerta heyrn. Tæki sem aðstoða mikið heyrnarskert fólk eru ekki niðurgreidd nema þau séu keypt hjá HTÍ. Sömuleiðis fæst ekki niðurgreiðsla á kostnaði ef keypt eru hjálpar- og öryggistæki líkt og reykskynjari hjá Heyrnar- tækni ehf. Samkvæmt upplýsingum hjá Tryggingastofnun ríkisins (TR) veltur á því hve miklar tekjur við- komandi hefur hvort hann geti leitað frekari stuðnings. Ef greiðslur frá TR og lífeyrissjóði eru undir 124 þúsund krónum getur sá heyrnarskerti sótt um uppbót vegna kaupa á heyrnartækjum. Niðurgreiðslur á hjálpar- tækjum ekki leyfðar Björn Víðisson, framkvæmda- stjóri Heyrnartækni ehf., segir það aldrei hafa komið til greina af hálfu ráðuneytisins að leyfa niður- greiðslur af hjálpartækjum sem fyrirtæki hans seldi. „Við nefndum það í viðræðum við ráðuneytið á sínum tíma, en það kom ekki til greina. Ástæður þess lágu þó ekki á lausu,“ segir Björn. Sömuleiðis fást ekki niðurgreiðslur ef keypt eru heyrnartæki fyrir mjög heyrnar- skert fólk hjá Heyrnartækni. Að sögn Björns er samningur við ráðuneytið í gildi til ársins 2004, og verður þá ráðist í endurnýjun hans. Við það tækifæri vonast Björn til þess að hægt verði að jafna aðstöðu- mun Heyrnartækni ehf. gagnvart Heyrnar- og talmeinastöð. Ragnheiður Haraldsdóttir, skrif- stofustjóri hjá heilbrigðisráðuneyti, segir að leitað hafi verið álits land- læknisembættis og sérfræðinga í háls-, nef- og eyrnalækningum um hvernig væri skynsamlegast að haga niðurgreiðslum og skilgreina um leið þarfir hópsins sem þiggur þær. „Ákveðin fjárveiting er sett til niðurgreiðslna á ári, og hún nær ekki að uppfylla þarfir allra. Með þessum hætti þótti okkur við nýta best þá fjármuni sem eru til niður- greiðslu.“ Ragnheiður segir að í mörgum nágrannalöndum sjái ríkið alfarið um afgreiðslu heyrnartækja og sé hér um tilraun að ræða, sem verði endurskoðuð þegar nýr samn- ingur verður gerður árið 2004. Vill jafna meintan aðstöðumun Heyrnartækni ehf. gagnvart Heyrnar- og talmeinastöðinni Ekki öll hjálpartæki gild til niðurgreiðslu Fjölþætt hjálpartæki fyrir heyrn- arlausa, sem meðal annars gefur frá sér titring við símhringingu, dyrabjöllu og reykskynjara. KAUPFÉLAGI Árnesinga hefur verið veitt þriggja vikna greiðslustöðvun vegna mikilla fjárhagsörðugleika, en félagið skuldar 1.765 milljónir króna sem er 345 milljónir umfram eignir. Hafin er vinna að fjárhagslegri endur- skipulagningu félagsins. Einar Njálsson, bæjar- stjóri í Árborg, segir að greiðslustöðvun félags- ins sé alvarleg tíðindi fyrir sveitarfélagið. „Þetta félag og starfsemi þess eru mjög gróin í þessu samfélagi enda er félagið meira en 70 ára gamalt. Það á sér mikla og merkilega sögu og er stór atvinnurekandi á Suðurlandi og hefur til- finningatengsl í huga fólks,“ sagði Einar í sam- tali við Morgunblaðið. Hann sagðist ekki vilja gefa sér að um annað en greiðslustöðvun væri að ræða. „Maður vonar og treystir því að þeim sem stjórna félaginu í dag takist að koma því aftur á réttan kjöl.“ Páll Zophoníasson, varastjórnarformaður Kaupfélags Árnesinga, sagði að markmiðið með greiðslustöðvuninni væri að reyna að sjá til þess að starfsemin héldi áfram hvort sem Kaup- félagið eða aðrir halda utan um hana. „Aðal- atriðið er að starfsfólk haldi vinnu sinni, að tapið verði sem allra minnst og að jákvæð niðurstaða náist á endanum.“ Forgangskröfur í búið nema rúmum 77 millj- ónum króna, veðkröfur nema tæpum 503 millj- ónum króna og almennar kröfur nema rúmum 1.186 milljónum króna. Alls nema því skuldir félagsins rúmum 1.765 milljónum króna. Eignir hafa verið metnar á rúmar 1.420 milljónir króna að raunvirði og því er ljóst að skuldir eru um 345 milljónir umfram eignir. Kaupfélag Árnesinga var stofnað árið 1930 og starfar á fjórum meginsviðum: rekstri hótela, umsýslu fasteigna, rekstri söluskála og sölu á áburði, fóðri, búvélum og öðrum helstu rekstrarvörum til bænda. Veltan í fyrra nam 2,1 milljarði króna og tap af rekstrinum rúmum 255 milljónum króna. Um 190 manns starfa hjá félaginu að jafnaði og er það einn stærsti atvinnurekandinn í Árborg þar sem íbúar eru um 6.200. Starfsemin mun halda áfram óbreytt meðan á greiðslustöðvuninni stendur. KÁ skuldar 345 milljónir króna umfram eignir  Hótel Selfoss/12 Þrjár varn- arliðsþyrl- ur af fimm til Afríku ÞRJÁR herþyrlur af gerðinni HH-60G Pave Hawk frá varnarliðinu á Kefla- víkurflugvelli voru á laugardagskvöld sendar til Afríkuríkisins Síerra Leóne til verkefna á vegum Bandaríkjahers. Alls voru fimm þyrlur af þessari teg- und á Keflavíkurflugvelli. Að sögn Sturlu Sigurjónssonar, skrifstofustjóra varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, er um tíma- bundinn flutning að ræða sem á sér fordæmi m.a. þegar herþyrlur voru sendar til Evrópu í vor á meðan Íraksstríðið stóð yfir. Sturla segir að flutningur þyrlnanna standi ekki í tengslum við mögulegar breytingar af hálfu Bandaríkjastjórnar á varnar- viðbúnaði á Keflavíkurflugvelli. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi varnarliðsins, segir að fjarvera þyrln- anna þriggja eigi ekki að hafa áhrif á björgunargetu liðsins. Samkvæmt fréttaskeyti frá Reut- ers eiga þyrlurnar að vera til taks í Síerra Leóne ef eftirlitssveit Banda- ríkjahers í Líberíu þyrfti að forða sér í skyndi. Sveitin fór til Líberíu í síð- ustu viku til að kanna aðstæður og hvort forseti landsins hefði orðið við kröfu Bandaríkjaforseta um að yfir- gefa landið þegar í stað en blóðug borgarastyrjöld hefur geisað í Líb- eríu um árabil.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.