Morgunblaðið - 20.07.2003, Síða 8

Morgunblaðið - 20.07.2003, Síða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ F í t o n / S Í A Ingvar Helgason notaðir bílar Ingvar Helgason hf. · Sími 525 8000 · Sævarhöfða 2 ih@ih.is · www.ih.is/notadir · opið virka daga kl. 9-18 GÓÐUR NOTAÐUR BÍLL BMW S5 4.4i Verð 6.230.000 kr. Skráður 06/2001, ekinn 102.000 km. Landsmót línudansara Diskóskotin kántrýgleði ÍSLENDINGAR hafanú dansað línudans ítæpan áratug og hef- ur áhuginn á þessu skemmtilega dansformi farið ört vaxandi ár frá ári. Línudans er svokall- aður „country“ eða dreif- býlis-dans og er ættaður frá Nashville í Tenness- ee-fylki Bandaríkjanna. Línudansinn er eitt vinsælasta dansform Vesturlanda og þykir hann nokkuð létt og fjörug blanda af sveita- stemningu fortíðarinnar og diskótekastemningu stórborgarlífsins. Þannig má segja að gamlir tímar og nýir mætist á dans- gólfinu í léttri sveiflu. Sigurbjörn Hreindal, betur þekktur sem Böddi, og eiginkona hans, Elsa Skarphéð- insdóttir, reka dansklúbbinn Línudansarann í Kópavogi sem stendur fyrir Landsmóti línu- dansara um verslunarmanna- helgina. – Hversu lengi hefur línudans verið stiginn hér á landi? „Hér er búið að dansa línu- dans í ein átta ár en það var fyrst núna í vetur að línudansinn varð hluti af Dansíþróttasam- bandi Íslands, hann er því orð- inn íþrótt eins og annar dans. Dansklúbburinn Línudansar- inn hefur verið starfræktur í ein sjö ár, við vorum svona með þeim fyrri til að læra línudans. Við bjóðum Reykvíkingum upp á námskeið yfir vetrarmánuðina en á landsbyggðinni eru víða starfræktir dansklúbbar. Dans- kennarar eins og Óli Geir og Jó- hann Örn Ólafsson hafa verið duglegir við að halda námskeið út á landi en Jóhan Örn lagði einmitt upp í hringferð um land- ið á mánudaginn. Línudansinn verður sífellt vinsælli og æ fleiri stunda hann, sérstaklega úti á landi.“ – Hverjir dansa línudans? „Í Íslandsmeistaramótinu núna í maí tóku hundrað og sjö- tíu manns þátt, af þeim voru hundrað og þrjátíu fullorðnir en fjörutíu börn og unglingar. Dansararnir voru á aldrinum átta ára upp í áttrætt svo aldurs- bilið er mjög breitt. Konur eru í meirihluta línudansara, ætli það séu ekki áttatíu til níutíu pró- sent þeirra kvenfólk.“ – Hafa íslenskir línudansarar dansað út fyrir landsteinana? „Tuttugu til fimmtíu manna hópar hafa síðastliðin þrjú ár farið á „kántrí“-hátíðina Ayr á Skotlandi. Í hópnum síðastliðið haust voru fjörutíu og fimm manns. Þá hafa tveir hópar farið til Nashville.“ Hvernig kom það til að ákveð- ið var að halda landsmót línu- dansara ? „Þetta er annað landsmót línudansara, fyrsta landsmótið var haldið á Fáskrúðsfirði í fyrra. Austfirðingar hafa undanfarin ár haldið fjórðungsmót en ákváðu síðan að breyta því í landsmót. Þeir vörpuðu því bolt- anum til okkar í ár en Lands- mótið verður fjölmennara en í fyrra þar sem að fólk mun koma til okkar víðsvegar af landinu. Ástæðan fyrir því að farið var út í þetta er einnig sú að í ár verður ekki haldin eiginleg kántrí-hátíð á Skagaströnd, þangað sem línu- dansarar hafa mikið sótt.“ – Hvert skal halda og hvað verður hægt að gera ? „Landsmótið verður haldið á Borg í Grímsnesi föstudaginn fyrsta ágúst til mánudagsins fjórða ágúst. Reynt var að að velja mótinu stað nokkuð mið- svæðis, tiltölulega stutt frá Reykjavík og hæfilega langt úti í sveit. Fólk frá Austurlandi kem- ur suður svo og frá Akranesi, Ólafsvík, Suðurnesjunum og fleiri stöðum. Þetta verður nátt- úrlega lengra fyrir fólkið að norðan en það er nú erfitt að velja stað sem er nálægt öllum. Það verður ýmislegt á dag- skránni, á föstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöld verður línudansball. Síðan verður línu- danskeppni á léttu nótunum og karaoke ef einhver treystir sér í það. Boðið verður upp á dans- kennslu fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna frá klukkan tvö til fjögur laugardag og sunnudag þar sem gestakennari mun kenna og myndbönd verða í boði fyrir börnin. Góð tjaldsvæði eru við Borg og á svæðinu er bæði kaffihús, bar og verslun.“ – Er línudans hinn eiginlegi sveitasöngvadans? „Hvað varðar tónlistina hefur það nú breyst í gegnum árin. Fyrir nokkrum árum var bara dansað við kántrí-músík eins og hún er kölluð sem slík en síðan hefur hún þróast í gegnum tíð- ina. Á tímabili gætti áhrifa írskrar tónlistar, blús og rokks í kántrí-tónlistinni. Nýjasta nýtt eru diskó áhrif, eldri lög eru endurgerð og sett í diskó útgáfu. Tískusveiflurnar hafa borist hingað frá Bandaríkjunum og Englandi auk þess sem hingað hafa komið þekktir kennarar frá Evrópu sem við höfum kynnst á hátíðum úti, t.d. Liz Clarke og Kate Sala. Það gerist líka stund- um á æfingum að einn úr hópn- um kemur með nýjan dans, sem hann hefur ef til vill séð erlendis og kennir þá hinum. Stærsti plúsinn við línudansinn er sá að hann er hópdans, einstaklingur- inn getur dansað án þess að þurfa að hafa einhvern á móti sér. Mótsgjald á hátíðina verður 4.500 kr. fyrir fullorðna og er tjaldsvæði innifalið í því, átta til átján ára í fylgd með foreldrum greiða 1.000 kr. Allar nánari upplýsingar má nálgast á vef- slóðinni www.islandia.is/elsas.“ Sigurbjörn Hreindal  Sigurbjörn Hreindal er fædd- ur 7. janúar 1950. Hann hefur rekið Dansklúbbinn Línudans- arann ásamt eiginkonu sinni, Elsu Skarphéðinsdóttur, frá árinu 1996. Fólk á öllum aldri dansar línudans BIRGIR Jakobsson læknir hefur ver- ið ráðinn forstjóri St. Görans sjúkra- hússins í Stokkhólmi í Svíþjóð en það er jafnframt fyrsta einkarekna sjúkrahúsið með bráðamóttöku í Svíþjóð. Birgir hefur starfað sem sviðs- stjóri Huddinge- háskólasjúkra- hússins síðastliðin fjögur ár en hann hefur búið í 25 ár í Svíþjóð. „Það er ákveðin áskorun að taka við þessu starfi en mér hefur allt- af líkað það vel að taka áskorunum. Því fylgir mikið álag og þetta væri ef- laust auðveldara ef efnahagurinn væri betri hér í Svíþjóð.“ Birgir, sem er sérfræðingur í barnalækningum, ætlar að vinna að ýmsum breytingum á sjúkrahúsinu í svipuðum anda og hann hefur unnið að á Huddinge. „Það er kominn tími til að vinna öðruvísi að þessum mál- um. Til dæmis þarf að auka samvinnu, brjóta niður veggi og múra og nýta hæfni fólks betur en nú er gert.“ Hann segir nauðsynlegt að brjóta nið- ur þá goggunarröð sem einkennir margar sjúkrastofnanir. Mismunandi væntingar lækna Birgir telur tíma einkarekinna sjúkrahúsa kominn í Svíþjóð. Yngri læknar hafa aðrar væntingar og fyr- irætlanir í sínu starfi og 87% þeirra geti vel hugsað sér að starfa í sinni eigin stofu eða á einkareknum vinnu- stað og er það merki um hugarfars- breytingu gagnvart einokun sænska ríkisins á heilsugæslu. Eiginkona Birgis, Ásta Arnþórs- dóttir, rekur ferðaskrifstofu í Stokk- hólmi. Þau eiga þrjú uppkomin börn. Íslenskur sjúkrahúss- forstjóri í Stokkhólmi Ákveðin áskorun Birgir Jakobsson ÞAU voru rösk handtökin hjá starfsmönnum Véltækni þegar þeir voru að vinna við að steypa vegkant við Njarðarbraut í vikunni. Miklar framkvæmdir hafa ver- ið við Fitjar í Njarðvík, enda svæðið aðalinnkoman í bæinn og hefur umhverfið tekið miklum stakkaskiptum frá því að verkið hófst. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Umhverfið tekur stakkaskiptum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.