Morgunblaðið - 20.07.2003, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 20.07.2003, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ EGAR Miyako Þórðar- son var ung stúlka heima hjá sér í Tókýó, sá hún heimildaþátt um Ísland í sjónvarpinu. Hún varð stórhrifin. Árið 1969 kom Miyako svo fyrst til Íslands, staðráðin í að læra íslensku. Upphaflega áætlunin var að vera á Íslandi í tvö ár, en nú 34 árum síðar, er hún enn ekki far- in. Hún giftist íslenskum manni, eignaðist tvö börn og heimili á Ís- landi og unir hag sínum vel. Segist þó reyna að fara heim til Japans á hverju ári auk þess sem hún hefur afskaplega gaman af því að skrifa á móðurmálinu. Bókin „Land hinna hreinu vinda – Ísland“, sem er fyrsta bók Miyako, hefur verið nokkuð lengi í smíðum enda segir hún að í bókinni sé að finna reynslu- sögur hennar sjálfrar af íslensku mannlífi yfir langan tíma. „Ég hef lengi verið að safna í sarpinn, en að- altilgangur minn með bókinni er að kynna Ísland og Íslendinga fyrir löndum mínum Japönum auk þess sem mér fannst sérstök ástæða til að kynna frú Vigdísi Finnbogadótt- ur fyrir þeim líka.“ Við setjumst niður að morgunlagi í stofunni hennar Miyako, sem býð- ur upp á glænýja uppskeru af grænu tei og byrjar að fletta bók- inni öfugt við Íslendinga. Og þar sem blaðamaður skilur hvorki upp né niður í leturgerð Japana, er höf- undurinn beðin um að segja stutt- lega frá efnistökum nýju bókarinn- ar, sem skiptist í þrjá kafla. Prestar tala gott mál Í fyrsta kaflanum segir Miyako frá kveikjunni að því að hún ákvað að fara til Íslands árið 1969. Vegna einskærs Íslandsáhuga, ákvað unga stúlkan að rita bréf til Háskóla Ís- lands og svo fór að Magnús Már Lárusson, þá nýkjörinn háskóla- rektor, og fjölskylda hans ákváðu að bjóða henni að dvelja á heimili sínu í Hafnarfirði fyrsta árið á með- an hún væri að koma sér inn í tungumálið. Hún segist eiga þaðan hlýjar minningar og besti íslensku- kennarinn sinn í gegnum tíðina hafi einmitt verið húsfreyjan á heim- ilinu, eiginkona Magnúsar, María Guðmundsdóttir heitin. Ári síðar fékk hún styrk frá menntamála- ráðuneytinu og flutti þá á Stúdenta- garðana. „Ég segi frá fyrstu viðbrögðum hafnfirskra bæjarbúa við mér, en margir höfðu örugglega ekki litið Japana augum fyrr ef marka má þá athygli, sem ég fékk á þessum tíma. Mér fannst ég á tímabili vera eins og gína í búðarglugga. Ég segi af sjálfri mér, samnemendum mínum í HÍ og nýju fjölskyldunni minni. Þegar ég var að læra íslenskuna, benti Baldvin heitinn Einarsson, þáverandi ræðismaður Japana á Ís- landi, mér á að fara til messu ætlaði ég mér að læra góða íslensku vegna þess að prestar töluðu sérlega gott mál. Ég fór að hans ráðum og sótti messur í gríð og erg. Þá vaknaði áhugi minn á guðfræði og ég ákvað að hefja nám við guðfræðideild HÍ, en alls ekkert endilega með það að markmiði að gerast prestur.“ Miyako lauk kandidatsprófi í guð- fræði árið 1978 og var vígður prest- ur 1981. Síðan hefur hún starfað sem prestur heyrnarlausra, en sá söfnuður telur um 200 manns og hefur aðsetur í Grensáskirkju. Erfitt að standa í röð Í öðrum kafla bókarinnar lýsir Miyako ýmsu því, sem hún hefur upplifað í þjóðarsál Íslendinga og útskýrir fyrir samlöndum sínum af hverju hlutirnir séu eins og þeir eru á Íslandi. „Það er fjölmargt á Ís- landi sem kemur Japönum spánskt fyrir sjónir og ég reyni eftir mætti að útskýra af hverju hlutirnir eru svona eða hinsegin hjá Íslending- um.“ Þegar Miyako er beðin um að nefna dæmi, talar hún t.d. um bros- andi kindahausa, þjónustulund ís- lensku lögreglunnar sem opnar fyr- ir mönnum híbýlin læsi þeir sig úti, ráðherra sem spjalla við þegna sína í heita pottinum, vínmenningu land- ans þegar allir verða vinir á þriðja glasi en þekkjast annars ekki þess á milli, 280 þúsund smákónga sem vilja stjórna heilli sinfóníu en eng- inn lætur að stjórn og undarleg fyr- irbæri um helgar þegar fullorðið fólk rúntar um og forvitnast um hverjir búa hvar. Hún fjallar um jólin og jólasveinana þrettán sem sjá til þess að öll börn eru góð fyrir jól, Reagan og Gorbachev í Höfða, bjartar nætur, Björk, Íslendinga í baði, sykurát landsmanna, heims- mynd Íslendinga, gamlárskvöld, hvalkjöt og veitingahús og síðast en ekki síst hið séríslenska „það redd- ast“ og hvað „strax“ þýðir hjá Ís- lendingum. Í kafla, sem ber heitið „Ungbarn úti í barnavagni“ útskýrir hún þann sið Íslendinga að láta börnin sofa úti, en segir jafnframt að óhugsandi sé fyrir Japani að skilja barn eftir í barnavagni fyrir utan búð á meðan mamman skreppur inn til að versla. Ef fram hjá þeirri staðreynd væri litið að barninu gæti verið rænt, sýndi þessi gjörningur á hinn bóg- inn að Íslendingar treystu samlönd- um sínum fyrir því að láta vita ef eitthvað amaði að í vagninum. Íslenskar biðraðir eru Miyako líka umfjöllunarefni þótt hún við- urkenni að biðraðirnar íslensku hafi lagast eilítið í seinni tíð. „Ég upp- lifði það einu sinni að vera stödd í banka í Reykjavík. Tvær biðraðir höfðu myndast fyrir framan tvo gjaldkera. Við endann svo til mitt á milli raðanna stóð karlmaður, sem ég gerði mér ekki grein fyrir hvorri röðinni hugðist tilheyra. Ég ákvað að vinda mér að manninum og spurði: „Fyrirgefðu, en hvorum megin ertu?“ Svarið var: „Í báð- um.““ Höfundur dvelur jafnframt nokk- uð við og veltir fyrir sér uppáhalds umræðuefnum Íslendinga og segir þau ganga nokkuð á skjön við jap- anskar venjur. „Mér hefur fundist uppáhalds umræðuefni Íslendinga vera fjármál, stjórnmál og trúmál. Þessi umræðuefni forðast Japanir eins og heitan eldinn vegna þess að þau valda gjarnan deilum. Við forð- umst öll umræðuefni, sem valdið geta deilum. Þá má ekki gleyma því að Íslendingar eru mjög uppteknir af sjálfum sér og stæra sig gjarnan af eigin ágæti. Það gerir hinn sið- prúði Japani helst ekki og hann tal- ar helst ekki um fólk, eins og al- gengt er hér í fámenninu þar sem allir virðast kannast við alla á ein- hvern hátt.“ Presturinn Miyako staldrar sömuleiðis í bók sinni við háa skiln- aðartíðni á Íslandi, en segir það vera stórmerkilegt hversu gott vinasamband fyrrum hjón geti oft ræktað með sér að loknum skilnaði með velferð barna sinna að leiðar- ljósi. Það væri óhugsandi í Japan, þar sem hjónin myndu frekar þrauka í þögn. Að þessu leyti til eru Íslendingar heiðarlegir gagnvart eigin tilfinningum og stíga skrefið til fulls þegar ljóst er að hjónabandi er í reynd löngu lokið. Þegar talið berst að kafla, sem ber yfirskriftina „Íslenskar konur eru sterkar“, seg- ir Miyako að þar sé hún að bera saman verkaskiptingu karla og kvenna í löndunum tveimur. „Í Jap- an eru óskrifaðar reglur um að kon- an sjái um börn og bú á meðan karl- inn vinnur úti, en á Íslandi tekur karlinn þátt í heimilisstörfunum sem gerir konunni kleift að vinna úti. Í Japan er sagt að konan á bak við manninn sé mjög þýðingamikil og hún veit að ef maðurinn hennar á velgengni að fagna, á hún sinn ríka þátt í því. Japanskar konur sækjast ekki mikið eftir frama á vinnumark- aði sem er ólíkt hugsun íslenskra kynsystra þeirra. Sjálf er ég jafn- réttissinni, sem vill virða mannrétt- indi beggja kynja, en mér finnst mjög niðurlægjandi fyrir konur að þeim séu fengin störf vegna fyr- irfram ákveðins kynjakvóta.“ Vigdís í uppáhaldi Þriðji kafli bókarinnar fer í um- fjöllun um frú Vigdísi Finnboga- dóttur, fyrrum forseta Íslands, sem Miyako telur vera stórmerkilega konu, ekki aðeins fyrir að vera fyrsta konan til að vera kjörin for- seti á lýðræðislegan hátt, heldur vildi hún ekki síður koma manngerð hennar og persónuleika til skila til samlanda sinna. „Vigdís er nefni- lega vinur Japans enda hefur hún oft komið þangað. Ég rifja upp feril Vigdísar allt frá því að ég sá hana fyrst með dóttur sína unga á göngu um háskólahverfið. Ég tók strax eftir þessum mæðgum þá vegna þess hversu mér fannst samband þeirra vera hlýtt og innilegt án þess að ég hefði þá haft hugmynd um hver konan var. Seinna bauð konan sig fram til forseta. Vigdís hefur síðan verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég hef átt því láni að fagna að hitta Vigdísi og fór líka í viðtal við móður hennar, sem líka var stór- merkileg kona, vegna greinar sem ég skrifaði að afloknum forseta- slagnum í japanskt dagblað.“ Lífið er lærdómur Bókin hennar Miyako telur 220 blaðsíður og er seld í japönskum bókabúðum og á Netinu í gegnum www.amazon.com. Auk þess er hægt að fá hana í bókabúð Máls og menningar við Laugaveg. Þegar höfundur er inntur eftir því hvort von sé á frekari ritstörfum, neitar hún því ekki að eitthvað meira sé farið að fæðast. „Það verður bara að bíða síns tíma því ég er ennþá japönsk og því lítið fyrir að úttala mig um eitthvað, sem stefnt er að en ekki er orðið að veruleika. Þetta kemur allt í ljós.“ Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að Miyako kom fyrst til landsins og er nú ekki lengur á starað á útlendinga á götum úti í því alþjóðlega samfélagi, sem Ís- land nú er. Um þrjátíu Japanir eru hér búsettir og segist Miyako ekki velta sér upp úr því hvort henni líki vel eða illa að búa á Íslandi. „En þrátt fyrir að hafa búið hér í 34 ár, eru Íslendingar sífellt að koma mér á óvart. Maður heldur alltaf að loks- ins sé maður komin til botns í þjóð- arsál Íslendinga og geti dregið ályktanir, en kemst svo alltaf að því að svo er alls ekki. Það er alltaf eitt- hvað nýtt að læra.“ „Land hinna hreinu vinda“ er titill bókar, sem séra Miyako Þórðarson hefur skrifað um Ísland og Íslendinga á japönsku fyrir landa sína Japani. Þrátt fyrir að hafa búið á Íslandi í yfir þrjátíu ár, sagði Miyako Jóhönnu Ingvarsdóttur að á Íslandi kæmi fjölmargt Japönum spánskt fyrir sjónir. Í bókinni dregur hún fram sögur af „skrýtnum“ siðum Íslendinga auk þess sem sérstakur kafli fer í að kynna frú Vigdísi Finnbogadóttur fyrir Japönum. Morgunblaðið/Arnaldur Séra Miyako Þórðarson, ásamt heimiliskettinum Dismundi, sem er fimm ára, vel haldinn og mjálmar á norðlensku. Íslendingar koma mér sífellt á óvart join@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.