Morgunblaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2003 43 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 5.40, 6.15, 8.30 og 10.50. Englarnir eru mættir aftur! Geggjaðar gellur í gæjalegustu mynd sumarsins!YFIR 22.000 GESTIR! kl. 8 og 10. B.i. 16.Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Mögnuð tvöföld forsýning kl. 20:00 - Sjáðu T2 (ótextuð) og T3. Miðaverð aðeins 1000kr. All ra s íð. sýn . Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 6, 9 og 10:30. Sýnd kl. 6.30, 9 og 11. www.laugarasbio.is YFIR 22.000 GESTIR!  GH KVIKMYNDIR.COM "Besta hasarmynd sumarsins það sem af er" t r r i f r" „Líklegast best heppnasta ofurhetjumynd allra tíma! Sá græni rokkar.“ B.Ö.S. Fréttablaðið í l j ll í ! i . . . . l i KVIKMYNDIR.IS Ef þú hélst að þú værir heimskur, þá hefurðu ekki hitt Harry og Lloyd. Mögnuð tvöföld forsýning kl. 20:00 - Sjáðu T2 (ótextuð) og T3. Hverfisgötu  551 9000 Miðaverð aðeins 1000kr. COMPAY Segundo, hinn sjarmer- andi liðsmaður Buena Vista Social Club frá Kúbu, er látinn 95 ára að aldri. Segundo, sem spilaði á gítar, og félagar hans í Buena Vista Social Club vöktu heimsathygli þegar kvikmynd Wim Wenders um tónlist- arhópinn var tekin til sýningar árið 1999. Samnefnd plata kom hins veg- ar út haustið 1997 og hefur selst í rúmlega fjórum milljónum eintaka um heim allan. Hugmyndina að henni átti gítarleikarinn Ry Cooder og sá hann um að leiða það verkefni til enda. Auk þess að varpa ljósi á hæfileika Segundo urðu píanóleik- arinn Ruben Gonzalez og söngvar- arnir Ibrahim Ferrer og Omara Portuondo að stjörnum og fjöldi platna með hinum ýmsu meðlimum hefur komið út í kjölfarið. Segundo hafði verði rúmfastur á heimili sínu í Miramar-héraði um tíma áður en hann lést. Hann var fæddur í bænum Siboney, nálægt tónlistarbænum Santiago á austan- verðri Kúbu árið 1907. Fjölskylda hans fluttist svo til Santiago þegar hann var níu ára og var hann farinn að leika á klarinett með hljómsveit þar fjórtán ára gamall. Hann gerðist svo atvinnutónlistarmaður á þriðja áratugnum. Hann hætti svo tónlistar- iðkun opinberlega eftir byltingu kommúnista á Kúbu árið 1958. Hann hafði þá verið hljómsveitarstjóri hjá nokkrum sveit- um og bjó hann sér m.a. til sérstakan sjö strengja gítar sem hann kallaði „armonikku“. Nafnið „Compay“ er gælunafn, til- komið þar sem hann lagði jafnan til seinni rödd í sveitum sínum (samanber enska orðið „companion“ sem þýðir félagi eða förunautur). Segundo sneri aftur í sviðsljósið síðla á níunda áratugnum en hafði meðal annars unnið í vindlaverk- smiðju til að hafa ofan af sér (nefnd- ur Ferrer var t.d. skóburstari áður en Buena Vista kom til). Sumir tón- listarfræðingar töldu hann þá látinn! Compay gerðist afar iðinn við list sína og áður en Buena Vista æv- intýrið hófst hafði hann notið tölu- verðra vinsælda á Spáni á árunum 1994–1999. Buena Vista Social Club kom svo hingað til lands árið 2001 og hélt tónleika við miklar vinsældir. Segundo þótti ótrúlega ern og heilsuhraustur, en hann púaði vindla ótt og títt fram til þess síðasta. Í kjölfar vinsælda Buena Vista gaf hann aukinheldur út tvo sólódiska ásamt því að ferðast um veröld víða og leika tónlist. Síðustu tónleika sína hélt hann í maí á þessu ári. „Einhvern tíma upplifa allir blóma lífsins,“ er haft eftir Segundo. „Menn verða þá að vera tilbúnir. Ég sjálfur blómstraði er ég var kominn yfir nírætt.“ Compay Segundo, 1907–2003 Liðsmaður Buena Vista Social Club fellur frá Compay Segundo í góðum gír. Reuters ÞRIÐJA myndin um Tortímand- ann verður frumsýnd um helgina í kvikmyndahúsum landsins. Í kvöld verður hins vegar tekið forskot á sæluna og myndin for- sýnd í Regnboganum. Það er reyndar ekki í frásögur færandi, enda forsýningar orðnar daglegt brauð hér á landi. Hitt er merkilegra að sýndar verða tvær myndir á forsýning- unni því á undan þriðju myndinni verður hin margfræga T2 sýnd, svona til upprifjunar. T2 þótti byltingarkennd í meira lagi er hún var frumsýnd fyrst 1992 og sannaði James Cameron þá endanlega yfirburðahæfni sína sem spennumyndaleikstjóri. Með aðalhlutverk fer Addi Svakanagg eða meistari Arnold Schwarz- enegger. Tvöfaldur Tortímandi Það verður nóg að gera hjá Arnold í kvöld. Tvöfalda Tortímandasýningin er í Regnboganum og hefst kl. 20. Miðaverð er 1.000 kr. og T2 verður sýnd ótextuð. BENNY Carter, einn af áhrifa- mestu djassistum sögunnar, er látinn. Fyrir utan það að hafa verið áhrifamikill tónlistarstjóri, fram- sækinn saxófónleikari og lista- góður trompetleikari vó hann þungt í réttindabaráttu blökku- manna í Hollywood. T.a.m. stofn- aði hann fyrstu blönduðu sveit heims í Hollandi á fjórða ára- tugnum, þar sem dökkir og ljósir léku hlið við hlið, sem þótti fá- heyrt. Hann lék með öðrum djass- risum eins og Miles Davis, Fats Waller, Dizzy Gillespie, Benny Goodman og Count Basie auk þess sem hann kom Ellu Fitzger- ald á framfæri á sínum tíma. Andlátið bar fremur fljótt að og Carter var býsna hress fram undir það síðasta. Benny Carter, 1907–2003 Djass- goðsögn kveður Benny Carter

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.