Morgunblaðið - 20.07.2003, Page 1

Morgunblaðið - 20.07.2003, Page 1
STOFNAÐ 1913 . TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is ALLARVERSLANI R OPNARÍDAG FRÁ13-18 280.000 smákóngar Miyako Þórðarson skrifar bók um Íslendinga fyrir Japani 14 Fagnaðarerindi fortíðarinnar Kristján Runólfsson á Sauðárkróki safnar öllu gömlu 10 Þetta er ekki ég Atli Albertsson er ekki vitund líkur Alla í auglýsingunum Fólk 50 TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, hitti forsætisráðherra Japans, Junichiro Koizumi, í gær á fyrsta degi opinberrar heimsóknar sinnar til Asíu. Andlát dr. Davids Kellys, ráðgjafa bresku stjórnarinnar um vopnaeign Íraka og mögulegs heimildar- manns BBC fyrir um- deildri frétt um að bresk yfirvöld hefðu átt við skýrslu um gereyðingarvopna- eign Íraka, varpar skugga á heimsókn- ina. Blair kallaði lát hans „skelfilegan harmleik“ við komuna til Tókýó í gær og lagði áherslu á að draga þyrfti „stað- reyndir málsins“ fram í dagsljósið með „óháðri rannsókn“. Hann fór þess enn fremur á leit við breska stjórnmálamenn og fjölmiðla að þeir gættu hófsemi í umfjöllun sinni um málið og sýndu hinum látna virðingu. Forsætisráðherrann í kreppu? Að því er breskir fjölmiðlar greindu frá í gær gæti líkfundurinn á föstudag hrundið af stað mestu kreppu sem Blair hefur staðið frammi fyrir þau sex ár sem hann hefur gegnt embætti for- sætisráðherra en hann hefur þegar verið harðlega gagnrýndur fyrir þau rök sem hann beitti er hann réttlætti þátttöku Bretlands í Íraksstríðinu. Ekki hafði fengist staðfest að um lík Kellys væri að ræða þegar Morgunblaðið fór í prentun en haft var eftir breskum lögregluyfirvöldum á föstudag að allt benti til þess að líkið sem fannst væri af hon- um. Við upphaf fundar leiðtoganna tveggja þakkaði Blair japanska forsætisráðherranum sérstaklega fyrir að hafa beitt sér fyrir því að Japan yrði ekki aðeins efnahagslegt veldi heldur tæki jafnframt öflugan þátt á pólitískum vettvangi. „Ég gleðst yf- ir því að loks sé samstarf Bretlands og Japans jafnmikið á pólitískum og efnahagslegum vett- vangi,“ sagði hann. Blair og Koizumi ræddu fyrst og fremst meinta kjarnorkuvopnaáætlun Norður- Kóreu og hugsanlega þátttöku Japana í uppbygg- ingarstarfi í Írak á fundi sínum. Að því er fram kemur á fréttavef BBC sagði Blair á fundi með 300 leiðtogum í japönsku við- skiptalífi í gærmorgun að Bretland myndi gæta langtímahagsmuna sinna best með því að taka upp evruna. Um helmingur allra fjárfestinga Japana innan Evrópusambandsins (ESB) er í Bretlandi. Blair segir lát Kellys „skelfilegan harmleik“ London, Tókýó. AFP. Junichiro Koizumi og Tony Blair við upphaf fundar þeirra í gær. HUGI Jóhannesson hafði tekið fram árar og bát og afráðið að róa í átt að vitanum í Gróttu í blíðviðrinu í liðinni viku þegar ljósmyndari átti leið hjá. Móðir hans beið í landi og hafði skiljanlega nokkrar áhyggj- ur af honum, hélt jafnvel að hann ætlaði að róa alla leið til Afríku, en sá stutti var ekki lengi að snúa við þegar hún hafði kallað á hann. Morgunblaðið/Árni Torfason Róið við Gróttu RÚMLEGA 88 þúsund tonnum hefur verið landað af síld það sem af er sumarvertíðinni á íslenskum skipum. Kvótinn er rúmlega 91 þúsund tonn og því lítið eftir til skiptanna. Tæplega 253 þúsund tonn hafa borist á land af kol- munna, tæplega fjórðungur frá erlendum skipum, og rúmum 141 þúsund lestum af loðnu hefur ver- ið landað, tæpum tveimur þriðju frá íslenskum skipum. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum fiskvinnslustöðva höfðu íslensku skipin landað 88.500 tonnum af síld úr norsk- íslenska stofninum að morgni 18. júlí. Heild- arsíldarkvóti Íslands utan lögsögu Noregs er 91.234 tonn. Af þessu hefur 1.740 tonnum verið landað erlendis og 15.510 tonnum úr vinnslu- skipum. Því voru á föstudag ekki eftir af kvótanum nema 2.686 tonn. Að auki er ís- lenskum skipum heimilt að veiða 12.000 tonn af síld innan norsku lögsögunnar. Mestu af ferskri síld hefur verið landað hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað, 13.969 tonnum, og hjá Eskju á Eskifirði, 10.269 tonnum. Kvótinn kláraður utan lögsögu Að sögn Inga Jó- hanns Guðmundsson- ar, framkvæmda- stjóra Gjögurs ehf. sem gerir m.a. út Hákon EA, á Hákon eftir einn túr á síld. Ingi reiknar ekki með að Hákon verði látinn veiða innan norsku lögsög- unnar heldur muni kvótinn klár- aður fyrir utan. Að því búnu verði farið á kolmunnann, þar sé af nógu að taka. Heildarúthlutun Fiskistofu er 547.000 tonn af kolmunna og eru rúm 356 þúsund tonn eftir af kvótanum. Loðnuafli sem landað hefur verið skiptist þannig að íslensk skip hafa landað 85.556 tonnum og erlend tæpum 56.000 tonnum. Loðnukvóti til bráðabirgða er 362.345 tonn og því nóg eftir af honum, tæp 277 þúsund tonn. Lítið eftir af síldarkvótanum Skipin eru nú flest að fiska úr mesta kolmunnakvóta sögunnar                       GEIMFARINN Júrí Malentsjenkó hætti í gær við að kvænast unnustu sinni vegna þrýstings frá rússnesku geimferðastofnuninni. Malen- tsjenkó, sem staddur er í Alþjóð- legu geimstöðinni (ISS) sem er á sporbraut umhverfis jörðu, hafði fengið sendan smóking og gifting- arhring með birgðaflaug sem flutti eldsneyti til geimstöðvarinnar í júní. Hann ætlaði að verða fyrstur manna til að gifta sig í geimnum og hafði fengið leyfi ríkisstjóra Texas til þess en ekki leyfi yfirmanna sinna. „Það verður ekkert brúðkaup í geimnum,“ sagði Sergei Gorbunov, talsmaður rússnesku geim- ferðastofnunarinnar, í samtali við rússneska dagblaðið Izvestia gær. Að sögn Gorbunovs fara geimfarar eftir siðareglum sem gilda úti í geimnum og stjórna lífi þeirra og starfi. „Gifting er ekki hluti af þeim skilmálum,“ sagði hann. „Við get- um ekki leyft að opinberar fjar- skiptarásir verði notaðar með þess- um hætti og það geta Bandaríkjamenn ekki heldur.“ Malentsjenkó, sem er 41 árs gam- all, er ofursti í rússneska hernum og verður að fá leyfi hersins til þess að kvænast Jekaterinu Dmitriev, 26 ára, sem fluttist til Bandaríkjanna þegar hún var fjögurra ára og er búsett í Houston í Texas. Geimbrúðkaup afboðað Moskvu. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.