Morgunblaðið - 20.07.2003, Side 15

Morgunblaðið - 20.07.2003, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2003 15 ÞEGAR ég var með ung börn bless- aði ég oft róluvellina. Þar undu þau dagana langa þegar gott var veðrið og þegar ég sótti þau voru þau þreytt og sæl og höfðu frá mörgu að segja. Mín reynsla var að á þessa velli veldust yfirleitt góðir starfsmenn sem hugsuðu vel um börnin. Rólu- vellirnir (kallaðir gæsluvellir nú) voru þá sannarlega mikil björgun þeim konum sem ekki voru með fasta vinnu utan heimilis og þurftu því ekki langa barnagæslu að stað- aldri. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þetta var og margt er breytt. Meðal þess sem breyst hefur er að áður kostaði ekki neitt að hafa börn á gæsluvelli, síðar var farið að taka gjald fyrir gæsluna og nú er það gjald orðið svo hátt í Reykjavík að mér þykir undrum sæta. Hálfur dagur á gæsluvelli í Reykjavík kost- ar nú 300 krónur – 600 krónur ef barnið er bæði fyrir og eftir hádegi. Þannig er gjaldskráin á róluvöllum Reykjavíkurborgar. Enginn systk- inaafsláttur er, hins vegar kostar 25 miða kort 5.000 krónur. Í Kópavogi er þessi þjónusta mun ódýrari, þar kostar 100 krónur að hafa barn á gæsluvelli hálfan daginn, 200 krónur allan daginn og hið sama á við um gæsluvelli í Hafnarfirði. Hægt er að kaupa 20 miða á 1.500 krónur í Kópavogi en 25 miða á 2.000 krónur í Hafnarfirði. Það er því freistandi að fara með börn úr Reykjavík á gæsluvöll í Kópavogi eða Hafnar- firði. Þessi miklu munur á verðlagi þessarar þjónustu milli sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu skiptir töluvert miklu þegar í hlut eiga t.d. systkini, tvö eða þrjú frá sama heim- ili. Þetta er mikilvægt því þær konur eru oftast heimavinnandi sem flest lítil börn eiga. Kona þarf að hafa mjög góð laun til þess að geta borg- að dagheimilsvist eða vist hjá dag- móður fyrir t.d. þrjú ung börn, auk þess eru sumar konur þannig hugs- andi að þær vilja vera heima með ung börn sín. Konur sem eru heimavinnandi með þetta mörg börn á gæsluvall- araldri hafa löngum haft mikið gagn af gæsluvöllunum, slík gæsla opnar þeim möguleika á að eiga dálitla hvíldarstund og geta aðeins hreyft sig án barnanna, t.d. farið í sund eða verslað. En nú er þessi þjónusta orðin svo dýr í Reykjavík að undrun sætir. Ég skil raunar ekki af hverju þarf að taka gjald fyrir þessa þjónustu úr því það þurfti ekki þegar miklu fleiri börn nutu hennar. Það er augljóst að ef konur taka þann kost að vera heima hjá ungum börnum sínum þá vinna þær sér ekki inn mikla peninga á meðan. Heimilið verður í þeim tilvikum að komast af með það kaup sem heimilisfaðirinn hefur – sem er auðvitað mishátt. Það þarf ekki að skoða lengi kannanir um laun til þess að sjá að margir karlar, ekkert síður en konur, hafa fremur lág laun. Ætla má því að á mörgu barnmörgu heimili sé þröngt í búi þau árin sem konan er heima- vinnandi og heimilisfaðirinn sér einn um framfærsluna. Þau heimili mun- ar mikið um hverjar 600 krónurnar sem eyðast dag frá degi. Ef þrjú börn eru sett á róluvöll á daginn í Reykjavík kostar það 1.800 krónur. Á viku kostar gæslan 9.000 krónur, á mánuði um 36 þúsund krónur. Ef miðarnir eru keyptir kostar mánað- argæslan 24 þúsund. Þetta gjald er meira en svo að fólk sem á mörg börn en hefur lítið handa á milli geti sumt hvert nýtt sér þessa þjónustu. En ég skil ekki hvað hefur breyst síðan mín börn voru lítil. Ef eitthvað er þá hefur þeim börnum fækkað sem nota gæsluvellina að staðaldri. Þeirri þróun hefur verið mætt með því að fækka heldur gæsluvöllunum. Kannski mætti fækka þeim enn frekar en hafa gæsluna fría eins og áður var, mjög margir hafa jú að- gang að bíl? Og hvers vegna er þessi miklu munur á gæsluvallargjöldum á milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu? Þessari þjónustu er ætlað að mæta þörfum þeirra sem eru heima með ung börn og það er vitað að þau heimili hafa mörg heldur lakan fjár- hag. Eitthvað í þessu fyrirkomulagi sem nú er ríkjandi gengur því ekki upp, þjónustan sem býðst á gæslu- völlum er of dýr fyrir marga þá sem eru heimavinnandi en er óþörf fyrir þá sem vinna úti og hafa rýmri pen- ingaráð því það fólk setur börn sín á dagheimili eða í dagvistun. Ég held að það þyrfti að hugsa þetta dæmi upp á nýtt. Það er afleitt að halda úti þjónustu sem ekki gerir það gagn sem henni er ætlað. ÞJÓÐLÍFSÞANKAR/Hvað hefur breyst? Rándýr róló eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Málning hf. hefur tekið þátt í viðamiklum rannsóknum á áhrifaþáttum yfirborðsmeðhöndlunar með helstu sérfræðingum á þessu sviði hér innanlands. Á rannsóknastofu Málningar er jafnframt haft strangt eftirlit með framleiðslu og hráefnum og unnið kröftuglega að vöruþróun þar sem nýjungar á sviði yfirborðsmeðhöndlunar með tilliti til íslenskra aðstæðna hafa skapað málningu frá okkur algjöra sérstöðu. ÞOL - létt í notkun og myndar sterka lakkfilmu. - mikið veðrunarþol. - fyrir bárujárnsþök og aðra málmfleti utanhúss Þakmálning sem þolir íslenskt veðurálag Akrýl - ÞOL - létt í notkun. - mjög gott veðrunarþol - fyrir bárujárn, ýmsar gerðir af klæðningum og aðra málmfleti utanhúss. Við erum sérfræðingar í útimálningu fyrir íslenskar aðstæður. Útsölustaðir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfirði • Málningarbúðin Akranesi • Byko Akranesi • Axel Þórarinsson, málarameistari, Borganesi • Verslunin Hamrar, Grundafirði • Litabúðin Ólafsvík • Núpur byggingavöruversl. Ísafirði • Vilhelm Guðbjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sauðárkróki • Byko Akureyri • Versl. Valberg, Ólafsfirði • Versl. Vík, Neskaupstað • Byko Reyðarfirði • Málningarþjónustan Selfossi • Miðstöðin Vestmannaeyjum • Byko Keflavík. BMW X5 4.4I. 10/00. ekinn 35.þús.km. Steptronic. 19”álfelgur. Leðuráklæði. Glertopplúga. Spól/skriðvörn. CD magasín. Loftkæling. Hiti í fram/aftursætum. Símatengi. Regnskynjari. Rafm.í öllu. O.fl. o.fl. V=6300.þús. Verð kr. 5.890.000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.