Morgunblaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2003 11 HOLLIÐ sem lauk veiðum um helgina í Norðurá fékk 130 laxa, sem verður að teljast mjög góð veiði því skilyrði voru afar slæm, lítið vatn í ánni, norðanrok og kuldi. Þetta er langbesta holl sum- arsins til þessa. Mest af því sem veiddist var nýgenginn smálax, en einnig slangur af tveggja ára fiski. Að sögn Þórarins Sigþórssonar tannlæknis, sem var við veiðar í ánni umrædda daga ásamt veiði- félaga sínum, Ingólfi Ásgeirssyni, virðast horfur góðar ef skilyrði batna. Þórarinn og Ingólfur fengu 35 laxa á stöng sína og gáfu mjög smáar flugur og svokallaðar gár- utúbur bestan árangur. Á þessum tíma sumars er einungis veitt á flugu í Norðurá. Illveiðandi vegna laxamergðar Um helgina voru komnir nær 80 laxar á land úr Korpu. Þar hafa göngur verið svo góðar síðustu daga að illveiðandi hefur verið í fosshyljunum tveimur neðst í ánni vegna kraðaks laxa. Þykir þetta afburða góð byrjun í ánni. Komnir eru á land 20 til 30 lax- ar úr Hafralónsá í Þistilfirði, nær allt tveggja ára fiskur, 8–14 pund. Í lok síðustu viku rigndi svo mikið á Norðausturlandi að mikill vöxtur hljóp í árnar í Þistilfirði. Þegar veðrinu slotaði og sjatnaði í ánum glæddist veiðin mjög. Smálax er að byrja að sýna sig á þessum slóðum. Veiði er einnig að glæðast í Eystri-Rangá. Að sögn Sigurðar Jack leiðsögumanns var hann þar með þremur bandarískum veiði- mönnum sem fengu tíu væna laxa á þremur dögum. Ljósmynd/Sigurður Jack Paul (t.v.) með 7,5 kg lax, Byron Moore með 8,5 kg lax og Bob Cole með 6 kg lax. Fiskana veiddu þeir á Toby-spúna í Rimahyl í Eystri-Rangá. Veiði glæðist víða ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? TÓMAS Ingi Olrich menntamálaráð- herra segist hafa beitt sér fyrir hækkun fjárveitinga til Tæknihá- skóla Íslands fyrir árið 2004 til að styrkja uppbyggingu skólans í ljósi breytinga sem orðið hafa á grund- velli nýrra laga um háskóla. Miðað sé við að skólinn geti tekið við 800 nem- endum árið 2004 en á fjárlögum í ár er miðað við 750. Hann segir að jafnframt hafi verið tekið mið af mikilli þörf fyrir tækni- menntað fólk á íslenskum vinnu- markaði sbr. yfirlýsingar atvinnu- lífssamtaka þar um upp á síðkastið. „Sérstaklega verður athugað hvernig þeim hluta kostnaðarins sem fellur á haustmisseri 2003 verður mætt en meginþungi kostnaðar sem af þessu hlýst fellur á næsta ár og ár- in þar á eftir. Rétt er að taka fram að rekstrarsamningar við alla háskóla á verksviði menntamálaráðuneytisins renna út um næstu áramót. Nýir samningar verða undirbúnir í haust og í viðræðum við háskólana mun verða fjallað um heildarramma nem- endafjölda og fjárveitinga til þeirra næstu þrjú árin. Í nýjum rekstrar- samningi við Tækniháskóla Íslands mun verða tekið tillit til framan- greindrar ákvörðunar um fjölgun nemendaígilda,“ segir Tómas Ingi. Menntamálaráðherra hækkar fjárveitingu í tækninám Rekstrarsamningar við há- skóla renna út um áramótin UNDIRBÚNINGUR fyrir Bryggju- hátíðina á Drangsnesi stendur nú sem hæst. Að mörgu er að hyggja til að allt gangi upp. Eitt af því sem ekki má klikka er að hafa lunda til að grilla á sjávarrétta- smakkinu. En lundi er nægur í Grímsey, sem er steinsnar frá Drangsnesi. Fjórir knáir kappar úr Björgunarsveitinni Björg brugðu sér á lundaveiðar fyrir há- tíðina og veiddu vel. Þannig að ekki mun vanta lundann á sjávar- réttasmakkið. Af öðru góðgæti á sjávarrétta- smakki Bryggjuhátíðar má nefna reyktan sel, selabollur og grill- aðan sel ásamt grillaðri siginni grásleppu. Marineruð keila og grafinn karfi eru ekki á borðum Drangsnesinga svona dagsdaglega en á Bryggjuhátíð er bryddað upp á ýmsu óvæntu í matargerðinni. Margt fleira er að finna á þessu ágæta matborði en allt sem á því verður kemur úr Húnaflóanum. Það eru félagskonur í Kven- félaginu Snót sem hafa umsjón með sjávarréttasmakkinu og bjóða öllum að smakka þennan ágæta veislukost og kosta herlegheitin ekki neitt. Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir Halldór Friðgeirsson veiðir lunda í Grímsey utan við Steingrímsfjörð. Veiða lunda í Grímsey Drangsnesi. Morgunblaðið. FYRRVERANDI for- maður Félags bóka- gerðarmanna, prentar- inn Magnús E. Sigurðsson, er nú kom- inn í stjórn sænska prentarafélagsins, eftir að hafa starfað í svæðisdeildum þar í landi í nokkurn tíma. Magnús flutti til Sví- þjóðar 1990 með konu sinni, Kicke Borhamm- ar, og tveimur sonum, sem nú eru 19 og 21 árs. Þau eru búsett mitt á milli vatnanna Vänern og Vättern, um 90 mínútna ferð frá Gautaborg. „Þetta kom nú bara til þannig að ég fór að vafstra í félagsmálum í prent- smiðjunni þar sem ég fékk vinnu þeg- ar ég kom hingað,“ segir Magnús. „Svo lenti ég í stjórn í svæðisdeildinni hér, og svo í stjórn deildarinnar sem er fyrir Vestur-Götaland. Svo var ég kosinn í stjórn á síðasta þingi lands- sambandsins.“ Magnús er varaformaður prentara- félagsins í Vestur-Götalandi og með- stjórnandi í landsstjórn prentara- félagsins. Hann segir starf sitt í Svíþjóð ekki ólíkt starfinu í Félagi bókagerðarmanna hér heima en hann var fyrsti formaður félagsins: „Það sem ég er að vinna í hér dagsdaglega er að að- stoða félagsmenn hér á þessu svæði í þeim vandamálum sem upp koma. Það sem er mesti munurinn á félaginu hérna og félaginu á Ís- landi er að hér eiga sér stað heilmiklir fyrir- tækjasamningar. Það er mikið um það að maður sé að aðstoða starfs- mannafélög. Þau eru ekki eins og heima held- ur eru hrein hagsmuna- félög sem hafa ákveðinn rétt til samninga við atvinnurekand- ann, og svo komum við inn í frá félag- inu eftir því sem óskað er. Svo það er mikið um samninga um smærri og stærri atriði á einstökum vinnustöð- um.“ Allt er þó stærra í sniðum í Svíþjóð, og segir Magnús að alls séu um 25 sinnum fleiri félagsmenn í Svíþjóð en á Íslandi, 30.000 miðað við 1.200 hér á landi. „Þetta er svona á svipuðum nót- um og heima, nema hvað allt er stærra í sniðum. Litla deildin hér á svæðinu er með um 1.000 virkum fé- lagsmönnum. Í Vestur-Götalandi eru þeir um 6.000 en í Svíþjóð allri eru um 30.000 virkir félagsmenn.“ Í stjórn prentarafélagsins í Svíþjóð Magnús E. Sigurðsson „Fór að vafstra í félagsmálum í prentsmiðjunni“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.